Tíminn - 25.08.1988, Side 12

Tíminn - 25.08.1988, Side 12
farsjá — Verkamenn í fjór- im kofanámum í Póllandi hófu törf í gær er spennu vegna erkfalla síöustu daga og yfir- ofandi átaka tók aö linna. 12 Tíminn Fimmtudagur 25. ágúst 1988 Ibiza — Slökkviliðsmenn náöu í gær tökum á skógareld- um sem geisaö hafa á Ibiza undanfarna daga. Sautján ára gamall slökkviliösmaður sem var í meðferð vegna íkveikju- æöis hefur játað aö hafa oröið valdur að eldinum. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsisvist. OslÓ — Greenpeace samtök- in hyggjast opna skrifstofu í Noregi til að draga athygli heimsins að sjúkdómi þeim sem orðið hefur fjölda sela að fjörtjóni að undanförnu. FRÉTTAYFIRLIT rURKEY ÚTLÖND SAUDI ARABIA •TEHERAN R A N UfOMI Bagdad — Fyrsta íraska olíurlutningaskipið sem farið hefur um Persaflóann eftir að stríð íraka og írana hófst fyrir átta árum, lagði af stað í gær með 18.000 tonna farm, að sögn Issam Abdul-Rahim oliu- málaráðherra íraks. Kaupmannahöfn - Danski krónprinsinn Frederik, bróðir hans Jóakim og tveir vinir þeirra bræðra lentu í árekstri í Frakklandi í gær, er þeir voru á leið frá foreldrum sínum sem eru í sumarleyfi í Frakklandi. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum. Marjayoun - Hörð átök urðu á milli hersveita ísraels- manna og múslímskra skæru- liða sem studdir eru af írönum í suðurhluta Líbanon í gær. Tveir Israelsmenn létu lífið í átökunum. Vín — Að minnsta kosti 150 ungverskir kolanámumenn hófu verkfall í gær og er þetta fyrsta verkfall sem opinberlega er greint frá í landinu í 30 ár. Ekki virtist vera neitt samhengi milli verkfallahrinunnar í Pól- landi og verkfallanna í Ung- verjalandi. Amman — Fyrirhugað er að Jórdanir og Sovétmenn skrifi fljótlega undir verslunarsamn- ing sem hljóðar upp á skipti á vörum að verðmæti 80 milljónir dollara á ári, að sögn iðnaðar- og viðskiptaráðherra Jórdana Hamdi al-Tabaa. Vín — Austur-Þjóðverji lét lífið er bifreið hans lenti á ung- verskri landamærastöð þegar hann gerði tilraun til að flýja yfir landamærin. Fólkið virðist nú hafa borið sigur úr býtum eftir harðar óeirðir að undanförnu. Leiðtogar Burma halda neyðarfund: Lýðræði eftir 12. sept? Stjórnvöld í Burma munu halda neyðarfund þann 12.september næstkomandi þar sem tekin verður ákvörðun um það hvort lýðræði verði tekið upp í landinu, að sögn Maung Maung forseta landsins og leiðtoga sósíalistaflokksins. Hörð átök og mótmælaaðgerðir hafa verið í landinu undanfarna mánuði þar sem fólk hefur krafist lýðræðis og þess að endi yrði bund- inn á 26 ára einræði sósíalistaflokks- ins í landinu. Maung Maung sagði er hann kom fram í útvarpi í gær að allir stjórnar- menn landsins myndu segja af sér ef ákvörðun yrði tekin um það á fyrir- hugaðri ráðstefnu að taka upp lýð- ræðislegt stjórnarfar í landinu. Jafnframt sagði hann að þing myndi koma saman þan 13. sept- ember til að velja nýja leiðtoga landsins. I gærmorgun voru afnumin herlög í höfuðborginni Rangoon. Síðar um daginn söfnuðust um það bil 300.000 manns saman á götum höfuðborgarinnar til að fagna sigri yfir stjórn landsins eftir nær samfelldar mótmælaaðgerðir undan- farnar vikur. Fólk söng, dansaði,hrópaði „Sigur, okkar sigur,“ og kvaddi hermenn með handabandi er þeir voru á leið burt af götum borgarinn- ar eftir skyndilega yfirlýsingu um afnám herlaga. Þúsundir mótmælenda hafa látið lífið í átökunum sem geisað hafa og sífellt hafa stjórnvöld lofað stjórn- málalegum og efnahagslegum um- bótum. Fólkið sem safnaðist saman á götum Rangoon í gær virtist sann- fært um að nú yrði það hins vegar ekki svikið og komið yrði á lýðræðis- legu stjórnarfari í landinu, að sögn stjórnarerindreka. IDS „Skemmdarverk“ myndi kveikja ófriðarbál Sérfræðingar frá Bandaríkjunum og Pakistan hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að óeirðir kunni að gjósa upp í landinu, ef uppvíst verður að um skemmdarverk hafi verið að ræða á vél forsetans Zia-ul-Haq sem lést er flugvél hans hrapaði í síðustu viku. Rannsókn á atvikinu stendur nú yfir og hafa um sjö hundruð manns verið yfirheyrðir, grunaðir um að hafa orðið forsetanum að bana. En fjölmargir eru á lista yfir grunaða þar á meðal ýmsir hópar innan hers Pakistana, leyniþjónustumenn frá Afganistan auk margra trúar- og stjórnmálahópa sem voru andvígir Zia, að sögn sérfræðinganna. „í Pakistan búa fjölmargar þjóðir. Ef uppvíst verður að forsetinn hafi verið myrtur getur það orsakað gíf- urlegan óstöðugleika og óeirðir í landinu, sérstaklega ef ákveðinn trúar- eða þjóðernishópur yrði ásak- aður um að hafa orðið honum að bana, „er haft eftir manni úr hópi þeirra sem að undanförnu hafa rann- sakað atvikið. Níu manns létust og tíu að auki særðust alvarlega í óeirðum sem spruttu upp á milli sunni-múslíma og shita í norðvesturhluta Pakistan í kjölfar skyndilegs dauða forsetans. Að sögn stjórnarerindreka spruttu átökin upp vegna gleði shita yfir dauða forsetans, en Zia-ul-Haq var sjálfur sunni-múslími. Bandarísku sérfræðingarnir sem aðstoðað hafa Pakistana við rann- sókn slyssins, segja að margt bendi til þess að um vélarbilun hafi verið að ræða er flugvélin hrapaði. Embættismenn í Pakistan telja hins vegar að dauði forsetans hafi ekki verið tilviljun og vitna í því sambandi til sjónarvotta sem segjast hafa séð sprengingu í vélinni skömmu áður en hún hrapaði. IDS Sprengja vekur ugg Sovét' manna Sovéskur maður, sem komið hafði fyrir sprengju í farangri konu sinnar áður en hún hélt af stað til Kuibyshev með flugvél, er horfinn á bak og burt eftir að hafa beðið fregna og fengið þá vitn- eskju að flugvélin hefði ekki sprungið og konan væri enn í fullu fjöri, að sögn Pravda, mál- gagns sovéska kommúnista- flokksins í gær. Eiginmaðurinn, sem er fyrrum ofursti í sovéska hernum, kom fyrir öflugri tímasprengju í mat- arboxi sem konan hugðist taka með sér í ferðalagið en hún var ásamt 154 öðrum farþegum vélar- innar á leið frá Kiev til Kuibyshev sem er borg við ána Volgu. Sprengjan hafði verið stillt þann- ig að hún spryngi 35 mínútum áður en vélin átti að lenda. Eitthvað fór hins vegar úr- skeiðis og sprengjan sprakk ekki. Þegar eiginkonan ætlaði að gæða sér á mat þeim sem hún hafði haft meðferðis fann hún málmstykki í boxinu, sem hún fór með til lögreglunnar. Húsleit vargerð hjá þeim hjón- um á heimili þeirra í Kiev og fundust þá sams konar málm- stykki en eiginmaðurinn var hins vegar á bak og burt. Vinur eigin- mannsins sagði hann hafa hringt í sig og spurst fyrir um örlög þessarar tilteknu vélar. Vinurinn vissi hins vegar ekki hvar eigin- maðurinn var staddur og sér- fræðingar reyna nú að finna út hvað olli því að sprengjan sprakk ekki. Pravda skýrir frá því að atvikið hafi vakið óhug meðal almenn- ings og sýni glöggt að þörf sé á nánara eftirliti á flugvöllum í Sovétríkjunum þar sem handfar- angur er gegnumlýstur en hins vegar ekki farangur sem geymdur er í farangursrými véla. IDS Friðarviðræður írana og Iraka hefjast í dag: „Árangurinn byggist á pólitískum vilja“ Javier Perez de Cuellar aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að friðar- viðræðurnar milli írana og íraka um lok Persaflóastríðsins eigi hugsan- lega eftir að standa yfir í mörg ár. „Þetta byggist allt á pólitískum vilja hinna stríðandi aðila," segir aðalritarinn í viðtali í franska dag- blaðinu Le Monde í gær. „Séu þeir mjög áfjáðir í að leysa deiluna tekst það á nokkrum mánuð- um. Ef þeir eru það hins vegar ekki getur þetta tekið mörg ár og þá verð ég að tilnefna sérstakan fulltrúa minn til að halda viðræðunum áfram,“ bætir hann við. Utanríkisráðherrar íran og írak ásamt Perez de Cuellar munu taka þátt í friðarviðræðunum sem hefjast í Genf í dag eftir að formlegu vopnahléi var lýst yfir á Persaflóa síðastliðinn laugardag. Meðal þeirra viðfangsefna sem Perez de Cuellar segir að tekin verði fyrir í Genf éru afmörkun landa- mæra ríkjanna við siglingaleiðina um Shatt al-Arab. Auk þess verður að komast að samkomulagi um brottflutning herliða og myndun nefndar sem mun ákvarða hvort landið hóf styrjöldina fyrir átta árum, en aðilarnir ásaka hvor annan um að hafa hafið stríðið. Fulltrúar frana í friðarviðræðun- um komu til Genf um hádegið í gær og írakar voru væntanlegir síðdegis. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúar ríkjanna ræðast við frá því að Persa- flóastríðið hófst árið 1980 og dauði nær milljón einstaklinga hefur æst upp gífurlegt hatur og vantraust þeirra á milli. IDS Dauði allt að milljón einstaklinga í Persaflóastríðinu hefur valdið gífur- legu hatri milli aðilanna sem nú reyna að semja um frið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.