Tíminn - 25.08.1988, Side 19
Fimmtudagur 25. ágúst 1988
Tíminn Í9
lllllllllllllll SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllll
á hjónunum!
60 ára munur
Hin hamingjusömu brúðhjón kyssast eftir hjónavígsluna.
Það gerðist nýlega í Allingabro,
nálægt Randers, í Danmörku, að
þau Aage og Lone Davidsen gengu
í hjónaband. „Ég braut allar venjur
í sambandi við giftinguna," sagði
Lone. „Ég bar upp bónorðið og ég
bar brúðguma minn yfir þröskuld-
inn eftir hjónavígsiuna, - enda er
hann 80 ára en ég 20. Það er sem
sagt 60 ára aldursmunur á okkur
hjónunum!"
Margir voru hneykslaðir
Lone sagði, að margir væru
hneykslaðir á þessu hjónabandi,
en henni þætti samband þeirra
eðlilegt. Aage hefði verið sér svo
góður þegar hún átti bágt og smám
saman hefði myndast milli þeirra
ást og traust.
Samband þeirra byrjaði þannig,
að Lone átti í erfiðleikum heima
hjá sér þegar hún var 14 ára. Hún
strauk að heiman og vinur fjöl-
skyldunnar, Aage, sem var bakari
á eftirlaunum og það gamall að
hann gat verið langafi Lone, skaut
yfir hana skjólshúsi. Hún fékk
herbergi hjá honum og vann hús-
verk upp í leiguna og var þakklát
fyrir gott atlæti.
„Aage var alltaf
í huga mér þó ég væri
úti að skemmta mér“
„Það var ekkert ástasamband á
milli okkar,“ segir Lone. „Aage
hvatti mig til að fara út með vinum
mínum. Ég gat sagt honum allt og
við töluðum saman á kvöldin.
Hann sagði mér frá því þegar hann
var ungur og ég gat sagt honum allt
um mín mál.
Ég hafði kynnst góðum strák og
Aage var mjög hlynntur því að ég
væri með honum, en þó ég væri úti
að skemmta mér var Aage alltaf í
huga mér,“ segir Lone. Síðan segir
hún frá því þegar þau tvö, hún og
Aage, voru að hjálpast að að flytja
til sófa og hendur þeirra snertust
og þau horfðust í augu.
„Ég vissi ekki fyrr en við féllumst
í faðma og kysstumst, og svo gekk
þetta sinn gang, og nú erum við
gift,“ sagði Lone brosandi.
Það skyggði á ánægjuna hjá
brúðhjónunum, að hvorki foreldr-
ar hennar né uppkomin börn Aage
vildu koma til brúðkaupsveislunn
ar.
11 _ UM STRÆTI OG TORG ll||||lllll|||llllllllll|||||||l|||||||||||||||||||||
Verslunarfólk
Eins og misjafn sauður er í
ntörgu fé, eru engin undur að í
stétt verslunarfólks finnist misjafnt
fólk. Sá sem fer víða og verslar á
mörgum stöðum kynnist gjarnan
alúðlegu og elskulegu verslunar-
fólki en stundum og sem betur fer
sjaldan hinu gagnstæða. Vegna
yfirvofandi niðurfærslu eða gengis-
fellingar ætla ég að segja frá þrem-
ur dæmum af verslunarfólki.
Sælgætisverk-
smiðjan OPAL
Þar sem ég er tryggur og dyggur
viðskiftavinur OPAL í hálstöflum
þeim sem þeir selja undir merkinu
PALO hálstöflur varð ég nokkuð
óánægður þegar ég varð fyrir því
hvað eftir annað, um tíma, að
pokarnir um brjóstsykur þennan
rifnuðu um límingu og innihald
lenti óinnpakkað í vasa mínum.
Svo afskiftasamur sem ég er (eins
og mörgum er kunnugt), hringdi
ég í verksmiðjuna og sagði frá
þessum galla. Viðbrögðin voru
þau, hjá framleiðslustjóranum sem
ég talaði við, að hann þakkaði mér
kærlega fyrir að hafa samband en
gat þess jafnframt að þeir hefðu
þegar uppgötvað gallann. Samt
bað hann mig að mæta í verksmiðj-
una þegar mér hentaði, sem ég og
gerði fljótlega. Þangað kominn var
ég leiddur um verksmiðjuna, sýnt
sitt hvað og meðal annars vélin
sem sveik líminguna. Loks var ég
leystur út með gjöfum og þakklæti.
Þarna var að verki Verslunarfólk
með stórum staf, fólk sem kann sitt
fag.
Söluturninn Kapla-
skjólsvegi 1
Þar kom ég á dögunum til að
kaupa LUCKY STRIKE sígarett-
ur. Einn pakki átti að kosta 129
krónur svo að ég sem reyndur
kaupandi téðrar tegundar benti
viðkomandi afgreiðslukonu á að
rétt verð væri 126 krónur. Nei, það
getur ekki verið, ég skal gá í
verðskrána, sem hún og gerði.
„Almáttugur, þetta er rétt, hvers-
vegna hefur enginn sagt neitt,
jesús, ég verð að laga þetta, þakka
þér kærlega fyrir, hversvegna segir
fólkið ekki neitt.“ Og manneskjan
var greinilega alveg í öngum sínum
vegna þess að hafa selt þessa
sígarettutegund á röngu verði um
nokkurt skeið. Þarna var Verslun-
armanneskja með stórum staf,
manneskja sem ekki vill vamm sitt
vita. Á svona stað er gott að koma.
Seljakaup
Þar hefi ég verslað daglega, bæði
í sjoppu og matvöruverslun. Svo
bar við eitt sinn á dögunum að er
ég kom þar í sjoppuna og bað um
PALO hálstöflur að afgreiðslukon-
an vildi fá 40 krónur fyrir pokann.
(Þetta var áður en síðasta hækkun
kom til). Ég brást hálf fúll við og
tjáði konunni að PALO hálstöflur
fengjust á 30, 32, 35 og allt upp í
38 krónur í öðrum verslunum, en
hvergi meira og þessvegna þætti
mér40krónurnokkuðmikið. Svar-
ið var klárt og skýrt: „Ef þú ert
eitthvað óánægður, skalt þú bara
versla annarstaðar." (Og hananú).
Þarna var vissulega aðdáunarverð-
ur verslunarvíkingur að starfi. Ef
þú ert óánægður, farðu bara
annað, mér dettur ekki í hug að
reyna að gera þér til geðs. Það er
ekki hægt annað en dást að svona
fólki, fólki sem heldur sínu striki
hvað sem tautar og raular. Fólki
sem er svo vel statt að geta vísað
tryggum viðskiftavini á braut. Ég
hefi virkilega gaman af því að
kynnast svona ákveðnum og ein-
beittum verslunarmönnum en verð
að viðurkenna að ekki er víst að
verslun þeirra eflist og dafni.
Vegna svona viðmóts er líklegt að
vörurnar fái að safna á sig rvki í
hillunum, en það er áreiðanlega
ekki það sem Verslunarfólk með
stóru Vaffi vill.
Bílastæði leigubíla
Enn skal á það minnast hversu
stæði leigubíla um alla borg eru til
stórskammar umhverfi sínu. í
grónum hverfum, þar sem allur
gróður og allar gangstéttar og allt
annað sem til fegrunar heyrir er vel
og fallega frágengið, þar eru stæði
leigubíla eins og graftarbóla í fal-
legu andliti. Ekki veit ég hvers-
vegna borgaryfirvöldum þykir við
hæfi að hafa drullu og skít sem
einkennistákn fyrir þau stæði sem
eru ætluð leigubílum borgarinnar.
Svo mikið er víst að þeir menn,
sem stunda þá atvinnu að aka
leigubílum í borginni, eru ekki
sóðar. Leigubílafloti borgarinnar
eru vel snyrtir og þrifalegir og vel
bónaðir bílar, með örfáum undan-
tekningum. Við sem leggjum okk-
ur fram um að koma hreinir og
snyrtilegir til viðskiftavinanna (og
það gerum við nær allir), okkur er
mikil raun að því að stæði okkar
skuli vera einhver olnbogabörn
gatnamálastjóra. Mér þykir við
hæfi að tala út úr pokanum. Hver
sem því ræður, hversu ljót og
óyndisleg stæði leigubíla eru í
borginni, ætti að skoða hug sinn.
Viðkomandi stæði gefa oft og ein-
att gott tilefni til þess að verða, eða
geta orðið, enn einn gimsteinn í
viðkomandi hverfi. Athugið það.
Leigubílahallæri
Oft er á það minnst að mikið
leigubílahallæri sé um þær mundir
sem danshúsagestir snúa heim.
Vissulega er það rétt. Við leigubíl-
stjórar ökum fólki að dansstöðum
allt fram til klukkan tvö þrjátíu,
bara að ná 'inn áður en barinn
lokar. Við ökum fólki á staðina allt
frá kl. 7 tilJd. 2.30 og svo er ætlast
til þess að við getum komið liðinu
heim á hálftíma. Þetta er vitanlega
rugl. Með því að gefa lokunartím-
ann frjálsan, þá yrði ekki lengur til
það sem kallað er nú leigubílahall-
æri. Förum að óskum O.L., gefum
lokunartíma dans- og vertshúsa
frjálsan. Svo einfalt er það mál, þá
verður ekkert hallæri með leigu-
bíla. Reynslan frá dögunum með
ólöglegu klúbbunum segir okkur
þetta. Athugið það, þið sem öllu
ráðið.