Tíminn - 14.09.1988, Side 2

Tíminn - 14.09.1988, Side 2
2 Tí,rpinn MíðVikudagur Y4. séþtémbérT98'Ó Breytingartillögur framsóknarráöherra viö Bakfærsla, frysting, Breytingartillögur og viðaukar framsóknarmanna við til- lögur forsætisráðherra um efnahagsaðgerðir verða lagðar fram í ríkisstjórn fyrir hádegi í dag og hefur Tíminn aflað sér heimilda um helstu atriði þeirra. Þær voru til umfjöllunar í þingflokki Framsóknar í gærkvöldi, en þeim fundi var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, svo ekki er vitað hvernig afgreiðslu þær hlutu. Þær ganga nú þegar undir vinnuheitinu „bakfærsla“, enda ganga þær að verulegu leyti út á að færa til baka það fjármagn sem tekið hefur verið af útflutningsat- vinnuvegum þjóðarinnar með gengisfellingum, ýmsum opin- berum gjöldum og öðrum of háum innlendum kostnaði, þrátt fyrir slæma stöðu þeirra. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að grípa til gengisfellingar verði farið að tillögum framsóknarráðherr- anna. Stofnuð verði sérstök deild við Framkvæmdasjóð sem fái meðal annars tekjur með jöfnun tekna sveitarfélaga af aðstöðugjöldum, láni úr verðjöfnunarsjóði og eftir fleiri leiðum. Tekjuskatti verði breytt með því að hækka álagningar- prósentu og einnig persónuafslátt, þannig að tekjuskattur fáist í aukn- um mæli frá hinum tekjuhærri launþegum. Gripið verði til skatt- lagningar á fjármagnstekjur og fram- kvæmdir og meðal-raunvextir verði ekki hærri en 6% fyrir nóvemberlok. Frysting gjaldskráa Helstu atriðin eru þau að almennt verðlag á gjaldskrám opinberra fyrirtækja, bæði ríkis og sveitarfé- laga, og gjaldskrám sérfræðinga sem starfa sjálfstætt, verði fryst að öðru leyti en sem nemur áhrifum erlendra verðhækkana, allt til 10. apríl 1989. Gera framsóknarmenn það að til- lögu sinni að þetta verði stutt með nauðsynlegum lögum til að ekkert fari á milli mála um framkvæmdina. Varðandi verðlagningu á landbún- aðarvörum leggja framsóknarráð- herrarnir áherslu á að skerðing á launum bænda verði ekki meiri en annarra. Þess vegna gera þeir að tillögu sinni að hækkunum sem nú þegar eru í pípum kerfisins og þegar ákveðnar þegar núverandi verð- stöðvun skall yfir, verði mætt með því að auka niðurgreiðslur til bænda. Til niðurgreiðslanna verði aflað sam- svarandi tekna. 4% greiðsla til útflutnings Þá leggja þeir til umfangsmiklar aðgerðir til að bæta afkomu útflutn- ingsatvinnuveganna. Leggja þeir til að sérstök viðbót, fjórir af hundraði, verði greidd á fobverð frystra afurða sjávarútvegsins og til þess verði aflað sérstakra tekna. Launatengd gjöld, svo sem slysa-, líf- og atvinnuleysistryggingargjöld verði felld niður. Þorsteinn Pálsson bíður nú tillagna framsóknarmanna og vildi að svo komnu máli ekki tjá sig við Tímann í gær. Tímamynd:Gunnar Steingrímur Hermannsson hefur kynnt nýtt hugtak í efnahagsumræðunni þar sem er „bakfærsla til atvinnuveganna“ Afurðalánum verði breytt og tryggt að vaxtamunur þeirra verði minnkaður um 1% og raforkuverð verði lækkað. Einnig verði komið á sérstakri deild við Framkvæmdasjóð, sem veiti lán til fjárhagslegrar endur- skipulagningar og til að bæta afkomu einstakra útflutningsgreina. Er stefnt að því að í þeim sjóði verði • um þrír milljarðar króna til ráð- stöfunar. Er þessa hugmynd einnig að finna í breytingartillögum Al- þýðuflokksráðherranna, en hún er upphaflega komin frá framsóknar- mönnum í ríkisstjórn. Tekjur deildarinnar verði m.a. þær að þar sem aðstöðugjöld er að finna umfram ákveðið hámark, er lagt til að þeim umframtekjum af aðstöðugjöldum verði jafnað á milli sveitarfélaganna með aðstoð Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga við inn- heimtu. Einnig verði framlag ríkisins til atvinnuleysistryggingasjóðs á ár- inu 1989 látið renna til deildarinnar, auk láns úr verðjöfnunarsjóði sem verði vaxta- og afborgunarlaust fyrstu þrjú árin. Þá er lagt til að öll lán úr áðurnefndum deildarsjóði verði vaxta- og afborgunarlaus fyrstu þrjú árin. Gengið Lagfæring á gengi verður afgangs- stærð í breytingartillögunum að efnahagstillögum forsætisráðherra. Alls ekki verði gripið til gengisfell- ingar nema þá eftir að búið verði að meta þessar lagfæringar fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina. Samkvæmt út- reikningum sem gerðir hafa verið í Þjóðhagsstofnun fyrir framsóknar- ráðherrana er gert ráð fyrir því að ekki verði þörf á leiðréttingu á gengi, miðað við að þessar tillögur verði framkvæmdar. Fjármagnskostnaður Eins og búast mátti við er að finna róttækar tillögur um lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar. Leggja þeir til að meðal-raunvextir verði ekki yfir 6%. 1 því skyni verði beitt lagaheimild ef nauðsyn krefur. Leggja þeir til að fjármagnstekjur verði skattlagðar umfram ákveðna ávöxtun, en öll skuldabréf verði nafn- og skráningarskyld og sömu- leiðis eigendaskipti á skuldabréfum. f því skyni verði bankar og aðrar fjármagnsstofnanir upplýsingaskyld gagnvart skattyfirvöldum. Lánskjaravísitala verði afnumin um leið og verðbólga er orðin tíu af hundraði. Skylda verðbréfasjóða til að kaupa skuldabréf ríkisins verði stór- lega aukin. Gegn þenslu Tillögur Framsóknar varða einnig þenslu þá sem verði hefur í þjóðfé- laginu. Til að stemma stigu við • áframhaldandi þenslu verði ríkis- sjóður tvímælalaust hallalaus og afl- Tímamynd:Gunnar að verði tekna á móti niðurfeliingu gjalda og annars sem gert verður fyrir útflutningsatvinnuvegina. Dregið verði mjög verulega úr er- lendri lántöku, tekjur sveitarfélaga af aðstöðugjöldum verði jafnaðar, og heimild verði veitt í lögum til að leggja skatt á nýjar framkvæmdir. Sérstakar tillögur eru gerðar varð- andi afkomu ullariðnaðarins. Gera þeir ráð fyrir því að komið verði á 4% uppbót á útflutning- á ullarvarn- ingi. Bakfærsla til atvinnuveganna Þegar Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, var beðinn að meta áhrif þessara að- gerða ef þær kæmust til framkvæmda og yrðu samþykktar af samstarfs- flokkunum, sagði hann að í tillögum þessum væri leitað allra leiða til að fella niður kostnað hjá atvinnuveg- unum og bæta ríkissjóði það upp með sköttum. í þessum breytingar- tillögum fælist viss bakfærsla í gegn- um ríkissjóð, því þessar upphæðir væri vitanlega búið að taka frá atvinnuvegunum með vitlausu gengi, of miklum innlendum kostn- aði og mörgu fleiru. Veðjum á bata fyrir 10. apríl Sagði Steingrímur að erfitt væri að meta áhrif þeirra tillagna, sem Landssamband sláturleyfishafa fundar í upphafi sláturtíðar: Rekstraróvissa Nú er sláturtíð hafin hjá sumum sláturleyfishöfum og er í þann mund að hefjast hjá mörgum öðrunt. Stjórn Landssambands sláturleyfishafa fundaði í gær og voru þar til umræðu þær aðstæður sem sambandið telur óviðunandi við upphaf sláturtíðar. Eftir er að ákveða heildsöluverð sláturafurða og enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um afgreiðslu afurða- lána bankanna fyrir komandi slát- urtíð. Ekki hefur hcldur fengist trygging frá ríkisvaldinu um hvern- ig gjaldfallin afurðalán frá fyrra ári verða fjármögnuð. Fulltrúar Búnaðar-, Samvinnu- og Landsbanka funduðu í gær um afgreiðslu afurðalána til sláturleyf- ishafa en komust þar ekki að cndanlegri niðurstöðu um hvernig henni verður háttað. Þeir munu aftur funda í dag. Niðurstaða þess fundar hefur mikið að segja um rekstrarskilyrði sláturlcyfishafa en á fundi þeirra í gær voru fleiri atriði til umræðu. Sláturleyfishafar hafa gagnrýnt verðákvarðanir fimm manna nefndar sent ákvarðar heildsölu- verð sláturafurða. Vegna vanmats telja sláturleyfishafar sig hafa mátt þola verulegt rekstrartap, sem fyrir framleiðsluárið 1987 er áætlað kr. 170 miiljónir (kr. 14,86/kg). Tap- rekstur þfessi hefur þegar leitt til rekstrarstöðvunar nokkurra slát- urleyfishafa og mikilla greiðslu- erfiðleika þeirra allra. Sambandið telur mikla óvissu ríkjandi um rekstrarskilyrði á kom- andi sláturtíð. Óvissa er um tekjur sláturleyfishafa og lánsfé til greiðslu afurða. Sláturieyfishafar telja ekki for- svaranlegt að selja nýtt kjöt á sama verði og kjöt frá fyrra ári vegna vanmctins kostnaðar við fram- leiðslu og sölu þess kjöts. Þessu til viðbótar iiggja ekki fyrir verðhlut- föjU nýs kjöts sem selja skal skv. nýju kjötmati. Af þesssu leiðir að frysta verður allt nýtt kjöt og tapast þar með dýrmætt tækifæri til að selja neytendum nýtt dilkakjöt í sláturtíð. JIH Almennur stjornmálafundur Framsóknarfélags Reykjavíkur: Mun ræða stöðuna í ríkisstjórnarmálum Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til almenns stjórnmálafundar að Hótel Lind við Rauðarárstíg, (áður Hótel Hof) klukkan 20:30 annað kvöld - fimmtudagskvöld. Umræðuefnið verður: Staðan í ríkisstjórnarmálum. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. „Þessi fundur er boðaður með skömmum fyrirvara og er mjög áríð- andi að sem flestir stuðningsmenn flokksins mæti,“ sagði Alfreð Þor- steinsson formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur í samtali við Tímann. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismað- ur verður frummælandi á almennum stjómmálafundi er Framsóknarfélag Reykjavíkur hefur boðað.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.