Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, simi 685277 Tíminn Stefnubreyting i malefnum aldraora í vændum Aldnir dvelji lengur heima Samráðsfundur yfirmanna á vegum hins opinbera sem starfa að málum er varða aðbúnað aldraðra á Norðurlönd- um var haldinn í Reykjavík á dögunum. Þessir aðilar hafa hist árlega undanfarin ár og borið saman bækur sínar, en nokkur munur er á hvernig að máluin þessum er staðið uiilli landanna. Fundinn sátu 20 manns og voru flutt mörg erindi, bæði félags- og læknisfræðilegs eðlis. Hrafn Páls- son deildarstjóri öldrunarmála hjá heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neytinu sagði fréttamönnum að mjög hefði verið rætt að efla þyrfti heimaþjónustu við aldraða og þeim þannig gert mögulegt að dvelja sem lengst á eigin heimili, æsktu þeir þess sjálfir. Hrafn sagði að hér væri að nokkru um stefnubreytingu að ræða á íslandi, enda hafa Finnar og fslendingar haft nokkra sérstöðu undanfarin ár með að leggja aðal- áherslu á byggingu vistunarstofn- ana fyrir aldrað fólk. Steinunn Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur, sem er formaður ráðgjafarnefndar um málefni aldr- aðra, sagði að eindreginn vilji hefði komið fram á fundinum um að stórefla alla hjúkrun og þjónustu við aldraða á þann hátt að efla menntun og menntunarmöguleika og bæta kjör þeirra, sem við þessi störf fást. Þessi mikilvægu störf væru nú lágt metin til launa, enda gengi erfiðlega að fá fólk í þau. Steinunn sagði ennfremur að fundurinn hefði talið að ekki skyldu byggð fleiri hefðbundin dvalarheimili aldraðra heldur skyldi öll áhersla lögð á í framtíð- inni að aðstoða fólk inni á heimil- um sínum í lengstu lög. Hún sagði að þetta væri einnig eindreginn vilja þeirra sem um öldrunarmál fjalla hérlendis. Hins vegar gengi mjög erfiðlega að fá fólk til að vinna við heimilisþjón- ustustörf í víðri merkingu. Fólk staldraði stutt við í slíkum störfum og eitthvað yrði að gera til að gera störf þau aðlaðandi. Það kom fram hjá þeim Stein- unni og Hrafni að áður en stað- greiðslukerfi skatta var tekið upp, var tekna í framkvæmdasjóð aldr- aðra aflað með nefskatti en nú væri það ekki svo lengur, heldur væri sjóðurinn nú kominri upp á náð fjárveitingavaldsins og þessa stundina væri sjóðurinn heldur rýr. Ráðgjafanefnd um málefni aldr- aðra, sem Steinunn Sigurðardóttir er formaður fyrir, mun því leggja til við stjórnvöld að tekjur sjóðsins framvegis fari eftir hversu margir aldraðir eru á hverjum tíma. -sá i Störf í öldrunarþjónustu eru vanmetin og illu gengur að fá fólk til þeirra. Þessu þarf að breyta að mati yfirmanna öldrunarmála á Norðurlöndum. I iimiiiivud: Árni Bjaraa Offramboð saltfisks veldur SÍF áhyggjum „Það kom mjög mikill kippur í veiðarnar hjá Kanadamðnnum síð- ast í júlí sem stóð út ágústmánuð og það hefur valdið auknu fram- boði á saltfiski þaðan á markaði í Evrópu," sagði Magnús Gunnars- son, forstjóri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda, í samtali við Tímann. „Ég hef mjög þungar áhyggjur af þessu því að þetta aukna framboð veldur okkur veru- legum erfiðleikum. Fiskurinn frá Kanada kemur inn á alia hefðbundnu markaði í Evr- ópu sem við höfum verið að selja á og ofíramboðið skapar þrýsting á verðið. Þegar það fer saman við þann toll sem skellur á saltfisknum héðan, kemur það sér mjög illa fyrir okkur. Þessi kvóti sem er á saltfisk til Evrópubandalagsins er uppurinn t.d. í Portúgal og það þýðir að það kemur 13% tollur á allan fisk sem fer héðan þangað," sagði Magnús. Saltfiskinnflutningur til Evrópu- bandalagsins var lengst af leyfður án tolla, samkvæmt sérstakri undanþágu, en árið 1985 ákvað EB að nýta tollaheimild á saltfisk sem 13% á flattan fisk en 20% á þorskflök. Samkvæmt Gatt-sam- komulági er þó 25.000 tonna tollfrjáls kvóti af flöttum físki sem dreifist á meðlimalönd samkvæmt ákvörðun í Brussel. Þessi kvóti, auk 6.000 tonna kvóta sem samið var um við Kan- ada, nægði að mestu leyti fyrír ínnflutningi á saltfiski til EB-landa, áður en Spánn og Portúgal gengu í það. Árið 1986 varheimilað 65.000 tonna kvóti til viðbótar, með 3,7% tolli. í ár var þessi kvóti ákveðinn 52.500 tonn með 5% tolli. Á þorskflök er síðan 20% tollur. „Það sem skiptir mestu máli fyrir saltfískiðnaðinn er að íslensk- um stjórnvöldum takist að ná að komast að einhverju samkomulagi við EB um þessa tolla. Þeir valda okkur miklum erfiðieikum," sagði Magnús. „Á síðasta ári greiddum við samtais 450 milljónir króna í tolla af íslenskum saltfiski. Ef það væri greitt af ölium útflutningnum á þessu ári, þýddi það sennilega 1,2-1,3 milljarða, þannie að þetta er gífurlega stórt mál fyrir saltfisk- inn." 1 Fiskifréttumþann9. september er greint frá því að Portúgalar hafí tryggt sér ítðk f kanadískum salt- fiskiðaaðí með því að kaupa tvö salfiskverkunarfyrirtæki á Ný- fundnalandí. Óstaðtesta^ fregnii herma að til þess að kprnast hjá tollurn EB sé þessi fiskur fluttur til Evrópu með viðkomu á frönskum smáeyjum við strendur Kanada. „Ég veit ekki hvernig þetta geng- ur fyrir sig en það getur verið að þeir láti uppruna fisksins vera frá þessum eyjum, sem er franskt yfirráðasvæði og hefur því frjálsan aðgang að Evrópubandalaginu án. þess að borga toiía," sagði Magnús. í Fiskifréttum þennan sama dag cr haft eftir Hreiðari Júlfussyni, framkvæmdastjóra More Fish á Nýfundnalandi að hráefnisverð sé innan við 20 kr. á kílóið í Kanada og að það fari alveg niður f 11 kr., sé fiskurinn mjög smár. Hráefn- isverð á mörkuðum hérlendis hefur ' hins vegaf verið á bilinu 40-50 kr. síðustu vikur. Þetta taldi Magnús Gunnarsson ekki síður valda ís- lenskum saltfisksútflutningi erfið- ietkum. „Nú verðum við bara að sjá til hvað gerist í þessu, en ég held að þvf miður sjáum við vaxandi erfið- leika framundan f saltfiskverkun. Maður má ekki leggjast í einhverja örvæntingu en hins vegar er rétt að undirstrika það að þetta er hlutur sem réttír ekki úr kútnum undir eins. Það fer éftir því hvernig stórir aðilar eins og Kanadamenn haga sínum málum," sagði Magnus, Brennisteinslykt í Grímsey ekki talin benda til goss: Skjálftarnir eru í rénun „Það töldu sig einhverjir hafa fundið brennisteinslykt í gær og að hún kæmi úr vesturátt, en ég tel nú litlar líkur á því að gos sé að hefjast," sagði Hafliði Guðmunds- son fréttaritari Tímans í Grímsey í gær. Hafliði sagði að jarðeðlisfræðing- ar hefðu talið að um eitthvert gas- streymi gæti verið að ræða, enda væri Grímsey á miðjum Atlantshafs- hryggnum. Hafliði sagði að tveir jarðeðlis- fræðingar væru komnir til Grímseyj- ar og varðskip væri í viðbragðsstöðu að flytja íbúana á brott ef skjálfta- virkni ykist enn og mannvirki færu að skemmast og fólk yrði jafnvel í hættu. Skjálftar héldu áfram í Grímsey í gær þótt ekki væru þeir jafn snarpir og sá sem kom kl. rúmlega 8 í fyrrakvöld, en skjálftavirkni var nokkuð stöðug og jöfn og á 15. tímanum í gær urðu nokkrir all- snarpir skjálftar, meðan á samtali Hafliða og blm. Tímans stóð. Hafliði sagði að þrátt fyrir hve mikið hefði gengið á undanfarna daga væru ekki merkjanlegar neinar skemmdir á mannvirkjum enn, en erfitt væri að segja ákveðið af eða á um slíkt að óathuguðu máli. Tíminn ræddi við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing í Grímsey í gær- kvöldi og sagði hann að jafnt og þétt drægi úr skjálftum, en þó væri virkni enn talsverð. Páll sagði að hrinan að þessu sinni hefði nú staðið frá því síðasta föstu- dag og virtist sem hún hefði náð hámarki í fyrrakvöld. Hann sagði að strax eftir stóra skjálftann laust eftir kl. 20 á mánu- dag hefði fólk fundið talsverða brennisteinslykt, en engin sérstök skýring á henni hefði fundist enn. Hann taldi ólíklegt að skjálftahrinan nú og brennisteinslyktin væri undanfari eldgoss fremur en áður. Grímseyjarskjálftar stöfuðu af því að jarðskorpuflekar væru að ganga í sundur til austurs og vesturs um Atlantshafshrygginn og við það kæmu þessir skjálftar. Hann sagðist ekki merkja neinn ótta lengur hjá Grímseyingum en skiljanlega hefði verið óhugur í fólki þegar mest gekk á. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.