Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 22. september 1988 Verndaðar íbúðir aldraðra á Seltjarnarnesi: 38 íbúðir í notkun Lokið er að fullu síðari áfanga vcrndaðra íbúða fyrír aldraða við Melabraut á Seltjarnamesi og hafa veríð byggðar ails 38 íbúðir, sem afhentar voru formlega í gær, mið- vikudaginn 21. september. Af þess- um 38 íbúðum era 33 eign notenda og 5 leiguíbúðir í eigu bæjarsjóðs. Um er að ræða átta 56 fermetra íbúðir, tólf 60 fermetra, fjórar 70 fermetra, tíu 80 fermetra og fjórar 95 fermetra íbúðir. Sú þjónusta sem boðið er upp á er m.a. fast fæði eða einstakar máltíðir, þrif og þvottur, þá er bjöllukerfi tengt íbúð húsvarð- ar. Þegar hafist var handa við fyrri áfanga, var kannaður áhugi væntan- legra notenda til eignaraðildar og kom þá strax í ljós að allir sem átt höfðu íbúðir eða hús óskuðu að eiga sínar íbúðir í húsunum. Bæjarsjóður var framkvæmdaraðili við byggingu húsanna og útvegaði allt fé á bygg- ingartímanum. Húsnæðisstofnun lánaði bæjarsjóði framkvæmdalán sem greiðist upp á 18 til 24 mánuð- um, eftir að íbúðirnar eru teknar í notkun. Verð á 60 fermetra íbúð í maí 1988 var 2.680.000 og verð 80 fer- metra íbúðar var á sama tíma 3.280.000. Bærinn á alla sameign sem gerir íbúðirnar ódýrari fyrir kaupendur. Talið er að með þessu sé þörfinni fyrir þennan málaflokk fullnægt, í bili. -ABÓ Frá afhendingu íbúðanna á Melabraut í gær. TímnmvnH' Ární Rinmn. Stjórnmálaályktun 38. þings ungra jafnaðarmanna: Draumurinn um nýja Viðreisn er tálsýn „Miklir óvissutímar eru nú í ís- lenskum stjórnmálum. Þorsteinn Pálsson hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Lítil eftirsjá er í þeirri ríkisstjórn," segir í stjórn- málaályktun Sambands ungra jafn- aðarmanna, sem hélt sitt 38. þing í Keflavík, 17.-18. þessa mánaðar. „Að nokkru endurspeglaði þetta getuleysi grundvallarágreining milli Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um afstöðuna til þjóðmála en ekki síður sundur- þykkju og forystuleysi í stærsta stjórnarflokknum." Sambandið lýsir yfir fullum stuðn- ingi við þá ákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, að draga flokkinn út úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Þá segir að Alþýðuflokkurinn hafi farið illa út úr þátttöku í þessari ríkisstjórn og hefur hann misst um þriðjung fylgis í skoðanakönnunum. Að hluta er það talið stafa af því að ráðherrar hans hafi iðulega verið einir til þess að verja nauðsynlegar en óvinsælar ráðstafanir í efnahags- málum. „En fylgistapið má einnig rekja til þess að forystumenn Alþýðuflokks- ins hefur borið af réttri leið í mál- flutningi. Þeir hafa haldið fram markaðshyggju í efnahagsmálum á kostnað ýmissa grundvallarþátta jafnaðarstefnunnar," segir í ályktun- inni. Þá telja ungir jafnaðarmenn að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi leitt í Ijós að draumurinn um nýja viðreisnarstjórn var tálsýn. Við þess- ar aðstæður verður flokkurinn að endurskoða áherslur í stefnu sinni. Vænlegasta leiðin til að gera jafnað- arstefnuna að ríkjandi hugmynda- fræði í íslenskum stjórnmálum er að laða önnur félagshyggjuöfl í landinu til samstarfs við Alþýðuflokkinn. JIH Japis hf. færöi á dögunum íslensku ólympíunefndinni að gjöf Panasonic NV-MC10 videotökuvél, en hún er ætluð ólympíunefndinni og landsliðsmönnum fyrir ólympíuleikana í Seoul. Panasonic og Japis hf. vilja með þessu móti styrkja landsliðið með því að gefa þeim myndatökuvélina til að nota á æfingum fyrir ólympíuleikana og á meðan þeim stendur. í tilkynningu sem Japis hefur sent frá sér segir að vélin sé handhæg og auðveld í notkun, gefi hreina kyrrmynd og sé því mjög góð fyrir íþróttamenn sem vilja sjá hverja einustu hreyfingu. Tökuvélina má tengja beint við sjónvarpstæki, þannig að landsliðið getur horft á afrek dagsins, án þess að hafa myndbandstæki. í samvinnu við alheimsólympíunefndina hafa Matsushita Electric, sem er framleiðandi Panasonic og Technics, og söluaðilar þeirra gefið 150 myndatökuvélar til hinna ýmsu óiympíunefnda um allan heim. -ABÓ Fisksölur í Bretlandi og Þýskalandi dagana 12.-16. þessa mánaðar: Hærra verð í Bretlandi en í Þýskalandi Sem fyrr fékkst hærra verð fyrir fisk í skipasölu í Bretlandi en Þýskalandi dagana 12.-16. þessa mánaðar. NÁTTFARI HF 185 seldi 81,4 tonn í Hull þann 12. á meðalverði kr. 77,33 á kíló. Sölu- verð var 6,3 milljónir. SIGUR- BORG KE 375 seldi 55,3 tonn í Grimsby á meðalverði kr. 60,00 kílóið, fyrir 3,3 milljónir króna. GARÐEY SF 22 seldi 50,5 tonn í Hull þann 14. september á meðal- verði kr. 63,32 kílóið, fyrir 3,2 milljónir króna. SIGÞÓR ÞH 100 seldi 63,3 tonn í Hull sama dag á meðalverði kr. 63,68 kílóið, fyrir 4 milljónir króna. AKUREY SF 31 seldi 70,5 tonn þann 15. í Hull á meðalverði kr. 74,27 kílóið, fyrir 5,2 milljónir króna. ODDGEIR ÞH 222 seldi þann sama dag 62,7 tonn á meðalverði kr. 78,49 kílóið. Söluverð var 4,9 milljónir. Samtals voru 261,4 tonn af þorski seld í skipasölu í Bretlandi ámeðalverði kr. 71,98 kílóið. Sölu- verð var 18,8 milljónir króna. Um 81,5 tonn af ýsu voru seld á meðal- verði kr. 76,16 á kíló og var söluverð 6,2 milljónir. Ufsi var seldur á kr. 34,43 kílóið og voru 15 tonn seld á 517 þúsund krónur. Tæp 20 tonn af blönduðum afla voru seld á meðalverði kr. 59,15 kílóið. Söluverð var 1,2 milljónir króna. Lítið varselt aföðrumfiski. Tæp 314 tonn af þorski voru seld í gámasölu fyrir samtals 23,6 millj- ónir króna. Meðalverð var kr. 75,32 á kíló. Þá voru 276,8 tonn af ýsu seld fyrir tæpar 20 milljónir Ritarar á Ráðstefna Evrópusamtaka ritara fer fram í Turku í Finnlandi dagana 15. til 18. september nk. Samtök þessi voru stofnuð fyrir 14 árum og eru félagar nú rúmlega 1000 frá 14 Evrópulöndum, allt frá Finnlandi í norðri til Grikklands í suðri. Ráðstefna samtakanna er haldin króna. Meðalverð á kíló var kr. 72,10. Fyrir kola fengust kr. 72,63 á kíló. Það voru 68,6 tonn seld fyrir tæpar 5 milljónir. Gott verð fékkst fyrir blandaðan afla, meðalverð var kr. 101,21 kílóið. Söluverð var 5,7 milljónir króna. Þá voru 13,2 tonn af ufsa seld á meðalverði kr. 31,81 kílóið. Söluverð var 420,8 þúsund. Um 11,8 tonn af karfa voru seld fyrir samtals 451,8 þús- und krónur. Meðalverð á kíló var kr. 38,40. SKAFTI SK 3 seldi tæp 153 tonn í Cuxhaven í Þýskalandi þann 13. þessa mánaðar. Meðalverð á kíló var kr. 61,60 og var söluverð 9,4 milljónir króna. Þá seldi VIÐEY RE 6 298 tonn í Bremerhaven þann 14. á meðalverði kr. 47,00 á kílóið. Söluverð var 14 milljónir króna. Samtals voru um 20,3 tonn af þorski seld í Þýskalandi dagana 12.-16. þessa mánaðar og var með- alverð kr. 58,72 kílóið. Söluverð var 1,2 milljónir króna. Mest var þó selt af karfa, 279,6 tonn á meðalverði kr. 54,13 kílóið. Sölu- verð var 15,1 milljónir króna. Næstmest var selt af ufsa, 124,1 tonn. Meðalverð á kíló var kr. 54,13 og söluverð 6,1 milljónir króna. Um 15,2 tonn af blönduð- um afla voru seld á meðalverði kr. 34,45 kílóið. Söluverð var 525,6 þúsund krónur. Tæp 11,3 tonn af ýsu voru seld á meðalverði kr. 39,35 kílóið og var söluverð 443,9 þúsund krónur. JIH ráðstefnu árlega í einhverju þátttökulandanna í tengslum við aðalfund þeirra. Að þessu sinni sækja 14 íslenskir ritarar ráðstefnuna og mun það vera mesta þátttaka frá íslandi til þessa. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: „Going Intemational: Man- aging the Change“. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.