Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 22. september 1988 llllllilllllllllllilllllllll ÍÞRÓTTIR Marchulenis, sovéskur landsliðsmaður leggur hér kinnina að spjaldinu f Körfuknattleikur-NBA deildin Allir nyliðar lyfjaprófaðir Allir nýliðar seni lcika munu í bandarisku NBA körfuboltadeild- inni verða að gangast undir lyfja- próf á meðan þeir eru ■ æfingabúð- um fyrir komandi keppnistímabil. I lyljaprófinu sem verður sett á án viðvörunar, verður kannað hvort leikmennirnir hafa neytt kókaíns aða heróins. Þeir sem falla á þessu prófi verð settir í að minnsta kosti árs keppnisbann án launa. Eldri leikmenn í deildinni scm reynast vera neytendur eiturlyfja, fá sjálfkrafa tveggja ára keppnis- bann án launa, en þeir leikmenn sem gefa sig fram og scgjast eiga viö citurlyfjavanda að etja eru ckki dæmdir i liann, en eru sendir í endurhæfingu. Springi þeir síðan á limminu fá þeir keppnisbann. Uavid Stcm, aðalritari NBA deildarinnar, sagði að nýju regl- urnar varðandi nýliða, væri skýr skilahoð til háskólaleikmanna með NBA vonir, að þeir lctu eiturlyfin eiga sig. BI. ÓL-Körfuknattleikur: Sovéskur sigur eftir framlengingu Sovétmenn tryggðu sér ekki sigur fyrr en í framlengingu, þegar þeir mættu Puerto Rico í körfuknattleik- skeppni Ólympíuleikanna í gær. Eftir venj ulegan leiktíma var stað- an jöfn, 76-76, en í framlengingunni tóku Sovétmenn öll völd á vellinum og sigruðu 93-81. Þeir unnu því framlenginguna 17-5. Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Brasilíumönnum og náðu því að hefna fyrir ófarirnar á Pan Am- leikunum í fyrrasumar. Lokatölurn- ar voru 102-87, en grunnurinn að sigri Bandaríkjanna var varnarleikur þeirra, en brasilíska stjarnan Oscar Schmidt sagði eftir leikinn að hann hefði aldrei áður séð eins góða vörn. Bandaríkin gerðu Brasilíumönnum mjög erfitt fyrir um sendingar sín á milli og voru alltaf í stífri „yfirdekk- un“. Oscar skoraði samt 31 stig í leiknum, sem reyndar þykir ekki mikið þegar hann er annars vegar, því hann gerir oft yfir 40 stig í leik. Spáverjar sigruðu Kínverja létt 106-74 og Kanadamenn unnu Eg- ypta 117-64. Þá sigruðu Júgóslavar S-Kóreumenn 104-92. Drazen Petr- ovic gerði 22 stig fyrir Júgóslavíu, en Lee Choong-hee gerði 38 stig fyrir Kína. Júgóslavar hafa forystu í A-riðli með 6 stig, en Sovétmenn og öll hin liðin í riðlinum hafa 3 stig. 1 B-riðli hafa Bandaríkjamenn 6 stig, en Brasilía og Spánn hafa 5 stig. BL Körfuknattleikur-NBA deildin Michael Jordan gerir 8 ára samning við Bulls Körfuknattleikssnillingurinn Mic- hael Jordan, sem á síðasta keppnis- tímabili var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP) skrifaði í fyrradag undir nýjan 8 ára samning við félag sitt, Chicago Bulls. Jerry Krause framkvæmdastjóri Bulls vildi ekki gefa upp hvað Jordan fær greitt í peningum fyrir samning- inn, en ljóst er að Jordan er orðinn einn af launahæstu körfuknattleiks- mönnum heims. Krause vildi hvorki játa né neita því að samningurinn væri virði um 25 milljóna dala eða um 1150 milljóna ísl. króna. „Við erum ánægðir með að hafa gert þennan samning við Jordan og vonum að hann verði hjá okkur þar til hann hættir í körfubolta," sagði Jerry Reinsdorf eigandi liðsins. Ervin „Magic" Johnson, bakvörð- urinn sjalli sem leikur með meistur- unum Los Angles Lakers er samn- ingsbundinn í 25 ár með Lakers og fær 1 milljón dala á ári fyrir vikið. BL IBK vann Keflvíkingar sigruðu ná- grannu síua úr Njarðvík með 92 stigum gegn 90 í úrslituleik Reykjanesmótsins í körfu- knattleik, sem lauk i Njarðvík í fyrrakvöld. Jón Kr. (ííslason var stigahæstur Kefivikinga með 28 stig, en Teitur Örlygs- son geröi 46 stig fyrir Njarðvík- inga. Kellvíkingar hafa aldrei áður sigrað á Reykjancsmót- inu, því Njarðvikingar hafa ávallt farið mcð sigur af hólnii i mótinu hinguð til. BL Michael Jordan Ólympíuleikarnir í Seoul: Verður veldi Bandaríkjamanna hnekkt eins og í Miinchen 72? - Búist við harðri mótspyrnu Sovétríkjanna og Júgóslavíu á körfuknattleikskeppninni í Seoul Bandaríkjamenn hafa löngum verið einráðir í körfuknattleiks- keppni Ólympíuleikanna. Á leikunum, sem sem nú fara fram í Seoul, er búist við að Bandaríkja- menn fái harða keppni frá Sovét- mönnum og Júgóslövum. Bandaríkjamenn munu verða að taka á öllu sem þeir eiga til þess að verja Ólympíutitil sinn frá því í Los Angeles fyrir fjórum árum, er þeirsigruðu Spánverja í úrslitaleik. Á leikunum í Seoul munu Banda- ríkjamenn fá öflugustu mótspyrnu í 16 ár, eða frá því í Munchen 1972, er Bandaríkin töpuðu óvænt fyrir Sovétríkjunum í leik aldarinnar. Síðustu sekúndur leiksins voru æsi- spennandi og Bandaríkin voru I stigi yfir þegar leiktíminn rann út. Vegna mistaka í tímavörslu voru síðustu 3 sekúndur leiksins leiknar að nýju og það nægði Sovétmönn- um til sigurs, þeir skoruðu þá körfu sem mjög hefur verið umdeild síðan. Sovétmenn voru úrskurðað- ir sigurvegarar, þrátt fyrir hávær mótmæli Bandaríkjamanna, sem í mótmælaskyni tóku ekki við silfur- verðlaunum sínum og eru verð- launin enn geymd í banka í Múnchen. Ósigur Bandaríkjanna í Múnchen er eini ósigur þeirra í úrslitum körfuknattleikskeppni Ól frá því að fyrst var keppt í körfu- knattleik á Ólympíuleikum 1904. Bandaríska liðið sem keppir á leikunum núna er mjög sterkt. Þjálfari liðsins er John Thompson þjálfari Georgestown háskólans, en liðið er skipað mjög snöggum leikmönnum, sem leika stífa pressuvörn og í liðinu eru stjörnur eins og Danny Manning og David Robinson. Manning varð háskóla- meistari í vor með Kansas liðinu. Robinson lék í hitteðfyrra með Navy háskólanum, en er í sjóhern- um og þarf að vera þar í 1 ár til viðbótar, áður en hann tekur að Drazen Petrovic leika með San Antonio liðinu í NBA deildinni, en við það lið hefur hann gert atvinnumanna- samning. Lið Sovétríkjanna og Júgóslavíu eru byggð í bland upp á sterkum, hávöxnum leikmönnum, sem eru hættulegir í vítateig andstæðing- anna og góðum langskyttum. Stóra spurningin í sovéska lið- inu, er hvort Arvidas Sabonis, miðherji (2,23m á hæð) getur leikið með, en hann hefur átt við meiðsl í hásin að stríða. Af langskyttum Sovétmanna má nefna Valdemaras Khomitchious, sem var með 64% skotnýtingu úr þriggja stiga skotum í síðustu Evrópukeppni landsliða. Júgóslavneska liðið, sem varð í þriðja sæti á síðustu Ólympíuleik- um, skartar köppum eins og mið- herjanum Vlade Divac, sem er 2,13 á hæð og hinum eldsnögga bakverði Drazen Petrovic. Sovétríkin og Júgóslavía leika í A-riðli ásamt S-Kóreu, Ástralíu, Puerto Rico og Mið Afríku lýð- veldinu. í B-riðli eru Bandaríkin, Spánn, Brasilía, Kanada, Kína og Egypta- land. Brasilíumenn sigruðu Bandarík- in í úrslitum Pan American leik- anna fyrir um ári síðan, mjög óvænt, þannig að samkeppnin er hörð og ekki eins víst og áður að Bandaríkin eigi sigurinn vísan í körfuknattleikskeppninni. Á Ól- ympíuleikunum í Los Angeles 1984 sigruðu Bandaríkin mótherja sína með 32 stigum að meðaltali, í 8 leikjum. f kvennakeppninni eru Banda- ríkin talin sigurstranglegust, en helstu keppinautarnir eru Sovét- ríkin, Júgóslavía, Kína og S-Kór- ea. Önnur ríki sem koma til með að blanda sér í keppnina um verð- launin eru Búlgaría, Ástralía og Tékkóslóvakía. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.