Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 19
t I i Fimmtudagur 22. september 1988 Tíminn 19 Dóttirin var táidregin - og foreldrarnir ruku í blöðin til að leita uppreisnar æru hennar UM-STRÆTI OG TORG KRISTINN SNÆLAND' Málin geta snúist á ýmsa vegu þegar farið er að ræða þau opinberlega í blöðum. Frægur golfleikari í Bret- landi, Tony Jacklin, 44 ára og nýlega orðinn ekkjumaður, - kynntist 16 ára stúlku, Donnu Methven, í Farnham, Surrey í Englandi. Þau áttu í stuttu ástarsambandi, en þegar hann vildi slíta því, urðu foreldrar stúlkunnar fokvondir og ruku upp til handa og fóta, hringdu í blaðið Sun og boðuðu blaða- menn á fund til sín. Útkoman varð sú, að í næsta helgarblaði var myndskreytt grein, - og fyrirsögnin var: Jacklin flekaði 16 ára jómfrú, og undirfyrirsögn: Var að létta sér upp eftir eiginkonumissinn. Móðirin orðin taugabiluð og faðirinn fokvondur Síðan héldu blaðaskrifin áfram í þrjá daga, en þá var Madeleine, móðir ungu stúlk- unnar, orðin ein taugahrúga og gleypti valiumpillur nótt og dag, og Reg, faðirinn, orðinn öskuillur og fannst fréttin, sem átti að koma sér illa fyrir golfarann fræga, hafa snúist illa við í meðförum. Blaðamenn höfðu upp á Jacklin og spurðu hann spjörunum úr. - Jú, hann hafði kynnst stúlkunni Donnu, þegar hún var að ganga um beina í golf- klúbbi sem heitir Moor Park Golf Club, Rickmansworth í júnímánuði sl. Þeim varð vel til vina og tóku upp ástarsam- band og fór stúlkan með hon- um í ferð til Spánar, þar sem hann átti hús. Þau voru þar um tíma, en eftir þrjá mánuði vildi Jacklin losna úr sambandinu. Það var á 17 ára afmælisdag Donnu, að hún fékk stóran blómvönd frá vininum og á kortinu stóð: „Bestu afmælis- óskir til indællar stúlku, sem skilur eftir hjá mér ljúfar minningar. Bréf fylgir. T.J.“ Með þessu korti mátti sjá, að Jacklin var að hætta við ungu stúlkuna. Donna var sár og leið og foreldrarnir reiðir fyrir hennar hönd. „En það voru engir pen- ingar í spilinu. Við höfum ekkert haft upp úr þessu öllu,“ segir faðirinn. Ástamál dótturinnar orðin blaðamatur, - en nú varð ekki aftur snúið Flestir foreldrar hefðu áreið- anlega viljað gefa mikið til að ástamál dóttur sinnar yrðu ekki blaðamatur undir tvíræðum fyrirsögnum, en Methven- hjónin ætluðu í reiði sinni að gera Jacklin golfleikara grikk og koma fram hefndum fyrir dótturina. Þau sögðust hafa haldið að hann væri bara vinur Donnu, en ekki elskhugi. Hann hefði komið til þeirra og spurt um leyfi þeirra til að bjóða henni með til Spánar. Madeleine sagði, að Donna hefði aldrei verið með strák fyrr, (en mömmur vita nú ekki alltaf allt - kom sem innskot frá blaðamanni). „Bósinn“ kom vei fyrir! Blaðamenn náðu tali af „bósanum" Jacklin, eins og foreldrarnir kölluðu hann. Hann kom vel fyrir, sögðu blaðamenn, og sagðist ekki hafa séð að það væri til góðs að halda sambandinu við Donnu áfram og viljað slíta því í vinsemd. Síðan svaraði hann ýmsum spurningum um sam- band þeirra og ástamál og dró ekkert undan. Hann lét ýmis orð falla um stúlkuna sem gáfu til kynna að hún hefði ekki verið alveg eins barnaleg og saklaus og komið hefði fram í frásögnum foreldranna. „Við erum bara venjulegt almúgafólk og það er gott að almenningur sjái hvernig hægt er að plata okkur,“ sögðu Reg og Madeleine í blaðaviðtali. En blaðamaður gat þess um leið, að sér þætti eiginlega sem þau hefðu sjálf hlaupið á sig og gert sig að fíflum. Ekki er því að neita að hálf varð ég hvumsa er ég leit yfir „Barna DV“ síðastliðinn laugardag. Börn- unum hafði verið boðið að skrifa smásögu, tengda hundum og nokkrar slíkar sögur birtust á for- síðunni. Ein sagan var sögð eftir 4 ára snót og var upphaf þeirrar sögu undrunarefni mitt. Sagan hófst sem sé þannig: „Strákurinn með ljósa hárið á heima hjá afa sínum og ömmu af því að glæpamaður hafði drepið mömmu hans og pabba“. Ég er enn gáttaður á upphafi sögu þessa fjögurra ára barns en auk þess kom ofbeldi fyrir í tveimur smásögum f viðbót í þessu eina blaði eða af sjö smásögum, eða frásögnum, voru þrjár tengdar of- beldi, og þó var aðeins verið að segja frá hundum. Sennilega eru þessar barnasmásögur fróðlegt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga eða uppeldisfræðinga, eða hvernig samfélag er það sem elur af sér slíkar „bamasögur“? Lögreglan Umferðareftirlit lögreglunnar er ekki vinsælasta starf hennar en mér hefur gjarnan þótt það of lítið eða fremur beinast um of að tak- mörkuðum þætti umferðarbrota. Þar á ég við hraðabrotin og ölvun- arakstur. Vegna þess að nú fer haust í hönd og börnum í umferð- inni fjölgar, er víst að hraðamæl- ingar þarf að auka ef unnt er og eftir hinum ískyggilegu tíðindum frá Kópavogslögreglunni, að svo virðist sem ölvunarakstur hafi auk- ist, er ljóst að enn betur verður að vinna að hraðamælingum og ölvun- areftirliti. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að vænlegt til langtímaárangurs sé að sinna hin- um minni og margháttuðu smá- brotum. Á ég þá meðal annars við það þegar fram eða aftumúmer er numið á brott af yfirveguðu ráði, ekið er með þokuljósum innanbæj- Það er reyndar óskiljanlegt að ekki skuli hafa komið upp hér, hjá þessari útvegsþjóð, samskonar hópar og finnast í öllum grannlönd- um okkar. Það eru smá hópar, gjarnan vinnustaðahópar eða starfsmannafélög eða ámóta hópar sem hafa keypt gamla mótorbáta eða fiskiskip, allt frá smá bátum upp í 200 til 300 tonna skip eða stærri. Þetta eru bátar eða skip sem þykja ekki lengur nothæf í atvinnu- skyni og við brennum eða sökkvum. Slík skip taka þessir hópar gjarnan á land og síðan er jafnvel verið árum saman að breyta þeim og Iagfæra. Ég held að þessi úreltu skip fái síðan takmörkuð haffærisskírteini, notkunin sé bundin við besta hluta árs og strandsiglingar. Vissulega kann að vera að um margskonar afbrigði þessa sé að ræða. Aðalatriðið er þó að fólki gefst þess kostur að kaupa saman stóran eða lítinn bát eða skip, sem ekki er lengur notað í atvinnuskyni, og leggja síðan í margskonar breytingar og viðgerð- ir sem gera fleytuna skemmtilega til sumarferða eða sumardvalar auk þess að hafa áður orðið til ánægju langtímum saman meðan viðgerðir stóðu yfir. Allir þeir sem hafa skoðað sig um við hafnir grannlanda okkar kannast við þessi viðgerðar- -og skemmtiskip og margur hefur hálföfundað það glaða og ánægða fólk sem sést bjástra við fleyturnar. Þessi þáttur skemmtilegs mannlífs fer framhjá okkur íslendingum svo lengi sem brenna verður eða sökkva öllum gömlum skipum. Líklega þarf að breyta einhverjum lögum eða regl- um til þess að við getum eignast þennan þátt fagurs mannlífs. Þeir sem geta breytt þessu og kunna á lög og reglur ættu endilega að taka þetta til athugunar. PABBIDAUÐUR ar, aftan eða framan eða hvoru- tveggja og öll smábrotin gegn um- ferðarmerkjum og svo það sem senn mun sjást, að ekið er með flestar rúður lokaðar af snjó eða hélu. Öllu þessu smáiega á lögregl- an að sinna, þar er uppeldishliðin. Vinnubrögð lögreglunnar við þessi störf þurfa hinsvegar að vera skynsamleg og þannig að ekki skapist hætta í umferðinni. í morg- un (20. sept.) voru tveir lögreglu- menn við umferðareftirlit á Vest- urlandsvegi við og um Höfða- bakka. Tvisvar á skömmum tfma eltu þeir bifreið upp Höfðabakka að Bæjarhálsi. í annað skiptið stöðvuðu þeir viðkomandi á vinstri akrein við beygjuna af Höfða- bakka inn á Bæjarháls og í hitt skiptið stöðvuðu þeir viðkomandi á hægri akrein beygjunnar eða með öðrum orðum á miðakrein Höfðabakkans. Þetta gerðist milli kl. 6 til 6.30 að morgni og reyndar lítil umferð. Svipuð atvik, þar sem lögreglan stöðvar bíla á annarri eða einhverri akrein aðalbrauta svo sem Kringlumýrarbrautar, Breiðholtsbrautar, Reykjanes- brautar, Miklubrautar og víðar sést oft. Slík stöðvun er stórhættu- leg og á alls ekki að vera lengur, ef nauðsynlegt er, en til þess að benda viðkomandi á að aka áfram á öruggan stað eða útskot. Lögregl- an á alls ekki að loka akrein á meðan setið er og smábrot er skrifað niður. Þetta ættu okkar ágætu lögreglumenn að athuga. Skemmtiskip Einn sorglegasti hluti þjóð- minjasögu okkar er sá hversu illa okkur hefur haldist á bátum og skipum fortíðarinnar. Nú er það ekki sök okkar nútímamanna þótt forn skip hafi horfið en það er sök okkar og skömm okkar verður mikil í framtíðinni að flest skip sem eldast þessi árin og teljast ekki lengur nýtileg í atvinnuskyni skuli dregin til hafs og sökkt þar á fertugu, ef þau eru þá ekki brennd í landi. Örfáar undantekningar eru til svo sem skipið góða vestur á Patreksfirði sem þar var dregið á land og svo Aðalbjörgin sem nú stendur og bíður snyrtingar upp í Árbæ. Tony Jacklin (á efri mynd- inni) er frægur breskur golfleikari. Hann kynntist Donnu í golfklúbbnum. Foreldrar Donnu, ásamt dóttur sinni. Mamman segir að Donnu bjóðist módel- störf í framtíðinni. En við hefðum ekki farið þessa leið til að leita hefnda, ef við hefðum vitað fyrirfram hvernig útkoman yrði, segja for- eldramir nú. Donna lítur ekki út fyrir að vera neinn kjáni. Mamma hennar segir, að hún geti ekki farið að vinna í veitingahúsum eða klúbbum við framreiðslustörf á ný, og alls ekki þar sem allir þekki hana. „Hún er fín stúlka, hún Donna mín, hún hefur meira að segja uppvartað kóngafólk!“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.