Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagölu,i S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sírni 685277 STRUMPARNIR SMUfy Tímiim János Muller, viöskiptalegur sendiherra Ungverjalands á Noröurlöndum, með aðsetur í Stokkhólmi: OPNUM SKRIFSTOFU HÉR Á NÆSTA ÁRI Á sama tíma og vináttuleikur íslendinga og Ungverja í fótbolta hófst á Laugardalsvellinum, tók Tíminn viðtal við János Miiller, viðskiptalegan sendiherra Ungverjalands, sem hér er staddur tií að vinna að auknum viðskiptum landanna og samskiptum. Ungverjar hyggjast setja upp upplýsingaskrifstofu á íslandi á næsta ári og í framhaldi af því stefna þeir að því að opna hér á landi sendiráð með leyfi íslendinga, enda telur János að grundvöllur sé fyrir nánara stjórnmálasambandi milli þessara þjóða á næstu árum. Vilja þeir stefna að auknum vöruskiptum milli landanna og skipulögð ferðamannaþjónusta verði aukin. Eitt af skrefum í þessa átt verður kynningarvika á ungverskum háttum og matargerð í apríl á næsta ári. ítarlegt viðtal birtist við János í Tímanum á morgun. Til þessa hafa sendiráðssam- skipti landanna farið fram í gegn- um Svíþjóð en þar var eina sendi- ráð Ungverja á Norðurlöndum til skamms tíma. Lokið er við að koma á legg sendiráðum í Kaup- mannahöfn, Osló og í Helsinki, en ísland er enn í utanríkissambandi János Mtiller lagði áherslu á aukin vöruskipti og viðskipti Ungverja- lands og fslands. við Ungverjaland í Stokkhólm. Með aukinni áherslu viðskipti milli landanna árum, hafa ungversk ákveðið að stefna að stofnun þessa sérstaka sendiráðs. Sagði János Miiller að nú hallaði nokkuð á Ungverja í vöruskiptajöfnuði milli landanna, en það væri ekki í þeim mæli að stjórnvöld sín hefðu af því miklar áhyggjur. Hins vegar væri vilji fyrir því að auka mjög þessi viðskipti. Fyrsta skrefið í þessa átt væri tekið með heimsókn sinni og viðtölum sínum við fjölda fyrir- tækja og lykilmanna í útflutnings- og innflutningsviðskiptum. Meðal þeirra fyrirtækja eru Hagkaup, Sambandið, ferðaskrifstofurnar Farandi, Saga og Samvinnuferðir Landsýn o.fl. Framleiðsluvörur þær sem Ungverjar sækjast eftir á Islandi eru einkum tækniþekking, fiskimjöl og ullarvarningur. Stefnt er að því að 10. apríl á næsta ári verði opnuð á Hótel Sögu, kynningarvika á ungverskri framleiðslu. A þessari kynningu er áformað að leggja áherslu á matar- * gerð, landkynningu og ýmsa fram- leiðslu frá Ungverjalandi. í því skyni munu koma hingað til lands allt að 30 manns úr sjálfum fram- leiðslugreinunum til persónulegrar kynningar. Er t.d. talað um að tveir af matreiðslumönnum Hilton hótelsins í Búdapest komi og leyfi landsmönnum að bragða á ung- verskum réttum sínum. KB Siglingamálastofnun gefur út bækling um stöðugleika skipa: Skortur á stöðug- leika og þekkingu megin orsök slysa Frá kynningarfundi á bæklingi Siglingamálastofnunar. Tímamynd Gunnar. „Flest dauðaslys hafa orsakast af skorti á stöðugleika skipa... eða vanþekkingar skipstjórnarmanna á því hvað stöðugleiki skips er,“ segir í skýrslu sjóslysanefndar sem nýver- ið kom út. Segir að þetta sé veiga- mikill þáttur í flestum tilvikum varð- andi þau 66 skip sem farist hafa frá 1971-87, en með þeim fórust 114 menn. Tíminn hefur þegar greint frá niðurstöðum rannsókna sjóslysa- nefndar sem gefa mjög dökka mynd af öryggisaðstæðum á hafi úti. í helgarviðtali Tímans helgina 10.-11. september, ræddi Magnús Jóhannes- son, siglingamálastjóri, m.a. um innihald skýrslunnar og það átak sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur gert á þessu sviði. Nú hefur Siglingamálastofnun gef- ið út bækling er nefnist „Kynning á stöðugleika fiskiskipa", sem dreift hefur verið í öll íslensk skip, og boðaði til blaðamannafundar af því tilefni í gær. Útgáfan er liður í aðgerðum sem stofnunin hefur beitt sér fyrir til þess að auka stöðugleika fiskiskipa, í samráði við samgöngu- ráðuneytið og hagsmunaaðila í sjá- varútvegi undanfarin tvö til þrjú ár. Um áramótin hefjast svo vikulöng námskeið á vegum samgönguráðu- neytisins og Stýrimannaskólans í Reykjavík, um grundvallaratriði stöðugleika fyrir starfandi sjómenn víðs vegar um land. Til að byrja með verða þau haldin í Vestmannaeyj- um, Stykkishólmi, á ísafirði og Dalvík. Þá hefur verið tekin upp kennsla í stöðugleika skipa í náms- efni til 30 tonna skipstjórnarrétt- inda. Reglur um stöðugleika skipa voru teknar upp 1976 en fyrir þann tíma voru engar reglur til. Þegar þær voru settar þótti mönnum ekki fært að láta þær gilda um eldri skip. í dag eru til gögn fyrir um 460 skip í fiskiskipaflotanum af þeim 890 sem eru á skrá. Nú standa yfir að tilhlutan Sigl- ingamálastofnunar athuganir á stöðugleika smærri fiskiskipa er stunda togveiðar og á öllum rækju- bátum sem stunda veiðar í ísafjarð- ardjúpi og Arnarfirði. Þá hefur þeim skipum sem gögn eru til um farið fjölgandi undanfarið. Allar breytingar sem gerðar eru á skipum ber að tilkynna til stofnunar- innar og ef þær eru þess eðlis að þær hafi áhrif á stöðugleika eru gerðar kröfur um stöðugleikamælingar. Þetta er gert jafnvel þó skipin séu smíðuð fyrir gildistöku reglnanna. Á tveggja ára tímabili hefur skipum sem ekki hafa stöðugleikapróf fækk- að um 150. Stöðugleiki, sem er hæfni skips til að rétta sig við þegar því hefur verið hallað, er annars vegar háður gerð skipsins og hins vegar þeim almenn- um varúðarráðstöfunum sem áhöfn- in gerir við daglega vinnu sína, eins og við hleðslu skipsins, sjóbúnað, frágang farms og veiðarfæra, svo og almenna forsjálni við siglingu skips. JIH Ólafsfjörður: TJÓNIÐ ÁÆTLAD 30-35 MILUÓNIR Fulltrúar Viðlagatryggingar luku Ólafsfirði sem tilkynntu um tjón til í gær mati á því tjóni sem varð í Viðlagatryggingar. skriðuföllunum í Ólafsfirði. Bótagreiðslur ná ekki tii tjóns á Heildartjón er áætlað á bilinu götum í Ólafsfjarðarbæ og veginum 30-35 milljónir en bótagreiðslur Við- ólafsfjarðarmúla. t>á mun Við- lagatryggingar nema um 20 milljón- lagatrygging ekki bæta tjón sem um króna og munu 3/4 hlutar þeirrar Varð af völdum skriðufallanna á upphæðar renna til 50 einstaklinga í opnum svæðum í bænum. óþh SKÓLABÖRN í SLYSAHÆTTU I SKAMMDEGINU „Á fundinum verða fulltrúar frá grunnskólunum, Umferðarráði, Umferðarnefnd borgarinnar, Þjóð- arátaki um umferðarmál og náms- stjóri umferðarfræðslunnar ásamt fleira fólki og við ætlum að ræða nýtt umferðarfræðsluefni fyrir grunn- skólana og um umferðaröryggismál almennt," sagði Áslaug Brynjólfs- dóttir fræðslustjóri Reykjavíkur við Tímann, en fræðslustjóri hefur boð- að til fundar um þessi mál í dag. Skólar eru nú nýlega hafnir og skammdegið gengur í garð og hefur þessi tími oft verið tími mikilla umferðarslysa og hafa skólabörn ekki farið varhluta af þeim, því miður. Þegar athugaðar eru hlutfallstölur um slys á börnum á hverja 100 þúsund íbúa á Norðurlöndum kemur í ljós að íslendingar eru f sérflokki hvað þetta varðar og sé árið 1985 tekið sem dæmi; þá slösuðust á íslandi, sé miðað við áðurnefnt hlutfall, 269 6-9 ára börn. í Dan- mörku slösuðust 160 börn og í Svíþjóð 104. Hvað varðar 10-14 ára börn þá vorum við einnig í sérflokki með 261 slasað barn, Danir með 212 og Svíar með 171. 1316 15-18 ára íslensk ungmenni slösuðust þetta sama ár hlutfallslega miðað við hverja 100 þús. íbúa. Þá slösuðust í Danmörku aðeins 616 og í Svíþjóð 520. Þetta eru ógnvænlegar tölur og má telja að ástandið hafi síst batnað þar sem bílum hefur fjölgað verulega síðan 1985 og umferð þyngst að sama skapi. -«á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.