Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. september 1988 FRÉTTAYFIRUT ' \ MOSKVA — Sovésk stjórn- völd hafa lýst yfir neyðar- ástandi í Nagorno-Karabakh í kjölfar átaka er hafa orðið á milli Azerbaija og Armena þar síðustu daga. Hin opinbera fréttastofa Tass skýrði frá því að Arkady Volsky hafi tilkynnt um ákvörðun þessa, en hann var fyrir nefnd er sovésk stjórn- völd skipuðu í júlímánuði og átti að leita leiða til að koma friði á í Azerbaijan og Armeníu eftir hinn mikla kynþáttaóróa sem ríkti í þessum tveimur Sovétlýðveldum í vor og í sumar. JÓHANNESARBORG- Gífurleg sprenging hristi strætisvagnastöð í miðbæ Jó- hannesarborgar í eftirmiðdag- inn í gær þegar erill var sem mestur. Talsmaður lögregl- unnar sagði að minnsta kosti níu manns hafi særst í spreng- ingunni. BONN — Rauða herdeildin hefur lýst sig ábyrga fyrir skot- árás sem gerð var á háttsettan embættismann í fjármálaráðu- neyti Vestur-Þýskalands á þriojudaginn. Lögreglan telur líkur á því að Rauða herdeildin muni aftur láta til skarar skríða á meðan fundur Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins fer fram í Vestur-Berlín. MIAMI — Nú er kominn nýr fellibylur til sögunnar í Kara- bíska hafinu og hefur hann fengið nafnið Helena. Helena virðist ætla að fylgja í kjölfar Gilberts er olli gífurlegum usla og manntjóni í Karabíska haf- inu og í Mexíkó í síðustu viku, enda var hann öflugasti fellibyl- ur aldarinnar. LONDON — Gullverð féll í verði í gær og datt það niður fyrir 400 dollara únsan. Það þykir spottprís og hefur gull ekki kostað undir 400 dollurum frá því í febrúar 1987. Þetta gerist þar sem lágt olíuverð léttir áhyggjum stórra fjár- magnseigenda, því lágt olíuverð dregur úr verðbólgu heimsins og því óþarfi fyrir svo vel stæða menn að fjárfesta í gulli. STOKKHÓLMUR — Sela- fárið sem hafði svo mikil áhrif á sænsku þingkosninqarnar er nú að líkindum að réna. Sænskir vísindamenn segja að nú finnist einungis nokkrir tugir dauðra sela í viku hverri, en þegar ástandið var verst í ágústmánuði fylltust strendur Svíþjóðar at dauðum og deyj- andi selun úsundatali. Tíminn 15 lllllllllllli ÚTLÖND - Stjórnvöld í Afganistan saka Pakistana um aö brjóta Genfarsamkomulagið um brottflutning sovéskra hersveita: „Pakistanskir hermenn sendir til skæruliða" Hér sitja skæruliðar Mujahedin andspyrnuhreyfíngarinnar og bíða eftir að afganskar herþyrlur komi í skotfæri. Nú hafa stjómvöld í Afganistan enn á ný sakað Pakistana um að senda hermenn til stuðnings skæruliðum, en það brýtur í bága við Genfarsamkomulagið um brottfíutning sovésks herliðs frá landinu. Ríkisstjórnin í Kabúl hefur sakað Pakistana um að hafa sent pakist- anska hermenn tii hjálpar afgönsk- um skæruliðum í þremur landamær- ahéruðum ■ Afganistan og þannig brotið gróflega gegn Genfarsam- komulaginu um brottflutning sov- éskra hersveita frá landinu. Bakhtartíðindi, hið opinbera málgagn Kabúlstjórnarinnar sagði Afgana hafa undir höndum skjalfest- ar sannanir um að pakistanskir lið- sforingjar hafi aðstoðað skæruliða við að skipuleggja hernaðaraðgerðir í Kunar, Kandahar og Paktia undan- farna daga. Tiltók blaðið sérstaklega ! hernaðaraðgerð skæruliða sem náðu bænum Spin Boldak á sitt vald 9.september síðastliðinn. Pakistanar hafa ætíð vísað á bug ásökunum um beinan hernaðar- stuðning við skæruliða þau tíu ár sem stríðið í Afganistan hefur geis- að. Pakistanar hafa játað að hernað- arráðgjafar hafi verið sendir til skæruliðasveita í norðausturhluta Afganistan á síðustu árum, en segja að þeir hafi Iátið af slíkum stuðningi í kjölfar Genfarsamkomulagsins í maímánuði síðastliðnum. Pakistanar hafa ekki farið leynt með stuðning sinn við þau skærulið- asamtök í Afganistan sem njóta einnig stuðnings ýmissa vestrænna ríkja. Sem dæmi um það hafa skær- uiiðar getað valsað fram og til baka yfir landamæri Afganistan og Pakist- an til að flytja vopn og vistir til bardagasvæða frá Pakistan. Bakhtartíðindi sögðu greinilegt að Pakistanar stefni að því að fella stjórnina í Kabúl og hafa hönd í bagga með stofnun nýrrar stjórnar skæruliða. Vera pakistanskra lið- sforingja meðal skæruliða staðfesti það. Skæruliðar hafa að undanförnu aukið þrýsting á borgina Kandahar enda hafa sovéskar hersveitir yfir- gefið Kandaharhérað. Geta skæru- liðar nú valsað að vild um svæðið og undirbúið mun betur árásir sínar en áður var. Ungir hermenn og almenningurgera upp sakir á Haiti Flokkar manna með kylfur í hönd gengu um götur Port-au-Prince og ungir hermenn í her Haiti byltu yfírmönnum sínum og tóku sjálfir stjórnina í gær. Þetta er liður í allsherjar uppgjöri við Tonton Mac- outes, hina illræmdu leynilögreglu sem Papa Doc kom á fót fyrir þremur áratugum og hafa haldið Haitibúum í greipum óttans með illverkum sínum síðan. Meðan á þessu stóð skipaði hinn nýi forseti Haiti, hershöfðinginn Prosper Avril, Herard Abraham nokkurn sem nýjan yfirmann hersins. Fyrsta verk Abrahams verð- ur að líkindum að koma á röð og reglu innan hersins. Líkur eru á að nokkrar breytingar verði á yfirmannaliði þar því hinir ungu baráttumenn er skorið hafa upp herör gegn hinum gömlu for- ingjum eru dyggir stuðningsmenn byltingar Prospers Avrils á sunnu- dag. Vantreysta þeir yfirmönnum sínum og telja þá handbendi fyrri valdhafa og jafnvel hliðholla leyni- lögreglu Papa Docs sem undanfarið hefur haft nokkuð frjálsar hendur í grimmdarverkum þó að nafninu til hafi hún verið lögð niður þegar Baby Doc var steypt af stóli árið 1986. Staðfest hefur verið að tólf manns sem tengdust Tonton Macoutes hafi verið drepnir af hefndarþyrstum al- menningi. Talið er að mun fleiri liðsmenn leynilögreglunnar hafi og eigi eftir að glata líftórunni áður en yfir lýkur. Valdataka Avrils kom einmitt í kjölfar grimmdarverka liðsmanna Tonton Macoutes sem réðust inn í þrjár kirkjur, drápu tólf kirkjugesti og misþyrmdu öðrum sjötíu illilega. Er talið að fyrrum forseti landsins Henry Namphy er steypti kjörnum forseta Haiti af stóli fyrir þremur mánuðum hafi verið meðmæltur grimmdarverkum þessum. Burma: Herinn leitar vopna og berst gegn stúdentum Herinn í Burma fór hús úr húsi í vopnaleit í Rangoonborg í gær og mátti heyra skothríð við og við í borginni. Það sama gilti í Mandalay hinni fornu höfuðborg landsins. Á sama tíma var Saw Maung hershöfð- ingi útnefndur forsætisráðherra í hinni nýju stjórn hersins, en hann Ieiddi valdatökuna um helgina. Greinilegt er að Saw Maung lætur sér fátt um almenningsálitið í heim- inum finnast því hermenn skutu óvopnað fólk til bana nánast á tröppum bandaríska sendiráðsins. Vestrænir sendimenn telja allt að eittþúsund manns hafi fallið síðan á sunnudag, en heryfirvöld segja að einungis hundrað og fimmtíu manns hafi fallið. Fólk er náðist til í síma í Rangoon vildi ekkert tjá sig um ástandið vegna hræðslu um að símar væru hleraðir. Hins vegar er Ijóst að hörð átök hafa verið við háskólann í Rangoon, en þar hafa forsvarsmenn baráttunnar gegn stjórnvöldum haft bækistöðvar sínar. Stjórnarandstaðan hefur lýst því yfir að allsherjarverkfall það er nú ríkir muni halda áfram þar til bráða- birgðastjórn með aðild þeirra verði komið á fót og frjálsar kosningar ákveðnar. ÚTLÖ UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐI Suöur-Afríka: fellur fyrir kúlu lögreglu Lögreglan í Suður-Afríku var iðin við kolann í gær. f víðtækri vopnaleit , í bæ nærri Durban skaut lögreglan tólf ára gamla blökkustúlku til bana. Þá handtók lögreglan 160 svarta hafnarverkamenn í Durban eftir að hundruð verkamanna héldu í verk- fall og mótmælagöngur vopnaðir kylfum og rörbútum. Samkvæmt framburði lögfræð- ingsins Bheka Shezi sem farið hefur fram á allsherjarrannsókn á láti blökkustúlkunnar, þá hljóp skot úr byssu lögreglumanns er hann beindi byssu sinni að brjósti stúlkunnar. Stúlkan lést samstundis og ellefu ára drengur særðist einnig. Lögreglan hefur hins vegar aðrar skýringar og segir að skot hafi hlaup- ið úr byssunni þegar lögreglumaður- inn hafi hrasað eftir að honum var hrint. Þessu vísar Shezi á bug. Talsmaður lögreglunnar sagði að skammbyssa af sovéskri tegund hafi fundist undir rúmi í húsi því sem atburður þessi átti sér stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.