Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. septerhber 1988 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson um skattlagningu fjármagnstekna: Sparifé almennings á ekki að skattleggja Sitt sýnist hverjum, að því er virðist, um hugmyndina um skattlagningu fjármagnstekna. Forstjóri Fjárfestingarfé- lagsins og fleiri segja hættu á að slík skattlagning muni draga úr sparnaði. Hagfræðingur í Seðlabankanum telur þá hættu miklu fremur felast í því að vakin yrði upp hræðslu vegna slíkrar skattlagningar, sem tíðkist í flestum löndum hins vestræna heims. Fjármálaráðherra segir aldrei Steingrím Hermannsson, sagðist hafa staðið til að gera vexti af einhverjum smáupphæðum sem venjulegum launþegum hafi tekist að safna í bankabók að skattstofni. Forsætisráðherra telur óréttlátt að skattleggja allan arð af vinnu verkamannsins fremur en arð af peningunum. Forsætisráðherra: Óréttlátt að skattleggja vinnutekjur f remur en vaxtatekjur í viðtali við forsætisráðherra, j0£ M \ M L p I i. M !^l ffi&fejíH ' 1 Fjánnálaráðherra, Ólafar Ragnar Grímsson. Tínwmj'ndir: Arni Bjarna hann vilja leggja áherslu á að það væri ekki ætlunin að skattleggja sparifé almennings. „Þetta er áróð- ur sem er stórhættulegur. Mér finnst hins vegar óréttlátt að skatt- leggja allan afrakstur af vinnu verkamannsins en ekki arðinn af fjármagninu. Hvers vegna á fjár- magnið að njóta sérréttinda?" Steingrímur benti á að t.d. í Bandaríkjunum eru tekjuraf vinnu og tekjur að fjármagni skattlagðar með nákvæmlega sama hætti. Svip- að eigi við um Norðurlöndin að íslandi undanskildu. Nákvæmlega hvernig þessari skattlagningu verður háttað sagði Steingrímur ekki hafa verið útfært ennþá. Hvort um einhvers konar skattleysismörk yrði að ræða eða að einhver ákveðin sparnaðar- form, t.d. bundnir reikningar, yrðu skattfrjáls. Þessar eða aðrar leiðir eigi eftir að skoða betur. Fjármálaráðherra: Ákveðin mörk „Það er mikill misskilningur að það standi til að skattleggja al- mennan sparnað venjulegs fólks - fólks sem á kannski einhver hundr- uð þús. krónur í bankanum. Það er fyrst og fremst um að ræða skatt- lagningu á þá sem skapað hafa sér milljónagróða með skattfrjálsum fjármagnstekjum. Þarna verða sett ákveðin mörk," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra í samtali við Tímann, er hann var spurður hvað fælist í hugmyndum um skattlagningu vaxtatekna, eða „refsiskatt á ráð- deild" eins það var nefnt í leiðara Morgunblaðsins í gær. Stærsti spari- fjáreigandinn... „Morgunblaðið gleymir því að fsland er eitt af fáum löndum í Evrópu sem gert hefur stóreigna- mönnum mögulegt að hafa margar milljónir í skattfrjálsar vaxtatekj- ur. Slíkar tekjur eru m.a. skatt- lagðar á hinum Norðurlöndunum. í Bandaríkjunum þykir eðlilegt að stóreignamenn og stórgróðaöfl greiði til sameiginlegra sjóða þjóð- félagsins af vaxtatekjum eins og hverjum öðrum tekjum", sagði Ólafur. Hann benti m.a. á að íslenskir aðalverktakar væru stærstu sparifjáreigendur á íslandi. Nánari útfærðar reglur á þessum nýja skatti Jiggja enn ekki fyiir. En að sögn Ólafs Ragnars er hug- myndin að leiða í lög hliðstæða skipan einsogt.d. áhinumNorður- löndunum og í Bandaríkjunum. Þetta hafi verið til umræðu í mörg ár. Ástæðu þess að það hafi ekki komist til framkvæmda fyrr kvað Ólafur þá, að Sjálfstæðisflokkur- inn vilji skapa peningum forrétt- indi fram yfir vinnuna. „Það er athyglivert að þegar ákveðið er að innleiða siðaðra manna reglur í þessu efni hér á landi, þá brjálast Sjálfstæðisflokk- urinn og Morgunblaðið. Það segir stóra sögu um afturhaldssemi þess- ara manna", sagði Ólafur Ragnar. „Það er líka sérkennilegt að sjá Gunnar Helga Hálfdánarson, for- stjóra stærsta verðbréfafyrirtækis landsins birtast sem formaður í félagi sparifjáreigenda, í nafni Jóns Jónssonar í Vesturbænum." Mest hætta ef óttiervakinnupp Már Guðmundsson, hagfræðing- ur í Seðlabankanum, er einn þeirra sem nýlega fjölluðu um skattlagn- Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson. ingu á fjármagnstekjur, m.a. hér í blaðinu. Aðspurður sagðist hann telja það heldur óiíklegt að skatt- lagning fjármagnstekna ein sér hefði í för með sér samdrátt í sparnaði þjóðarbúsins, sparnaður í einkageiranum gæti að vísu eitthvað dregist saman, en skattur- inn myndi auka framlag hins opin- bera til þjóðhagslegs sparnaðar sem skattinum nemur. „Reynsla undanfarinna ára bendir ekki til þess að sparnaður sé það næmur fyrir vöxtum að fyrri áhrifin verði meiri en þau seinni. Fólk myndi etir sem áður halda eftir meiri hluta raunvaxtanna," sagði Már. Megin hættuna sagði Már hins vegar þá að einhver óskynsamleg hræðsla kynni að hlaupa í sparend- ur. Því þyrftu þeir sem vifja stuðla að sparnaði í þjóðfélaginu, t.d. forsvarsmenn peningastofnana, ekki hvað síst að gæta þess að kynna málið með þeim hætti að fólk sem áhuga hefur á að spara fældist ekki frá sparnaði vegna misskilnings. -HEI Samtök sparifjáreigenda á íslandi funda á Hótel íslandi á morgun: „Ætti að verðlauna sparifjáreigendur" Starfsemi Samtaka sparifjáreig- enda á íslandi, sem stofnuð voru nú í vikunni, mun hefjast með almenn- um borgarafundi á Hótel Islandi n.k. laugardag (1. október). Þar gefst öllum sem hug hafa á kostur á að skrá sig í samtökin. Að sögn stjórnarformanns, Gunn- ars Helga Hálfdánarsonar, var að- eins nokkurra daga aðdragandi að stofnun samtakanna. Ástæða þess að þau eru stofnuð séu þær yfirlýs- ingar sem stjórnmálamenn hafi verið svo ósparir á að undanförnu um aðgerðir sem margar hverjar hafi beinst gegn hagsmunum sparifjár- eigenda, s.s. á sviði skatta- og vaxta- mála. Talsmenn samtakanna telja tíma til kominn að sparifjáreigendur verði virkari en áður. Þeir hafi fulla ástæðu til að vera stoltir af framlagi sínu til þjóðarbúsins, nú þegar eyðsla og erlend skuldasöfnun sé verulegt áhyggjuefni. Við núverandi aðstæð- ur ætti að verðlauna sparifjáreigend- ur en ekki refsa þeim. Þeir benda jafnframt á að spari- Gunnar Helgi Hálfdánarson. fjáreigendur í landinu skipti tugum þúsunda. 1 þeirra hópi séu t.d. eldra fólk, lífeyrisþegar, unglingar og börn sem og allir þeir sem séu að reyna að koma sér upp sjóði, til öryggis eða annarra nota síðar. -HEI Jafnréttisáætlun til fjögurra ára Félagsmálaráðuneytið hefur far- ið þess á leit við ráðuneytin að jafnréttisáætlanir verði gerðar fyrir næstu fjögur árin á vegum ráðu- neyta, stofnana og ríkisfyrirtækja. Þetta er f samræmi við tillögu félagsmálaráðherra sem samþykkt var á rf kisstjóraarfundi 26. maí sl. TiHagan felur f sér að ráðuneytin og ríkisstofnanir geri hvert fyrir sig jafnréttisáætlun fyrir tímabilið 1. janúar 1989 tii 31. desember 1992, þar sem fram komi, í fyrsta lagi, hvernig staðan er nú ínnan ráðu- neytis eða stofnunar. í öðru lagi að ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir setji sér markmið í jafnréttismál- um, sem stefnt verði að að náist á tilsettum tíma, s.s. hvað varðar stöðuveitingar, launamál, starfs- auglýsingar, námskeið og tilnefn- ingar í nefndir, stjórnir og ráð. FéJagsrnáJaráðuneytið hefur kynnt málið á fundi með forstöðumönn- um ráðuneyta og rikisstofnana, jafnframt sem haldinn var kynning- arfundur með sveitarstjórnum. í samræmi við ofangreinda sam- þykkt hefur félagsmálaráðuneytið gert áætlun um jafnréttismál fyrir tímabilið. Þar kemur m.a. fram að í dag vinni auk ráðherra og aðstoð- armanns, 12 konur og 5 karlar hjá ráðuneytinu. f stjórnunarstöðum er svipaður fjöídi af báðum kynjum,^ í almennum skrifstofu- störfum eru eingöngu konur. í nefndunMác starfshópum á vegum ráðuneytisins um sveitarstjórnar- mál eru 31rkarlar og 9 konur. í nefndum og starfshópum um húsr næðismál eru 23 karlar og 10 konur og í nefndum, rtðum og stjórnum varðandi vinnumarkaðsmál eru 25 karlar o^ 4 konur. Um máJefni fatlaðra fjalla 21 karl og 13 konur og um jafhréttismál fjallar 1 fasta- nefnd og 2 aðrar nefndir. í þeim sitja 14 konur og 1 karl. Markmið ráðuneytisins er að jafna hlutfaíl kynja í hinum ýmsu störfum innan ráðuneytisins, auka hlut kvenna í nefndum þess og jafna hlutfall kynja í stofnunum ráðuneytistns. Um almenn mark- mið segir í áætlun ráðuneytisins að vinnutími taki mið af því, að margir starfsmenn eru með börn undir eða á skólaaldri og sveigjan- legri vinnutfmi sé forsenda þess að foreldrar geti bæði sinnt börnum sfnum og stundað launað starf utan heimilis. Pá er' einnig stefnt að því að fyllsta jafnræðis verði gætt milli karla og kvenna varðandi allar hlunnindagreiðslur, yfirvinnu og afnot af bifreiðum. - ABO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.