Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. september 1988 Tíminn 9 SAMVINNUMAL llllllllllllillfl! Loftmynd af athafnasvæði Skipadeildar að Holtabakka í Reykjavík. Nýleg viðbót við svæðið er handan við Holtaveginnámiðrimyndinni,ogþar framundan er Reykjavikurhöfn nú að gera nýja uppfyllingu, þar sem aðstaða skapast til lestunar og losunar á tveimur eða þremur skipum til viðbótar. Þrjú ný skip Viðtal við Ómar Hl. Jóhannsson frkvstj. Skipadeildar Sambandsins í nýlega útkomnu fréttabréfi Skipadeildar Sambandsins kemur fram að miklar breytingar eru um það bil að eiga sér stað á skipafiota hennar. Tvö skip hafa verið seld á einu ári og þrjú eru að bætast við í þeirra stað. Hvassafell var selt í desember s.l. og nýbúið er að selja Arnarfell sem var afhent nýjum eigendum í Noregi núna í byrjun september. í apríl á liðnu ári tók deildin á leigu með kauprétti skipið Bern- hard S, sem er rúm 7400 tonn. í nóvember í vetur var það síðan tekið á svo nefnda þurrleigu og því gefið íslenskt nafn, Helgafell. Þetta skip keypti Skipadeild svo, eins og fram hefur komið í fréttum, og frá og með síðustu mánaðamót- um siglir það undir íslenskum fána. Þetta er stór farkostur, og sem dæmi má nefna að það er stærsta skip Skipadeildar frá upphafi, ef olíuskipið Hamrafell er frá talið, eitt af stærstu skipum íslenska kaupskipaflotans, stærsta skip landsmanna sé miðað við gáma- flutningsgetu og eitt það hrað- skreiðasta. En ekki nóg með þetta, því að Skipadeild hefur einnig gert samn- ing um leigu með kauprétti á öðru skipi sem ber nafnið Hvassafell. Það er nokkru minna en Helgafell- ið, 4200 burðartonn, og var afhent nú í byrjun september. Og til viðbótar þessu standa núna yfir viðræður við erlenda aðila um þurrleigu eða kaup á þriðja skip- inu, sem gert er ráð fyrir að verði um 3000 tonn. Breyttur leigumarkaður Af þessu tilefni hitti ég Ómar Hl. Jóhannsson framkvæmdastjóra Skipadeildar að máli. Ég spurði hann fyrst hvort hann væri ekki hræddur um að setja Skipadeild á hausinn með öllum þessum skipa- kaupum, núna þegar hvað mest er rætt um þann vanda sem að fyrir- tækjum steðjar vegna síhækkandi fjármagnskostnaðar. - Nei, ekki svo mjög, svarar Ómar, - það verður að taka fram í þessu sambandi að við gerðum áætlun um endurnýjun skipakosts- ins fyrir um það bil tveimur árum, sem við höfum unnið nokkuð stíft eftir undanfarið og snýst um það að skipta út eldri, minni og óhag- stæðari skipum útgerðarinnar. Það höfum við svo verið að gera undan- farið í samræmi við þessa áætlun, og í framhaldi af því hefur svo verið unnið að því að byggja upp hagstæðari skipakost í stað eldri skipanna. Samtímis þessu skal áréttað að undanfarin ár hefur leigumarkaður erlendis verið tiltölulega hagstæð- ur, það er að segja að það hefur verið hagstætt að taka skip á leigu sökum lágra leigugjalda. Meðal annars af þeím ástæðum hefur sá markaður verið nýttur á meðan Skipadeild Sambandsins hefur ver- ið að þreifa fyrir sér um það hvaða gerð skipa myndi henta best fyrir þau verkefni sem við önnumst á flutningamarkaðnum. Nú í dag er aftur á móti öðru að heilsa, því að leigumarkaðurinn hefur síðustu tólf mánuði hækkað í erlendri mynt um líklega sem næst 40-60 prósent, og sérstaklega á þetta við um gámaskipin. Það gerir það að verkum að í dag er leiga skipa orðin síður áhugaverð fyrir útgerðir heldur en var áður, og af þeim sökum meðal annars er í dag hagstæðara að reka Helgafell- ið nýja sem sitt eigið, þrátt fyrir hinn óheyrilega háa fjármagns- kostnað hérlendis, heldur en að leigja álíka skip á hinum opna erlenda markaði. Erlendi markað- urinn hefur þróast þannig að þar er núna mun meiri eftirspurn en var, og leigugjöld skipanna fara einfald- lega eftir framboði og eftirspurn. Stærðarmunur - En nú er talsverður stærðar- munur á þessum tveimur skipum, Helgafelli og Hvassafelli. Hver er ástæðan fyrir því að þið fáið ykkur tvö svona mismunandi stór skip? - Þar eru náttúrlega ýmsar ástæður að baki, en þessi tvö skip eru ætluð til gjörólíkra verkefna. Helgafellið er ætlað til flutninga á stykkjavöru og gámum, en eins og fram hefur komið er það stærsta skip íslendinga hvað gámaflutn- ingsgetu snertir. Með hliðsjón af þjónustusiglingum okkar til Vest- ur-Evrópu þá þurfum við á þessari stærð skipa að halda að því er snertir gámaflutningsgetu og hraða, þó svo að hvað varðar burðargetuna þá þyrftum við ef til vill ekki svona stórt skip. Hvassafellið er aftur á móti ekki Ómar Hl. bandsins. Jóhannsson fram,kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- ætlað til sömu verkefna og Helga- fell, heldur aðallega til stórflutn- inga, svo sem á byggingavöru, fiskimjöli, fóðurbæti og öðrum álíka varningi, sem fer til og frá landinu í álíka magneiningum og Hvassafellið ber. Þar erum við með öðrum orðum að taka inn skip í samræmi við þarfir markaðarins og til þess að reyna að ná fram enn meiri hagkvæmni í rekstrinum og koma til móts við óskir viðskipta- manna okkar. - Hvassafellið verður þá meira í stórflutningum? - Það er hugsað aðallega í flutn- inga inn til Eystrasaltsins, það er að segja til flutnings á byggingavör- um og fóðurbæti til landsins og til útflutnings á fiskimjöli, síld og þess háttar. Þetta er hugmyndin á bak við Hvassafellið og þær tækni- legu breytingar sem voru gerðar á skipinu áður en við tókum við því. Þó skal það tekið fram að Hvassa- fellið ber yfir 150 gámaeiningar ef því er að skipta. Strandflutningar - En þriðja skipið sem þið eruð að tala um, hvað á að gera við það? - í dag er það svo að við rekum um það bil tíu til ellefu skip að staðaldri. Þetta er dálítið breytilegt frá tíma til tíma eftir verkefnum, og oftast er einhver hluti af þessum skipum leiguskip sem tekin eru í einstök verkefni. Þar er helst um að ræða óreglubundna stórflutn- inga til og frá landinu, en auk þess er annar nýr þáttur inni í þjónustu- kerfi okkar sem verið er að stíga fyrstu skrefin í einmitt þessa dag- ana, og það er endurbætt strand- flutningaþjónusta Skipadeildar- innar. Þar er um verulega breytingu að ræða hjá okkur frá því sem verið hefur, en síðast liðið eitt ár höfum við verið með lítið frystiskip, sem nær eingöngu hefur sinnt söfnun á freðfiski hingað til Reykjavíkur. Nú höfum við ákveðið að snúa þessu yfir í að safna fiskinum eingöngu saman í frystigámum, og þar af leiðandi erum við núna að leita að gámaskipi til þessa verk- efnis, sem sett verður í reglu- bundnar siglingar frá Reykjavík á hverjum fimmtudegi vestur og norður urn land. Fastar viðkomu- hafnir í hverri viku verða að minnsta kosti Húsavík, Akureyri, Dalvík og ísafjörður, og þar að auki verður komið við á öðrum höfnum vestan- og norðanlands eftir þörfum í hverri ferð fyrir sig. Hvað Austfj arðahafnir varðar mun Ríkisskip annast vikulega siglinga- þjónustu þangað fyrir hönd Skipa- deildar samkvæmt sérstökum samningi. - Þetta er þá strandflutningaskip sem þið eruð að tala um? - Þetta verður eingöngu strand- flutningaskip. Þarna er um að ræða ákveðna útvíkkun á þjónustu okkar, sem við bjóðum hverjum sem á þarf að halda, auk þess sem við munum þarna sjá um ýmsa flutninga sem við þurfum að annast, bæði áframflutning og for- flutning í veg fyrir og frá milli- landaskipum okkar. Markaðshlutdeild - En í framhaldi af þessu, ef við getum talað um markaðshlutdeild Skipadeildar í flutningum til og frá landinu, hvað eruð þið stórir í dag? - Það er mjög mismunandi á milli hinna ýmsu flutningsþátta eða vöruþátta. f stykkjavöruflutning- unum má segja að við séum með ríflega þriðjung markaðarins. 1 hinum ýmsu stórflutningum er hlutfallið aftur á móti mjög mis- munandi frá vörutegund til vöru- tegundar. í byggingavörunni erum við með vel yfir helming innflutts magns, í öðrum þáttum, fóðurbæti til dæmis, erum við með nálægt helmingi af því sem flutt er inn til landsins. f útflutningi á freðfiski erum við með tæpan helming, í ferskfiski 35-40 prósent, í fiski- mjöli er það nokkuð breytilegt frá tíma til tíma, við getum verið með einn þriðja og við getum verið með meira eða minna eftir tímabilum, og þannig mætti áfram telja. Horfur f ramundan - Nú er mikið talað þessa dagana um rekstrarerfiðleika í samvinnu- rekstrinum. HverniggengurSkipa- deildin? - Rekstur Skipadeildar hefur verið tiltölulega góður ef við horf- um þetta fimm til átta ár aftur í tímann, og margs konar nýjungar hafa átt sér stað til þess að styrkja og byggja upp skiparekstur sam- vinnuhreyfingarinnar. Hins vegar skal það tekið fram að sá samdrátt- ur, sem átt hefur sér stað hérlendis undanfarið, hefur komið niður á okkar rekstri eins og hverjum öðrum, og samdráttur í þjóðfélag- inu kemur reyndar mjög fljótt fram í starfsemi eins og siglinga- þjónustu til og frá landinu. f dag er reksturinn í járnum eða tæplega það, og því skal ekki leynt að síðustu fréttir, sem borist hafa af ástandinu í þjóðfélaginu almennt, vekja ekki of bjartar vonir hvað varðar næstu mánuði eða misseri. A hinn bóginn gerum við í Skipadeildinni okkur grein fyrir því að undir slíkum kringum- stæðum verðum við að taka veru- lega á til að skera niður allan hugsanlegan kostnað, til þess að geta mætt þeim samdrætti sem kann að verða. Samtímis skal það þó undirstrikað, og hefur það að hluta til komið fram að undan- förnu, að jafnframt því sem varnar- barátta er hafin þá teljum við að nauðsynlegt sé að skerpa verulega á þeim átakspunktum til aukningar sem fyrir hendi eru í þjónustustarfi okkar. Þetta teljum við okkur hafa verið að gera að undanförnu, og við komum reyndar til með að auka þjónustu okkar verulega nú á næstu mánuðum. Þó svo að harðni nokkuð á dalnum núna þessa mán- uðina eða þetta árið þá álítum við, að því er varðar fyrirkomulag okk- ar í eigin rekstri, að við séum nú þegar komnir í gang með aðgerðir til að mæta hugsanlegum sam- drætti. Líka teljum við okkur geta sýnt fram á það, varðandi þann rekstur sem við stöndum í, að þó að aðeins dimmi yfir í augnablikinu þá sé það út af fyrir sig hlutur sem ætíð megi búast við, og við teljum að það sé áfram hægt að sinna þessari þjónustustarfsemi án rekstrarlegra áfalla, en það verði þá að byggjast á miklum sveigjan- leika í rekstrinum, og að því er unnið einmitt þessa dagana. TÍMINN þakkar Ómari Hl. Jó- hannssyni fyrir samtalið. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.