Tíminn - 06.10.1988, Page 7
Fimmtudagur 6. október 1988
Tíminn 7
Sjávarafurðadeild Sambandsins:
Samið um sölu á 26001 af
frystri síld til Japans
Sjávarafurðadeild Sambandsins hefur aukið verulega sölu
sína á fiskafurðum til Japans. Horfur eru á að í ár verði
magniö allt að tvöfalt það sem var á síðasta ári, þrátt fyrir að
loðnuvertíð hafi brugðist nú í ár.
Sæmundur Guðmundsson sölustjóri er nýkominn úr ferð
til Japans þar sem hann gekk meðal annars frá sölu á 2600
tonnum af síld. Þetta er mikil aukning, því að á síðasta ári
seldi Sjávarafurðadeild þangað 900 tonn og innan við 200
tonn árið 1986.
Samið var uni að afgreiða síldina
að liluta tækjafrysta og að hluta
blástursfrysta. Tækjafryst er síldin
fryst undir þrýstingi í blokkir og fer
öll í vinnslu í Japan, þar sem hún er
skorin upp og þurrkuð. Blásturs-
frysta síldin er aftur á móti fryst í
öskjum og án þrýstings í blásturs-
frystum, og fer hún beint inn í
veitingahús og verslanir þegar á
markaðinn kemur.
Að sögn Sæmundar virðist íslensk
síld vera í töluverðum metum í
Japan. Þetta er talið stafa meðal
annars af því að hún er tiltölulega
feit og þar af leiðandi bragðgóð.
Auk þess er vonast til að hægt verði
í vetur að veiða nokkuð stóra síld,
eða yfir 300 gramma mörkunum,
sem er kjörstærð Japana.
Þessi samningur er um sölu á síld
af vertíðinni sem byrjar nú um næstu
helgi og stendur í október og nóv-
ember. Gert er ráð fyrir að afgreiða
allt magnið til Japana fyrir áramótin.
Allt þetta ár hefur einnig verið
mjög góður markaður fyrir liaus-
skorinn karfa í Japan. Það eru þó
fleiri þjóðir en íslendingar sem hafa
lagt áherslu á að frantlciða hann
fyrir Japansmarkað. því að saman-
lagt karfamagnið, sem flutt var þar
inn á síðasta ári var um 34 þúsund
tonn, en stefnir í 50 þúsund tonn í
ár. Þetta þýðir að verð á karfanum
er lækkandi vegna aukinnar sam-
keppni.
Meðal annars eru ýmsar Austur-
Evrópuþjóðir mjög ötular við að
flytja þarna inn karfa sent þær veiða
í miklu magni út af 200 mílna
mörkunum suðvestur af íslandi.
Áætlað er að þær selji þangað um 17
þúsund tonn í ár, á sama tíma og sala
Sæmundur Guðmundsson.
('límamynd: Árni Kjarna.)
íslendinga verði um 8 þúsund tonn,
sem aftur er upp undir tvöföldun frá
síðasta ári. Þá hafa Portúgalir einnig
selt Japönum um 10-12 þúsund tonn
á ári.
Aö sögn Sæmundar hefur sala á
grálúðu aftur á móti gengið vel. í
Japan máttu kaupendur teljast
nokkuð ánægðir með þær sendingar
sem til þeirra hafa komið nú í ár.
Þess vegna er ekki annars að vænta
cn ;ið þegar kemur að nýrri grálúðu-
vcrtíð í apríl næsta vor verði þessi
markaður í góðu lagi. - esig
Starfsfólki sælgætisgerðannnar Nóa og Síríus gefst nú kostur á þátttöku í starfsnámi er fer af stað tíunda þessa
mánaðar.
Á þriðja þúsund manns í matvælaiðnaði á nú kost á starfsnámi:
Akureyri:
Kvikmyndahátíð
Dagana 22.-29. október veröur
haldin kvikmyndahátíö í Borgar-
bíói á Akurcyri. Hátíðin hefur
hlotið nafnið „Myndvika á Akur-
cyri ’88", og er haldin í tilefni af 80
ára afmæli Eðvarðs Sigurgeirsson-
ar Ijósmyndara.
Á hátíðinni verða sýndar kvik-
myndir eftir Eövarö Sigurgcirsson,
og úrval leikinna íslenskra mynda
sem sýna þróun íslenskrar kvik-
myndagerðar. Myndvikunni lýkur
svo að öllum líkindum með frum-
sýningu á nýrri íslenskri kvikmynd
sem bcr heitið, í skugga hrafnsins.
Að sögn Ingólfs Ármannssonar,
menningarfulltrúa Akureyrarbæj-
ar, er til mikið af stuttum heimild-
armyndum eftir Eðvarð Sigurgeirs-
son frá árunum 1940-60, er sýna
viðburöi og mannlíf á Akureyri.
Einnig eru til myndir eins og:
Geysisslysið, Á hreindýraslóðum
og upptökur frá leiksýningum.
Einnig verður sýndur sjónvarps-
þáttur sem byggður er á myndefni
Eðvarðs. Þá er fyrirhugað að Eð-
varð og Jón Hjaltason, söguritari
Akureyrarbæjar, fari með stutta
dagskrá í tengslum við myndvik-
una í skóla og dvalarheimili á
Akureyri.
I tengslum við hátíðina fór fram
kvikmyndasamkeppni, og sagði
Ingólfur aö 8 myndir hefðu borist
í keppnina. Um er að ræða stuttar
myndir, 5-10 mínútur að lcngd.
fyrstu verðlaun í kvikmyndasam-
kcppninni eru 50 þúsund krónur
og hugsanlega fá fleiri myndir
viðurkenningu. Þær myndir sem fá
verölaun eða viðurkcnningar verða
sýndar á myndvikunni, og e.t.v.
hinar líka en þaö er háð samþykki
höfunda.
En aödragandinn aö þessari
kvikmyndahátíð cr sá að á fundi
bæjarstjórnar fyrir u.þ.b. ári var
samþykkt tilllaga menningarmála-
nefndar að haldin skyldi hátíð til
heiðurs Eðvarð Sigurgeirssyni átt-
ræðum. í framhaldi af því var
síðan boðað til fundar með fulltrú-
um frá myndklúbbum framhalds-
skólanna tveggja, Eyfirska sjón-
varpsfélaginu og Borgarbíói. Á
fundinum var skipaður vinnuhópur
sem vinna skyldi að undirbúningi
hátíðarinnar, og árangurinn fá
Norðlendingar að berja augum í
lok þessa mánaðar. -HÍA
Starfsnám í matvælaíðnaði
Starfsnám í matvælaiðnaði hefst
samtímis, þann 10. október í Hafn-
arfirði og Reykjavík, en síðar í
mánuðinum á Akureyri. Með nám-
skeiði þessu er kominn fyrsti vísir að
fagmenntun almennra starfsmanna í
matvælaiðnaði. Með þátttöku í slíku
námskeiði er stefnt að betri starfs-
möguleikum, aukinni verkkunnáttu
og þekkingu tengdri starfi og starfs-
umhverfi auk þess sem lagður er
grunnur fyrir frekara nám, fyrir þá
sem áhuga kunna að hafa á því.
Samið hefur verið um námskeiðsálag
eða launahækkun til handa þeim
sem þátt taka í starfsnáminu.
I kjarasamningum í mars síðast-
Iiðnum náðist samkomulag um
fræðslu og starfsþjálfun og er starfs-
námið Iiður í þeirri framkvæntd.
Námskeiðið er haldið á vegum Fé-
lags íslenskra iðnrekenda og Iðju,
félags verksmiðjufólks. Umsjón
með framkvæmd og uppbyggingu
starfsnámsins hefur Iðntæknistofnun
íslands.
Fagleg og
félagsleg fræðsla
Starfsnámið nær til fjölntargra
þátta sem ætlað er að kynna og vekja
áhuga starfsmanna í þessari atvinnu-
grein á ýmsu því sem varðar störf
þeirra, starfsumhverfi og réttar-
stöðu. Þátttakendur fá almenna fag-
lega og félagslega fræðslu um mat-
væli og matvælaiðnað sem nýtast
mun jafnt öllum sérsviðum matvæla-
iðnaðarins. Megintilgangurinn er að
auka og bæta verkkunnáttu og þekk-
ingu starfsmanna á þeim störfum
sem unnin eru í matvælaiðnaði með
það að markmiði, að ná fram bættu
vinnuskipulagi, auknum gæðum og
meiri verðmætasköpun. Jafnframt á
það að stuðla að frekari áhuga og
öryggi starfsmanna, bættum kjörum
og vellíðan í starfi.
Tíu vikna törn
Námskeiðið fer fram víða um land
og fer innritun, sem þegar er hafin,
fram í fyrirtækjum tengdum mat-
vælaiðnaði, hjá Iðntæknistofnun,
FÍI og Iðju. Ákveðið var að auka
tilbreytni með því að færa starfsnám-
ið út fyrir veggi vinnustaða og verður
kennt í skólum víðast hvar um
landið. í hverjum hópi verður nem-
endafjöldi takmarkaður.
Á fyrstu námskeiðunum sem
hefjast 10. okt., fer kennslan í
Hafnarfirði fram í Flensborgarskóla
en í Reykjavík fer fyrri hluti nám-
skeiðsins fram í Menntaskólanum
við Sund en síðari hlutinn í Kennara-
háskóla íslands. Á Akureyri verður
kennt í Iðnaðarhúsinu. Hvert nám-
skeið er í heild 40 stundir og fer fram
í 10 fjögurra stunda einingum. í
hverri námseiningu er ýmist ein eða
tvær námsgreinar. Kennt verður síð-
degisogá laugardögum.ogeráætlað
að námskeiðið taki um 10 vikur.
Rétt til aö sækja námskeiðið eiga
allir félagar í Landssambandi iðn-
verkafólks og Verkamannasam-
bandi íslands. Forgangsrétt hafa þeir
starfsmenn sem unnið hafa í að
minnsta kosti eitt ár hjá sama fyrir-
tæki. Alls hafa um 3000 manns
möguleika til þátttöku ef með eru
taldirófaglærðirstarfsmenn í mjólk-
uriðnaði.
Stjórnendanámskeið
í tengslum við starfsnámið verður
haldið annars konar námskeið fyrir
verkstjóra og stjórnendur í matvæla-
iðnaði. Það er gert til að búa stjórn-
endur undir að taka á móti starfsfólki
með aukna starfsþekkingu.