Tíminn - 06.10.1988, Page 9

Tíminn - 06.10.1988, Page 9
Fimmtudagur 6. október 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Jóhannes Sigurjónsson: Öll blöð eru héraðsfréttablöð Erindi á fjórðungsþingi Norðlendinga í fjölmiðlaflórunni íslensku þrífst hinn fjölbreytilegasti gróður. Þar má finna fjölmiðla sem eru skrautrósaígildi og þar með án næringargildis; aðrir eru hið mesta þarfaþing, sannkallaðir kálhausar fjölmiðlanna. Mest er þó auðvitað um arfa í túni íslenskrar fjölmiðlunar. Óskilgreindur lággróður í fjöl- miðlaflórunni eru hin svokölluðu héraðsfréttablöð, sem sumir kalla landsmálablöð af einhverjum undarlegum hvötum. Margir kann- ast við nöfnin á nokkrum þessara rita: Víkurfréttir, Víkurblaðið, Vestfirska fréttablaðið, Bæjarpóst- urinn o.s.frv. En flestir, a.m.k. á SV-horni landsins, telja sig ekki hafa barið héraðsfréttablöð aug- um. Sem er að sjálfsögðu alrangt. Staðreyndin er sem sé sú að Moggi, DV, Þjóðvilji, Tími og Alþýðublað eru auðvitað ekkert annað en héraðsfréttablöð. Þau eru útgefin í Reykjavíkurhéraði, fjalla einkum um fréttir úr þvísa héraði og brúka svo fréttir úr öðrum héruðum heimsins, s.s. Afghanistan eða Eyjafirði, sem uppfyllingarefni. Ritstjóri eins héraðsfréttablaðs- ins í Reykjavík, Árni Bergmann á Pjóðvilja, reit eitt sinn pistil í blað sitt um hin óháðu landsbyggðar- blöð, sem hann kallaði svo. Rit- stjórinn fann þessum blöðum allt til foráttu, taldi að þau tækju aldrei á neinu sem máli skipti og fjölluðu einkum og aðallega um opnun nýrra hamborgarastaða eða snyrti- stofa í viðkomandi byggðarlagi. Þessi túlkun getur svo sem staðist, einkum ef menn hafa ekki lesið viðkomandi landsbyggðarblöð, en það er líka næsta auðvelt að snúa henni uppá dagblöðin, ekki síst Þjóðviljann. Á ritunartíma þessa Bergmannspistils var annar rit- stjóri Þjóðviljans, svo og frétta- stjóri, að reyna í fyrsta skipti að fjalla sjálfstætt um innanhússerjur í Alþýðubandalaginu og verkalýðs- hreyfingunni. Og það var að sjálf- sögðu ekki þolað að tekið væri á einhverju sem máli skipti í blaðinu og þegar upp var staðið voru ritstjórinn og fréttastjórinn látnir fjúka. Og hvað það varðar að litlu landsbyggðarblöðin fjalli einkum um skyndibitastaði og snyrtistofur, þá ber að hafa það í huga að opnun matsölustaðar í smábæ úti á landi, eða minkabús í nærsveitum, hefur hlutfallslega jafn mikil áhrif í at- vinnulífi á viðkomandi stöðum og tilkoma Kringlunnar í Reykjavík suður, sem héraðsfréttablöðin í höfuðborginni hafa fjallað um í máli og glansmyndum. Þetta er sem sagt spurning um stærðarhlutföll og stigsmun, ekki eðlismun á héraðsfréttablöðunum í Reykjavík og úti á landi. Litlu landsbyggðarblöðin þjóna mikilvægu hlutverki á hverjum stað, á sama hátt og dagblöðin í Reykjavík og Dagur á Ákureyri. Þar gefst íbúum byggðarlagsins kostur á að konia á framfæri skoðunum sínum, ritdeilur fara þar fram, sveitarstjórnarmenn miðla þar upplýsingum til lesenda og blaðamenn fjalla um það sem fréttnæmt þykir hverju sinni. Og síðast en ekki síst þá halda burt- fluttir, fyrrum íbúar byggðarlags- ins, sambandi við sína gömlu heimabyggð með lestri þessara blaða. Litlu blöðin þjóna einnig hlutverki sem dagblöð Reykvík- inga hin ríkisstyrktu, sem gefa sig út fyrir að vera blöð allra lands- manna, yrðu ella að þjóna. Þetta er auðvelt að sýna með dæmum. I Víkurblaðinu á Húsavík fór fram fyrir nokkrum árum hörkurit- deila múrara um lélegan frágang á tiltekinni byggingu í bænum og hver bæri þar höfuðábyrgö. Deilan stóð í margar vikur og lesendur fylgdust með af áhuga og höfðu af nokkra skemmtan þegar bygginga- menn veifuðu múrskeiðuni og létu dólgslega á síðum blaðsins. Það er hinsvegar næsta ólíklegt að múrar- ar á Húsavík hcfðu fengið inni í Reykjavíkurblöðunum mcð þessi sín hugðarefni, ef Víkurblaðið hefði ekki verið til staðar. Annað dæmi: í kringum bæjar- og sveitarstjórnarkosningar eru Reykjavíkurblöðin full með grein- ar eftir frambjóðendur í Reykja- vík. Þetta eru ógurlegar langlokur og skipta hundruðum. Greinar af samskonar toga birtast í héraðs- fréttablöðum um land allt, þar scm sveitarstjórnarmenn á hverjum stað útmála eigið ágæti í löngu máli. Ef litlu landsbyggðarblöðin væru ekki til staðar, þá væru Reykjavíkurblöðin eini vettvangur allra frambjóðenda á landinu. Og blöð allra landsmanna gætu auðvit- að ekki mismunað mönnum eftir búsetu. Tilvonandi sveitarstjórnar- menn á Grundarfirði, Raufarhöfn, Húsavík og um land allt, fengju því að sjálfsögðu inni með greinar sínar í Mogga á sama hátt og bæjarstjórnarkandídatar. Sem leiddi til þess að Mogginn teldi, lauslega áætlað, 1347 blaðsíður daglega síðustu vikurnar fyrir kosningar! Á þennan hátt, m.a., spara litlu landsbyggðarblöðin blöðum allra landsmanna ómælda fjármuni og spurning hvort ákveðið hlutfall af auglýsingatekjum stóru blaðanna ætti ekki að renna til landsbyggð- arfjölmiðla sem greiðsla fyrir veitta þjónustu í þágu þeirra stóru. Ríkisvaldið áttar sig auðvitað ekki á þessu þjónustuhlutverki, frekar en öðru, og til ríkisvaldsins höfum við ekkert að sækja. Þannig t.d. bannaði Albert Guðmunds- son, þáverandi fjármálaráðherra, bæjarfógetaembættum að auglýsa í héraðsfréttablöðum úti á landi. Og fyrir nokkrum árum rakst ég á auglýsingu í Alþýðublaðinu um bann við rækjuveiðunt í Öxarfirði. Þess skal getið að áskrifendur Al- þýðublaðsins á Húsavík þá voru 21, þar af amma mín níræð mcð heiðursáskrift, og auðvitað enginn rækjusjómaður. Ég hringdi í við- komandi ráðuneyti og bauð auglýs- ingu í Víkurblaðinu mcð sína 500 áskrifendur og alla rækjusjómenn á staðnum í þeim hópi. Éftir mikið japl og jaml og fuður var kveðinn upp sá úrskurður suður í ráðuneyti að það væri búið að auglýsa bannið í Alþýðublaðinu, púnktur og basta. Við þetta er svo því að bæta að Jón nokkur Baldvin var ritstjóri Alþýðublaðsins á þcssum árum og rækjuveiðibannið í Öxarfirði fór að sjálfsögðu framhjá öllum rækju- sjómönnum á svæðinu. Að einu leyti má segja að lands- byggðarblöðin séu tímaskekkja og það er í sambandi við vinnsluferli þeirra. Fyrir nokkru varð Blaða- mannafélag íslands 90 ára og var þá gefið út veglegt afmælisblað. í þessu blaði birtist m.a. viðtal við gamlan fréttahauk sem lýsti því hvcrnig blaðaútgáfu var háttað og starf blaðamanns vaxið fyrir 40-50 árum. Lýsing hans var eitthvað á þcssa leið: Á þeim árum voru oft ekki nenta 1-2 menn á blöðunum. Sami mað- ur þurfti að skrifa af skynsamlegu viti um allt milli himins og jarðar, hann þurfti að taka myndir og framkalla þær, safna auglýsingum og áskrift og rukka hvorutvcggja. Hann fylgdist nteð uppsetningu blaðsins, las próförk og sá jafnvcl um dreifingu blaðsins. Allt vinnslu- fcrli blaðsins frá því hugmynd að frétt kviknaði þar til blaöið kom í hcndur lesenda, hvíldi á herðum cins manns. „Já, svona var nú blaðamcnnskan fyrir 50 árum,“ sagði þcssi aldni blaðamaður scm mundi tímana tvcnna í þessum efnum. Mcr þótti þessi grein cinkar merkileg, einkunt og aðallega fyrir þær sakir að uppgötva að ég og margir kollegar mínir á litlu lands- byggðarblöðunum, vorunt 50 árum á eftir tímanum. Myndin, scm drcgin var upp af starfi blaða- mannsins fyrir 50 árum, var sem sé nákvæm lýsing á mínu starfi á því herrans ári 1988. Góðir áhcyrendur. Ég hefi hér af handahófi drepið á ýmislegt er lýtur að útgáfu og hlutverki svokallaðra héraðsfrctta- blaða. Vonandi vckur þcssi pistill cinhverjar spurningar sem unnt vcrður að fjalla um í umræðunni hér á eftir. Jóhannes Sigurjónssnn ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík FRÍMERKI llllllllll Nýir frímerkjaverölistar: „íslensk frímerki 1989“ Nordia 1989 Þrítugasta og þriðja útgáfa ís- lenska frímerkjaverðlistans „íslensk frímerki" sem Isafold gefur út, er að koma í bókabúðir um þessar mundir. Er þarna um að ræða endur- skoðaða útgáfu bæði að verði og auk þess hefir ýmsum afbrigðum og öll- um nýjungum verið bætt inn í. Þá er aftast í listanum nákvæm skráning íslenskra frímerkjahefta, sem Þór Þorsteins hefir unnið og er þar um mikilvæga nýjung að ræða í íslenskri frímerkjafræði, þar sem slík skrán- ing hefir aldrei áður verið fram- kvæmd af kunnáttumanni og eru aðeins til í erlendum listum mjög ófullkomnar skráningar heftanna. Það hefir alltaf verið stefna listans að skrá íslensk frímerki sem næst markaðsverði. Því er enn haldið, en þó eru hækkanir nú meiri en lengi hefir verið. Ástæða þess er að íslensk frímerki hafa verið mikið í sviðsljós- inu á undanförnum tveim árum, þar sem stór söfn hafa gengið kaupum og sölum og verið sýnd á alþjóðleg- um sýningum. Hefir þetta hleypt nýju lífi í sölu íslenskra frímerkja á almennum markaði. Auk eðlilegra hækkana sígildra merkja, hafa flokkar sumra merkja úr konungs- ríkinu, eins og merkja með mynd Kristjáns tíunda, hækkað um allt að 100%. Þá hafa nýrri merkin úr lýðveldinu einnig hækkað nokkuð. Virðist verð íslenskra merkja þannig vera aðeins að rísa úr þeim öldudal sem það hefir verið í undanfarin ár. Sérkaflinn í listanum að þessu sinni fjallar um íslensk frímerki í sérstökum heftum, eða neytenda- umbúðum. Skráning þessara hluta hefir aldrei áður verið gerð svo nákvæmlega sem nú er gert, af Þór Þorsteins, formanni Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Það var hinsvegar orðin brýn þörf á þessari skráningu, þar sem söfnun heftanna hefir aukist mjög er nú er að nýju hafin útgáfa þeirra með heftunum tveim sem gefin hafa verið út með myndum landvættanna, á síðastliðn- um tveim árum. Nokkrir útlendingar hafa gert misheppnaðar tilraunir til skráningar heftanna, en nú er úr bætt og þarna komin fram skráning, sem ganga má út frá sem grunn- skráningu allra þekktra hefta og neytendaumbúða með íslenskum frímerkjum í. Er þetta því mikill fengur fyrir safnara að fá þessar upplýsingar fram í dagsljósið. Þetta er þriðja árið sem listinn „fslensk frímerki" er með myndum allra frímerkja í lit. Hefir sú ný- breytni verið afar vinsæl meðal safn- aranna. Höfundur og ritstjóri listans frá upphafi hefir verið Sigurður H. Þor- steinsson, uppeldisfræðingur og skólastjóri, að Laugarhóli í Stranda- sýslu. Norræn frímerkjasýning með nafninu „Nordia 1989“ verður haldin í Fredrikstad í Noregi dagana 7.-11. júní á komandi sumri. í september var lokið við að safna að efni til sýningar þarna, og fór sem svo oft, að margir fleiri en pláss fá sóttu um að fá að sýna þar og er yfirbókað í ramma, en verið að reyna að leysa það mál. fslensk þátttaka á sýningunni er mjög góð, og hafa þegar sótt um þátttöku átta aðilar með tólf sýn- ingarefni. Þess skal fyrst geta, að Þjóðskjalasafnið hefir þekkst boð um að sýna í heiðursdeild sýningar- innar, og mun sýna þar gömul bréf. í samkeppnisdeild frímerkjasafna hafa eftirtaldir aðilar sótt um að sýna söfn sín: Sigurður P. Gestsson hefir tilkynnt Noregssafn sitt af Póst- hornsmerkjum til sýningar. Hjalti Jóhannesson hefir sótt um fyrir póst- sögusafn sitt. Óli Kristinsson hefir einnig sótt um fyrir póstsögusafn sitt. Þá hefir Páll H. Ásgeirsson sótt um að sýna flugpóstsafn sitt og Hálfdán Helgason, bréfspjaldasafn sitt. Það skal tekið fram að öll hafa þessi nöfn fullnægt þeim skilyrðum að hafa áður fengið silfurverðlaun eða meira á frímerkjasýningum. I bókmenntadeild hafa tveir aðilar sótt um að sýna 6 verk og eru það þeir Þór Þorsteins, sem hefur til- kynnt bók sína um pósthús og bréf- hirðingar á Islandi og Sigurður H. Þorsteinsson sem hefir tilkynnt bæk- ur sínar: fslensk frímerki 1989, Um frímerki - kennslubók, dagsettar fjórblokkir, Maksímkort - eða kort með myndefni frímerkja, & Islensk flug - skráning þeirra. Af þessu má sjá að um mjög góða þátttöku er að ræða af íslands hálfu. Er nú beðið eftir úrskurði um rammafjölda þann er ísland fær, en sótt er um meira en 5 ramma fyrir tvö af söfnunum í samkeppnisdeild. S.H.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.