Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 6
. 6 Tíminn_ W.: vA\v. . Þriðjudagur 11. október 1988 Haustverkin við Tjörnina Næturfrost hafa verið upp á síðkastið. Þá leggur Tjörnina í Reykjavík að stærstum hluta og harðnar á dalnum hjá Tjarnarbú- um. Þeir eiga sér þó hauka í horni er oft leggja leið sína niður að Tjörn og gefa „bra-bra“ brauð. Þessi unga stúlka var nýverið með föður sínum að ala endur og svani. Gæsin, lengst til hægri á myndinni, laumaðist í poka stúlkunnar og náði sér í væna sneið. Sem sjá má kjagar hún ánægð í burtu. Svanir og annar fiðurfénaður fylgist með. Þegar hörkur aukast á komandi vetri er sjálfsagt fyrir fólk að hugsa til andanna og færa þeim brauð og annað sem ekki nýtist á heimilun- um. Fyrir mörgum er það að fara niður á Tjörn hluti af haustverkun- um. Tímamynd Árni Bjarna Hannes verður við ósk- um nemenda um kennslu Nemendur í félagsvísindadeild, heimspekideild og hagfræði og viðskiptadeild Háskóla íslands lögðu fram undirskriftarlista með 13 nöfnum á deildarfundi félagsvísindadeildar fyrir helgi. Þar var farið fram á að kennt yrði námskeiðið Frelsi, ríkisvald og lýðræöi, en auglýstur kennari í því námskeiði er Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. Fyrr í haust var ákveðið að námskeiðið yrði ekki kennt vegna ónógrar þátttöku þegar skráningu í námskeið lauk, en samkvæmt tilmælum háskólayfirvalda og fjármálaráðuneytisins eru námskeið sem færri en fimm nemendur skrá sig í ekki kennd. Nið.urstöður deildarfundar í þessu máli urðu þær að ákveðið var að vfsa málinu til deildarforseta og náms- nefndar, sem munu taka ákvörðun í málinu í vikunni og kemur þá í Ijós hvort af kennslu verði í námskeiðinu Frelsi, ríkisvald og lýðræði á þessu hausti. Mikið fjaðrafok varð vegna ráðningar Hannesar í embætti lekt- ors við deildina í sumar. Aðspurður sagði hann að hann kynni vel við sig í félagsvísindadeild. „Mín menntun er í stjórnmálafræði og ég hlakka til þess að kenna þá grein í framtíðinni. Ég er ákaflega þakklátur samkenn- urum mínum fyrir að vilja að ég hafi létta kennslubyrði til að byrja með, því þá get ég frekar helgað mig rannsóknum," sagði Hannes. Hannes sagði að það hefðu verið felld niður námskeið á hans vegum áður en hann hafi komið til landsins, og þau ekki verið auglýst eins og hann hefði beðið um. „Það hljóta að hafa verið einhver mistök, þó ég sé feginn að geta einbeitt mér að rann- sóknum," sagði Hannes. „Að undanförnu hafa ýmsir nemendur í deildinni snúið sér til niín og óskað eftir því að ég hefði námskeið á þessu misseri og safnað undirskrift- um um það. Mér er vissulega ljúft og Hannes Hólmsteinn Gissurarson skylt að verða við þeim óskum og mun örugglega því kenna námskeið á þessu misseri, þó svo að greint hafi verið frá því að svo yrði ekki,“ sagði Hannes. Samkvæmt upplýsingum frá full- trúa félagsvísindadeildar skal það tekið fram að námskeið eru ekki auglýst umfram það sem fram kemur í kennsluskrá. Deildarforseti mun hafa sett ofaní við Hannes og beðið að leiðrétta ummæli sín, sem hann viðhafði um það atriði í blaðaviðtali fyrir viku. Hann sagði að félagsvísindadeild gæti í framtíðinni boðið upp á fjöl- breyttara nám. „Ég tel mjög mikil- vægt að ólíkir straumar og stefnur innan stjórnmálafræðinnar eigi sér fulltrúa í kennarahópnum og nem- endur eiga eftir að meta það þegar fram líða stundir," sagði Hannes. - ABÓ Sjöunda umferð heims- bikarmótsins tefld í dag: Tal er efstur Sjötta umferð heimsbikarmóts Stöðvar 2 var tefld um helgina og fóru leikar þannig: Shokolof vann Margeir Pétursson, Kasparov vann Jóhann, Tal vann Portisch, Kortsnoj vann Ribli, jafn- tefli gerðu Spielmann og Nunn. Jafntefli varð einnig í skák Spassky og Andersons. Jusupov sigraði Beli- avsky, Timman vann Nikolic, Sax vann Elvest. t sjöundu umferð, sem tefld verð- ur í dag, eigast við Elvest og Margeir Pétursson, Sax og Nikolic, Jusupov og Timman, Anderson ogBeliavsky, Spielman og Spassky, Ribli og Nunn, Portisch og Kortsnoj, Jóhann og Tal og Shokolof mætir Kasparov. Michael Tal er nú efstur með fjóra og hálfan vinning. f öðru til fjórða sæti eru Karpov, Jusupov og Beli- avsky með fjóra vinninga. í fimmta til sjöunda sæti eru Sax, Timman og Sokolov með þrjá og hálfan vinning. Þá koma í áttunda til ellefta sæti þeir Ehlvest, Anderson, Nunn og Speelman með þrjá vinninga. í tólfta til fjórtánda sæti með tvo og hálfan vinning eru Portisch, Kortsnoj og Nikolic. í fimmtánda til sautjánda eru Ribli, Jóhann og Spassky með tvo vinninga og í átjánda sæti er Margeir með einn og hálfan. - sá Loðnuskipstjórar taka gleði sína á ný: Þrjú skip lönduðu Þrjú loðnuskip komu til hafnar í gær með um 2100 tonn af loðnu, sem fékkst á miðunum djúpt norður af Horni. Loðnuveiðin hefur verið treg að undanförnu, en að sögn Ástráðar Ingvarssonar hjá loðnunefnd var gott hljóðið í skipstjórunum í gær- morgun. Örn KE kom til löndunar í Krossanesi með 750 tonn, Guðrún Þorkelsdóttir SU kom með 720 tonn til Eskifjarðar og Sunnuberg GK kom með 620 tonn til Grindavíkur. Tólf loðnuskip hafa hafið veiðar, þ.e. Keflvíkingur KE, Björg Jóns- dóttir ÞH, Kap II VE, Gullberg VE, Hólmaborg SU, Jón Kjartansson SU, Háberg GK, Skarðsvík SH, Börkur NK, Örn KE, Guðrún Þor- kelsdóttir SU og Sunnuberg GK. - ABÓ Varamenn nýrrar stjórnar Granda Grandi hf. hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna misritunar á nöfnum varamanna er tilkynnt var um stjórnarskipti í fyrirtækinu. Sagt var að varamenn í nýrri stjórn væru þau Hjörleifur Kvaran, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ragna Bergmann, sem er ekki með öllu rétt. Varamenn í stjórninni eru, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Bragi Hannesson og Grétar Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.