Tíminn - 11.10.1988, Síða 20

Tíminn - 11.10.1988, Síða 20
HRESSA KÆTA t.f.f.fJJý.fJ.f M * * f.M .♦ f.fffffff.ff f.ý.fJ f. Átján mán. binding RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Jlafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 § 7,5% SAMVINNUBANKINN | Frakkamenn viðstaddirfyrstu jarðgangasprengingarnar í Ólafsfjarðarmúla í dag: STEI IN( aRÍH AUR J. MEÐ „VÍG SL USP RENGINGU“ Sprengingar vegna jarðgangagerðar í Ólafsfjarðarmúla hefjast formlega klukkan 17 í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og jarðfræðingur, ýtir á þartilgerðan sprengjuhnapp, að viðstöddum nokkrum „frakkamönnum“, meðal annarra forsvarsmönnum Vega- gerðarinnar, Ólafsfjarðarbæjar og verktakafyrirtækisins Krafttaks. Þar með hefst hin eiginlega jarð- ing tækja og vegagerð að jarð- gangagerð í Ólafsfjarðarmúla, en gangamunna Ólafsfjarðarmegin. að undanförnu hefur verið í gangi Lokið er flutningi allra nauðsyn- undirbúningsvinna, m.a. uppsetn- legra tækja til jarðgangagerðarinn- ar að fyrirhuguðum gangamunna, m.a. er nú unnið að því að setja upp steypustöð frá Noregi til upp- steypu forskála að jarðgöngunum beggja vegna fjalls. Áætlað er að hefja vinnu við þann hluta fram- kvæmda næsta sumar. Að sögn Björns Harðarsonar, staðareftirlitsmanns Vegagerðar- innar í Ólafsfjarðarmúla, hafa framkvæmdir við jarðgangagerð- ina tafist um hálfan mánuð vegna skriðufallanna í septembermán- uði, en þá féll stór skriða á planið við fyrirhugaðan jarðgangamunna Ólafsfjarðarmegin. Björn segir að engar teljanlegar skemmdir hafi orðið á tækjum í skriðuföllunum. Áætlað er að um 20 manns vinni við jarðgangagerðina í vetur en næsta sumar má búast við að helmingi fleiri starfsmenn vinni í Múlanum. Þá bætist við vegagerð að gangamunnum og uppsteypa forskála. Vinnuflokkurinn hefur aðsetur í vinnubúðum, sem komið hefur verið upp í útjaðri Ólafsfjarðar- bæjar. Þessar vinnubúðir eru keyptar frá Noregi. Bjöm segir að ef áætlanir stand- ist megi gera ráð fyrir að sprengdir verði milli 7 og 8 metrar á dag. Þetta gerir nálægt 45 metmm á viku. Unnið verður alla virka daga og fram að hádegi á laugardögum. óþh ■■.. WKKKftrrmwmnr Heimsbikarmótið: Útvaldir slappa af Slökunarherbergi fyrir heiðurs- gesti Heimsmeistaramóts Stöðvar 2 í Borgarleikhúsinu verður ekki líkt við neina króarkyrnu. Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í gær, er gnótt leðursófa og þæginda að finna í þessu notalega hliðarherbergi sem útbúið hefur verið til hliðar við skákskýringarsal almúgans. Þarna geta skáksnillingar, aðrir skák- áhugamenn, fréttastjóri og sjón- varpsstjóri, hvílt sig frá erli mótsins við vindlingakeim og snaps og farið í ró yfir leiknar skákir og tilbrigði. Þar sem ekki gefur að líta málverk eða veggskreytingar má finna sjón- varpsskjá til að tengja þessi hýbýli við það sem er að gerast fyrir utan. Þetta er sannkallaður rjómi þeirrar góðu aðstöðu sem Stöð 2 hefur sett upp í leikhúsinu, en synd að hér er fáum hleypt inn. Tímamynd Árni Bjarna/KB Kosið í dag í nefndir og embætti Alþingis: Teningi kastað í neðri deild Á fundi Alþingis í dag verða kjörnir forsetar og varaforsetar þingsins og í þingnefndir. Fastlega er búist við að Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags, verði kjörinn forseti sameinaðs þings en þeirri stöðu hefur gengt Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Kjör Guðrún- ar markar tímamót í sögu Alþingis þar sem kona hefur aldrei áður verið forseti sameinaðs þings. Þá er talið líklegt að Jón Helga- Talið er öruggt að Sighvatur son, fyrrverandi landbúnaðarráð- Björgvinsson, Alþýðuflokki, verði herra, verði kjörinn forseti efri kjörinn til að gegna áfram for- deildar og Kjartan Jóhannsson, Al- mennsku í fjárveitinganefnd en ekki þýðuflokki, forseti neðri deildar. hefur verið tekin ákvörðun um hver taki að sér formennsku í utanríkis- málanefnd. Þó er ljóst að hún kemur í hlut framsóknarmanna. Þingflokk- ur Framsóknar kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tekin verður ákvörðun um skipan þingflokksins í einstaka þingnefndir, þ.á.m. utanríkismálanefnd. Eftir að stjórnarandstaðan hafn- aði tilboði stjórnarflokkanna í gær um hlut hennar í nefndum samein- aðs þings og neðri deild, er ljóst, að sögn Páls Péturssonar, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, að til hlutkestis kann að koma við kosningu í nefndir neðri deildar í dag. í tilboðinu fólst að stjórnar- andstaðan fengi í sinn hlut 1. vara- forseta í sameinuðu þingi og báðum deildum auk meirihluta, og þar með formennsku, í í einni nefnd í samein- uðu þingi, þremur nefndum í neðri deild og einni nefnd í efri deild. Páll segir að vissulega blasi við erfið staða í þinginu sem menn hafi vissu- lega gert ráð fyrir að gæti komið upp. Hann segir það ljóst að semja verði um einstaka mál við þingmenn stjórnarandstöðunnar til að tryggja þeim meirihluta í deildinni. Að- spurður um hvort þessi fyrstu við- brögð stjórnarandstöðunnar við samningaumleitan stjórnarflokk- anna gæfu ekki slæm fyrirheit um framhaldið sagðist Páll ekki vilja um það spá. Hann bætti við að í ljósi skattastefnu Kvennalistans gerðu menn sér t.d. vonir um að hann gæti stutt ýmiss væntanleg tekjuöflunar- frumvörp ríkisstjórnarinnar. óþh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.