Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 2
I I • i I 2 Tíminn Miðvikudagur 19. október 1988 Gullverölaun afhent í Stjórnarráðinu í gær „Mér brá talsvert þegar ég frétti af þessu en varð samt ógurlega glaður þegar ég áttaði mig á þessu,“ sagði Axel Árnason, átta ára Akureyring- ur, sem vann til gullverðlauna í myndlistarkeppni barna sem haldin var í tengslum við ólympíuleikana í Seoul. „Þetta gerðist þannig að mynd- menntakennari Axels valdi myndir nokkurra nemenda sinna og sendi út til Seoul. Þegar Axel kom í skólann var honum sagt að myndin hans væri einhvers staðar á sýningu. Við vissum síðan ekkert fyrr en fréttamaður Ríkisútvarpsins hringdi í Axel í skólann og sagði honum frá því að hann hefði unnið til gullverð- launa í Seoul,“ sagði móðir Axels, Kristín Margrét Axelsdóttir. „Mér er það ánægja að afhenda þér heiðurspening úr gulli fyrir að hafa skarað fram úr á ólympíuleik- um í myndlist,“ sagði forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, þegar hún afhenti Axel ólympíugullið ásamt heiðursskjali í stjórnarráðinu í gær. Aðspurður sagðist Axel hafa gam- an af teikningu og vel geta hugsað sér að leggja hana fyrir sig. f tengslum við leikana var haldin alheimslistsýning sex til tólf ára barna og bárust 17.372 myndverk barna frá 73 löndum. Veitt voru alls 1.738 verðlaun en einn annar íslenskur drengur, Grím- ur Flákonarson í Kópavogi, vann til bronsverðlauna sem send hafa verið til hans í pósti frá Seoul. Við afhendingu gullsins til Axels afhendi Gísli Halídórsson forseta fslands ólympíupeninga íslensku ól- ympíunefndarinnar. -sá Gullverðlaunahafinn í myndlist, Axel Árnason frá Akureyri, tekur við verðlaunapeningnum úr hendi forseta tslands, Vigdísi Finnbogadóttur, ■ gær. Tímamynd: Gunnar. Ólafur Ragnar og Þorsteinn skiptust á kveðjum í utandagskrárumræðu í neðri deild í gær: Hnútukast miiíi flokksformanna Allsnarpar umræður áttu sér stað á milli Ólafs Ragnars Grímssonar Ijármálaráðherra og Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í umræðum utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær. Tilefnið var ummæli Ólafs um viðskilnað síðustu ríkisstjórnar síðastliðinn laugardag þar sem hann sagði að sjö til níu milljarða vanti til að endar nái saman á fjárlögum þessa árs. Þá deildu menn einnig um hvort taka ætti fyrir utandagskrárumræð- ur í neðri deild af þessu tilefni en ekki í sameinuðu þingi eins og venja er. Þorsteinn Pálsson fór þess á leit við Kjartan Jóhannsson, forseta neðri deildar, að leyfðar yrðu um- ræður vegna ásakana Ólafs og rökstuddi þær með því að umræður væru óreglulegar þessa viku og varð Kjartan við þessari beiðni. Mikið hefur Þorsteini þó legið á því fundur er í sameinuðu þingi klukkan tvö í dag. f máli sínu réðst Þorsteinn gegn Ólafi Ragnari og sakaði hann um tvískinnung þar sem hann í einu orðinu lýsti yfir að ríkið gæti ekki staðið í því að halda atvinnuvegum þjóðarinnar á floti með styrkjum en í öðru orðinu boðaði hann stóraukna skattheimtu vegna vanda þeirra. Einnig benti hann á að Jón Baldvin sagði fjárlagahall- ann 700 miljónir fyrir mánuði en núverandi fjármálaráðherra segði hann tífalda þá upphæð og spurði hvort upplýsingar Jóns hefðu verið rangar eða hvort að hann hefði haldið þessu leyndu. „Lengi getur smár smækkað," var álit Ólafs á málflutningi Þor- steins og taldi hann megintilgang Þorsteins að koma höggi á Jón Baldvin að honum fjarverandi. Kvað hann Þorsteini lítt duga að reyna að skjóta sér undan ábyrgð af fyrri gerðum og stafaði slæm afkoma ríkissjóðs ekki af lélegum vinnubrögðum í fjármálaráðuneyt- inu heldur slakri stjórn Þorsteins í tíð síðustu ríkisstjórnar. Fjármála- ráðherra sagðist jafnframt ekki ræða fjárlagahallann efnislega að svo komnu þar sem tími hans væri takmarkaður og ekki heldur æski- legt að fjalla um viðskil síðustu stjórnar nema í sameinuðu þingi. Ætlun Þorsteins með þessari um- ræðu væri að þvo hendur sínar af fyrri gjörðum og jafnframt að reka fleyg á milli þeirra Jóns en það tækist ekki því þeir kynnu að vinna saman og þyrftu ekki að hnakkríf- ast um ráðherraveislur og annað þegar og ef þessu stjórnarsamstarfi iyki. Þorsteinn svaraði Ólafi og sagði hann fara á handahlaupum undan því að rökstyðja ásakanir sínar, að hann hringsnérist úr einni ræðu í aðra og treysti sér ekki til að standa við það sem hann hefði sagt. Raun- veruleg ástæða orða hans væri sú að hann væri að kaupa sér frið almennings vegna stóraukinnar skattheimtu og það væri virðingar- leysi við Alþingi að rökstyðja ekki mál sitt nú þegar. Fleiri blönduðu sér í þessar deil- ur og þar á meðal Geir H. Haarde sem sagði að Ólafur ætti að venja sig af því að tala eins og götustrák- ur um Þorstein. - áe. HEMLAHLLmR í VÖRUBÍL4 ®IStilling Skeifunni 11,108 Reykjavlk Simar 31340 & 689340 Hemlaborðar í alla vörubíla. Hagstætt verð. Betri ending. Hvalvíkurdeilan leystist í gærkvöldi: Finnbogi lofar að greiða laun Hvalvíkurdeilan er leyst og sagði Finnbogi Kjeld forstjóri Skipaút- gerðarinnar Víkur, að samkomulag hefði tekist milli hans og skipverja á Hvalvík. í samkomulaginu felst að skipverj- ar fá laun sín, sem þeir eiga inni hjá útgerðinni, greidd innan sjö daga. Þriðjungurinn verður greiddur strax eða áður en Hvalvíkin lætur úr Njarðvíkurhöfn til Vestfjarða. Þegar það kemur til baka verða launin greidd að fullu ásamt félags- gjöldum og greiðslum til lífeyris- sjóðs Sjómannafélagsins þannig að útgerðin verður skuldlaus við áhöfn- ina þegar skipið siglir utan aftur. Ekki fékkst uppgefið hversu mikil laun skipverjamir eiga inni hjá út- gerðinni en talað hefur verið um fjórar til fjórar og hálfa milljón króna. -sá Eyja til óþæginda Þessi umferðareyja var gerð á Arnarbakka sl. föstudag, sem er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að á laugardag hafði brotnað úr kantinum á fjöl- mörgum stöðum og virtist sem bílar hefðu ekið á eyjuna. Tilgangurinn með gerð eyjunnar var að auðvelda gangandi vegfarendum að komast yfir götuna. í gær hafði ökumaður samband við gatnamálastjóra og sagði farir sínar ekki sléttar þar sem hann hafði ekið bifreið sinni á eyjuna. „Ég fór sjálfur á vettvang til að kanna að- stæður og sá að maðurinn hafði lög að mæla. Kanturinn var of langur svo hann lokaði nær bílastæðum og var hættulegur þeim sem bökkuðu út af bílastæði sem þarna er því þá lentu þeir á kantinum. Ég lét því stytta eyjuna,“ sagði Ingi U. Magn- ússon gatnamálastjóri í samtali við Tímann í gær. Aðspurður sagði hann að einhver mistök hefðu orðið í útfærslu í byrjun en því væri nú búið að kippa í lag þannig að fleiri óþægindi ættu ekki að skapast. Tímamynd, Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.