Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. október 1988 Tíminn 13 ÚTLÖND llllllllllllli ■1 Yitzhak Shamir hefur í hótunum við mannkyn: Palestínuríki þýðir nýja heimsstyrjöld Yitzhak Shamir, hinn gallharði forsætisráðherra ísraels, hótar mannkyninu engu minna en þriðju heimstyrjöldinni nái Palestínumenn fram þeirri kröfu sinni að stofna sjálfstætt Palestínuríki við hlið ísra- elsríkis eins og gert er ráð fyrir í samþvkkt Sameinuðu þjóðanna frá því árið 1947. Shamir er leiðtogi hins hægri sinnaða Likud bandalags í ísrael. Samstarfsráðherra Shamirs í ríkis- stjórn ísraels, Shimon Perez, for- maður Verkamannaflokksins, hefur hins vegar litlar áhyggjur af því að heimsstyrjöld brjótist út þó Palest- ínumenn fái að stofna ríki. Hann segist tilbúinn til að gefa eftir her- numdu svæðin í Gaza og jafnvel hluta vesturbakka Jórdan svo Palest- ínumenn geti stofnað ríki, að því tilskildu að það tryggi varanlegan frið og tilveru fsraeisríkis. Flokksleiðtogarnir opinbera þess- ar skoðanir sínar um þessar mundir í hinni hörðu kosningabaráttu sem nú fer fram í ísrael, en þingkosning- ar fara fram í landinu l.nóvember. „Á því augnabliki sem Palestínu- ríki er stofnað í landi ísraels af alþjóðlegum stofnunum og sam- kvæmt samkomulagi við ísrael, ef við munum vilja losna við þetta ríki, þá mun verða styrjöld, heimsstyrj- öld,“ sagði Shamir á kosningafundi á mánudagskvöld. „Öll Arabaríki munu hjálpa þessu ríki. Ekki aðeins Arabaríkin, Sovétríkin og austan- tjaldsríkin, heldur jafnvel Evrópu- ríki. Við munum ekki geta hnikað stefnu þessari.“ Shamir, sem alla tíð hefur verið herskár enda gamall skæruliðafor- ingi sem gerði Bretum lífið leitt á sínum tíma, gerir því greinilega ekki ráð fyrir að ísraelsmenn geti sætt sig Shimon Peres og Yitzhak Shamir eru ekki sammála um afstöðuna til Palestínuríkis. Peres telur stofnun Palestínuríkis mögulega svo fremi sem það tryggi fríð en Shamir hótar heimsstyrjöld verði Palestínuríki stofnað. Þeir berjast nú í harðvítugri kosningabaráttu. við Palestínuríki og ríkin geti lifað í verið talsmaður þess að berja Palest- sátt og samlyndi. Enda hefur hann ínumenn á hernumdu svæðunum Kúrdar segja íraka enn í efnavopnunum Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn trúi því að írakar séu hættir að brúka efnavopn gegn Kúrdum þá berast enn fréttir af efnavopnaárásum á kúrdísk þorp í norðausturhluta Irak. Þjóðernissamband Kúrdistan, sem hefur haldið uppi skæruhernaði gegn írökum, fullyrða að 59 manns, aðal- lega óbreyttir borgarar, hafi failið í cfnaárás Iraka í síðustu viku. í yfirlýsingu samtakanna, sem birt var í London í gær, sagði að 48 manns hafi látist þegar herþotur íraka vörpuðu efnasprengjum í hér- uðunum Hammea og Chemi-Rezan 15. október. Pá hafi 11 borgarar látist í svipaðri árás á Sheikh-Bizeni héraði 11. október. Embættismenn íraka hafa ekki svarað þessum ásökunum en írakar hafa ítrekað staðhæft að þeir hafi ekki beitt efnavopnum gegn Kúrd- um og að þeir muni ekki nota efnavopn í framtíðinni. Hins vegar hafa þeir viðurkennt að hafa beitt efnavopnum í stríðinu gegn írönum sem svar við efnavopnaárásum þeirra sjálfra en það sé liðin tíð. Þjóðernissamband Kúrda segir að efnavopnaárásir fraka séu svar við árásum skæruliða Kúrda á hersveitir íraka. Segja Kúrdarnir að skærulið- ar þeirra hafi gert árás á herdeild íraka og skotið niður herþyrlu þeirra við bæinn Kifri 11. október og að tveimur dögum seinna hafi þeir grandað radarstöð íraka og drepið 52 hermenn íraka í fjöllunum í norðausturhluta landsins. írakar hafa beitt sér af fullum krafti gegn sjálfstæðishreyfingum Kúrda í írak frá því vopnahlé komst á í stríði fraka og frana í ágúst. Er talið að um 50 þúsund Kúrdar hafi flúið heimili sín í írak og haldið til Tyrklands og írans þar sem þeir valda stjórnvöldum þeirra ríkja gíf- urlegum erfiðleikum. Líbanon geispar golunni „Ég vil lýsa yfir andláti þessa lands,“ sagði Shítinn Kazem al- Khalil, en hann er aldursforseti þeirra sjötíu og sex þingmanna Líbana sem enn tóra. Tilefnið var þingfundur þar sem ekki náðist að kjósa talsmann líbanska þingsins vegna ósættis og væringa kristinna manna og múslíma í landinu, en sem kunnugt erstarfa nú tvær ríkisstjórnir í Líbanon, önnur undir forsæti kristins manns og hin undir stjórn músl- íma. Samkvæmt stjórnarskrá landsins á forsetinn að vera krist- inn en forsætisráðherrann músl- ími. „Það eru helgispjöll fyrir okkur að dansa á gröf Líbanons sem við gröfum með okkar eigin höndum og aðild að drápum," sagði al- Khalil í viðtali við Rödd kristn- innar sem er útvarpsstöð krist- inna manna í Líbanon. „Við stöndum frammi fyrir sundurlim- un, klofningi til frambúðar," bætti hann við. Aðeins tuttugu og sex þing- menn mættu á þingfundinn þar sem velja átti talsmann þingsins í stað Husseins Husseinis en árs- löngu kjörtímabili hans lauk á mánudag. Þá hefur þinginu mis- tekist að kjósa alla þá embættis- menn sem það velur en í þrígang var reynt að kjósa forseta en án árangurs. niður með ofbeldi sem sífellt færist í aukana. Shamir kennir Perez reynd- ar urn uppreisn Palestínumanna á hernumdusvæðunum, en uppreisnin hefur nú staðið í tíu mánuði og kostað að minnsta kosti 307 Palest- ínumenn og sex ísraela lífið. Segir hann linkind Perezar hafa ýtt undir uppreisn Palestínumanna og að eina ráðið sé að auka hörkuna. Verkamannaflokkurinn telur hins vegar harkalega ofbeldisstefnu Lik- ud bandalagsins gegn Palestínu- mönnum eina meginástæðu upp- reisnarinnar sem hefur síst rénað að undanförnu þrátt fyrir aukna hörku ísraela. Reyndar birti Verkamanna- flokkurinn á mánudaginn áætlun sem gerir ráð fyrir því að sveita- stjórnarkosningar fari l'ram á her- numdu svæðunum á næsta ári, en kosningar hafa ekki verið haldnar þar síðan 1976. Reyndar er gert ráð fyrir að kosningar verði ekki haldnar fyrr en að friðsamlegt hafi verið þar í þrjá til sex mánuði. Bæði Perez og Shamir eru liins vegar sammála um að ísraelar geti undir engum kringumstæðum átt viðræður við PLO sem þeir segja ekkert annað en hryðjuverkasamtök sem vilji Ísraelsríki feigt. Hins vegar útilokar Perez ekki að fulltrúar PLO geti boðið sig fram í sveitarstjórnar- kosningum undir merkjum PLO. Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar verður haldinn í Félags- heimilinu Hofsósi sunnudaginn 23. október og hefst kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosnir fulltrúar á kjördæmisþing og kosnir fulltrúar á flokksþing. Ávörp flytja alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Stjórnin. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, dagana 4.-5. nóv. Þingið hefst föstudaginn 4. nóv. kl. 20. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Nánar auglýst síðar. Stjórn KFNE. Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Vestmannaeyingar - viðtalstími Guðni Ágústsson alþingismaður verður til viðtals að Kirkjuvegi 19, Vestmannaeyjum, föstudaginn 21. október n.k. frá kl. 15-17. Aðalfundur Framsoknarfelags Selfoss Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, fimmtudaginn 27. október n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags-Rangæinga verður haldinn að Hlíðarenda, Hvols- velli, fimmtudaginn 20. október n.k. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 21. október kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Húnvetninga verður haldinn laugardaginn 22. okt. í Félagsheimilinu Ásbyrgi kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.