Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 19. október 1988 Miðvikudagur 19. október 1988 Tíminn 11 Körfuknattleikur: New York. Frank Bruno, mótherji Mike Tysons í einvígi um heimsmeistaratitiiinn í þungavigt í hnefaleikum, kom í gær til New York í þeim erindagjörðum að hitta Tyson og umboðsmann hans. Bruno hefur tvívegis orðið að sætta sig við að einvíginu hefur verið frestað, vegna einkamálaerfiðleika Tysons. Bruno vill fá Tyson til þess að skrifa undir pappíra þess efnis að einvígið verði þann 17. desember í London og ekkert múður. Bruno og umboðs- maður hans fundu Bill Clayton, en Tyson var hvergi sjáanlegur. Caracas. Ekki nema von, Tyson er staddur í Venezuela, þar sem hann fundaði með formanni WBA hnefaleikasambandsins. Tyson sagði í gær að hann þyrfti aðeins tvær vikur til þess að undirbúa sig undir að rota Frank Bruno. Aðspurður um hvort skilnaðarmál hans og Rob- in Givens hefðu áhrif á getu hans í hnefaleikahringnum sagði Tyson. „Mér líður frábærlega. Ég á ekici við nein vandamál að stríða, ég finn bara aðeins til í hendinni, sagði Tyson, en eins og kunnugt er þá handarbraut kappinn sig í ágúst, þegar hann lenti í götuslagsmálum í Harlem. í síðustu viku tóku meiðslin sig upp og Tyson er nú með höndina í gipsi. St. Louis. Bandarísk sundkona hefur verið dæmd í 16 mánaða keppnisbann vegna þess að hún féll á lyfjaprófi á úrtökumóti fyrir Ól- ympíuleikana Seoul. Á mótinu, sem haldið var í ágúst, sigraði Angel Mayers í 50 og 100 m skriðsundi og setti bandarískt met. Hún verður nú að skila verðlaunapeningum sínum og metin hafa verið ógilduð. Mayers mun hafa neytt hormónalyfja, en hún sagði að í prófinu hefði verið ruglast á getnaðarvarnarpillum og hormónalyfi, en áfrýjun hennar var synjað í september. Sundkonan verður að mæta í lyfjapróf þrisvar sinnum á ári fram til 1993. New York. Á mánudag var einn leikur í bandarísku NFL-deild- inni í fótbolta. Buffalo Bills unnu New York Jets 37-14. London. í kvöld leika Englend- ingar og Svíar í undankeppni HM í knattspyrnu. Englendingar eiga við mikil meiðsl að stríða og margir fastamenn í liðinu geta ekki leikið með í kvöld. Liðið verður væntan- lega þannig skipað: Peter Shilton, Gary Stevens, Tony Adams, Terry Butcher, Stuart Pearce, David Roc- astle, Niel Webb, Bryan Robson, John Barnes, Peter Beardsley og Gary Lineker. í kvöld verða fjölmargir aðrir leikir í undankeppni HM svo sem: Skotland-Jýigóslavía, Wales- Finnland, V-Þýskaland-Holland, Belgía-Sviss, Búlgaría-Rúmenía og Danmörk-Grikkland. Badminton. Vetrardagsmót unglinga í badminton verður haldið í húsum TBR unt næstu helgi. Keppni hefst kl. 15.30. á laugardag og kl. 10.00. á sunnudag. Keppt verður í greinum og flokkum ung- linga ef næg þátttaka fæst. Þátttöku- tilkynningar skulu berast til TBR fyrirkl. 12.00. á morgun, fimmtudag. Handknattleikur. Nokkrir leikir voru í 2. deildinni í handknatt- leik um síðustu helgi. Haukar unnu ÍR í toppslag deildarinnar með 29 mörkum gegn 21. Ármann vann Selfoss 34-32, ÍBK vann ÍH 26-15, HK vann Þór á Akureyri 27-18. Haukar hafa nú forystu í 2. deildinni með 8stig. íR og Ármann hafa 6stig. Njarðvíkingar unnu ÍR í fyrri hálfleik Njarðvíkingar unnu ÍR-inga 89-81 í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöld eftir að staðan í hálfleik var 54-36 Njarðvíkingum í vil. Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og hreinlega keyrðu yfir ÍR-inga sem voru sem svefn- genglar á vellinum. Njarðvík komst í 15-6 en þá kom Sturla Örlygsson inn á og við það gjörbreyttist leikur ÍR-inga sem minnkuðu muninn í 17-21. Aftur jókst munurinn í 19-30 en ÍR-ingar minnkuðu aftur í 24-30. Njarðvíkingar tóku þá að raða niður þriggja stiga körfum og hittni þeirra var með ólíkindum. Þegar að leik- hlénu kom var staðan orðin 54-36 Njarðvíkingum í vil. f síðari hálfleik byrjuðu Njarðvík- ingar af sama krafti og fyrr og juku muninn jafnt og þétt. Tölur eins og 63-39 og 71-44 sáust á ljósatöflunni og ÍR-ingar voru farnir að spyrja sig hvort þeir væru örugglcga jafnmarg- ir inni á vellinum og Suðurnesja- drengirnir. Um miðjan hálfleikinn gjörbreyttist leikur íR-inga sem neit- uðu að gefast upp þótt leikurinn virtist tapaður. Á stuttum kafla skor- uðu leikmenn ÍR 13 stig gegn engu stigi Njarðvíkinga og staðan breytt- ist í 75-61. Þá vöknuðu Njarðvíking- ar við vondan draum, þeir voru að missa unnin leik út úr höndunum en með yfirvegun tókst þeim að sigra með 8 stiga mun, 89-81. Fyrri hálfleiknum vilja ÍR-ingar áreið- anlega gleyma sem fyrst en síðustu 10 mín. leiksins voru frábærar hjá liðinu og baráttan var sem um vígamenn væri að ræða. Bestu menn liðsins voru þeir Sturla Örlygsson og Ragnar Torfason og Jó- hannes Sveinsson sem átti góðan leik í sókninni í fyrri hálfleik en lék lítið með í síðari hálfleik. Bestir Njarðvíkinga voru þeir Teitur Örlygsson og ísak Tómasson en Kristinn Einarsson og Hreiðar Hreiðarsson áttu báðir sómaleik. Dómarar voru þeir Bergur Steingríms- son og Jón Otti Ólafsson og dæmdu þeir í heildina vel en inn á milli dæmdu þeir algjöra vitleysu fyrir hvor annanJ- BL Leikun ÍR-UMFN 81-89 Lið: UMFN NUn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stífl Helgi 5-4 - 1 5 4 3 - 11 FridrikRún. 2-1 1-0 1 1 1 - - 2 Hreiðar 8-5 1-0 2 2 2 - 3 14 FriðrikRag. - - - 1 1 - - 0 Kristinn 5-4 - - 2 2 1 3 13 Teitur 14-8 9-2 1 5 4 2 7 24 tsak 14-9 5-2 - 4 2 4 7 25 Ellert 2-0 0 Leikun ÍR-UMFN 81-89 Uð: ÍR Nöfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stif| Bjöm St. 5-1 - _ 1 3 1 _ 2 Karl 2-1 5-2 - - 5 3 4 8 Sturla 15-10 1-1 3 8 5 - 4 26 Ragnar 15-9 - 4 3 _ 1 1 19 Jóhannes 4-2 - 1 2 2 - - 10 Gunnar 1-1 - - _ _ _ _ 2 BjöraL. 2-1 - 1 2 2 1 - 2 Bragi 1-0 - 1 3 - - - 0 JónÖm 1H_ - - _2_ -L i _a_ 13 Ólympíuleikar fatlaðra: Silfur og b rons í 100mbaks undinu íslcnsku kcppendurnir á Ólymp- íulcikum fatlaðra í Seoul stóðu sig mjög vel í gær og unnu til tvcggja verðlauna í viðbót við þau þrjú verðlaun sem þeir unnu um helgina. Jónas Óskarsson úr Völsungi vann silfurverðlaun í 100 m baksundi og setti íslandsmet, synti á 1:13,14 mín. Tíminn er reyndar einnig undir heimsmeti, en sigurvegarinn í sund- inu stórbætti heimsmetið, synti á 1:11,96 mín. en gamla heimsmetið var 1:13,66 mín. Lilja María Snorradóttir frá Sauð- árkróki, vann bronsverðlaun í 100 m baksundi, synti á 1:28,18 mín. sem er nýtt íslandsmet. Ólafur Eiríksson ÍFR varð 4. í 100 m baksundi á 1:18,06 mín. sem einniger nýtt íslandsmet. Ólafurvar aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir keppandanum sem varð í 3. sæti í sundinu. Sóley Axelsdóttir ÍFR varð í 4. sæti í 100 m baksundi á nýju íslands- meti, 2:39,75 mín. Halldór Guðbergsson ÍFR komst í úrslit í 200 m bringusundi og lenti í 7. sæti á 3:07,34 mín. og Rut Sverrisdóttir ÍFA setti nýtt íslands- met í úrslitasundinu í 200 m bringu- sundi, synti á 3:42,00 mín. og hafn- aði í 8. sæti. Þá keppti Ólympíumeistarinn f 100 m hlaupi, Haukur Gunnarsson, í undarásum og milliriðli f 200 m hlaupi í gær. Haukur fékk tímann 26,44 sek. sem er nýtt íslandsmet. Gamla metið átti Haukur sjálfur, en það var 27 sek. sléttar. Haukar vann bæði hlaupin og er kominn í úrslit með þriðja besta tíma undanrás- anna. Úrslitin verða í dag. BL Körfuknattleikur: Knattspyrna: Lilja María Snorradóttir vann bronsverðlaun í 100 m baksundi í Seoul í gær. Tímamynd öm. Leikið gegn A-Þjóðverjum í Berlín í dag f kvöld leika íslendingar þriðja leik sinn í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Mótherjarnir eru A-Þjóð- verjar og leikurinn fer fram í A-Berlín. Leikmenn íslenska liðsins hafa dvalið við æfingar í V-Þýskalandi að undanförnu og æft af kappi fyrir leikinn. Nokkrir leikmenn íslenska liðsins eiga við meiðsl að stríða og þeir Halldór Askelsson og Ólafur Þórðarson meiddust báðir á æfingu í fyrradag, þó standa vonir til þess að þeir verði búnir að ná sér fyrir leikinn í kvöld. Bjarni Sigurðsson og Friðrik Friðriksson eru báðir meiddir, en flest bendir til þess að það verði Bjarni sem standi í markinu í kvöld. Þcir Gunnar Gíslason og Atli Eðvaldsson ættu báðir að geta leikið með, þrátt fyrir meiðsl. Frammistaða fslendinga í undankeppn- inni til þessa hefur verið góð, jafntefli gegn Sovétmönnum heima og Tyrkjum á útivelli lofar góðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er mjög mikilvægur, stutt er síðan við töpuðum 0-6 fyrir A-Þjóðverjunum á Laugardalsvellinum, en oftar en ekki hefur íslenska landsliðið í knattspyrnu staðið sig vel í leikjum gegn A-Þýskalandi. Leikurinn verður sýndur í beinni útsend- ingu í ríkissjónvarpinu ki.17.00 í dag. BL Gunnar Gíslason á við meiðsl að stríða en mun samt að öllum líkindum leika með gegn A-Þjóðverjum í dag. NaumursigurVals á Saudkrækingum Það var sama uppi á teningnum í leik Tindastóls í gærkvöld og síðasta sunnudag þegar þeir mættu Hauk- um. Aftur voru skoruð á þriðja hundruð stiga er þeir mættu Vals- Staðaní Flugleiða deildinni Evrópuriðill IBK........ KR......... Haukar . . . ÍR ........ Tindastóll . 440 346-292 4 3 1 291-290 422 375-362 5 1 4 356-381 5 0 5 448-496 Teitur Örlygsson hitti glæsivel á móti ÍR-ingum í gærkvöld. Hér er það Gunnar Öm Þorsteinsson sem reynir að hindra Teit. Tímamynd Pjetur. Ameríkuriðill UMFN ........ 5 5 0 447-356 10 Valur ........ 5 4 1 493-394 8 UMFG ........ 4 2 2 356-301 4 Þór........... 4 1 3 319-388 2 ÍS............ 4 0 4 247-407 0 ÍBR: Ari kjörinn formaður Ari Guðmundsson var um helgina kjörinn formaður íþróttabandalags Reykjavíkur. Fráfarandi formaður, Júlíus Haf- stein, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og tveir menn buðu sig fram til formanns, þeir Ari og Pétur Svein- bjarnarson fyrrverandi formaður Vals. Ari Guðmundsson hlaut örugga kosningu, hlaut 71 atkvæði, gegn 56 atkvæðum Péturs. Ari Guðmunds- son er fyrrum formaður Sundfélags- ins Ægis og Golfklúbbs Reykjavíkur og hefur setið í stjórn í BR síðastliðin 10 ár. BI. mönnum ■ æsispennnandi og hröð- um leik. Fyrri hálfleikur leiksins bauð upp á mikinn hraða og hittni þar sem liðin skiptust á um forustuna og varð forustan sjaldan meiri en tvö til fjögur stig. Valsmenn sigu þó aðeins fram úr á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og höfðu forustu í leikhléi 60-53. f byrjun seinni hálfleiks héldu Valsmenn uppteknum hætti og juku við forskot sitt þrátt fyrir að þrír af lykilmönnum þeirra, þeir Þorvaldur Geirsson, Matthías Matthíass og Hreinn Þorkelsson, væru allir komn- ir með fjórar villur skömmu eftir leikhlé. Virtist engu skipta þó að Valsmenn notuðu yngri og óreyndari leikmenn í þeirra stað og fóru þar fremstir miðherjinn ungi, Hannes Haraldsson, og bakvörðurinn Ragn- ar Þór Jónsson. í síðari hluta seinni hálfleiks voru Valsmenn komnir með 17 stiga forskot en þá blésu Skagfirðingar í herlúðra, pressuðu stíft og minnkuðu muninn niður í 4 Enska knattspyrnan: Tvö stig dæmd af Tottenham Á mánudaginn versnaði staða Tottenham Hotspurs til muna í 1. deild ensku knattspyrnunnar, þrátt fyrir að liðiö hafi hvorki spilað leik um helgina né á mánudaginn. Tvö stig voru dæmd af liðinu, sem var með 7 stig úr 6 leikjum og í 17. sæti deildarinnar, og nú hefur Tott- enham 5 stig og er í 18. sætinu, því þriðja neðsta, sem er fallsæti. Ástæðan fyrir því að stigin tvö voru dæmd af liðinu, er sú að knattspyrnusamband Englands mat það þannig, að fyrsta leik liðsins á keppnistímabilinu hafi verið frestað að nauðsynjalausu. Á sínum tíma var leiknum frestað aðeins 6 tímum áður en hann átti að hefjast, vegna þess að lögregla áleit drasl, sem var við völlinn, hættulegt. Draslið var tilkomið vegna framkvæmda sem stóðu yfir á heimavelli Tottenham, White Hart Line. Formaður stjórnar Tottenham, Irving Scholar, sagði að félagið mundi áfrýja þessum úrskurði. „Mér finnst þessi ákvörðun mjög undar- leg,“ sagði Scholar. Hann bætti við að Tottenham hefði viljað leika ‘umræddan leik og hefði meira að segja lagt til að hluta af leikvanginum yrði lokað af Öryggisástæðum, en lögreglan hefði heimtað að leiknum yrði frestað. BL Jan Mölby í fangelsi Danska landsliðsmanninum Jan Mölby, sem leikur með Liverpool, var á mánudaginn stungið í fangelsi fyrir vítaverðan akstur. Mölby þarf að afplána þriggja mánaða dóm, en gæti losnað eftir 6 vikur, ef hann hegðar sér vel í steininum. Liverpoolliðið á nú í miklum erfið- leikum, því margir leikmenn eiga við meiðsl að stríða og ekki bætir úr skák þegar leikmenn liðsins eru komnir í fangelsi. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni. Jan Mölby hefur leikið í vörninni það sem af er, en Alan Hansen fyrirliði liðsins, Gary Gillespie, Alex Watson, Jim Beglin, Steve McMa- hon og Nigel Spackman eru allir á sjúrkralista. Nær öruggt er talið að Kenny Dalglish framkvæmdastjóri liðsins þurfi að taka upp pyngjuna og kaupa nýja varnarmenn til liðsins. Helstu nöfn sem nefnd eru í því sambandi eru Gary Pallister Middlesborough, Colin Hendry Blackburn og Dean Yates Notts County. Þegar Mölby losnar úr fangelsinu er ekki þar með sagt að hann sé laus allra mála, stjórn Liverpool gæti hugsanlega sett hann í keppnisbann um tíma, þar sem fangelsisvist er alvarlegt agabrot á þeim bæ eins og víðar. BL stig þegar 3 mín. voru eftir, drifnir áfram af stórleik Vals Ingimundar- sonar og Eyjólfs Sverrissonar. Reynsla Valsara reyndist síðan dýr- keypt á lokamínútunum og náðu þeir að knýja fram sigur 109-105. Lið Valsmanna var mjög jafnt að getu í þessum leik en þó var Framar- inn forni, Þorvaldur Geirsson, fremstur meðal jafningja og einnig vöktu yngri leikmenn liðsins athygli fyrir góðan leik eins og áður sagði. Tvíhleypan í Tindastólsliðinu, þ.e. Valur Ingimundarson og Eyjólfur Sverrisson, voru í sérflokki en einnig átti Haraldur Leifsson góða spretti. Stig Vals: Þorvaldur Geirsson 20, Hreinn Þorkelsson 15, Hannes Har- aldsson 14, Ragnar Þór Jónsson 13, Matthías Matthíasson 12, Tómas Holton 12, Einar Ólafss. 11, Arnar Guðm.son 4 og Björn Zoega 2. Stig Tindastóls: Valur Ingim.son 39, Eyjólfur Sverrison 31, Guðbrandur Stefánsson 11, Haraldur Leifss. 14, Björn Sigtryggsson 7 og Sverrir Sverrisson 3. Körfuknattleikur. Snæfeii vann Reyni Sangerði í leik liðanna í í 1. deildinni í körfuknattleik um helgina, 72-68. Kristján Agústsson gerði 44 stig fyrir Snæfell, þar af 20 stig úr vítaskotum úr 23 tilraunum. Skallagrímsmenn unnu Laugdæli 65- 40. UBK vann Víkverja. í 1. deild kvenna unnu Haukar Njarðvík 41- 40, KR vann Grindavík 59-51 og ÍS vann ÍR. Jan Mölby er nú kominn í fangelsi í Englandi. New York. Á laugardag voru nokkrir leikir í NHL-íshokkídeild- inni. Úrslit urðu sem hér segir: New York Islanders........... 2 Montreal Canadiens............ 1 Hartfoed Whalers............. 7 Chicago Black Hawks........... 5 Chicago Black Hawks.......... 9 St. I.ouis Blues............. 2 Washington Capitals .......... 8 New Jersey Devils............. 5 Detroit Red Wings ............ 5 Toronto Maple Leafs........... 3 Minnesota North Stars......... 5 Boston Bruins................. 1 Philadelphia Flyers .......... 4 Los Angeles Kings............. 1 Á sunnudaginn voru einnig nokkr- ir leikir, úrslit þeirra urðu þessi: Edmonton Oilers............... 3 Winnipeg Jets ............... 3 Eftir framlengdan leik New York Rangers ............. 3 Vancouver Canucks............. 2 Boston Bruins.................10 Chicago Blackhawks ........... 3 Quebec Nordiques......... 5 BufTalo Sabres ............... 3 Istanbul. Á laugardag léku Gal- atasaray frá Tyrklandi og Universit- atea Cluj frá Rúmeníu síðari leik sinn í Evrópukeppninni í körfu- knattleik kvenna. Rúmenska liðið vann 77-64, en það tyrkneska kemst áfram þar sem heildarstigaskor lið- anna var 137-135, Galatasaray í vil. Mílanó. Ruud Gullit, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu, gat ekki leikið með liði sínu AC Milan gegn Pecera á sunnudaginn, vegna ökklameiðsla. LæknarMílanó liðsins segja að kappinn verði orðinn góður fyrir leikina um næstu helgi, en sjálfur segir Gullit að hann geti hvorki leikið með hollenska landslið- inu gegn V-Þjóðverjum á miðviku- dag né ítalska liðinu fyrr en hann sé að fullu orðinn góður af meiðslun- Madrid. Kunnugleg staða er komin upp í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig, úr 7 leikjum, en Real Madrid er í öðru sæti með 11 stig. Þessi tvö stórlið hafa á undanförnunt árum skipst á um að vinna meistaratitilinn og keppnin í vetur mun sem fyrr standa á milli þessara.liða. Skammt er þó í næstu lið, Celta og Logrones eru bæði með 10 stig. Úrslit helgarinnar urðu þessi: Cadiz-Malaga..................0-1 Atletico Madrid-Espanol .... 6-1 Sevilla-Elche ................4-1 Atletico Bilbao-Valencia .... 1-2 Logrones-Osasuna..............1-1 Celta-Sporting ...............2-1 Reai Murcia-Real Sociedad . . 0-1 Barcelona-Real Betis..........3-1 Real Valladolid-Real Madrid . 0-1 Real Oviedo-Real Zaragoza . 1-1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.