Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 19. október 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Viðvörun Guðjóns B. Ólafssonar Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga, gerir ástand efnahagsmála og afkomu fyrirtækja að umtalsefni í viðtali við Kristján Björnsson, blaðamann Tímans, sl. laugardag. í þessu viðtali bendir Guðjón sérstaklega á þá staðreynd, að vegna verðhækkana á sjávarafurðum, sem verða á árinu 1986 og fram á mitt ár 1987, hafi þjóðarbúinu áskotnast 10 milljarðar króna umfram það, sem var árið 1985. Segir hann að allur þessi tekjuauki þjóðarbúsins hafi farið í eyðslu og efnahags- þenslu, en útflutningsfyrirtækin hafi ekki notið góðs af, þegar á reyndi. Fjármagnið, sem útflutningurinn skapaði, rann til annarra greina og í aðrar þarfir en að byggja upp útflutningsfyrirtækin. f þessu sambandi bendir Guðjón á, að gjaldeyris- þróun hafi verið óhagstæð útflutningi, að fjár- magnskostnaður sé sligandi byrði á útflutningsfyrir- tækjum og verðlagsþróunin á síðari hluta árs 1987 og fram eftir þessu ári hafi komið hart niður á útflutnings- framleiðslunni. Petta hefur kippt rekstrargrundvelli undan hinum gjaldeyrisskapandi atvinnuvegum, ekki síst hraðfrystiiðnaðinum, sem Guðjón B. Ólafsson segir að sé og muni verða um ófyrirsjáanlega framtíð undirstöðuatvinnugrein á íslandi. í viðtalinu við Tímann upplýsir Guðjón B. Ólafsson, að fjármagnskostnaður Sambands ísl. samvinnufélaga á átta mánuðum líðandi árs sé einn milljarður króna og segir að þessi kostnaður sé tíu sinnum meiri en eðlilegt myndi teljast hjá sambærilegum fyrirtækjum erlendis. Um fjármagnskostnað frystihúsa almennt segir hann að fjöldi slíkra fyrirtækja hér á landi beri nettó-fjármagnskostnað á bilinu 10-25% af heildar- sölu. Til samanburðar nefnir Guðjón, að í Danmörku sé það talið alvarlegt mál, ef fjármagnskostnaður frystihúsa fer yfir 2% af heildarsölu og bætir því við að enginn atvinnurekstur á íslandi hafi skilyrði til þess að greiða tíu sinnum hærri fjármagnskostnað eða meira en sambærilegur rekstur í öðrum löndum. í viðtalinu dregur Guðjón B. Ólafsson upp dökka mynd af horfum í atvinnu- og efnahagsmálum á næstunni. Hann segir að þjóðfélagið sé að fara í gegnum tímabil, þar sem menn verði að borga fyrir þau mistök, sem orðið hafa í efnahagsstjórn og efnahags- þróun. Að því leyti til megi tala um neyðarástand, að nú verði að breyta til frá þeirri stefnu sem íslendingar hafa tamið sér, m.a. hvað varðar þenslu og offjárfest- ingu, sem ekki skilar arði. Hann kveðst óttast núverandi horfur í atvinnumál- umpog það svo að 9&mdráttur geti leitt til atvinnuleysis á síðari hluta þessa árs og byrjun hins næsta. Hann bendir á að gjaldþrot fyrirtækja dynji nú yfir og fjöldi fyrirtækja neyðist til að fækka starfsfólki og leggja niður starfseiningar. Hann telur því, að fleira þurfi til að koma, til þess að bæta starfsskilyrði útflutnings- greina, en þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur þegar gert, þótt ástæðulaust sé að vanmeta þær út af fyrir sig. í orðum Guðjóns B. Ólafssonar felast ábendingarog viðvaranir, sem skylt er að veita athygli. garri llllllll Bragð er að Þau mcrku tíðindi hafa gerst að D V hefur komið auga á að citthvað sé að í rekstri þjóðarbúsins. Þetta mátti sjá í leiðara hlaðsins á mán- udag. Þar er rekið upp ramakvein út af því að við stefnum núna inn í samdráttarskeið. Þar segir að hcr hafi verið skortur á vinnuafli en með vetrinum geti hér orðið at- vinnuleysi. Nú þegar hafi orðið hér nokkur stór gjaldþrot, en næsta ár verði ár hinna mörgu gjaldþrota. Auk þess muni fleiri fyrirtæki fækka starfsfólki, án þess að önnur geti tekið við nema hluta þess fólks sem missi vinnu. Þarna segir líka að þegar séu margir hættir að greiða reikninga sína og vanskilin hlaðist upp hvar- vetna í þjóðfélaginu. Hrun eins. fyrirtækis dragi þannig fleiri með sér. Og í þessuin dúr er haldið áfram þarna. Spáð er samdrætti í þjóðfélaginu á næsta ári, sem al- menningur verði að taka á sig byröar út af. Vitið þér enn? Alltaf er nú ánægjulegt þegar menn, sem setið hafa í fílabeins- turni, átta sig allt í einu. Ef þeir á DV hefðu til dæmis lagt það í vana sinn það sem af er þessu ári að lesa Tíniann, þá hefðu þeir ekki þurft að afhjúpa sig sVo rækilega sem þeir gera hér. Það hefur legið fyrir að minnsta kosti frá þvi í byrjun þessa árs að frystingin í landinu berðist í bökkum og stefndi í þrot ef ekkert væri að gert. Það virðist líka hafa farið fram hjá þeim á DV að hér urðu stjórn- arskipti á dögunum. Ástæðan var sú að sjálfstæðismenn fengust ekk- ert til að gera í málum frystingar- innar, og þess vegna sáu framsókn- armenn og alþýðuflokksmenn ekki aðra leið en að hætta samstarfinu við þá og finna sér nýja bandamenn til að ráðast á vandann. Lika má upplýsa þá á DV um það, sem trúlega hefur farið fram hjá þcim líka, að núna er ný ríkisstjórn önnum kafin við það verkefni að rétta af hag undirstoðu- grcinanna í landinu. Eins og þeir á DV benda réttilega á má búast við því að þetta geti kostað almenning í landinu einhverjar fórnir. Að því er hins vegar að gæta að hefðu þeirra eigin flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum fengist til að taka á vandanum þegar á síðasta ári þá væru lítil vandamál í dag. Vandi dagsins í dag stafar ekki síst af því að fjármagnskostnaður fyrir- tækja hefur allt of lengi verið óhæfilega hár. Ef þar hefði verið komið á nauðsynlegri leiðréttingu fyrir svo sem ári þá væri vandinn núna ekki nema brot af því sem hann er. Kunnugir eru nefnilega nokkuð sammála um að í því efni hafi frjálshyggjan fengið að grass- era allt of lengi, og til stórtjóns fyrir atvinnulífið. Vaxandi vanskil Og sé svo komið að þeir á DV séu hugsanlcga farnir að fmna fyrir því að erfiðar gangi nú í dag að innheimta auglýsingareikninga blaðsins en áður þá er á því einföld skýring. Jafnvel þó að þeir viti hana ekki sjálfir, eftir þessum leiðara að dæma. Skýringin cr sú að íslenska þjóð- félagið stendur og fellur nánast allt saman með því að fiskveiðar og fiskvinnsla hafi eðlilegan rekstrar- grundvöll og komist þokkalega af. Ef þessar greinar eru þrautpíndar með allt of háum vöxtum þá eru áhrif þess tiltölulega mjög fljót að koma fram út um allt þjóðfélagið. Þjónustugreinarnar lifa nefni- lega meira eða minna á þessum undirstöðugreinum. Ef frystihúsin hafa ekki lengur næga peninga aflögu til að standa í skilum við þjónustufyrirtækin þá lenda þau fyrr eða síðar í vanskilum líka. Þar verður víxlverkun sem veldur því að þau enda með því að geta ekki heldur greitt reikninga sína. neyö- ast til að fækka fólki og verða jafnvel gjaldþrota. Frjálshyggjan, sem DV berst hvað harðast fyrir í orði, hefur þannig á sér skuggahliðar. Hér birtust þessar skuggahliðar í því að frelsið ■ vaxtamálum gekk út í algjörar öfgar og var farið að mergsjúga hjá okkur undirstöð- una. Afleiðingarnar eru núna að koma í Ijós sem erfiðleikar ■ rekstri þjónustufyrirtækja. Ef spá DV um fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi á næsta ári gengur eftir má því með sanni segja að frjálshyggjuævintýr- ið í vaxtamálunum hafi reynst þjóðinni dýrt. Vonandi læra frjáls- hyggjupostularnir á DV eitthvaö af því líka. Garri. llllllHIIHHllll VÍTTOG BREITT llllllllllllllllllllM Hin nýja stétt Mikill jafnréttiskliður fór um þjóðina þegar 111. löggjafarþingið kaus forseta sameinaðs þings. Þingmenn báru nefnilega gæfu til að kjósa Guðrúnu Helgadóttur í embættið og um kvöldið hófst fyrsta frétt allra ljósvakamiðlanna á sömu setningunni - brotið hefur verið blað í sögu Alþingis. Ekki dró úr ánægjunni að báðir varafor- setar sameinaðs þings eru úr hópi kvenkyns þingmanna. Ef einhverjum kynni að detta í hug að Guðrún hafi verið kosin í embættið vegna þess að ekki var rúm fyrir hana á ráðherralista flokks síns eru slíkt hugarórar einir. Það hefur verið vendilega frá því skýrt að sú er alls ekki ástæðan heldur hafi eingöngu réttlætis- kennd þingmanna og uppgjör við samvisku þeirra ráðið því að kona var kosin til virðulegasta embættis Alþingis. En hvaða hvatir sem legið hafa að baki kosningunni er Guðrún áreiðanlega vel að henni komin og engin hætta er á öðru en að vara- forsetar sinni sínum skyldum af fullri reisn. Blaðabrot Það er sem sagt enn einu sinni búið að brjóta blað í kynjabardag- anum mikla og allir eru svaka lukkulegir með alla þrjá forseta sameinaðs þings og þá jafnréttis- hugsjón sem kósning þeirra endur- speglar. Karlarnir þykjast vel hafa gert að afsala kynborinni hefð til forsetaembættis sameinaðs þings, Kvennaflokkskonur hafa unnið mikinn sigur því takmark þeirra er konur til áhrifa án tillits til hvar í flokki þær standa, nema í breska íhaldsflokknum. Þar er kvenna- frami ekkert að marka. Og konur allra flokka horfa með stolti til hins háa embættis forseta sameinaðs þings og hlusta á fjölmiðlafólkið endurtaka æ ofan í æ hve hagur þeirra hafi vænkast með blaðbrot- inu í þingsögunni. En mitt í allri fagnaðarvímunni yfir því að jafnréttishugsjónin sé að rætast með háembættistöku kvenna er tónninn sendur norðan frá Akureyri að þetta sé allt í plati og að nú hafi karlafurtarnir rétt einu sinni sýnt hug sinn til k\>enna og að kosning forseta sameináðs sé ekki annað en enn eitt vélabragðið til að lítillækka konur og kúgá. Lymskuleg vélabrögð Bergljót Rafnar, bæjarfulltrúi á Akureyri, hellir úr skálum vand- lætingar sinnar á 21. síðu Morgun- blaðsins í gær og fer mikinn: „Mik- ið lifandis ósköp varð ég sár og reið þegar ég heyrði í fréttum að í embætti forseta og 1. og 2. vara- forseta sameinaðs Alþingis hefðu verið kosnar þrjár konur.“ í Ijós kemur að allt eru þetta bellibrögð karlanna sem eru svo snjallir að vera nú búnir að búa til nýja kvennastétt. Hin nýja stétt er auðvitað forsetar sameinaðs og er helst að skilja að hún sé heldur snautleg eins og í pottinn er búið. Af skarpskyggni sér Bergljót að hinir lymskufullu karlar hafa látið eins og þeir væru að stuðla að jafnrétti og hampa kvenfólkinu. En hvað voru þeir að gera? Jú, þeir voru að afgreiða þrjár konur í eitt embætti!!! Þegar búið er að koma upp um strákana og hið þríeina embætti nýju kvennastéttarinnar dettur manni helst í hug að áður fyrr hafi þríhöfða þurs setið í forsetastóli sameinaðs þings. Það er að segja samkvæmt skilgreiningu að norðan. En rök Bergljótar Rafnar eru í rauninni einföld. Hennar hug- myndir um jafnrétti eru að karlar og konur deili með sér völdum og ábyrgð. Hvort það á aftur á móti upp á pallborðið hjá þeim sem ávallt klifa á þeirri hugsjón að sumir eigi að vera jafnréttari,en aðrir, er svo annað mál. En ó^köp er orpið vandlifað í henni verslu þegar sama embættis- kosningin ber jafnréttishugsjón- inni fagurt vitni og er mikill sigur fyrir Guðrúnu og kynsystur hennar og er jafnframt dæmi um lúalega meðferð karla á konunum og sýnir kvenfyrirlitningu þeirra svart á hvítu. Að minnsta kosti eru karlar Tímans sýolítið ruglaðir í ríminu, eins og stundum áður þegar þeir sqm hafa vit á jafnrétti fara að újtlista í hverju það felst. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.