Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 19. október 1988 Bolfiskafli lítið minni en fyrir ári Heildarbolfiskafli var heldur minni fyrstu níu mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra. Þorskafli var tæplega 26 þúsund tonnum minni en í fyrra og rúmlega 13 þúsund tonnum minna kom á land af ufsa. Hins vegar veiddist um 12 þúsund tonnum meira af ýsu á fyrstu níu mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuöi ársins var heildarþorskafli orðinn 295.237 tonn, 37.910 tonn veiddust af ýsu og 53.647 veiddust af ufsa. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var heildar- þorskafli 321.062 tonn, 25.649 tonn veiddust af ýsu og af ufsa komu 66.886 tonn á iand. Það sem af er þessu ári er karfaafli orðinn 3000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, en á fyrstu níu mánuðunum í ár veiddust 69.154 tonn af karfa. Það sem af er þessu ári er heildar- afli orðinn 1.184.196 tonn, eða um 100 þúsund tonnum meiri en á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Munar þar aðallega um meiri loðnuafla í september í ár, en á sama tíma í fyrra. í september sl. veiddust 18.591 tonn af þorski. Þar af var þorskafli togara 10.586 tonn, afli báta 5.254 tonn og smábátar komu með 2.751 tonn af þorski að landi. Heildarafli allra skipa og báta í septembermán- uði í ár, var 51.781 tonn, en í sama mánuði í fyrra var heildaraflinn 53.717 tonn. Mest var landað á Reykjanesi í september eða 11.789 tonnum, á Norðurlandi var landað 10.278 tonnum og á Austfjörðum var landað 4.602 tonnum. Á sama tíma í fyrra var mest landað á Norðurlandi eða 13.764 tonnum, þá á Austfjörðum 10.444 tonnum og á Reykjanesi 8.977 tonnum. Mesti þorskafli, eða 16.217 tonn, kom á land í Vestmannaeyjum á fyrstu níu mánuðunum, fast á eftir fylgdu Akureyri með 14.351 tonn og Keflavík með 13.546 tonn. Þá kom einnig mesti ýsuafli, 8.327 tonn, á land í Eyjum fyrstu 9 mánuðina og sömuleiðis mesti ufsaafli 11.546 tonn. -ABÓ Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna: Tíunda starfsári að Ijúka Næstkomandi föstudag, 21. október, lýkur 10. starfsári Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Starfsár skólans er 6 mánuðir, frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. í Jarðhitaskólanum í ár hafa verið sex nemendur frá jafnmörg- um þróunarríkjum, þrír jarðvís- indamenn og þrír verkfræði- menntaðir. Þeir koma frá Eþíóp- íu, Hondúras, Kenýu, Kína, Mexíkó og Tyrklandi. Frá upphafi hefur Jarðhitaskól- inn veitt sérhæfða kennslu og þjálfun í jarðhitafræðum fyrir nemendur frá þróunarlöndunum. Nemendur velja eina af átta sérhæfðum námsbrautum, sem spanna helstu svið rannsókna og nýtingu jarðhita. Þungamiðja þjálfunarstarfsins við Jarðhita- skólann eru verkefni, sem nem- endur vinna undir handleiðslu sérfræðinga Orkustofnunar og Háskóla Fslands. Hræringar hjá Frjálsu framtaki: Nýr rit- stjóri að Frjálsri verslun Ritstjóraskipti hafa orðið á tíma- ritinu Frjálsri verslun og hefur Helgi Magnússon fyrrverandi forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar tekið við stöðunni af Kjartani Stefánssyni. Þá hafa orðið ritstjóraskipti á Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 en Kjartan Stefánsson verður ritstjóri hans og tekur við starfi af Steinari J. Lúð- víkssyni. Bæði ritin; Frjáls verslun og Sjón- varpsvísir Stöðvar 2 eru gefin út af Frjálsu framtaki, en Frjálst framtak gefur út sextán tímarit auk ofan- nefndra tímarita. -sá Landssamband smábátaeigenda: Minni af li á bát en var í fyrra í fréttabréfi Landssambands smá- bátaeigenda kemur fram að afli sem smábátar koma með að landi er heldur meiri fyrstu átta mánuði árs- ins í ár cn var í fyrra á sama tímabili. { fyrra var aflinn 28.907 tonn en í ár var hann 29.769. Að sögn Arnar Pálssonar fram- kvæmdastjóra Landssambandsins hefur smábátum hins vegar fjölgað um 25% frá árinu 1985 og varð talsverður hluti þeirrar fjölgunar á þessu ári. Pað er því Ijóst að afli á bát er talsvert rýrari en var í fyrra og segist Örn hafa heyrt menn nefna allt að 40% samdrátt í einstökum tilfellum og kenna menn gæftaleysi um, en einnig því hve lítið fiskur hafi gengið á grunnslóð. Á árinu hafa sex smábátar týnst eða eyðilagst en mannbjörg orðið í öllum slysunum. Örn Pálsson sagði að smábátaeig- endur væru óánægðir með yfirlýsing- ar formanns sjóslysanefndar, sem þeir telja að megi túlka sem aðdrótt- anir um að eigendur þessara báta, sem farist hafa, hafi sjálfir sökkt þeim. „Hefur starfssvið rannsókna- nefndarinnar breyst í dómnefnd sem byggir niðurstöðu sína á hugarórum landkrabbans og áliti illa innrættra öfundarmanna f garð trillukarlsins sem kemur með tonnið eftir daginn"? spurði Örn Pálsson. -sá Frá kynningu á hljóðabelgnum í Kringlunni í gær. Tímamynd: Gunnar „Hljóðabelgur", ný þjófavörn Pegasus hf. hefur hafið innflutning á litlum kössum til að geyma í verðmæti. í kössunum er búnaður sem gefur frá sér skerandi ýlfur sé kassinn hreyfður. Kassinn sjálfur er úr eldtraustu og höggþolnu plastefni og fóðraður að innan og innan í honum er rofi sem notaður er til að tengja ýlfrarann. Síðan er kassanum læst og eftir örfáar mínútur er búnaðurinn virkur. Ef kassinn kemst eftir það á minnstu hreyfingu þá gefur hann frá sér skerandi ýlfur, sem ekki hættir fyrr en eigandinn opnar kassann með lykli og aftengir vælubúnaðinn. Pau Kjartan Jónsson og Katrín Baldursdóttir sölumenn sögðu að kassinn sem slíkur væri ágætur sem þjófavörn en auk kassans seldi fyrir- tækið skynjara sem skynja minnstu hreyfingu í húsum þar sem þeim er fyrir komið og gefa þá frá sér hljóð. -sá AF ÞINGI Stuttar fréttir Kvennalistakonurnar Guðrún Halldórsdótir, Danfríður Skarp- héðinsdóttir, Guðrún Agnars- dóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Málm- fríður Sigurðardóttir hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um jöfnun námskostnaðar. Endurskoðun þessi taki m.a. mið af þörfum þeirra sem eru ofan við skóla- skyldualdur en hafa ekki lokið grunnskólanámi, sem og þeirra nemenda er nú stunda nám í öldungadeildum. Fyrirspurnir Kristín Einarsdóttir (V.Reykv.) hefur lagt fram fyrir- spurn til heilbrigðisráðherra um mengunarvarnir hjá íslenska ál- félaginu hf. Þar er spurt í hvaða atriðum mengunarvörnum sé ábótavant hjá félaginu og hvernig tryggja eigi viðunandi úrbætur þar að lútandi og hvers vegna fyrirtækinu sé ekki gert að sækja um starfsleyfi eins og öðrum fyrirtækjum hér á landi sem geta valdið mengun. Danfríður Skarphéðinsdóttir (V. Vesturl.) og Kristín Einars- dóttir (V.Reykv.) hafa lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um heildartekjur launafólks árin 1985, 1986, 1987 og fyrstu 6 mánuði þessa árs, skipt eftir kyni, aldri, störfum og vinnuveitend- um. Danfríður hefur einnig lagt fram fyrirspurn til menntamálaráð- herra um leiðbeinendur og stundakennara í grunn- og fram- haldsskólum landsins. Þarerm.a. spurt um hlutfallið á milli kennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar. Annar þingmaður Austur- lands, Hjörleifur Guttormsson (G.), hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um meng- un samfara fiskeldi, þar sem hann spyr um reglur um mengunar- varnir, reglur um notkun lyfja og rotvarnarefna við fiskeldi og eftirlit með þeim. Hjörleifur hef- ur einnig gert fyrirspurn til utan- ríkisráðherra um hvort íslensk stjórnvöld hafi gert ráðstafanir vegna fyrirhugaðra loftflutninga geislavirks plútons frá Evrópu til Japans yfir N-Atlantshaf. Þá hefur borist fyrirspurn til iðnaðarráðherra frá Kristínu Ein- arsdóttur (V.Reykv.) um undir- búning að nýju álveri við Straumsvík (ATLANTAL-verk- efnið), hvaða fyrirtæki taki þátt í hagkvæmikönnun og hvers eðlis þátttaka íslenskra stjórnvalda og annarra innlendra aðila sé í henni. Einnig er spurt um fram- leiðslugetu, mengunarvarnar- kröfur og hversu mörg atvinnu- tækifæri nýtt álver skapi. Óskað er eftir að samningur sá sem íslensk stjórnvöld gengu frá við hin erlendu fyrirtæki 4. júní 1988 verði birtur sem fylgiskjal með svari við þessari fyrirspurn. -ág. (í m brosum/ og ¥ allt gengur betur * \ /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.