Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. október 19fl8 .... — Sigla þeir til vísindaveiða á næsta ári? Mun minni tengsl við hættu viðskiptasambanda af hvalveiðum vísindaáætlunarinnar en heyrst hefur í fjölmiðlum? Víðtækir árekstrar við hvalaf riðun ekki Ijósir Svo viröist sem síöustu daga hafí verið vakinn upp óþarflega mikill ótti vegna hagsmunaárekstra varðandi hval- veiðar í vísindaskyni og sölu á sjávarafurðum. Þegar Tíminn ræddi við nokkra lykilmenn í útflutningi lagmetis og annarra sjávarafurða kom á daginn að ekki liggur fyrir nein sönnun þess að tengsl séu á milli hvalveiða okkar í vísindaskyni og minnkandi sölu á þorski til Long John Silver í Bandaríkjun- um. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að versnandi staða þorskseljenda á heimsmarkaði og framboð á s-amerískri ódýrri lýsu séu helstu áhrifavaldar. Árið 1986 keypti L.J.S. nær eingöngu þorsk af okkur og Kanadamönnum en nú eru keyptar ýmsar físktegundir aðrar frá tólf seljendum. Mesta samkeppnin við þorskinn okkar er nú af aukinni sölu á argentískri lýsu. Engin staðfesting hefur heldur fengist frá Bandaríkjunum um að hvalveiðar blandist inn í fískkaupaák- varðanir L.J.S. á síðustu tveimur árum eða að áróður friðunarsamtaka á borð við Greenpeace hafí hrifíð. 1989 er lokaár vísindaveiðanna Vegna þessa væri því óhætt fyrir íslendinga að Ijúka við síðasta árið af fjórum í vísindarannsóknum sín- um á hvalastofnum en þessar rann- sóknir verða grunnur að framlagi íslands á næstu aðalráðstefnu Al- þjóða hvalveiðiráðsins vorið 1990. Þar er stefnt að ákvörðun um hvaða hvalategundir megi veiða í náinni framtíð og í hve miklum mæli. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, sjáv- arlífræðings í hvalarannsóknum Hafrannsóknarstofnunar, verður næsta ár mjög mikilvægt til að hægt verði að ljúka áætluninni og safna nauðsynlegum upplýsingum. Á næsta ári verður lögð mun meiri áhersla en áður á hvalatalningar úr lofti og til þess varið um 40-50 milljónum króna. Kostnaðurinn hef- ur til þessa verið borinn uppi af sölu á kjöti því sem fallið hefur til við þátt hvalveiðanna í vísindaáætluninni. Engum samningum rift Tengelmann-málið í Pýskalandi skýrist e.t.v. betur í dag á fyrirhug- uðum fundi Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra sem hann mun eiga með æðstu mönnum Sölustofn- unar lagmetis og fulltrúum Tengel- mann. Sagði Rafn Sigurðsson, stjórnarformaður SL, að viðskiptin við Tengelmann skiptu kannski ekki höfuðmáli en þau voru um 100 milljónir á síðasta ári. Ekki hefur fyrr verið selt neitt að ráði til Teng- elmann-samsteypunnar og ekki er um að ræða neina riftun á kaupsamn- ingum enda hefur engin sala á þenn- an markað verið bundin samningum. Þannig er Ijóst að sala síðasta árs gat ekki verið fundið fé í ár og ekki er heldur um hreint tap að ræða þar sem lagmeti geymist vel. Prátt fyrir þessa stöðu hefur SL nú sent ríkisstjórninni bréf þar sem lagt er til að rannsóknum á hvalastofnum við ísland verði lokið án frekari veiða. Er það von stjórnar SL að hvalveiðum verði hætt strax svo hægt verði að bjóða Tengelmann- fyrirtækinu aftur afurðir fjögurra fyrirtækja í Kópavogi og á Norður- landi eystra. Umhverfisvernd forstjórans Ekki hefur enn komið fram nein staðfesting á því að fleiri aðilar í Þýskalandi hyggist gefa frá sér sam- svarandi yfirlýsingu ogTengelmann- samsteypan um að ekki verði keypt lagmeti frá íslandi meðan þar eru stundaðar hvalveiðar. Ótti urn slíkt mun sprottinn af áhyggjum sölufull- trúa SL í Þýskalandi. Að sögn kunn- ugra er talið að ákvörðun Tengel- mann byggist fyrst og fremst á um- hverfisverndunaráhuga forstjórans, þótt viðurkennt sé að stjórnmálvið- horf Græningja þar í landi sé ein vísbending um meiri almennan um- hverfisverndunaráhuga Þjóðverja en annarra Evrópuþjóða. Þýskalandsmarkaðurinn opnaðist ekki að ráði fyrr en Sölustofnunin ákvað að opna sérstaka söluskrif- stofu í landinu fyrir þremur árum. Árangurinn hefur verið góður og er áætlun þessa árs á þá leið að heildar- sala lagmetis til Þýskalands nemi um 60% af heildarútflutningi íslenskra lagmetisafurða. Alls er gert ráð fyrir að heildarútflutningur nemi um ein- um og hálfum milljarði króna á þessu ári. Long John Silver Bandaríkjamarkaðurinn hefur orðið erfiðari með hverju árinu og er það ekki ný frétt að Long John Silver, ein stærsta veitingahúsakeðj- an þar, sé að draga úr kaupum á þorski. í nýlegri grein í bandaríska tímaritinu Seafood Leader er þróun þessi rakin í mjög skýru máli og birtist hún reyndar í lauslegri þýð- ingu í Morgunblaðinu í síðustu viku. Verð á þorski hefur hækkað á nokkr- um árum í verð sem ekki hefur verið samkeppnisfært við niðurgreitt nautakjötsverð en samkeppni við L.J.S. er hvað hörðust frá hamborg- ara- og pizzuhúsum. Árið 1981 varð 30 senta verð- hækkun á þorskpundinu á sama tíma og verulegt verðfall varð á nautakjöti. Um þetta ár segir John Tobe, forseti Jerrico sem er móður- fyrirtæki L.J.S., að þeir hafi verið að keppa á ódýum markaði með dýra vöru - fisk. Lýsan frá S-Ameríku Árið 1986 varð svo úrslitaár fyrir veitingahúsakeðjur sem sérhæft höfðu sig í fiskréttum eins og L.J.S. Þá var tekin sú ákvörðun að leita að nýjum tegundum til hráefnis og varð niðurstaðan sú að ódýr lýsa frá ströndum Argentínu og Uruguay varð helst til að leysa þorskinn af hólmi. Þetta ár var brotin upp sú hefð að L.J.S. keypti aðeins fisk frá fjórum aðilum, þ.e. íslensku fyrir- tækjunum tveimur og tveimur kanadískum fyrirtækjum. Nú hefur það tvennt gerst að treyst er á mun fleiri fisktegundir en þorskinn og fyrirtækin sem keypt er frá eru orðin tólf talsins víða að úr heiminum. Niðurstaðan kemur skýrast fram í orðum innkaupastjórans á fiski, Jim Ewerett: „Ekki veit ég hvar við værum staddir ef við hefðum ekki sýnt lýsunni áhuga.“ Það er því ljóst að verðfall og sölutregða á þorski á Bandaríkja- markaði á sínar skýringar í þessari þróun frekar en nokkru öðru. í nýlegu samtali við Guðjón B. Ólafs- son, forstjóra SÍS sem er móðurfyrir- tæki Iceland Seafood, staðfestir hann þessar skýringar. Sagði hann hins vegar að hann hafi trú á því að við séum' búnir að sjá botninn í markaðsverði þorsks í Bandaríkjun- um. Sovétmenn horfa líka til Argentínu Svipaða sögu er að segja af öðrum stórum sjávarafurðamarkaði íslend- inga í Sovétríkjunum en þar eygðu menn von um aukna sölu sem áætluð var um 282 milljónir íslenskra króna. Hafa Sovétmenn nú hætt við frekari kaup á fiskflökum frá íslandi vegna þess að þeint býðst ódýrari fiskur frá Argentínu og víðar að frá S-Amer- íku. Frá þessu var nánar greint í Tímanum í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.