Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 20.-október 1988 ■ Verökönnun Verölagsstofnunar: Verðmunur á bílaþvotti Ef marka má verðkönnun Verðlagsstofnunar er rétt fyrir bílaeigendur að gera verðsamanburð á bflaþvotti á höfu- ðborgarsvæðinu. Tekið er fram að Verðlagsstofnun leggi ekki mat á gæði þjónustunnar. Verðlagsstofnun kannaði verð á þessari þjónustu hjá 12 aðilum á höfuðborgarsvæðinu. í Ijós kemur að handþvottur og -bónunvað utan og þrif að innan á litlum fólksbflum kostar frá 1700-2000 kr. Þetta er 17,6% verðmunur. Lægsta verðið á þessari þjónustu reyndist vera hjá Bónstöð Shell í Skógarhlíð og Bónstöðinni Umferð- armiðstöðinni. Hæsta verðið er hins- vegar hjá Bónstöðinni Langholts- vegi 109. Sama þjónusta fyrir meðal- stóra fólksbíla kostar á bilinu 1800- 2200 krónur, sem er 22,2% munur. Lægsta verðið er hjá Bónstöð Magn- úsar, Helluhrauni í Hafnarfirði, Bónstöð Shell, Skógarhlíð, Bón- stöðinni Umferðarmiðstöðinni og Höfðabóni, Höfðatúni 4. Hæsta HB Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern miðvikudag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell......... 8/11 Gloucester: Jökulfell.......... 5/11 Skip................26/11 New York: Jökulfell.......... 7/11 Skip................28/11 Portsmouth: Jökulfell.......... 7/11 Skip................28/11 . . ... _------- i ri/mjnni ö'; / 'LINDAP'GÖTU &A r ÍÖ1 i’ SlMt 698100 * .•• V y-k LA A L A A A TAK\ 1 R.AiJjl RA FliJ f NIFJG.A verðið er hinsvegar hjá Bónstöðinni Langholtsvegi. í flokknum stórir fólksbílar, t.d. Benz 190, Volvo 240 og BMW 520, eru tvö fyrirtæki með lægsta verðið, 1900 krónur, Bón og bílþvottastöðin Bíldshöfða 8 og Bónstöð Shell Skógarhlíð. Hæsta verð, 2500 krónur, þarf að greiða fyrir þjónustu Bónstöðvarinnar, Langholtsvegi 109 og Ryðvarnarskálans, Sigtúni 5. í könnun Verðlagsstofnunar kem- ur ennfremur fram að fyrir djúp- hreinsun á sætum bíls sömu gerðar þarf að greiða allt frá 400 krónur (Ryðvarnarskálinn) og upp t 1600 krónur (Bónstöð Magnúsar). Að lokum var kannað verð á vélþvotti. Lægsta verðið á þessari þjónustu reyndist vera hjá Klöpp við Skúlagötu, 490 krónur, en hæsta verðið hjá Bón- og þvottastöðinni Sigtúni, 675-790 krónur. óþh Þvotturog - bónun að utan, þrif að innan. Djúp- hreinsun á sætum. Þvottur og bónun aö utan, þrif að innan. Djúp- hreinsun á sætum. Litlir fólksbilar (t.d. Daihatsu Charade og Fiat Uno) Litlir jeppar (t.d. Lada Sport) Bón 09 bílaþvottast., Bíldshöfða 8, R." 190031 900 Bónog bilaþvottast., Bildshöföa 8, R.11 190031 900 Bón og þvottur, Tryggvagötu 32, R.2‘ 1800 1500 Bón og þvottur, Tryggvagötu 32, R.21 2600 1500 Bónstöð Magnúsar, Helluhrauni 20, Hf. 1800 1600 Bónstöð Magnúsar, Helluhrauni 20, Hf. 2000 1600 Bónstöðin, Langholtsvegi 109, R. 2000 1100 Bónstöðin, Langholtsvegi 109, R. 2500 1100 Bónstöð Shell, Skógarhlið, R. 1700 750 Bónstöð Shell, Skógarhlið, R. 2000 750 Bónstöðin, Umferðarmiðstöðinni, R. 1700 900 Bónstöðin, Umferðarmiðstöðinni. R. 2200 900 Höföabón, Höföatúni 4, R. 1800 1000 Höfðabón, Höfðatúni4, R. 2600 1000 Ryövarnarskálinn, Sigtúni 5, R. 1900 400 Ryðvarnarskálinn, Sigtúni 5, R. 2250 500 Meðalstórir fólksbilar (t.d. Mazda 323 og Toyota Corolla) Bón og bílaþvottast., Bíldshöfða 8, R.1’ 190031 900 Stórir jeppar (t.d. Toyota Landcruiser og Mitsubishi Pajero lengri gerð) Bón og þvottur, Tryggvagötu 32, R.21 1900 1500 Bón og bilaþvottast., Bíldshöfða 8, R.1’ 250041 900 Bónstöð Magnúsar, Helluhrauni 20, Hf. 1800 1600 Bón og þvottur, Tryggvagötu 32, R.21 3300 1500 Bónstöðin, Langholtsvegi 109, R. 2200 1100 Bónstöð Magnúsar, Helluhrauni 20, Hf. 3000 1600 Bónstöð Shell, Skógarhlið, R. 1800 750 Bónstöðin, Langholtsvegi 109, R. 3000 1100 Bónstöðin, Umferðarmiðstöðinni, R. 1800 900 Bónstöð Shell, Skógarhlíð, R. 3000 850 Höfðabón, Höfðatúni 4, R. 1800 1000 Bónstöðin, Umferðarmiðstöðinni, R. 3400 900 Ryðvarnarskálinn, Sigtúni 5, R. 1900 400 Höfðabón, Höfðatúni 4, R. 3400 1000 Stórir fólksbilar (t.d. Mercedes Benz 190, Volvo 240 og BMW 520) Ryðvarnarskálinn, Sigtúni 5, R. 2700 600 Athugasemdir: " Fastir viðskiptavinir. félagsmenn í ýmsum starfsmannafélogum. Bón og bílaþvottast., Bíldshöfða 8. R.n 190031 900 Bón og þvottur, Tryggvagötu 32. R.21 2100 1500 21 Fastir viðskiptavinir fá 10% afslátt. Bónstöð Magnúsar, Helluhrauni 20, Hf. 2000 1600 þjónusta þá 1200 kr. 41 Einnig er hægt að fá vélþvott með bóni i vatninu og kostar þessi Bónstöðin, Langholtsvegi 109. R. 2500 1100 Bónstöð Shell, Skógarhlíö, R. 1900 750 þjónusta þá 1500 kr. Bónstöðin, Umferðarmiðstöðinni. R. 2200 900 Höfðabón. Höfðatúni 4, R. 2000 1000 Ryövarnarskálinn, Sigtúni 5, R. 2500 600 Fisksölur erlendis vikuna 10.-14 október: Rúm 1642 tonn seld í síðustu viku voru á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði seld rétt rúm- lega 1642 tonn af fiski, þar af voru seld úr gámum tæplega 743 tonn í Bretlandi. Fjórir bátar lönduðu í Hull. Það voru Náttfari HF 185 (63 tonn), Erlingur SF 65 (41 tonn), Sandgerð- ingur GK 268 (28 tonn) og Júlíus Geirmundsson IS 270 (211 tonn), en Sigurey B A 25 landaði í Grimsby (86 tonn). Meðalverð á afla þessara fimm báta var 83 krónur. Hæsta meðal- verð fékk Sigurey BA, 98,17 kr. á kílóið, en lakasta meðalverð á kíló fékk Sandgerðingur GK, 50,34 kr. Fyrir 220,3 tonn af þorski fékkst 99,24 kr. meðalverð á kíló, fyrir 139,5 tonn af ýsu fengust 85,99 kr. á kíló, fyrir 9,9 tonn af ufsa fengust að Norrænu tækniverölaunin: Finni fær verðlaunin Norrænu tækniverðlaunin komu í hlut Finnans Pertti Törmálá, próf- essors við tækniháskólann í Tamm- erfors, en hann hefur þróað efni sem notað er við að skeyta og negla saman brotin bein í fólki. Efni þessi eru líffræðilega leysan- leg polymerefni og hefur hann fund- ið upp og þróað aðferðir til að framieiða þau og búa þau þeim eiginleikum að þau mýkjast smám saman upp í vefjunum og leysast síðan alveg upp og hverfa að lokum. Þessi efni Finnans eru jafn hörð og sterk og stálnaglarnir í fyrstunni en mýkjast síðan upp eftir því sem brotið grær saman og þeirra gerist minni þörf. Notkun þeirra hefur breiðst út um alla Evrópu síðustu tvö árin og þau hafa valdið byltingu í beinaaðgerð- um. Tvö íslensk rannsóknaverkefni voru tilnefnd til Norrænu tækniverð- launanna; „Hitasaga og eiginleikar kísiljárns" og „Sjálfvirkni og vinnu- hagræðing í frystihúsum". -sá meðaltali 47,31 kr. á kíló, fyrir 11,7 tonn af karfa voru greiddar 43,60 krónur, fyrir 13,4 tonn af kola 71,16, fyrir 7,6 tonn af grálúðu 100,19 krónur og fyrir 28,3 tonn af blönduð- um afla fengust 65,68 kr. á kílóið. Heildarsöluverð aflans voru rúmar 38 milljónir króna. f síðastliðinni viku voru seld 742,6 tonn af gámafiski á Bretlandsmark- aði, að heildarverðmæti um 67 millj- ónir króna. Þorskurinn vó þar þyngst sem fyrr eða 255,2 kg og fékkst 101,83 kr. fyrir kílóið, um 5 krónum meira en í vikunni á undan. 299,9 kíló voru af ýsu og fengust 84,11 kr. fyrir kílóið. 12,3 tonn voru seld af ufsa og fengust 63,47 kr. pr.kg. 7,9 tonn voru seld úr gámum af karfa og fengust 59,59 kr. pr.kg. Af kola voru seld 105 tonn úr gámum og fengust 81,39 krónur fyrir kílóið. Seld voru 335 kíló af grálúðu fyrir 76,48 kr. meðalverð og 61,1 tonn af blönduð- um afla var selt úr gámum og var meðalverðið 100,71 kr. pr.kg. Fjórir bátar lönduðu í Þýskalands- höfnum, (Cuxhaven og Bremer- haven) 469 tonnum í síðustu viku. Söluverð aflans var 33,5 milljónir króna. Haukur GK seldi 150 tonn og fékk 82,04 kr. meðalverð, Skafti SK 3 seldi 129,4 tonn, meðalverð 82,33 kr. Hamrasvanur SH 201 seldi 87 tonn, meðalverð 34,83 krónur og ÓlafurBekkurOF2seldi 291,1 tonn og fékk 73,36 kr. meðalverð fyrir aflann. Karfi var aðaluppistaða 313,1 tonns afla sem seldist á Þýskalands- markaði á meðalverði 81,37 kr. Af þorski seldust 15,9 tonn, meðalverð 81,82 kr., af ýsu 3,2 tonn, meðalverð 85,68 kr., af ufsa 92,2 tonn, meðal- verð 53,48 kr., af grálúðu 5,4 tonn, meðalverð 86,92 kr. og af blönduð- um afla 38,9 tonn, meðalverð 26,93 kr. -ABÓ Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu: Innleggið komi fyrir 20. nóv. Stjórn Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu vill vekja athygli sauð- fjárbænda og annarra sem sauð- fjárhaldið snertir á einhvern hátt á nokkrum atriðum: „1. í haust eru ckki líkur á að neitt verði greitt fyrir innlegg kind- akjöts umfram fullvirðisrétt. Nú mun ríkissjóður greiða fyrir ónot- aðan rétt og kemur hann því ekki öðrum að notum eins og var á síðasta hausti. Ekki er þó fyrir að synja að einhverjir sem eiga rétt umfram eigin framleiðslu vilji kaupa slátur- fé af þeim sem eiga meiri fram- leiðslu en fullvirðisrétt. 2. Nú er í reglugerð um kjötmat ákvæði þess efnis að allir hrútar - einnig lambhrútar - skuli felldir í flokki eftir októberlok. Það er því ástæða til að hvetja bændur og aðra sem umráð hafa yfir landi, til aða sameinast við að smala vel fyrir lok sláturtíðar. Einnig er líklegt að vandkvæð- um verði bundið að fá innlegg eftir 20. nóvember inn á fullvirðisrétt þessa árs. Því er afleitt ef fé er ekki komið til skila fyrr en um og eftir miðjan nóvember. 3. Sem fyrr hvetjum við alla sem meðhöndla sláturfé og sláturafurð- ir að gæta þess að spilla aldrei afurðum með ógætilegri meðferð. Nú er nýmæli í reglugerð um mat á sláturafurðum o.fl. að þeir sem flytja sláturfé eiga að neita að taka óhreint fé.“ Earl N. Powell, gestur ráðstefnunn- ar. Félag áhugamanna um hönnun: Ráðstefna um hönnun Á laugardaginn gengst Félag áhugamanna um hönnun fyrir vinnu- ráðstefnu um stöðu og horfur í hönnunarmálum. Markmið ráð- stefnunnar er að fá fram sem skýr- asta mynd af stöðu hönnunarmála hérlendis og hver þróun þessara mála verður. Einnig verður leitast við að fá fram tillögur um aðgerðir, frá hönnuðum, fyrirtækjum, sam- tökum og opinberum aðilum. f fréttatilkynningu frá félaginu segir meðal annars, að mikilvægi hönnunar hafi aukist verulega á undanförnum árum og áratug. Þetta komi skýrast fram í því að fjöldi starfandi hönnuða er mun meiri nú. Fjöldi arkitekta, grafískra hönnuða, innréttinga- og húsgagnaarkitekta og fatahönnuða hefur margfaldast. Vegna samdráttar sé mikilvægt að meta stöðu hönnunar og hvernig hún verði þáttur í þeirri nauðsynlegu nýsköpun sem verður að eiga sér stað á næstu árum. Gestur ráðstefnunnar verður Earl N. Powell forstjóri Design Manage- ment Institute. Auk Powells munu innlendir fyrirlesarar fjalla um hönn- un hérlendis. Ráðstefnan verður haldin í Borg- artúni 6 og hefst kl. 13.00. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.