Tíminn - 20.10.1988, Page 7

Tíminn - 20.10.1988, Page 7
Fimmtudágúr' 20. oktöbér T988 Tíminn 7 Margir toppmenn sem missa stöður sínar eiga erfitt með að fá ný sambærileg störf: Fyrrverandi forstjórar með hendurnar í vösum Margt stjórnenda í fyrirtækjum hafa misst störf sín undanfarið af ýmsum orsökum. Mörg fyrirtæki hafa verið endurskipulögð, önnur hafa hreinlega farið á hausinn. Hvað verður um menn sem unnið hafa í háum stöðum hjá fyrirtækjum, ýmist sem framkvæmdastjórar eða annars konar stjórnendur? Gengur þeim verr en öðrum að fá sér nýja vinnu svipaða þeirri sem þeir höfðu og verða þeir að taka niður fyrir sig í atvinnulegu tilliti eða svelta ella? Tíminn spurðist fyrir hjá nokkrum atvinnumiðlunum um þessa hluti: „Já, það verður að segjast að þessum mönnum gengur ekki vel að útvega sér nýja sambærilega vinnu. Annað væri skrök," sagði Brynjólfur Jónsson hjá Frum. „Það er samdráttur í þjóðfélaginu núna og afleiðingar hans eru að atvinnurekendur draga saman seglin. Þegar fyrirtæki reyna að lækka reksturskostnað sinn þá byrja þau gjarnan á að losa sig við sem flesta af dýrustu mönnunum. Þessa dagana er lítil nýliðun og samdráttur í atvinnulífinu. Það hef- ur leitt til þess að menn, sem verið hafa framkvæmdastjórar eða stjórn- endur hjá fyrirtækjum, hafa misst vinnuna af einhverjum ástæðum sem alls ekki þurfa að vera af þeirra eigin völdum. Nú þegar slíkt hefur gerst þá er miklu minna í að grípa - miklu minni vinnu að hafa en vant hefur verið. Menn bregðast misjafnlega við Maður verður áþreifanlega var við það þessa dagana að fram- kvæmdastjórar, deildarstjórar og slíkir menn lenda í vandræðum og missa vinnuna," sagði Brynjólfur Jónsson ennfremur. Brynjólfur sagði að þessir menn sæju þó gjarnan fram á slíkar breyt- ingar á högum fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá og sínum eigin högum jafnframt, með talsverðum fyrir- vara. Þeir tækju gjarnan að sér einhvers konar verkefni til bráðabirgða en auðvitað brygðust menn misjafnlega við og dæmi væru til að menn söðluðu gersamlega um. Hann sagðist hafa grun um að menn leituðu út fyrir landsteinana eftir vinnu og eins að fólk sem verið hefur í langskólanámi eigi erfiðara með að fá störf við hæfi að námi loknu. Tíminn spurði Brynjólf hvort fólk Ieitaði minna eftir því að skipta um störf eftir að hin svarta skýrsla Þjóðhagsstofnunar um atvinnumál og atvinnuhorfur kom út nú fyrir skömmu. Brynjólfur sagðist ekki geta merkt það enda hefði skýrslan í raun ekki greint frá öðru en því sem menn almennt þegar vissu. Liðsauki lítið með forstjórana „Ég man ekki eftir því að við séum með nokkurn slíkan á skrá sem nýverið hefur lent í því að missa vinnuna vegna gjaldþrots eða ein- hvers konar endurskipulagningar," sagði Oddrún Kristjánsdóttir hjá Liðsauka. Oddrún sagði að hingað til hefði ekki verið neinum sérstökum vand- kvæðum bundið að útvega störf mönnum sem misst hefðu góðar stöður vegna endurskipulagningar hjá fyrirtækjum eða vegna þess að þau hefðu rúllað yfirum. Hún sagði þó að lítið hefði verið um að stjórnendur slíkra fyrirtækja hefðu komið í atvinnuleit til Liðs- auka. Oddrún sagði að yfirleitt hefðu september og október verið anna- sömustu mánuðir ársins fyrir Liðs- auka þau sex ár sem skrifstofan hefur starfað en nú brygði svo við að sáralítil hreyfing væri á manna- ráðningum og greinilegt að fyrirtæki héldu að sér höndum í þeim efnum. Hún sagði að greinilegt væri að nú væri fólk ekki að leita sér að vinnu bara til að breyta til. Þeir sem væru tiltölulega ánægðir í sinni vinnu sætu sem fastast og hugsuðu sér ekki til hreyfings. Hins vegar væru gjaldþrot fyrir- tækja tíð um þessar mundir og samdráttur hjá öðrum. Fjöldi þeirra sem leita sér að vinnu færi því vaxandi og greinilegt að atvinnurek- endur héldu að sér höndum. Menn yfir miðjum aldri eiga erfitt með að fá starf Nanna Kristiansen hjá Ábendi sagði að atvinnulífið hefði breyst töiuvert undanfarið ár. Talsvert væri um að menn sem verið hafa í yfirmannastöðum hjá fyrirtækjum og menn sem rekið hafa eigin fyrir- tæki hafi leitað til Ábendis um aðstoð við leit að nýju starfi. Þeir hafi komið vegna þess að þeir hafi átt erfitt með að finna sér starf og sagði hún að þessir menn leituðu eftir störfum sambærilegum þeim sem þeir gegndu áður, a.m.k. í fyrstunni, en nú væri miklu erfiðara að fá gott starf heldur en var á sama tíma í fyrra. Það væri oft og tíðum dapurlegt að þessir menn væru títt komnir yfir miðjan aldur og þá væri miklu erfið- ara að fá vinnu, en helst væri leitað eftir fólki um þrítugt í stjórnunar- stöður. Sá aldurshópur væri búinn að afla sér reynslu en ekki talinn orðinn forpokaður. Fáar góðar stöður lausar „Þá var barist um gott starfsfólk og góð laun boðin slíku fólki. Þá langaði mig oft til að taka gott fólk og geyma það hjá mér inni í skáp, svo eftirsótt var það. í dag finnst mér ég allt of oft þurfa að segja við mjög gott fólk: „Því miður, ekkert að hafa“. Slíkt fólk segir mér oft að það sé búið að fara á allar ráðningarstofur og fylgjast með atvinnuauglýsingum en ekkert sé að hafa og það á bágt með að trúa þessu. í dag var ég að tala við stúlku sem var skrifstofustjóri í stóru fyrirtæki sem farið eryfirum. Hún er mjögfær en þrátt fyrir það er hún búin að vera lengi á skrá hjá öllum ráðningarstof- um. Hún var að ráða sig hjá ríkinu fyrir skömmu og taldi sig heppna, þrátt fyrir að launin séu rýrari en hún áður hafði“. - En gekk henni illa að fínna sér annað starf vegna þess að hún vann áður hjá fyrirtæki sem fór á hausinn? „Nei, það tel ég ekki. Ég hefði verið látin vita hefði svo verið“, sagði Nanna Kristiansen. Hún sagði ennfremur að hún hefði nokkuð orðið vör við að fólk sem lokið hefði námi erlendis hefði kom- ið og athugað atvinnumöguleika hér á landi en farið síðan utan aftur vegna þess að ekkert starf við þess hæfi var fáanlegt hérlendis. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.