Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 2
2'Tírfilrtn SS* *txJOi**•'/ s'x? ^ú• r>piií>. i Laugardagur 22. bktóbér 1988 Bókin Biohazard aö koma út í Englandi, meö nýstárlega kenningu um uppruna eyönivírussins: VARÐ EYÐNI TIL í GLASI? Sjúkdómurinn AIDS, sem gefíð hefur verið nafnið eyðni á íslensku, hefur vakið almenna skelfíngu víða um heim á undanförnum árum, enda hefur engin lækning fundist við honum enn og mörgum þykir ekki nógu Ijóst um uppruna hans, eða með öðrum orðum ekki hafa verið nógsamlega skýrt hvaðan þessi vágestur hefur svo skyndilega borist, en sem kunnugt er hefur hann ætt um heimsbyggðina að undanförnu. í nýrri bók, „Biohazard", er upp- runi eyðni rakinn til gáleysislegra vinnubragða á rannsóknastofum. í bókinni er sökinni skellt á vísinda- menn sem gera tilraunir með kvik- skurði á dýrum, þar sem þeir hafi af algeru ábyrgðarleysi ætt áfram við tilraunirnar þar til þessi banvæni vírus var fullskapaður. Síðan hafi harðýðgi og óvarkárni orðið til þess að ekki var hindrað að hann dreifðist um Víða veröld. í bókinni er þvt haldið fram að hér hafi ekki verið um einangrað atvik að ræða, heldur eitt af mörgum og sé aðeins einn hlekkur í atburðakeðju sem enn hafi sinn gang í kvikskurðarrannsókna- stofum. Verður hér á eftir vitnað nokkuð í bókina. Uppruni eyðni Eyðni er ný ógnun við heilsufar almennings og það svo stórkostleg að slíkt hefur ekki áður þekkst. Sjúkdóminum veldur vírus sem þekktur er undir nafninu „Human Immunodeficiency Virus“, skamm- t bókinni Biohazard kemur fram sú skoðun að eyðni hafi orðið tii á tilraunastofu. stafað HIV (áður kallaður HTLV- III eða LAV). Þegar komið var fram í september 1987 höfðu verið skráð 26.566 tilfelli af eyðni í Bandaríkjunum og álitið að hálf til cin milljón manna væru smitaðir af sjúkdómnum. Vísinda- akademía Bandaríkjanna og Heil- brigðisstofnunin hafa lagt fram það mat að þegar komið er fram á árið 1991 falli árlega í valinn 50.000 manns af völdum eyðni. Tölurnar fyrir Mið-Afríku eru jafnvel enn hærri og í Bretlandi er þegar farið að tala um faraldur. Þegar haft er í huga hið ógnvekj- andi eðli sjúkdómsins og að ekki lítur út fyrir að lækning finnist á sjúkdómnum í náinni framtíð er ákaflega mikilvægt að upplýsa um uppruna vírussins. Eftir að hafa blaðað í gegnum h.u.b. eitt þúsund vísindaskjöl, allt frá fjórða áratugnum, er það orðið augljóst að til eru tvö aðalafbrigði af eyðni. Annað, sem finnst í öpum, er kallað apaeyðni og orsakast af flutn- ingi meinlausra vírusa frá einni teg- und til annarrar, þar sem þeir verða banvænir. Slíkur flutningur milli teg- unda getur ekki farið fram við nátt- úrlegar aðstæður, og því er apaeyðni tilbúin af manna völdum á kvik- skurðarrannsóknastofum. Hitt af- brigðið af eyðni er það sem finnst í mönnum. Þó að það hafi líka orðið til innan veggja rannsóknastofa, er vírusinn sem mannaeyðni veldur óskyldur hinum aðskildu vírusum apaeyðni og afsanna þar með kenn- inguna um að eyðni í mönnum sé angi af apaeyðnifaröldrum í Banda- ríkjunum. Frekar mætti segja að afbrigðin tvö af eyðni séu bæði einkennandi fyrir fikt manna með vírusa, sem hefur orðið algengt síð- an á árunum eftir 1930, með notkun þúsunda tilraunadýra, þ.á m. æðri spendýra. Kvikskurðarmenn fluttu vísvitandi apaeyðni til annarra dýrategunda Þó að læknar séu nú að gera sitt besta til að draga úr möguleikanum á smiti til manna, var þetta víssulega Uppruna eyðni virðist mega rekja til rannsóknastofu. ekki tilfellið með apaeyðni. Á sjö- unda og áttunda áratugnum voru kvikskurðarmenn víðs vegar um Bandaríkin vísvitandi að flytja apa- eyðni frá einni skepnu til annarrar, einni dýrategund til annarrar, einni rannsóknastofu til annarrar, og fylgdust gaumgæfilega með henni þegar hún varð vægðarlausari og barst hraðar milli tegunda. AIIs engin tilraun var gerð til að halda veirunni í skefjum, vegna þess að á þessu stigi voru óþekktar afleiðing- arnar af slíkri starfsemi fyrir manninn. Eins voru kvikskurðar- menn miskunnarlaust að eyða ein- kennum tegundanna með veirum frá mönnum og öðrum dýrum en æðri spendýrum, algerlega án þess að taka tillit til forsagnar um að þeir væru að leiða skelfingu yfir lífið sjálft, sem kom frá þeim fróðari mönnum í þeirra eigin vísindagrein. Afleiðingin er sú að nú verða vís- indamenn að svara ákærum um að hafa skapað verstu ógn við heilsu almennings sem upp hefur komið á síðari dögum. Eyðni í Afríku Allmargar kenningar hafa verið settar fram um uppruna eyðniveir- unnar og áður en lengra verður haldið verður að ræða um þá kenn- ingu sem vísindamennirnir hafa mest dálæti á. Hún styðst við hugmyndina um að eyðniveiran sé afbrigði af veiru sem venjulega má finna í afríska græna apanum og hefur ný- lega farið yfir hindrun milli tegunda til mannsins. Samkvæmt þessari kenningu þró- aðist eyðni í Mið-Afríku og skýrt hefur verið frá því að blóðsýni, sem safnað var í Afríku 1959, innihaldi mótefni gegn veirunni. Þessi kenn- ing er byggð á einu jákvæðu blóðsýni af 672, en vitað er að tæknin sem stuðst var við hefur átt það til að sýna falskar jákvæðar niðurstöður, og nýlegri rannsóknir á svipuðum nótum, með þróaðri tækni, hafa leitt í ljós að veiran átti áreiðanlega ekki upptök sín í Afríku. Engu að síður virðist smitun af veirunni algengari í Afríku en nokkrum öðrum heimshluta og á það er lögð áhersla til frekari sönnunar því að veiran hafi orðið þar til. í Afríku leggst veiran á gagnkynhneigt fólk, karla og konur í ekki minni mæli en homma, og umræða fer nú fram um hver kunni að vera orsök þessa. Því er hægt að svara einfaldlega með því að benda á þær leiðir sem veiran smitast oftast um, þ.e. með blóði og sæði. Á mörgum spítölum í Afríku er enn ekki gerð minnsta tilraun til að rannsaka blóð með tilliti til eyðni- smits áður en það er gefið sjúkling- um. Fjárhag margra spítala og sjúkraskýla trúboða er þannig háttað að jafnvel einnota stungunálar eru marg-endurnotaðar, og margoft eru þær ekki almennilega sótthreinsaðar og jafnvel ekki gerð tilraun til að hreinsa þær. Hvort tveggja ofannefndra atriða gæti skýrt hvers vegna bæði konur og karlar verða jafnilla úti, jafnvel þó að ekki sé tekin með í reikninginn kynhegðun sú sem tíðkast á þessum slóðum. Enn er umdeilt hversu mik- ið hommakynlíf sé iðkað í Afríku, en lítill vafi leikur á því að bæði fjölkvæni og vændi eru stundum viðurkennd félagsleg fyrirbæri. Sums staðar er algengt að giftir karlar leiti til vændiskvenna. Slíkar siðvenjur hljóta að auka áhættuna á því að breiða út sjúkdóminn. Það liggja heldur engar sannanir fyrir um að eyðni smitist ekki með munnvatni, eða skordýrabiti, þó að sumir vísindamenn álíti það ólíklegt. Sumir benda á að þar sem sjúkdóm- urinn sé sjaldgæfur meðal barna á aldrinum 5-14 ára, geti moskítóflug- ur ekki borið smit á milli, en þá er litið framhjá þeirri staðreynd að flest moskítóbit eiga sér stað að næturlagi þegar börnin eru í rúminu, eða a.m.k. innan dyra. Algengt virðist að mjög ung börn séu smituð, og það kann að vera annað hvort vegna þess að sjúkdóm- urinn hafi borist frá móðurinni um legkökuna eða móðurmjólkina. Vit- að er um báðar þessar leiðir og það er miklu algengara að börn séu höfð á brjósti í Afrfku en á Vesturlönd- um. Þær upplýsingar sem hér birtast eru fengnar úr bókinni Biohazard, sem gefin er út af National Antivivisection Society í Bretlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.