Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. október 1988 Tíminn 15 Sovétríkin: Sakharov á frama- braut Andófsmaðurinn Andrei Sakhar- ov er nú kominn ■ forsætisnefnd sovésku vísindaakademíunnar og er á leiðinni til Bandaríkjanna til að taka þátt í vísindaráðstefnu. Þetta hefði þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum þegar Sakharov var í útlegð í borginni Gorkí í Síberíu, sviptur æru og upphefðum, þar með talinni Lenínorðunni sem hann hafði fengið fyrir stðrf sína við smíði fyrstu vetn- issprengju Sovétmanna. „Frá einu sjónarhorninu þá er þetta mikill heiður, en á sama tíma mikil ábyrgð," sagði Sakharov glað- beittur í símaviðtali við Reuter eftir að hann var kjörinn í forsætisnefnd- ina. „Að sjálfsögðu hef ég beðið þessa í langan tíma, en þetta kemur samt þægilega á óvart“. Þó Sakharov hafi verið sviptur flestum upphefðum, þá hélt hann aila tíð sæti sínu í sovésku vísinda- akademíunni, enda var honum sí- fellt synjað um brottflutningsleyfi frá Sovétríkjunum á þeim forsend- um að hann vissi of mikið um kjarnorkumál Sovétmanna. í kosningum til vísindaakadem- íunnar á fimmtudagskvöld varð mik- il uppstokkun í stjórnunarstöðum þar sem yngri vísindamenn tóku við af þeim eldri. Sakharov er að líkindum þekktasti andófsmaður Sovétríkjanna. Gor- batsjov leysti hann úr útlegð árið 1986, en þá hafði Sakharov dvalið sjö ár í útlegð vegna andófs síns. Þrátt fyrir það hefur hann ekki látið af gagnrýni sinni og baráttu fyrir bættum mannréttindum. Sakahrov virðist reyndar einnig vera einn harðasti stuðningsmaður peres- trojku Gorbatsjovs. Það var einnig merkilegt að Nikol- ai Bukharin, hugmyndafræðingur bolsévika sem var aðal andstæðingur Stalíns á þriðja áratugnum og var tekinn af lífi 1938 hlaut á ný sæti í vísindaakademíunni sem heiðursfé- lagi, en honum var úthýst þaðan 1937. ÚTLÖ UMSJÓN: Hallur Macmússon BLAÐAMAÐ LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viögeröirá öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skíptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viöhald og viðgerðir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið Stóra-Laxá í Hreppum Stóra-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga óskar eftir tilboðum í veiðirétt árinnar 1989. Um er að ræða 10 stangir á 4 svæðum. 3 vönduð veiðihús eru við ána. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað fyrir 10. nóvember ’88 til Hilmars Jóhannessonar, Syðra-Langholti, 801 Selfoss, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 98-66718. Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfsmann til að annast reikningshald og hafa umsjón með starfsmannamálum skrifstofunnar. Háskólamenntun æskileg. Framtíðarstaða. Umsóknir sendist til skrifstofu Alþingis fyrir 1. nóvember n.k. VETRAR DEKKIN Nú er veturinn framundan og tímabært aö búa bílinn til vetraraksturs. Athugaðu vel kosti þess að aka á ónegldum vetrarhjólbörðum. Þeimfækkarstöðugtsemakaánegldum. Farðu varlega! Gatnamálastjórinn Auglýsing um stofn- fund Hagfeldar hf. Stofnfundur Hagfeldar hf. verður haldinn að Hótel Sögu, ráðstefnusal A, 2. hæð, þann 5. nóv. 1988 kl. 14.00. Stofnsamningur liggur frammi á skrifstofu Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda að Síðumúla 34, Reykjavík. Frestur til að skrifa sig fyrir hiutafé er til 3. nóv. 1988. Hvernig sem á stendur- Við emm á vakt allan sólarhringinn 68 55 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.