Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Laugardagur 22. október 1988 LAUGARDAGURINN 15. OKTÓBER 1988. Tímamynd OÓ Ástkæra fósturmold. Fjallkonan fríð. Samastaður í náttúrunni Sumarbústaðir sunnan lands og vestan skipta sjálfsagt orðið þúsundum og árleg aukning er mikil. Það sem hér er á ferðinni er í rauninni ekkert annað en það að fólk er að flýja út í sveitir úr þéttbýlinu, og þótt ekki sé um varanlega búsetu að ræða er sveitin og dreifbýlið að verða fastur punktur í tilverunni hjá miklum fjölda borgar- og bæjar- búa. Sé grannt skoðað er hér kom- in af stað þróun sem vel má vera að eigi eftir að festast í lífs- mynstrinu í framtíðinni. Fólk sem býr hér og hvar um landið á sér vísan samastað á höfuðborg- arsvæðinu, eða kannski Akur- eyri eða Egilsstöðum, og þeir sem teljast til heimilis í sambýlis- húsum á þéttriðnu malbiksneti eiga sér sinn reit með íveruhúsi þar sem umferðarþys og ónæði er víðs fjarri, ög umfram allt nokkra fermetra af gróðurmold, sem svo sannarlega er séð um að fjúki ekki á haf út. Frjáls vinnutími og stytting vinnuvikunnar getur haft mikil áhrif á búsetu og vinnustaði og afstöðunnar þar á milli. Vinnuþrælkun _______í þorpum___________ Vel má vera að styttra sé í að farið verði að skrúfa hagvöxtinn niður á við en margur hyggur. Margt bendir einnig til að farið verði að leggja annað mat á hvað eru lífsgæði en tíðkast hefur í kapphlaupinu við fram- leiðsluaukninguna og hagvöxt- inn. Það er einmitt nýtt og öðru vísi mat á lífsgæðum sem veldur því að bandarísku smábæirnir eru að lifna til lífsins á ný á kostnað úthverfa borganna. Pað er að verða viðvarandi sífur, að allir séu að flytja á brott úr íslensku þorpunum og kaup- túnunum. Pau halda samt furðu vel velli og mörg dafna ágætlega. En uggur er í mörgum vegna þess að unga fólkið lendir í löngum skólasetum og fær svo ekki vinnu á heimaslóðum í samræmi við lengd skólagöng- unnar og bætist í hóp meirihlut- ans á höfuðborgarsvæðinu. En á íslandi er eins og ekkert þorp geti lifað án stóriðju og vinnuþrælkunar. Togarar og stóriðjuver, sem kölluð eru fisk- vinnslustöðvar, með færibönd- um og feikn dýrum útbúnaði eiga að sjá íbúunum fyrir tvö- földum vinnutíma allan ársins hring. Ef eitthvað slaknar á meðan togari fer í lengingu og breytingu í frystiskip, þjóta sveitarstjórnarmenn og fréttarit- arar fjölmiðla upp til handa og fóta og æpa atvinnuleysi, at- vinnuleysi og að nú rjúki allir íbúarnir til og flytji suður. Annað algengt umkvörtunar- efni er að ekki skuli vera sama þjónusta á öllum sviðum hvar sem er á landinu eins og í stærstu bæjunum. Það er eins og sumir vilji flytja Reykjavík með Kringlu og öllu saman inn á hvert byggt ból á landinu. Hvert byggðarlag hefur til síns ágætis nokkuð og væri nær að halda því á lofti sem betur fer í bæjunum en að klifa sífellt á því að allt sé að fara fjandans til og að það vanti stórmarkaði og skemmtanahús. Mörg þorp og kauptún búa yfir þokka sem kalla má sér- kenni þeirra. Þau byggðust utan um verslun og útgerð og í þeim var lengstum stundaður sjálfs- þurftarbúskapur. Hann mun nær alls staðar úr sögunni og enginn er maður með mönnum eða kona með konum nema að stunda launaða vinnu og hafa helst tvöfaldan vinnutíma, og allir aðdrættir heimilanna fara fram með hefðbundnum nú- tímahætti, að tína úr hillum ofan í innkaupakerru og örbyl- gjuofninn sér um að hita matinn sem búinn er til í verksmiðju. Breytt gildismat og öðruvísi áherslur á lífsgæði, en neysl- uþjóðfélagið þröngvar upp á okkur öll, geta sem best breytt búsetumynstrinu fyrr en varir og gert þorp og kauptún að eftir- sóttum plássum til búsetu, þar sem tími gefst til að lifa lífinu. í sátt og samlyndi f haust var gerður samningur milli ríkisins og Skógræktarfé- lags Reykjavíkur um að það fengi á leigu jarðir austur í Mýrdal. Þar munu Reykvíking- ar rækta skóg sér til unaðar og Mýrdælingum til blessunar. I sjálfu sér skiptir engum sköpum þótt höfuðborgarbúar fari að rækta upp þrjár jarðir í Mýr- dalnum, en þessi ætlan sýnir hvernig borgarbúar og sveita- menn nálgast hvorir aðra. Landnám þéttbýlisbúa og ræktunartilburðir á sumarbú- staðaskikum eru á vissan hátt búsetubreytingar og eiga að geta fært íbúa dreifbýlis og bæja nær hver öðrum án þess að hvorugur aðilinn troði hinum um tær. ísland er miklu meira en nógu stórt fyrir fámennið sem landið byggir og engin hætta er á að bújarðir beri skaða af þótt smáskikar séu girtir af og plant- að í þá, fremur en að það sé þéttbýlinu til skaða þótt dreif- býlisfólk eigi þar samastað, sem ^það getur búið í þegar því svo sýnist og notið þeirrar þjónustu sem þéttbýlið eitt getur veitt. Hagvaxtar- og neysluþjóðfé- lagið er enn í algleymingi, en ekki þarf að líða á löngu þar til lífsgæðin verða ekki endilega mæld í möguleikum til þénustu og eyðslu en aðrar viðmiðanir teknar upp. Þá mun greiður aðgangur að landsins gæðum vega þyngra en trygging fyrir að fá að vinna tvöfaldan vinnutíma. Og hver veit nema að þéttbýli og dreifbýli samtvinnist svo að hætt verði að gera greinarmun á borgarbúa og sveitamanni. Teikn eru á lofti um að þess verði skemmra að bíða en mað- ur skyldi halda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.