Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 16
-* *\r* >■ • * OO «i ir».-íSi^ni i *i i 16 Tíminn Laugardagur 22. október 1988 SJ 1ANDSVIRKJDM Blönduvirkjun Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í jarðstíflugerð, gröft veituskurða og byggingu til- heyrandi veituvirkja. Verkinu er skipt í tvo sjálf- stæða verkhluta og heimilt er að bjóða í annan hvorn verkhlutann eða báða. Útboð 9512: Verkið felur í sér byggingu Gilsár- stíflu ásamt veituvirkjum að meðtöldum frárennslisskurði. Helstu magntölur eru: Gröfturogsprengingar 1.100.000 m3 Fyllingar 1.100.000 - Steypa 8.000 - Útboð 9515: Verkið felur í sér byggingu Blöndu- stíflu og Kolkustíflu ásamt veituvirkjum. Helstu magntölur eru: Gröftur og sprengingar 1.000.000 m3 Fyllingar 1.400.000 - Steypa 4.000 - Verktakar sem hafa hug á að kynna sér aðstæður á virkjunarstað eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Landsvirkjunar sem fyrst. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, fráog með 3. nóvember 1988 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 3.000,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar af hvorum útboðsgögnum fyrir sig. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. janúar 1989, en þar verða þau opnuð opinberlega sama dag kl. 15.00. Reykjavík, 20. október 1988 LANDSVIRKJUN Garðtætarar Garðyrkjuvélar Fáum beint frá Kína úrvals garðtætara. Tætararnir eru dísilknúnir, 4-10 hö. Afbragðs tæki á einstöku verði. Hafíð samband við Konráð í síma 91-45482, eða Stefán í 91-23271. Austurvegur h.f. Pósthólf 8692, 128 Reykjavík Massey Ferguson 240-dráttarvél m/húsi, árg. 84, verð aðeins 450.000. Upplýsingar í síma 91-84880. Illlllll1 aðutan ^ Spánverjar búa sig undir 1992 Spænska efnahagsundrið krefst fórna - 40% 17-24 ára atvinnulaus Spánverjar eru nú í óða önn að undirbúa sig undir hið mikilvæga ár 1992, þegar stefnumál Evrópu- bandalagsins eiga að taka fullt gildi. Það verður þó stærra stökk fyrir Spánverja en aðra meðlimi bandalagsins og ekki eru allir á einu máli um ágæti þátttöku þeirra í bandalaginu. Hagvöxtur hefur að vísu verið mikill í landinu undan- farin ár en það hefur haft sínar skuggahliðar. T.d. er atvinnuleysi nú 20%, þar af í aldurshópnum 17-24 ára heil 40% og margir óttast að það ástand sé viðvarandi. Blaðamaður The Sunday Times ræðir um undirbúningsaðgerðirnar og veltir vöngum yfir framtíðar- horfunum. Kaupsýslumenn og spekúlantar hetjur nútímans Spánverjar eru orðnir svo vanir því að vera skussar í fjármálum að þar til fyrir skemmstu hafa þeir verið stoltir af fátækt sinni og sagt hana stafa af tillitssemi við sálina. Þá hafa þeir ekkert tækifæri látið ónotað til að hæðast að hinum peningagírugu nágrönnum sínum hinum megin við Pýreneafjöllin. Þessi göfuga afstaða, sem minnir á fyrirlitningu gamalgróinna Breta á viðskiptum, er nú farin sömu leið og fasistaeinræði Francos hers- höfðingja. Nú á dögum eru Spán- verjar eins uppteknir af því að fylgjast með fjármálaþróun og aðr- ar þjóðir, og skáni fjárhagur lands- ins svo að aðeins nemi einu prós- entustigi er þeim árangri fagnað rétt eins og gullverðlaunahafa á Ólympfuleikunum. Kaupsýslumenn og spekúlantar, sem áður fyrr var litið niður á, eru nú í þann veginn að verða hetjur þessarar nýju menningar og afrek þeirra eru tíunduð á síðum blað- anna, við hliðina á frásögnum af nautabönum og söngvurum. Greindir ungir Spánverjar stunda ekki lengur nám í presta- skólum, í staðinn sækja þeir skóla í Harvard og leitast eftir dýrmætri mastersgráðu í hagfræði, að því tilskiidu auðvitað að foreldrar þeirra hafi ráð á því. Núna nýtur enskunám mikilla vinsælda á Spáni og er skýringin miklu frekar sú sannfæring að enskukunnáttu fylgi hærri laun en aðdáun á Shake- speare eða T.S. Eliot. Hugarfarsbreytingin undir sósíalistastjóm Það má teljast undarlegt að þessi hugarfarsbreyting, sem hörmuð eru af ýmsum óforbetranlegum íhaldsmönnum, mörgum þeirra vinstri sinnuðum, gerist undir handarjaðri ríkisstjórnar sem kall- ar sig sósíaliska. Þó að nú sé hlegið að því þegar því er haldið fram að Sósíaiiski verkamannaflokkurinn, sem nú sit- ur í ríkisstjórn, sé hreyfing verk- smiðjufólks og bænda, fullyrða bæði Felipe González forsætisráð- herra og nánasti aðstoðarmaður hans, Alfonso Guerra, að þeir stjórni bara nýrri útfærslu á gömlu hugsjónum flokksins og að það sé ekkert smáborgaralegt við einka- væðingu, eða það að hvetja stóra banka til að sameinast og verða jafnvel enn stærri, eða sýna óhagg- anlega andstöðu við kröfur um hærri laun. Nú hvergi meiri hagvöxtur í Evrópu Hvað sem um það má segja hefur uppskriftin þeirra, þar sem blandað er saman sósíalisku orði og algerum Thatcherisma á borði, tekist akaflega vel. Undir dugmik- illi leiðsögn þeirra hefur Spánn komist heill á húfi út úr nýlegum efnahagskreppum og um þessar mundir er hagvöxtur þar meiri en í nokkru öðru landi í Evrópu. Spenningurinn liggur í loftinu. Þeir sem nú hafa töglin og hagldirn- ar á Spáni, þ.e. þeir sem hafa lifibrauð sitt af ríkisstjórninni, fyrr- verandi marxistar sem gerst hafa ný-íhaldsmenn, og margfaldir milljónamæringar í stétt athafna- manna, hafa sannfært sjálfa sig um að því fari víðs fjarri að Spánn sé dæmdur til ævarandi fátæktar. Með smáheppni geti Spánn farið í fót- spor Ítalíu og orðið evrópska svar- ið við Kaliforníu. Jafnframt því sem gamlir hleypi- dómar hafa verið rifnir niður og erlent fjármagn hefur streymt til Spánar stríðum straumum hefur myndast einhvers konar landnema- andrúmsloft þar sem ekkert er verið að grufla í smámunum sem setja blett á myndina, eins og því að næstum því 20% atvinnuleysi er í landinu og þar eru stór landsvæði sem ættu betur heima í þróunar- löndunum. Upphaf breytinganna má rekja til Francos Þessi mikla breyting hófst löngu áður en Spánn sagði skilið við hefðbundna einangrunarstefnu og slóst í félagsskap með Evrópu- bandalaginu, en þar með bundu Spánverjar ævarandi trúss við aðr- ar þjóðir sem þeir hafa öldum saman álitið uppsprettu alls ills nú á tímum. Breytingin á rætur að rekja til áranna upp úr 1960 þegar Franco setti tungulipra teknókrata úr Opus Dei, leynilegum og vaida- miklum kaþólskum samtökum, yfir stjóm efnahagsmála og leyfði þeim að hefja þann feril í átt til frelsis sem enn stendur yfir. En þessi landnemaandi styrktist vemlega við inngönguna í Evrópubandalag- ið. Nú gera Spánverjar sér vel ijóst að landið þeirra er tiltölulega lítill hluti af mjög stórri efnahagslegri einingu og á enn langt í land að standa jafnfætis öðmm þjóðum í þeirri einingu. Hvernig bregðast skuli við öllum þeim hindmnum sem á þeim vegi verða eru brýnasta viðfangsefni þeirra. Nú, þegar hillir undir hið örlaga- ríka ár 1992 vinna þeir í kapphlaupi við tímann til að vera reiðubúnir daginn þann þegar úreltur iðnaður þeirra og gamaldags fjármálastofn- anir verða að takast á við erlenda keppinauta, án þeirra varnarmúra sem þeir hafa getað skýlt sér á bak við um langa hríð. En þó að sumum finnist ríkis- stjórnin flýta sér um of og að aðgerðir eins og að skella pesetan- um í evrópska gjaldeyriskerfið þegar á næsta ári gæti haft ákaflega óþægilegar hliðarverkanir, virðast flestir Spánverjar hafa þá trú að umskiptin takist vel og hafi gott eitt í för með sér. Aldagamalli sérstöðu Spánverja varpað fyrir róða Spánverjar, sem öldum saman hafa gert að þjóðareinkenni sér- stöðu sína og kosið að líta á sjálfa sig sem „andlegan varasjóð Vestur- landa“, eins og það var orðað á valdadögum Francos, og „að láta aðra um að finna upp nýjungar" svo að vitnað sé til orða rithöf- undarins Miguel de Unamuno, áttu ekki auðvelt með að taka ákvörðun um að slást í bandalag með öðrum Evrópuþjóðum. En Spánverjar eru alltaf fúsir að taka áhættu. Meira en 10% af einkaneyslu fer til kaupa á dóti eins og happdrættismiðum. í sam- ræmi við þessa þjóðartrú freistar meira ljóminn af mögulegum ávinningi en tilhugsunin um að tap geti orðið af ævintýrinu. Ástæður Spánverja fyrir að stíga þetta sögulega skref eru þær sömu og t.d. Breta. Þeir óttuðust að ef þeir stæðu utan bandalagsins drægjust þeir enn frekar aftur úr nágrönnum sínum og það yrði frekar til að grafa undan hinu dýrmæta sjálfstæði þeirra en að láta sér lynda fyrirmælin frá Brússel, sem svo sannarlega eru þeim ekki alltaf að skapi. En livað Spánverja varðar var og er miklu meira í húfi en hvað Breta snertir. Efnahagslífið á Spáni er miklu smærra í sniðum en í Bretlandi. Nýlegar hagtölur þar um, sem vafamál er hvað mikið mark er takandi á og þær taka ekki með í reikninginn „svarta efna- hagslífið" sem alls staðar fyrir- finnst, gefa til kynna að það sé varla nema um þriðjungur af efna- hag Breta, og það þó að íbúafjöld- inn sé u.þ.b. 70% af íbúum Bretlands. í ofanálag stendur spænskt efna- hagslíf á brauðfótum. Iðnaður er veikburða og hefur vanist því að eiga heimamarkaðinn því sem næst út af fyrir sig, þó að framleiðslan sé oft í bágbomu ástandi. Ef frá em taiin alþjóðleg fyrirtæki sem reka verksmiðjur á Spáni em flest fyrirtæki rekin af ríkinu. Ekkert spænskt fyrirtæki er meðal 100 stærstu fyrirtækja í Evrópu. Spænskir starfsmenn framleiða 20% minna en evrópskir starfs- .bræður þeirra að meðaitali. Það er lítið um tæknilega snilld í landinu. Þau 6% landsmanna sem stunda búskap em að mestum hluta smá- bændur sem viðhafa úrelt vinnu- brögð. Of margir hafa sitt lifibrauð af fjármálageiranum og em að dmkkna í skriffinnsku. T.d. er eitt bankaútibú á hverja 2.300 Spán- verja, en til samanburðar má geta þess að hlutfallið er 3.400 manns á bankaútibú í Bretlandi. Bankarnir standa hlið við hlið á aðalgötunum og bjóða upp á vingjamlegt and- rúmsloft frá liðinni öld. En þeireru líka alræmdir fyrir lélega og sein- virka þjónustu. Spánverjar hafa upp á fátt að bjóða framyfir aðra nema einbeitnina Spánverjar hafa því tekið stóra skrefið inn í Evrópubandalagið með fáa kosti framyfir aðra sem gæfu þeim forskot í samkeppninni. Nema það að þeir em harðákveðn- ir að gera hvað sem teljast má

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.