Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 22. október 1988 Lögfræðingur Lögfræðingur óskast til starfa hjá skattadeild ríkisskattstjóra. í starfinu felst vinna við úrlausn ýmissa verkefna á vettvangi skattalagaframkvæmdar, meðal annars úrskurðirum skattaleg málefni, upplýsingagjöf um lögfræðileg efni varðandi skattamál, áltisgerðir varðandi skattarétt, svo og afgreiðsla ýmissa erinda og umsagna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Haraldsson yfirlögfræðingur, í síma 623300. Umsóknirergreini aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli kann að skipta sendist skattadeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir 7. nóvember 1988. RSK R í KISS KATTSTJ Ó RI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Ein staða deildarsjúkraþjálfara er laus til um- sóknar. Upplýsingar gefur Jos Otten, sjúkraþjálfari. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf, sendist Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fyrir 30. nó- vember 1988. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Frá Sjúkraliðaskóla íslands Sjúkraliðar Fyrirhugað er að halda 4ra vikna endurmenntunar námskeið ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar á skrifstofu skólans að Suðurlands- braut 6, sími 84476 alla virka daga frá kl. 9-12. Skólastjóri. t Móöir okkar Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Hólmlátri Miklubraut 76, Reykjavík andaðist 20. október. Arndís Styrkársdóttir Klara Styrkársdóttir Sigfús Styrkársson Guðjón Styrkársson Hjálmar Styrkársson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Jóhanns Péturs Runólfssonar bifreiðastjóra Áiftamýri 46 Þórunn S. Jóhannsdóttir Ólafur Þór Jóhannsson Hrafnhildur Jóhannsdóttir Magnús Eyjólfsson Sverrir Jóhannsson Ásta Dóra Ingadóttir Styrmir Jóhannsson Páll Óskar Jóhannsson Valgerður Hlín Ólafsdóttir IngvarÞór Jóhannsson og barnabörn lliíllllllllllllllllll MINNING llllllllli llllllili !!!l!!ll!illllli!i! Arni Tómasson frá Barkarstöðum Fæddur 11. nóvember 1896 Dáinn 12. október 1988 í dag verður borinn til hinstu hvíldar frá Hlíðarendakirkju móð- urbróðir minn, Árni Tómasson. Hann andaðist að Vífilsstöðum eftir fjögurra ára veru á langlegudeild spítalans. Árni var fæddur að Barkarstöðum í Fljótshlíð 11. nóvember 1896. Foreldrar hans voru Tómas Sigurðs- son, bóndi þar og hreppstjóri og seinni kona hans, Margrét Árnadótt- ir frá Reynifelli. Tómas hafði áður átt Guðríði Þóru Árnadóttur, systur Margrétar, en hún lést eftir skamma sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, er upp komst, Guðrúnu að nafni. Þau Tómas og Margrét áttu ellefu börn, þrjú þeirra létust í æsku, en upp komust sex stúlkur og tveir drengir. Elst var Guðríður Þóra, þá Ingibjörg, Árni, Sigurður, Guðrún, Sigríður, Ánna og Þórunn Marta. Á lífi cru nú Guðrún og Marta. Árni ólst upp í glöðum systkina- hóp. Börnin tóku snemma virkan þátt í daglegum störfum. Heimiiislíf- ið var formfast og virðulegt, en þó kátt og fjörugt. Tónlist var í háveg- um höfð og lærðu allar systur hans að leika á orgelharmoníum. Lesnir voru húslestrar og var trúrækni mikii. Á Barkarstöðum var jafnan margt fólk í heimili. Þar var öllum jafn vei tekið, vinum sem vandalausum og ekki farið í manngreinarálit. Þangað leituðu margir, sem erfitt áttu upp- dráttar. Gamalt, uppgefið og eigna- laust fólk átti þar áhyggjulaust ævi- kvöld. Tómas, faðir Árna, var dugnaðar- maður, víðlesinn og vel metinn í sveit sinni. Hann var iengi hrepps- nefndarmaður og hreppstjóri í 33 ár. Hann lést í desember 1923. Margrét, móðir hans, var vel menntuð til munns og handa, mikilhæf húsmóð- ir, hlý og ljúf í framkomu. Er Tómas féll frá, bjó hún áfram með aðstoð barna sinna til dauðadags, en hún lést í ársbyrjun 1935. Tók þá Sigurð- ur, sonur þeirra hjóna, við búinu, en hann kvæntist það sama ár Maríu Sigurðardóttur frá Kársstöðum í Helgafellssveit í Snæfellssýslu. Árni var um kyrrt á Barkarstöðum og bjó hjá bróður sínum og mágkonu. Mannkostir Árna komu snemma í ljós. Hann var vinnusamur, trúfast- ur, glaðlyndur og æðrulaus. Hann var sterk grein á meiði íslenskrar bændamenningar, unni landi sínu, naut útiverunnar í einni fegurstu sveit landsins. Hann var fjárglöggur og markaglöggur, svo til var tekið, enda skilamaður til fleiri ára í ná- grannaréttum. Sigurður, bróðir hans, var mikill félagsmálamaður og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Hann þurfti því oft að dvelja fjarri heimili sínu vegna þeirra skyldustarfa, en gat farið frá búinu með góðri samvisku, þar sem Árni var heima og sinnti daglegum bú- störfum. Þeir bræður voru sem einn maður, ólíkir mjög, en bættu hvor annan upp. Á samband þeirra féll aldrei skuggi. Þau börn Sigurðar, sem upp komust, eru fimm, Tómas Börkur, Daði, Margrét, Inga Sigrún og Helga. Fyrir ókvæntan og barnlaus- an mann voru þessi bræðrabörn Árna sem hans eigin, sólargeislar í lífi hans, en hann var sérlega barn- góður. Hann naut því hamingjuríks fjölskyldulífs og leið hvergi betur en heima á Barkarstöðum. Á yngri árum stundaði hann róðra frá Landeyjum og undir Eyjafjöll- um, en fór einungis einu sinni á vertíð til Vestmannaeyja. Hann undi sér best heima, og þar var lians starfsvettvangur. Árni var víðlesinn og vel að sér, hann sagði mjög skemmtilega frá, var stálminnugur og athugull. Eru margar frásagnir hans ógleymanleg- ar. Hann tók við formennsku í sókn- arnefnd Hlíðarendakirkju að föður sínum látnum 1923, en Tómas, faðir hans, hafði gegnt því embætti frá upphafi kirkjusóknar að Hlíðar- enda. Gegndi Árni því starfi meðan kraftar entust, eða þar til fyrir um þremur árum, að Daði, bróðursonur hans, tók við. Hlíðarendakirkja var Árna mjög hjartfólgin og vildi hann veg hennar sem mestan. Fyrir réttum fjörutíu árum varð Árni fyrir því siysi, að skothyiki sprakk í höndum hans. Missti hann annað augað og þrjá fingur hægri handar. Náði hann sér í raun aldrei, en hann tók því af sama æðruleysi sem öllu öðru. Einnig þjáðist hann um árabil mjög af asma. Vegna slyssins og lungnasjúk- dómsins dvaldist hann langdvölum til lækninga í Reykjavík á bernsku- heimili -mínu, og deildi hann her- bergi með okkur bræðrunum. Var þessi samvera okkar ómetanleg lífs- reynsla, og þau tengsl, sem þar mynduðust, rofnuðu aldrei. Sam- heldni ættingjanna frá Barkarstöð- um er mikil og lagði Árni mikla rækt við frændgarð sinn. Samband hans við systkini sín var mjög náið og sérstakt. Það færðist yfir til okkar, barna þeirra, og til barna okkar. Ský dró fyrir sólu á Barkarstöðum hinn 20. apríl 1977, er Sigurður og María létust í bílslysi. Daði var einn barna þeirra búandi heima, og voru þeir Árni þar eftir einir. Höggið var stórt, og varð Árni aldrei samur maður eftir, en hann bar sorgina af sínu alkunna æðruleysi. Daði varð honum í senn góður sonur, bróðir og vinur. Ungu hjónin á Barkarstöðum, þau Guðrún og Daði, og börn þeirra, gerðu Árna það kleift að njóta ævikvöldsins á heimaslóðum, í skjóli 'Þórsmerkur, jöklanna og annarra tignarlegra fjalla, í faðmi hlíðarinnar grænu með fossunum mörgu. Sá, sem átt hefur alla ævi sína heima í þessari stórbrotnu náttúru, er auð- ugur maður, og Árni miðlaði af andlegum fjársjóði sínum tii eftirlif- andi skyldmenna, og minnumst við hans af hlýhug og þakklæti um ókomin ár. Fyrir um fjórum árum fór Árni til lækninga að Vífilstöðum, þrotinn kröftum. Þaðan vildi hann ekki aftur snúa. Hann naut þar góðrar umönnunar og ber að þakka hlýhug, alúð og góðvild starfsfólksins þar. Hann naut ómetanlegs stuðnings Margrétar, bróðurdóttur sinnar, og Einars, eiginmanns hennar síðustu árin. Þau færðu Barkarstaði til hans að Vífilsstöðum. Hann kvaddi þenn- an heim, sáttur og ánægður, í bjarg- fastri trú á almætti Guðs. Blessuð sé minning hans. Pálmar Ólason. í dag, 22. október, fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð útför Árna Tómassonar, Barkarstöðum. I sérhvert sinn, sem við kveðjum ná- kominn ættingja og góðan vin finn- um við til trega og eftirsjár. En við megum heldur ekki gleynta því áð sérhver kveðjustund í daglegu lífi okkar getur jafnframt verið sú síð- asta. Árni var raunar löngu tilbúinn til hinstu farar. Hann hafði skilað langri starfsævi, en nú var líkamskrafturinn og sjónin farin að þverra, svo og minnið. Hann var því upp á aðra kominn með alla umönnun. Það féll honum miður, því hann var sjálf- stæður og var vanari að þjóna og hjálpa öðrum, en láta hjálpa sér. En sálarró sinni hélt hann til hinstu stundar. Árni fæddist á Barkarstöðum 11. nóvember 1896 og var þriðja af ellefu börnum foreldra sinna, þeirra Margrétar Árnadóttur og Tómasar Sigurðssonar, sem þar bjuggu allan sinn búskap. Börn þeirra, er upp komust voru þessi, í aldursröð: Þóra húsmóðir í Reykjavík, gift Magnúsi Hannessyni, Ingibjörg húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Óiafi Sig- urðssyni, Árni, sem hér er minnst, Sigurður bóndi á Barkarstöðum, kvæntur Marfu Sigurðardóttur, Guðrún húsfreyja í Reykjavík, gift Jóni Sigurpálssyni, Sigríður hús- móðir á Þóroddsstöðum í Ölfusi, gifti Jóni Þorsteinssyni, Anna hús- móðir í Reykjavík, gift Bárði Óla Pálssyni, og Þórunn Marta húsmóðir í Reykjavík, gift Haraldi Guð- mundssyni. Öll eru þau látin, nema systurnar Guðrún og Marta. Samheldni þeirra systkina og fjöl- skyldna þeirra er mikil og samskipti öll til fyrirmyndar. Þar þekkist aldrei neitt kynslóðabil. Sum af systkina- börnum hans sýndu honum þá rækt- arsemi að skýra drengina sína nafn- inu hans. Ekkert gladdi hann eins, síðasta árið, sem hann lifði, og þcgar Helga bróðurdóttir hans, lét heita nafninu hans. Árni ólst upp í foreldrahúsum á Barkarstöðum. Og þar átti hann heima alla tíð. Skólaganga var ekki löng, en á hans uppvaxtarárum var í Fljótshlíð farkennsla barna, sem fram fór á heimilunum til skiptis. Hins vegar var lestur góðra bóka iðkaður á heimilinu, svo sem aðstæð- ur leyfðu. Gestakomur voru tíðar. Alltaf var hijóðfæri á heimilinu, og oft sungið og spilað. Söngmaður var hann. þó ekki syngi hann í kórum. Og ógrynni kunni hann af rímum, ljóðum og sálmum. Árni var fjöl- fróður um samtíma sinn. Átti góðar bækur og las mikið. Sérstaklega var þó ættfræði honum hugleikin og mikill fróðleikur er hann lét í té þeim sem á vildu hlýða. Það var alltaf jafn skemmtilegt að heyra hann segja frá því, sem hann hafði upplifað. Frásögn hans var hispurs- laus, iifandi og sönn. En sagna- og heimildamaður var hann góður. Á Barkarstöðum átti hver sinn bústofn. Sigurður átti jörðina, hesta, kindur og kýr. Árni, Ólafur Steins- son og Ólafur Bergvinsson áttu sínar kindur og hesta. Þjóðmála- og aðrar rökræður voru óþvingaðar og ferskar. Þar ríkti góður heimilisandi og allir lögðu sitt af mörkum til þess að svo mætti vera. Þar var hlutur húsfreyjunnar, Maríu, ekki lítill. Hún virti skoðanir þeirra og mat þá mikils. Og þeir hana, það var gagnkvæmt. Alla tíð var í heiðri höfð góð meðferð á búfé og nóg til af heyjum, svo að stundum þótti manni um of. Þegar allar hlöður voru fullar, þá var kannski slegin einhver brekka með orfi. „En hoilur er heimafenginn baggi“. Árni var marka- og fjárglöggur með afbrigðum og hafði yndi af smalamennsku og allri umsýslu með búfé. í áraraðir var hann skilamaður Fijótshlíðinga íöðrum réttum. Hann var virkur smali á afréttum Fljóts- hlíðinga í yfir 70 ár. Kjark hans og ratvísi var við brugðið. Það var aldrei kastað höndum til þeirra verka, er hann tók að sér, þau voru unnin á ötulan og hljóðan hátt. Um árabil var hann sóknarnefnd- arformaður í Hlíðarendasókn, en við því starfi tók hann af föður sínum er hann lést 1923, og gegndi því til síðustu ára. Hagur kirkjunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.