Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 22. október 1988 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboó Hreppsnefnd Hrunamannahrepps óskar eftir til- boðum í byggingu einbýlishúss með háu risi, byggðu úr timbri, verk nr. B.17.03, úr teikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 122m2 Brúttórúmmál húss 378 m3 Húsið verður byggt við götuna Högnastígur nr. 52 Flúðum og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Hruna- mannahrepps, félagsheimilinu að Flúðum, Hruna- mannahreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofn,- unar ríkisins frá fimmtudeginum, 27. októbér 1988, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 8. nóvember 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Hrunamannahrepps Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. JHu HUSNÆÐISSTOFNUN UXJ RÍKISINS O LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK SÍMI 696900 Ráðstefna um meðferð ávana- og fíkniefnaneytenda Haldin verður ráðstefna um meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 26. október næstkomandi að Borgartúni 6, 4. hæð og stendur frá kl. 13-17. Dagskrá: 1. Erindi:Hver er núverandi þörf fyrir meðferðarúr- ræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur? Frummælendur: Einar Gylfi Jónsson, forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkisins. Sigurlína Dav- íðsdóttir, formaður Krísuvíkursamtakanna. 2. Erindi: Ný viðhorf varðandi meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Frummælendur: Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Þórar- inn Tyrfingsson, formaður S.Á.Á. 3. Pallborðsumræður. Ráðstefnustjóri verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttaka tilkynnist afgreiðslu félagsmálaráðuneytisins í síma 91- 25000 fyrir kl. 17.00, þriðjudaginn 25. október næstkomandi. 20. október 1988 Samstarfsnefnd ráðuneyta um ávana- og fíkniefnamál. Frábær bindivél, New Holland 370 árg. 78 vel með farin og með aukabúnaði, tvöföldum hjöruliðum, í toppstandi, til sölu á gjafverði - 146.000. Upplýsingar á daginn í síma 91-84880 og 98-65519. Styrkveitingar úr Vísindasjóði Úthlutað hefur verið úr Vísindasjóði fyrir árið 1988. Að þessu sinni bárust sjóðnum 296 umsóknir um rannsóknar- styrki að upphæð um 170 milljónir króna. Sjóðurinn hafði 76 milljónir til ráðstöfunar og hlutu 193 umsækjendur styrk. Vísindaráð var stofnað 1. júlí á síðasta ári. Hlutverk þess er að efla ístenskar visindarannsóknir, einnig að vera ríkisstjórn, Alþingi og öðr- um opinberum stofnunum til ráðu- neytis um allt er varðar vísindarann- sóknir og þar á meðal gera tillögur um framlag ríkissjóðs til vísinda- starfsemi. Ráðið gerir einnig tillögur um stefnumörkun fyrir vísindastarf- semi í landinu. Vísindaráð skiptist í þrjár deildir: Náttúruvísindadeild, Líf- og læknis- fræðideild og Hug- og félagsvísinda- deild. Stjórn Vísindaráðs ákveður hvernig ráðstöfunarfé Vísindasjóðs skiptist milli deilda, en stjórn hverr- ar deildar sér um að úthluta styrkj- unum. Heildarfjárhæð deildanna var til- tölulega svipuð, einnig fjöldi styrk- hafa. Hvað einstakar fræðigreinar varðar fékk læknisfræðin hæsta fjár- veitingu, eða um 13 milljónir. Jarð- fræði og jarðeðlisfræði skera sig einnig úr með um 10 milljónir. Aðrar fræðigreinar fengu mun minni fjárveitingu. Stjóm Vísindaráðs skipa: Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri, sem er formaður, Magnús Magnússon próf- essor, Sigfús A. Schopka fiskifræð- ingur, Gunnar Guðmundsson próf- essor og Þórir Kr. Þórðarson próf- essor. ssh ■ Eldur í Pétri Jónssyni RE Eldur kom upp í Pétri Jónssyni út frá fráblástursröri Ijósavélar. fundu eld í ganginum, upp við loft. RE 69, þar sem hann lá við bryggju Þegar slökkviliðið kom á vettvang Rífa þurfti niður loftið og að hluta á Grandagarði um hálf ellefu í var mikill hiti og reykur á gangi aftan til klæðningu af veggjum í ganginum fyrradag. Talið er að kviknað hafi í til í skipinu. Reykkafarar fóru inn og til að komast fyrir eldsupptökin. Mjólkurbúaskýrslan: Líklega ein af jóla- bókum í ár Áætlað er að nefnd sú sem Jón Helgason fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra skipaði í fyrra til að fara í saumana á mjólkuriðnaðinum í landinu skili lokaskýrslu á næstu vikum. Egill Bjamason, ráðunautur á Sauðárkróki og einn nefndar- manna, orðaði það svo að skýrsla frá nefndinni yrði sennilega ein af jóla- bókunum í ár en það færi þó alveg eftir afstöðu nýja landbúnaðarráð- herrans hve víða henni yrði dreift. Nefndin hefur þegar skilað áfangaskýrslu um Austurland þar sem lögð var til fækkun mjólkurbúa frá því sem nú er. Egill vildi ekki tjá sig um hvort nefndin myndi leggja til verulega fækkun mjólkurbúa um allt land. „Það er enn verið að vinna að útreikningum á ýmsum þáttum í þessu en stefnt er að því að í væntanlegri skýrslu verði dregnar saman heildarniðurstöður um mjólkuriðnað á öllu landinu. En sem sagt, þetta er ekki ennþá á' neinu birtingarstigi,“ sagði Egill Bjarnason. óþh AF ÞINGI Ámi Gunnarsson alþýðuflokks- maður (Nl.v.) hefur lagt fram þings- ályktunartillögu í Sameinuðu þingi þess efnis að íslenska skjaldarmerk- inu frá 1944, ásamt skjaldberum, verði komið fyrir á Alþingishúsinu í stað merkis Kristiáns konungs ní- unda. Sem sagt Ámi vill að skipt verði á sléttu á merki Danakóngs og griðungi, bergrisa, gammi og dreka. Án efa merkilegt fmmvarp. Friðjón Þórðarson (D.Vl.) sendi frá sér nýverið tillögu til þingsálykt- unar sem ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta endurskoða ákvæði laga um gjafsókn. Þá hefur þingflokkur Kvennalist- ans lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að sett skuli á stofn starfsnefnd er vinni að samningu rammalöggjafar um sjálfseignar- stofnanir. Fyrirspurnir Hjörleifur Guttormsson (G.Al.) hefur lagt fram fyrirspurn til iðnað- arráðherra um hvað undirbúningi að frumvarpi til laga um iðnráðgjafa líði. Áðurnefndur Friðjón Þórðarson spyr Steingrím Sigfússon hvað miði endurskoðun laga um Bjargráðasjóð og hverjar séu hugmyndir um fram- tíðarhlutverk hans. Kristín Einarsdóttir (V.Rvk.) hef- ur lagt fram fyrirspurn til Guðmund- ar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra um hvað líði undirbúningi fmmvarps til laga um einnota umbúðir. Að lokum: Ragnhildur Helgadótt- ir (D.Rn.) spyr einnig Guðmund Bjamason hver sé framkvæmd ákvæðis laga um almannatryggingar, þess efnis að hjúkmnarfræðingar geti tekið að sér að veita einstakling- um heimahjúkmn á gmndvelli greiðslna úr sjúkrasamlögum eins og gilt hefur um heimilislækningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.