Tíminn - 27.10.1988, Qupperneq 9

Tíminn - 27.10.1988, Qupperneq 9
Fimmtudagur 27. október 1988 ’ Tíminn 9 RITSTJÓRASPJALL llllllllll! Illllllll llllllllllli Matarskattur grænf riðunga Miklu bleki hefur veríö eytt a svonefndan matarskatt, sem er ekki annað en undanfari virðis- aukaskatts, sem verið hefur í bí- gerð um stund. En matarskattur okkar er ekki nema svolítið brot af þeim matarskatti, sem grænfrið- ungar eru að reyna að setja á okkur með aðgerðum bæði austan hafs og vestan. Aðgerðir þýskra fyrirtækja virð- ast benda til þess að þar séu fleiri grænmetisætur og grænfriðungar í forstjórastétt en áður var vitað. Linnir ekki orðsendingum og yfir- lýsingum frá þeim flokki manna, vegna þess að þeir telja sig þurfa að beita okkur þvingunum vegna hvalveiða í vísindaskyni. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjun- um, þ.e. í áhugasömum íslenskum fjölmiðlum, sem vilja að sem mest sé barið á íslendingum í hvalamál- inu. Mótmæli grænfriðunga vestra eru þó svo fámenn, að sé límdur mótmælasnepill á hurð er ekki vitað hvort einn eða tveir voru á ferð. Út á þetta segja svo fjölmiðlar okkur að Long John Silver sé hættur að kaupa fiskinn. Sannleikurinn er sá, að í Banda- ríkjunum, eins og víðar, eiga við- skipti sér stað með þeim hætti, að bjóðist ódýr og nothæfur fiskur, t.d. frá Suður-Ameríku, í miklum mæli og stórum ódýrari en gæða- vara utan af íslandi, verða íslensku fyrirtækin að sæta því að missa af einhverri sölu á meðan áhlaupið stendur yfir. Fjölmiðlar hér heima og grænfriðungar sjálfir láta síðan líta svo út, að samdráttur í sölu, sem orðið hefur af hreinum við- skiptalegum ástæðum, stafi af sam- blæstri grænfriðunga, og ekkert geti leyst okkur undan þeim sam- blæstri nema skýlaus yfirlýsing um lok hvalveiða í vísindaskyni. Slíkir hlutir flokkast undir blekkingar og væri sæmra að halda sönsum, a.m.k. hér heima. Við getum auðvitað ráðið því hvort við hættum hvalveiðum eða hvort við gerum það ekki. Um það fer eftir efnum og ástæðum hér heima fyrir, en fyrst og fremst eftir því hvenær vísindaþætti lýkur og hverjar niðurstöður hans verða. Talningu er ekki lokið. Talning á hrefnum sýnir hins vegar nú þegar, að stofninn hefur verið vanmetinn. Hrefnustofninn virðist vera allt að tuttugufaldur á við það sem talið hafði verið. Komi nú ámóta niður- stöður úr talningu á hvölum verða grænmetisætur heimsins einfald- lega að leita sér jórturs annars staðar en á íslandsmiðum. Viðureign íslenska ríkisins og gróssers Tengelmann í Vestur- Þýskalandi er dæmigerð um þá tilætlunarsemi, sem grænfriðungar vilja að sé höfð uppi við tiktúrum þeirra. Annars vegar er fullveðja og sjálfstætt ríki, en hins vegar þýskur grósser, sem telur sig hafa efni á að tala stórt á meðan hann góflar í sig grænmetið. Ætti að ræða þessi mál með eðlilegum hætti þyrftu ríkisstjórnir íslands og Vestur-Þýskalands að skiptast á nótum um almennt viðskiptafrelsi landa í millum. Það er alveg ástæðulaust fyrir íslendinga að taka þegjandi við viðskiptahöml- um, sem komið er á af einhverjum grósser í viðskiptalandinu, og er í raun niðrandi að taka við slíkum boðum. Skæruhernaður grænfriðunga gegn Islendingm er einstakur í sinni röð. Fleiri þjóðir en íslend- ingar stunda hvalveiðar, svo sem eins og Rússar, Norðmenn og Jap- anar. Þrjár síðastnefndu þjóðirnar eiga langa sögu í ofveiði á hvölum við Suðurskautslandið, án þess að grænfriðungar hafi talið sér skylt að leggja þær í einelti. Hins vegar þykir þeim ísland kjörið land fyrir skæruhernaðinn. Ástæðurnar eru augljósar. Útflutningur íslendinga er einhæfur, efnahagslífið við- kvæmt og því fljótlegt að kalla á viðbrögð hinna geðminni ef t.d. er hægt að aflýsa sölu á sjávarafurð- um fyrir 120 milljónir hjá einu fyrirtæki (Tengelmann). Nógir verða til að slá sér á brjóst og lýsa yfir að efnahagur okkar þoli ekki aðgerðir grænfriðunga. En gott og vel. Vilji ríkisstjórnir á Vesturlöndum líða það að á íslendingum sé barið sérstaklega vegna vísindaveiða á hvölum með viðskiptahömlum, sem sprottnar eru af grunni skæruhernaðar, þá vill svo til að lega landsins er þýðingarmeiri fyrir þessar sömu vestrænu þjóðir, en grænfriðungar samanlagðir. Við getum því sagt við þessar þjóðir: Ef þið ætlið að láta líðast að við séum ofsótt fyrir að framfylgja lögmætum alþjóðleg- um samþykktum, þá eigum við engan annan kost en tilkynna ykkur, að við krefjumst endur- skoðunar á samskiptum okkar við vestræn ríki í alþjóðlegum sam- skiptum. Við þurfum að lifa eins og aðrir, og það hlýtur að vera takmarkað hvað við þolum lengi einstakar móðganir fyrirtækja og einstaklinga, sem brjóta upp gáma í umskipunarhöfnum, eða tilkynna einhliða uppsögn viðskipta af því forstjórar eru grænmetistrúar. Of seint er fyrir þetta samblásturslið að biðja okkur afsökunar eftir á, eins og raunin varð með Grænlend- inga. Við eigum líka þann kost í streði við grænfriðunga, að kalla á sam- stöðu með Norðmönnum, Rússum og Japönum, og boða til viðskipta- hamla við fyrirtæki og ríki, sem virða ekki eðlilega viðskiptahætti við eitt ríkið eða öll. Jafnframt gæti slík samstaða orðið til þess, að grósser Tengelmann fengi í mag- ann þrátt fyrir grænmetið, þegar sameinað áróðursstríð hæfist. Þá er ógetið þeirrar hugsanlegu ákvörðunar, að ekkert hvalveiði- ríkið heimilaði sölu á vörum og hráefni til fyrirtækja sem stjórnað er af grænfriðungum, eða keypti af þeim vörur. Vel má vera að fyrrgreindar aðgerðir yrðu of seinvirkar, enda virðast grænfriðungar búnir að finna þá aðferð, að leggjast gegn kaupum á íslensku lagmeti. Þar telja þeir að viðbrögðin verði skjót- ust og tjónið nóg til að snúa hugum okkar. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að hér er um fullkom- lega ólögmæta viðskiptahætti að ræða, og sætir furðu, að fyrirtæki skuli ekki beitt viðurlögum í sæmi- lega siðuðum löndum, fyrir að taka þátt í skæruhernaði með viðskipta- þvingunum upp á eigin spýtur og alls ekki í samræmi við venjur og lög, heldur opinskátt og að hætti samtaka, sem starfa öfugu megin við venjulega samskiptasiði sam- félaga. Það er verið að kúga okkur og svínbeygja í hvalamálinu. Sumir vilja láta kúgast. Indriði G. Þorsteinsson. VETTVANGUR Íllllllllllll llllllllli Arsreikningar og fráviksaðferð Nú koma næstum daglega fréttir af rekstrarerfiðleikum fyrirtækja víðs vegar um land, sem eru svo miklir, að fjöldi þeirra hefur orðið gjaldþrota. Það er þess vegna mikið fagnaðarefni, að út er komin bók sem nefnist: „Hvernig lesa á ársreikninga fyrirtækja“. Höfundar hennar eru Árni Vilhjálmsson prófessor og Stefán Svavarsson lektor og löggiltur endurskoðandi. Utgefandi bókarinnar er Frjálst framtak hf. í samvinnu við Hlutabréfamarkaðinn hf. í inngangi bókarinnar segir m. a.: „Ljóst er, að það getur skipt ýmsa verulegu máli, að rétt mat sé lagt á þær upplýsingar, sem veittar eru í ársreikningum fyrirtækja. Þeir aðilar, sem hafa ástæðu til þess að skoða ársreikninga fyrir- tækja, eru eigendur þeirra og lán- ardrottnar og opinberir aðilar, svo að hinir helstu séu nefndir". Bókin, sem er 102 bls. að stærð, skiptist í átta kafla og nöfn þeirra gefa nokkra vísbendingu um inni- haldið og eru þeir þessir: 1. kafli Rekstrarreikningur. 2. - Efnahagsreikningur. 3. - Fjármagnsstreymi. 4. - Skýríngaríársreikningi. 5. - Skýrsla stjórnar. 6. - Áritun endurskoðenda. 7. - Fráviksaðferð við reikn ingsskil. 8. - Greining á ársreikningi Að lokum er birtur ársreikning- ur Sýnishorns hf. og er hentugt fyrir lesandann að bera reikninginn saman við efni einstakra kafla. Það er rétt að vekja sérstaka athygli á 7. kafla bókarinnar, þar sem gerð er grein fyrir fráviksað- ferð við reikningsskil, en í upphafi kaflans segir svo (bls. 41): „Eins og nokkrum sinnum hefur verið bent á hér að framan, getur skattalagaaðferðin gefið misvís- andi mynd af hag og afkomu fyrir- tækis. Samt er það svo, að flest íslensk fyrirtæki beita þeirri aðferð við reikningsskilagerð sína og er það raunar að vonum, þar sem aðferðin grundvallast á ákvæðum laga. Á undanförnum árum hefur verið vikið frá hinum hefðbundnu aðferðum í reikningsskilum nokk- urra af stærstu fyrirtækjum lands- ins og hafa endurskoðendur þeirra staðið fyrir þeim frávikum. Að- ferðin, sem beitt er, gengur undir heitinu fráviksaðferð. - í ársreikningi, sem saminn er á grundvelli ákvæða skattalaga, eru það tiltölulega fáir liðir, sem hafa þótt gallaðir. í rekstrarreikningi eru það afskriftir, söluhagnaður eða -tap eigna og verðbreytingar- færslan. { efnahagsreikningi er það bókfært verð varanlegra fjár- muna, sem finna hefur mátt að“. Það er vissulega alveg rétt, að ársreikningur sem settur er upp á grundvelli skattalaga, gefur í sum- um tilvikum grófa og jafnvel ranga mynd af raunveruleikanum og þess vegna er það eðlileg krafa, að þar sé reynt að bæta nokkuð úr. Fráviksaðferðin er þó að mínum dómi heldur ekki gallalaus, en samkvæmt henni eru gerðir tveir ósamhljóða reikningar. Annar er gerður fyrir eigendur fyrirtækisins en hinn fyrir skattyfirvöld og þetta tel ég undirritaður mikinn galla. Það er þess vegna æskilegt að kanna, hvort lagfæra megi skatta- lögin í þessu tilliti, en það er þó mjög hæpið, að sú lagfæring myndi takast nægilega vel. En með því að beita fráviksað- ferðinni verður nokkur hætta á, að sá sem setur reikninginn upp fari þar eftir persónulegu mati og geri e.t.v. alvarleg mistök, beiti fráviks- aðferðinni þar sem réttara væri að láta það ógert eða láti vera að beita henni í öðrum tilvikum þegar það væri mjög nauðsynlegt. Það er þess vegna skoðun undir- ritaðs að hyggilegast sé að setja ársreikninga upp í fullu samræmi við skattalög en láta fylgja þeim greinargóðar skýringar frá hendi stjórnar og endurskoðenda um þau atriði í reikningunum, sem ekki gefa rétta mynd af rekstri eða hag fyrirtækjanna. í bókinni bls. 42 er nefnt dæmi af vél, sem kcypt er 1. apríl fyrir 1.000 kr. og seld 1. okt. á næsta ári fyrir 1.200 kr. Samkvæmt skatta- En meö því að beita fráviksaðferðinni verð- ur nokkur hætta á, að sá sem setur reikning- inn upp fari þar eftir persónulegu mati og geri e.t.v. alvarleg mistök, beiti fráviksað- ferðinni þar sem réttara væri að láta það ógert eða láti vera að beitahenni í öðrumtil- vikum þegar það væri mjög nauðsynlegt. lögum skal afskrifa vélina um 200 kr. á kaupárinu en ekkert á söluár- inu. En samkvæmt fráviksaðferð- inni skal afskrifa vélina á kaupár- inu um 157 kr. en á söluárinu um 189 kr. og er þá bæði tekið tillit til eignarhaldstíma og verðlagsþróun- ar og þannig fæst miklu raunhæfari niðurstaða miðað við þær upplýs- ingar, sem fyrir liggja. En það er nú samt svo, að þessar afskriftarreglur samkvæmt fráviks- aðferðinni gefa í mörgum tilfellum alls ekki réttari niðurstöðu en regl- ur skattalaga og jafnvel stundum beinlínis ranga. Þetta má best skýra með dæmi. Bóndi kaupir sláttuvél 1. júlí, því að hann hyggst þá hefja slátt. Næsta vor hættir hann búskap og selur heyvinnuvél- ar sínar í júní. í þessu tilfelli myndi afskrift samkvæmt fráviksaðferð- inni eins og hún er túlkuð gefa ranga útkomu. Bóndinn hefði ekki notað vélina meira, þótt hann hefði keypt hana í ársbyrjun, svo að það er fráleitt annað en hann fái fulla afskrift á kaupárinu en hins vegar enga á söluárinu, því að þá er vélin ekkert notuð. Þetta verður ekki rakið hér frek- ar nú, en undirritaður vill að lokum ítreka þá skoðun sína, að þessi bók, „Hvernig lesa á ársreikninga fyrirtækja“, verða allir stjórnend- ur, endurskoðendurog lánvpitend- ur fyrirtækja að kynna sér vand- lega. Kópsvatni, 26. september 1988 Guðmundur Jónsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.