Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tjmjnn
.. ., FpsUidagur. 28, okíóber.-1988
Var ósk starfsmannanna á Ferðaskrifstofu ríkisins bragð Eimskips til að eignast ferðaskrifstofuna ódýrt?
Ferðaskrifstofan hefur
enn ekkert starfsleyf i
Dráttur hefur orðið á því að Ferðaskrifstofa íslands, sem
áður hét Ferðaskrifstofa ríkisins hafi fengið formlegt starfs-
leyfi frá samgönguráðherra. Hefur verið fullyrt við Tímann
að sá dráttur stafi m.a. af tortryggni Steingríms J. Sigfússonar
á að eðlilega hafi verið staðið að málatilbúnaði við Iagagerð
um sölu á Ferðaskrifstofu ríkisins.
Lögin voru samþykkt frá Alþingi
síðastliðið vor og heimiluðu ríkis-
stjórninni að gangast fyrir stofnun
hlutafélags sem tæki við rekstri
Ferðaskrifstofu ríkisins.
Lögin heimiluðu ríkisstjórninni að
leggja allar eignir og fylgifé Ferða-
skrifstofu ríkisins til hins nýja hluta-
félags og átti ríkisstjórnin að hafa
hliðsjón af mati sem framkvæma
skyldi á eignum ferðaskrifstofunnar
og viðskiptavild.
Þá mátti ríkisstjórnin ákveða fjár-
hæð einstakra hluta með það í huga
að einstaklingar gætu keypt hluta í
hinu nýja fyrirtæki.
Lögin gera síðan ráð fyrir því að
tveir þriðju hlutar Ferðaskrifstofu
ríkisins séu seldir en einn þriðji hluti
verði um sinn í eigu ríkisins. Þá segir
í lögunum að; „.. .Starfsmenn
Ferðaskrifstofu ríkisins skulu eiga
forkaupsrétt að hlutafénu enda náist
samkomulag um verð og greiðslu-
skilmála.“
Það hefur lengi verið hugsjón og
baráttumál sjálfstæðismanna að rík-
ið sé ekki, eins og það er kallað, að
vasast í rekstri heldur draga sig sem
mest út úr honum og fela einstakling-
um sem séu til þess hæfari sakir bæði
ágóðavonar, sveigjanleika og al-
mennrar hæfni.
Sala Ferðaskrifstofu ríkisins er
grein af þessum hugsjónameiði og
lögin runnu í gegn þrátt fyrir að
reksturinn gengi ágætlega og því
engin sérstök ástæða fyrir ríkið að
losna við hana.
Samgönguráðherra virtist hins
vegar leggja mikla áherslu á að
koma sölulögunum í gegn um Al-
þingi og taldi ásamt þeim þingmönn-
um sem frumvarpið studdu, að gefa
þyrfti starfsfólkinu tækifæri til að
sýna og sanna dugnað sinn og hug-
kvæmni á eigin forsendum.
Svipast um og
Eimskip fundið
Á stofnfundi Ferðaskrifstofu ís-
lands sagði Kjartan Lárusson fyrr-
verandi forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins og nú forstjóri Ferðaskrif-
stofu íslands meðal annars að stökk-
ið úr lygnum sjó ríkisgeirans yfir f
öldusjó viðskiptalífsins væri stórt.
Ætla verður að bæði Kjartan og
samstarfsmenn hans sem keyptu tvo
þriðju Ferðaskrifstofu ríkisins hafi
gert sér fulla grein fyrir sjólagi í
viðskiptalífinu og hvað væri í
vændum.
Þá verður að vænta þess að kaup-
verðið, sem um samdist við ríkið,
hafi verið á þann veg að takast mætti
að standa undir því með sama rekstri
og verið hefur.
Kjartan segir hins vegar við Þjóð-
viljann í gær að starfsmennirnir hafi
fljótlega farið að svipast um eftir
stöndugum aðila til að veita þeim
brautargengi og vera þeim innan-
handar með stjórnunar- og við-
skiptalega reynslu.
Þegar hefur verið haft samband
við Eimskipafélagið sem hugsanlegs
kaupanda að einhverjunt bréfa
starfsmanna og háværar raddir eru
uppi um að Eimskipafélagið hafi
verið með í ráðum frá upphafi
gagngert til þess að gera Eimskip
kleift að ná undirtökum á ferða-
markaðinum.
Tíminn ræddi við nokkra þing-
menn sem sátu í samgöngunefndum
beggja deilda Alþingis þegar laga-
frumvarpið var til umræðu s.l. vor
og sögðu þeir að fyrir þeirra eyru
hefði aldrei komið neinn orðrómur
um að Eimskip stæði að baki starfs-
mönnum Ferðaskrifstofu ríkisins.
Ólafur Þ. Þórðarson sem var for-
maður samgöngunefndar neðri
deildar sagði að enda hefði alls ekki
verið í þeirra verkahring annað en
að fjalla um heimild til ráðherra um
að bjóða fyrirtækið til sölu.
Þingmennirnir sem blaðið ræddi
við sögðust hins vegar sumir hafa
undrast yfir ákafa ráðherrans í mál-
inu og kapp hans í því að koma því
í gegn.
Maður sem þekkir mjög vel til í
viðskiptalífinu sagði blaðinu að
starfsfólk Ferðaskrifstofunnar hefði
verið full bjartsýnt en hefði áttað sig
á því fljótlega í vor, eða um það leyti
sem lögin voru samþykkt, að það, 24
manns, hefði hreinlega ekki efni á
ævintýrinu.
Þá hefði Kjartan Lárusson farið
að leita hófanna hjá Eimskipafélag-
inu um að það endurkeypti af starfs-
fólkinu hlutabréf fyrir eitthvað um
14 milljónir kr. og eignaðist þannig
þriðjung í fyrirtækinu.
Órói vegna dráttar
á leyfisveitingu
Fyrir skömmu var kannað hvort
hægt væri að lækka ferðakostnað
opinberra starfsmanna með útboði
en til að ferðaskrifstofur geti tekið
þátt í slíku útboði þurfa ferðaskrif-
stofur að hafa leyfi samgönguráðu-
neytisins til starfa.
Þegar Ferðaskrifstofa íslands var
formlega stofnuð þurfti hún að sækja
um slíkt leyfi en núverandi ráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon mun hafa
dregið að veita þetta leyfi vegna
þessa orðróms um makk Kjartans
Lárussonar og Eimskipafélagsins.
Vegna tregðu samgönguráðherra
hefur gripið um sig órói meðal
starfsfólksins og raddir orðnar há-
værar um að hætta við kaupin.
Lögfræðingar segja að í sjálfu sér
sé ekkert í lögunum um sölu Ferða-
skrifstofu ríkisins sem banni eigend-
um að selja hlutabréf hverjum sem
er.
Hins vegar voru sjálf lögin beinlín-
is sett til að gera starfsfólki skrifstof-
unnar kleift að eignast hana og því
sé það siðferðilega nokkuð vafasamt
af því og forstjóranum að notfæra
sér velvilja löggjafar- og ríkisvalds-
ins og lauma Eimskip bakdyramegin
inn í fyrirtækið.
Ekki tókst að ná í Kjartan Lárus-
son forstjóra Ferðaskrifstofu íslands
í gær. - sá
Magnús Gunnarsson ræddi um útflutningsmál áalþjóðlegri bankaráðstefnu í Reykjavík:
Stöðugleiki í efna-
hagsmálum er nauðsyn
Ráðstefnugestir sátu hádegis verðarboð Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra í gær. Tímamynd: Gunnar.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, sagði á
alþjóðlegri bankaráðstefnu í
Reykjavík í gær að nauðsynlegt væri
að íslendingar temdu sér langtíma-
markmið í útflutningi íslenskra sjáv-
arafurða í stað þess að tjalda til
einnar nætur eins og hefði verið
nokkuð ríkjandi. Magnús sagði að
þeir aðilar sem stæðu að útflutningi
þyrftu í vaxandi mæli að horfa í
kringum sig og reyna að læra af þeim
löndum sem flytja út svipaða fram-
leiðsluvöru og íslendingar.
Magnús lagði áherslu á að for-
senda þess að íslenskur útflutningur
gæti blómstrað væri m.a. ákveðnari
stjórnun og aukinn efnahagslegur
stöðugleiki hér.
Iðnaðarbankinn hafði veg og
vanda að þessari fyrstu alþjóðlegu
bankaráðstefnu á íslandi og var hún
haldin í tilefni af 35 ára afmæli
bankans.
Ræðumenn á ráðstefnunni voru
auk Magnúsar Gunnarssonar þeir
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík-
isráðherra, dr. Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri, Garrett F. Bou-
ton, aðalbankastjóri Scandinavian
Bank Group Plc. f London, dr.
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar
Iðnaðarbankans, Ólafur Davíðsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
iðnrekenda, Guðjón B. Ólafsson,
forstjóri SÍS, Brynjólfur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Granda hf. og
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg-
unblaðsins.
Ráðstefnuna sátu um 50 erlendir
bankamenn frá tæplega 30 bönkum
í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku
og Japan auk fjölmargra Islendinga
sem framarlega eru í íslensku banka-
kerfi og atvinnufyrirtækjum.
f dag verður hinum erlendu gest-
um boðið upp á hálfs dags náms-
stefnu um íslensk reikningsskil.
óþh
Fj arðarsels virkj u n.
Fjarðarsels-
virkjun
75 ára
Þann 18. októbers.l., varð Fjarð-
arselsvirkjun á Seyðisfirði 75 ára.
Við það tækifæri voru m.a. flutt
ávörp af Kristjáni Jónssyni, raf-
magnsveitustjóra ríkisins, og Þor-
valdi Jóhannssyni, bæjarstjóra á
Seyðisfirði. Rafstöðin var skoðuð og
safnið einnig.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra,
flutti ávarp og eftir það var sýning
Rafmagnsveitna ríkisins opnuð.
Rafmagnsveitan á Seyðisfirði var
fyrsta „háspennta breytistraums-raf-
magns-veitan á íslandi", eins og
segir í Austra á Seyðisfirði, árið
1913.