Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 28. október 1988 lllllllillllllllllllllllllll AÐUTAN ............. : ................ ....... ::;;!i|il;l' :,:j;|i;|! Glötuð paradís: Ensk kona fann yndislega eyju og breytti henni í ferðamannastað Charlotte Green fann paradís á jörðu, sólbakaða, pálmum skrýdda hitabeltiseyju. Þar átti hún besta líf sem hugsast getur og allar áhyggjur voru víðs fjarri. En nú er allt breytt og hún er komin aftur til Englands. Hún á sjálf sök á því hvernig komið er fyrir eyjunni hennar. Hún tapaði hjarta sínu við fyrstu sýn Chariotte kom til eyjarinnar Borocay, sem tilheyrir Filippseyj- um, fyrir átta árum, þegar hún var 33ja ára gömul. Þá hafði hún unnið sem veitingahúsastjóri í Hong Kong í 10 ár en var orðin þreytt á Iífinu í stórborginni. Þegar móðir hennar kom að heimsækja hana ákváðu þær að fara til Borcay í frí. Þegar þær mæðgur tóku land á Borocay skipti engum togum að Chariotte tapaði hjarta sínu, bæði til eyjarinnar og íbúanna 300 sem tóku fagnandi á móti þeim á ströndinni, og höfðingjasonarins Rufo, sem hún eignaðist síðar með tvo syni. Þá, fyrir átta árum, var þessi yndislega eyja í himinbláu hafinu, kögruð hvítum ströndum, ósnortin af ferðamennsku nútfmans. fbúarnir 300 bjuggu í nokkrum bambuskof- um, ekkert rafmagn né vatnslagnir var að finna á eynni og ekkert áfengi né vindlinga að hafa. Þegar Char- lotte fluttist burt frá Borocay, hafði hún, ásamt Rufo, byggt yfir sig glæsilegt hús og umhverfis það 16 minni hús sem þau leigðu ferða- mönnum. íbúar nú orðnir 3000 Nú eru íbúar á Borocay 3000 og eyjan er komin svo inn í alfaraleið ferðamanna, að stórstjörnur í skemmtanalífinu s.s. Gina Lollo- brigida hafa lagt þangað leið sína. „Þetta er að verða eins og annað Torremolinos, og það er allt saman mér að kenna,“ segir Charlotte. Charlotte lýsir því þegar hún kom til eyjarinnar fyrst og varð svo hug- fangin að eina erindið sem hún átti aftur til Hong Kong var að segja upp vinnunni, selja sportbílinn sinn, pakka niður og koma sér hið snar- asta aftur til Borocay. Þar tók hún kofa á ströndinni á leigu og breytti honum fljótlega í lúxushús á mæli- kvarð^ staðarbúa, með baðherbergi og vatnssalerni, breiðu rúmi og fleiru sem nútímamönnum finnst nauðsyn- legt. En hún lærði líka að veiða hákarl, búa til skjaidbökusúpu og baka að hætti innfæddra, fyrir utan það að hún lærði að stjórna bátum eyjarskeggja á úfnu Suður-Kínahafi. Hófu uppbyggingu ferða- mannastaðar fyrir 5 árum Ástin sem hafði kviknað við fyrstu Lífíð var vndislegt og áhyggjulaust á Borocay áður en ferðamennirnir gerðu innrásina. Charlotte og syn- irnir kunnu vel að meta friðsældina. sýn milli hennar og Rufos leiddi til þess að þau tóku upp sambúð, þó að hann væri giftur og þriggja barna Nú eru Charlotte, Jamie og Joshua komin til Englands og líður svo sem ágætlega. En þau sakna alltaf para- dísareyjarinnar sinnar. sinn unga aldur á Borocay. Mamma þeirra segir að þeim líði vel í nýju heimkynnunum og að þeir hafi mest- an áhuga á rjómaís, eplatrjám, hamborgurum og sjónvarpi eins og er. faðir. Þau helguðu sér land á eynni og byggðu 16 bambuskofa og veit- ingastofu. Það var fyrir 5 árum og nú fóru hlutirnir að gerast hratt. Charlotte hafði samband við ferðaskrifstofur og auglýsti paradís- ina sína grimmt. Innan skamms var lítið eftir af friðsældinni á Borocay, sem hafði hrifið hana sjálfa svo mjög í upphafi. „Verst þótti mér að nýi ferðamála- ráðherrann á Filippseyjum vill nú breyta eyjunni í stærsta ferða- mannastað í Asíu. Hann vill flytja alla íbúana inn á miðja eyna svo að hægt sé að byggja upp ferðamanna- þjónustu á ströndinni," segir Char- lotte. Charlotte átti tvo syni með Rufo, Jamie og Joshua. Þeir fæddust báðir i Englandi en hafa annars alið allan Ætlar að kaupa nýja eyju - en hún verður að vera afskekkt! En sjálf er hún ekki ánægð. Hún íhugar nú að festa kaup á annarri eyju á paradísarslóðum, en hún verði þó að vera afskekkt. Slíka eyju segir hún vera hægt að kaupa fyrir 10.000 sterlingspund. „Mér þykir leitt að það skyldi verða ég sem eyðilagði lífið á Boro- cay,“ segir hún en bætir því við að hefði hún ekki orðið þess valdandi hefði einhver annar gert það. „En Borocay á eftir að skipa heiðurssess í hjarta mínu um aldur og ævi,“ segir Charlotte Green. LESENDUR SKRIFA Eyjólfur fagri og Þuríður væna „Sér hann nú, að þér er litur (fríðleikur) einn gefinn,“ sagði Þur-; íður Sturludóttir á Möðruvöllum við mann sinn, þegar hún var að eggja hann til hefnda eftir Sturlu föður sinn. En af þessum eggjunar- orðum hlaust einhver mesti ólánsat- burður alls lokaskeiðs hinnar fomu sögu vorrar: Flugumýrarbrenna. Eyjólfur Þorsteinsson mun hafa þótt einn af efnilegustu ungum mönnum hér á landi um miðja þrettándu öld og komst fljótt til hinna mestu metorða. Faðir hans, Þorsteinn í Hvammi, og Mörður mágur hans höfðu farið með Kol- beini og Gizuri til Örlygsstaðabar- daga og var talið, að Mörður hefði borið vopn á Sighvat. Taldi Þórður kakali sér því skylt að hefna þeim frændum fyrir þá hlutdeild, en þó sagðist hann ekki vita þann mann • 'fyrir norðan land, sem sér sæmdi . síður að að fara en Þorsteini Jóns- í syni. Því miður fór svo, að Mörður var drepinn, þó að Þorsteini bónda væru grið gefin. Til þess að tryggja sættimar gifti 1 Þórður Eyjólfi hinum unga, syni ' Þorsteins í Hvammi, Þuríði dóttur Sturlu bróður síns, sem hann hafði eignast með Vigdísi Gísladóttur úr Miðfirði, en Þuríður mun hafa verið allra kvenna fríðust. En um fríðleika og gjörvulegt útlit manns síns hefur hún sjálf ekki verið í vafa, eins og ofanrituð orð hennar vitna. Glæsi- legt var þetta fólk, sem fór hér með auð og völd á þessum tíma, en gæfusamt var það ekki, og hefur slíkt viljað við brenna í sögu þeirrar jarðstjömu, sem við byggjum. Nú víkur sögunni langt fram í tímann, nánar tiltekið fram á níunda tug tuttugustu aldar, og eru þá nokkrir menn saman að því starfi, sem nefnt er miðilsfundur. Gerist þá nokkuð, sem enginn átti þarna von á, að fram komu í sambandinu menn, sem sögðust eiga hina verstu og ömurlegustu ævi: kölluðust brennumenn, og þegar eftir var gengið, sögðust þeir vera íslendingar og hafa verið uppi á þjóðveldisöld. Var nú reynt að fræðast lítillega um ástæður þeirra og leiðbeina þeim síðan; kom fram að þeir væru í helli nokkmm, þar sem verðir gættu þeirra; vom þeir hrjáðir mjög af löngum kvölum, en jókst þó bjart- sýni við þetta samtal, sem hefði mátt ' verða okkur hérna megin minnis- stætt, þótt ekki hefði komið fleira til. En það var nú einmitt það sem gerðist. Til mín hringir, tveim dögum síðar, góðvinur minn, og segir mér, draum sinn, sem bæði var hörmuleg- ur og þó furðulega fróðlegur og sérstæður á margan hátt. Ég verð nú að koma að þeirri skýringu, að í draumi er maðurinn ekki hann sjálfur, heldur einhver annar maður, og í þetta sinn var draumgjafinn einhver sá, sem öðlast hafði gott líf, en var nú í leiðangri til þeirra sem verra áttu; kom hann í helli nokkurn þar sem menn voru þrælkaðir til vinnu við rafljós, en verðirnir voru dýrum líkari en mönnum, svartir á húð og í augum og framúrskarandi hrokafullir og illmannlegir. Einn þeirra gætti mannsins, sem aðkomu- maður átti tal við, og kom svo í ljós að vörðurinn hafði konu þessa vinnumanns á valdi sínu, og var ástand hennar enn ömurlegra en hans. Kom það fram að hinunt vinnandi manni þótti sem konan hefði brugðist sér, valdið ógæfu sinni, og lagði hann hatur á hana. En komumaður reyndi að mýkja huga hans gagnvart henni, sýna honum fram á, að örlög þeirra tveggja væru samtengd, og að hún væri jafnvel enn þjáðari en hann. Mildaðist hann við slík orð og fannst hinn sýna sér mikla vináttu. „Hvað ertu búinn að vera héma lengi?“ spurði sá aðkomni. „Átta- hundruð ár,“ svaraði hinn, og segi ég nú ekki fleira úr þessum draumi sem lesa má um í Lífgeislum árið 1985. Ég býst við að þeim, sem lesa, muni þykja saga þessi næsta ævin- týraleg. En því verður ekki neitað að hún hefur ýmislegt sér tii stuðnings. Það líður ekki sólarhring- ur á milli draumsins og miðilsfundar- ins, og miðillinn og dreymandinn vissu örugglega ekkert hvor til annars, enda er ekki sama efnið í báðum, heldur aðeins skyldir þættir. Hvort tveggja sýnist stafa frá fólki á 13. öld, og hvorttveggja tengt ein- hverju mjög illu atferli í fmmlífi, sem leiðir af sér ófamað og hatur í framlífi, um furðulangan aldur. Er illt til slíks að vita, en það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. æ: Af brennumálum frá þjóðveldis- öld, sem þetta framliðna fólk hefði getað verið við riðið, koma einungis til greina Önundarbrenna 1197 og Flugumýrarbrenna 1253 og þykir mér hin síðarnefnda miklu líklegri til að hafa verið tengd þessari sögu, enda þótt aðeins séu 735 ár frá hinni síðari, en nefnd vom í draumnum 800 ár. En það er alkunnugt, að þeim sem illt verða að þola, þykir ■ tíminn lengi að líða. Ég býst við að þeir, sem skynsamir vilja vera, muni treysta mér til að fara rétt með þessa sögu að mínum hluta. Hér er of mikið í húfi til þess að leyfa sér að skálda. En það er von mín, að þau Eyjólf- ur fagri og Þuríður væna eigi sér nú betri sögu framundan en að baki, og kynni þá svo að fara, að það þyki ekki til einskis orðið, að þeir menn vom til hér á landi, sem þorðu að sitja miðilsfundi og hyggja að því, sem kemur fram í draumum. 17. okt. 1988 Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.