Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 26. október 1988 FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND Loftárásir á Líbanon og átök á hernumdu svæðunum: TACLOBAN - Björgunar- menn sem leituðu skipbrots- manna af filippseysku ferjunni sem sökk á mánudaginn fundu tólf á lífi á lítilli eyðieyju. Því hafa 185 manns bjargast á lífi síðan ferjan Dona Marilyn sökk í hvirfilbyl er gekk yfir eyjarnar á mánudag. Það voru um 500 manns um borð í ferjunni. JÓHANNESARBORG- Hvltir aðskilnaðarsinnar unnu stóran sigur í Jóhannesarborg og víðar í Suður-Afríku, en sveitarstjórnarkosningar fóru þar fram í fyrradag. Ráðandi Þjóðarflokkur komst í lykil- stöðu í sveitarstjórnum og komst í meirihluta í Jóhannes- arborg í fyrsta skipti um ára- tugaskeið. Frjálslyndi flokkur- inn hefur verið þar við völd. Sigur Þjóðarflokksins veitir honum enn meiri styrk til að fylgja eftir aðskilnaðarstefnu sinni í landinu. Ríkisstjórn P.W. Botha forseta virtist ánægð með þátttöku svert- inaja í kosningunum, en Afr- (íska þjóðarráðið og fleiri sam- ' tök höfðu hvatt svertingja til að sniðganga kosningarnar. WASHINGTON - George Bush forsetaframbjóðandi Repúblikana fékk 52% í nýrri skoðanakönnun á meðan Mi- chael Dukakis fékk 44%. Du- kakis hefur hleypt fjölmiðlum meira að sér en áður (von um það verði honum til framdrátt- ar. PUNTA DEL ESTE - Skæruliðar í El Salvador reyna nú að fá ríkisstjórnir í róm- önsku Ameríku til að styðja sig í að fá ríkisstjórnina í El Salva- dor til samninga. Borgarastyn- öldin hefur ekki verið eins blóo- ug og nú I tvö ár. STOKKHÓLMUR Iþróttaleiðtogar frá þrjátíu löndum sem varla vita sitt rjúk- andi ráð vegna mikillar lyfja- notkunar (þróttamanna á Ol- ympíuleikunum f Seoul, halda nú ráðstefnu um þetta vanda- mál. Þeir eru gallharðir í því að komast að samkomulagi um áætlun þar sem íþróttamenn verða teknir í lyfjapróf óundir- búið hvar sem er og hvenær sem er. Ráðstefnan mun standa í fjóra daga og er sú fyrsta þar sem íþróttaleiðtogar austurs og vesturs hittast til að ræða þessi mál. Mikil ólga ríkir nú á hernumdu svæðunum á vesturbakka Jórdan og á Gazasvæðinu, bæði vegna kom- andi þingkosninga í fsrael og vegna loftárása fsraela á stöðvar Palestínu- manna í Líbanon. Einn unglingur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum á hernumdu svæðunum í gær og að minnsta kosti sextán voru særðir. ísraelski herinn hefur leyst upp nokkrar mótmælagöngur og ráðist til atlögu við Palestínumenn sem komið hafa upp götuvígjum á nokkr- um stöðum. Ljósmyndurum og fréttamönnum hefur verð meinaður" aðgangur að Khan Younis, sem er; bær á Gazasvæðinu, en þar voru að minnsta kosti fimm unglingar særðir alvarlega þegar ísraelsmenn leystu upp mótmælagöngu. Sögðu her- mennirnir að svæðið væri hernaðar- svæði. Á miðvikudaginn gerðu ísraelar enn eina loftárásahrinu á stöðvar Palestínumanna í suðurhluta Líban- on og við Beirút, auk þess sem liðsmenn suðurlíbanska hersins sem hliðhollur er ísraelum réðust inn í Palestínubúðir við hafnarborgina Sídon. Nítján Palestínumenn féllu í þessum árásum og fjöldi særðist. Perez de Cuellar aðalritari Sam- ísraelskir þotuflugmenn hafa haft nóg að gera að undanförnu, enda virðast kosningarnar koma fsraelum yfir höfuð í baráttuham. Þeir hafa gert sex loftárásir á Líbanon síðustu tvo mánuðina, nú síðast á miðvikudaginn þegar nítján Palestínumenn féllu. Þá féll enn einn Palestínumaðurinn undan kúlu ísraela á hernumdu svæðunum. einuðu þjóðanna hefur harðlega gagnýnt loftárásir fsraelsmanna á Líbanon en ísraelar virðast það láta lítið á sig fá. Kosningar fara fram í ísrael í næstu viku og bítast þar á hið hægrisinnaða Likudbandalag með Yitsak Shamir forsætisráðherra í fararbroddi og Verkamannaflokkur- inn með utanríkisráðherran Shimon Peres sem leiðtoga. Israelar í baráttu- ham fyrir kosningar Vestur-Þýskaland: Þrettán palestínskir skæruliðar handteknir Þrettán Palestínumenn, sem grun- aðir eru um að vera aðilar að hryðjuverkasamtökum, voru hand- teknir í Vestur-Þýskalandi í gær, en þá lét lögreglan til skara skríða um allt land. Þó nokkurt magn vopna og sprengiefna fannst í þessu átaki lög- reglunnar gegn Palestínumönnun- um. Vopnin fundust við leit í sextán húsum í Frankfurt, Hamborg, Vest- ur-Berlín og Neuss. Þrettánmenningarnir' eru taldir vera liðsmenn Alþýðufylkingar fyrir frelsun Palestínu og hafi þeir staðið fyrir hryðjuverkum utan Þýska- lands. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessara palestínsku skæruliða og borgarskæruliða í Þýskalandi sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum þar. Það ku hafa verið leyniþjónustu- menn í Vestur-Þýskalandi sem hafi flett ofan af Palestínumönnunum þrettán og þeir hafi fylgst með athæfi hryðjuverkamannanna um nokkurt skeið, með sumum hafi verið fylgst í nær tvö ár. Skæruliðasamtök þessi eru ein af róttækustu skæruliðasamtökum Pal- estínumanna og hafa þau höfuð- stöðvar sína í Damaskus. En það var ekki aðeins í Þýska- landi sem réttvísin átti við Palestínu- menn. Palestínumennirnirfimm sem gerðu morðárás á hótel í Súdan í maímánuði á þessu ári voru dæmdir til dauða þar í landi í gær. Fimm Bretar og tveir Súdanar létust í árásinni í Khartoum, þar af tvö bresk börn. Palestínumennirnir fimm játuðu sig seka um árásina og sögðu að hótelin hefðu verið njósnahreiður er þurft hafi að uppræta. Palestínu- mennirnir fimm segjast vera með- limir í Arabíska byltingarhópnum, en vestrænir embættismenn segja að sú hryðjuverkasamtök væru undir stjórn Abu Nidals, frægasta og hættulegasta hryðjuverkamanns heims. Palestínumennirnir neituðu því hins vegar. Einhver bið verður á því að fimm- menningarnir verði teknir af lífi því dómnum hefur verið áfrýjað til æðri dómstóla. Kaninn vill NATO í stjörnustríðið Bandaríkjamenn vilja fá önnur Natóríki til að taka þátt í Stjörnu- stríðsáætluninni í framtíðinni. Þetta kom fram hjá James Abrahamson, sem er yfirmaður Stjörnustríðsáætl- unar Bandaríkjamanna, en hann hélt blaðamannafund eftir fundar- höld fjórtán varnarmálaráðherra Natóríkja í Hollandi þar sem rætt var um kjamavopnamál. Þá mun Frank Carlucci hafa tjáð vamarmálaráðherrunum að Banda- ríkjamenn teldu að önnur Natóríki ættu að taka þátt í kostnaði við Stjörnustríðsáætlunina. Telur Car- lucci að Stjörnustríðsáætlunina verða til þess að lækka hernaðarút- gjöld Nató til lengri tíma litið. Bandarríkjamenn hafa lagt mikla áherslu á að önnur Natóríki leggðu meira af mörkum til varnarmála, en Evrópuríkjunum hefur sóst það illa að draga upp pyngjuna. George Bush varaforseti hefur það á stefnuskrá sinni að halda áfram af fullum krafti við Stjömu- stríðsáætlunina ef hann nær kosn- ingu sem forseti. Mikhael Dukakis vill hins vegar ekki eyða of miklum peningum í áætlunina, en hefur ekki sagt hreint út að hann muni hætta við hana. Á blaðamannafundinum sagðist Abrahamson þess fullviss að næsti forseti Bandaríkjanna myndi lát.a halda áfram rannsóknum í tengslum við Stjömustríðsáætlun- ina, en að ákvörðun um framhald hennar yrði að taka á breiðari grund- velli. Þar kæmu önnur Natóríki inn í dæmið. ÚTLÖ UMSJÓN: Mur Maqnússon BLAÐAMAÐLilÍ Norður-írland: Blóði enn úthellt Blóðsúthellingarnar halda áfram á Norður-írlandi, en seint í fyrrakvöld lést starfsmaður póstþjónustunnar þegar sprengja, sem frski lýðveldisher- inn hafði komið fyrir undir bifreið hans, sprakk í loft upp. Aðeins fimm mínútum síðar var lög- reglumaður skotinn til bana við landamærabæinn Enniskillen. frski lýðveldisherinn hefur lýst ábyrgð sinni á morðinu á starfs- manni póstþjónustunnar, en eng- in hefur lýst ábyrgð sinni á morð- inu á iögreglumanninum, en greinilegt var að um hann var setið. Með þessum drápum hafa átta- tíu og sjö manns verið drepnir í skærum á Norður-írlandi. Sinn Fein hinn pólitíski armur frska lýðveldishersins tilkynnti það síðan í gær að samtökin myndu ekki bjóða fram í auka- kosningum til breska þingsins sem fram fara í næsta mánuði. Til stóð að Sinn Fein byði fram í aukakosningum í GlaSgow til að komast í kringum bann sem bresk stjórnvöld hafa sett á fjölmiðla í Bretlandi, en þeir mega ekki birta viðtöl við samtök sem lýsa yfir stuðningi við ofbeldi á Norð- ur-írlandi. Það bann er ekki í gildi í kosningabaráttunni í auka- kosningunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.