Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 15
r t i
I I I i i
. v ■» v-u, qc* ^ c V , t yS 4
Föstudagur 28. október 1988
Tíminn 15
Jakobína Jónsdóttir Waage
Fædd 28. aprfl 1922
Dáin 18. október 1988
Það eru margar myndir frá yfir
fjörutíu ára kynnum er upp koma í
hugann, er ég nú minnist minnar
elskulegu mágkonu, Jöggu, er lést í
Landspítalanum 18. þ.m. eftir nærri
tveggja ára baráttu við þann sjúk-
dóm er flesta leggur að velli nú.
Þessar myndir geisla allar af góðvild
og hlýju, því að öllum leið vel í
kringum hana.
Jakobína var dóttir hjónanna Jóns
Ámasonar, fyrrv. skipstjóra og fiski-
matsmanns, sem lést 1972 og Guð-
bjargar Guðmundsdóttur, sem lifir
mann sinn og dóttur í hárri elli. Hún
dvelst nú á Hrafnistu í Reykjavík.
Jagga var fædd á Seyðisfirði og
ólst þar upp, næstelst 6 systkina, en
þau sem lifa hana eru: Geir,
Arnbjörg, Guðmundur, Bjami og
Jónas. Geir og Bjarni em búsettir í
Seattle í Ameríku, en hin systkinin
eru búsett hér í Reykjavík.
Jakobína fór um 15 ára aldur á
Eiðaskóla og var jafnframt í vist hjá
skólastjórahjónunum. Eftir það var
hún í vistum, bæði á Akureyri og í
Reykjavík. Einnig var hún 1 vetur
við saumanám, en Jakobína var
mjög vel verki farin. Það má segja
að vinnan hafi leikið í höndunum á
henni og kom það sér vel síðar á
lífsleiðinni er hún var ráðskona í
Gufunesi.
Adda systir Jöggu byrjaði sinn
búskap á Bíldudal og í framhaldi af
heimsókn til hennar réðst hún
kaupakona að Tjaldanesi í Arnar-
firði til hjónanna Guðnýjar Þórar-
insdóttur ljósmóður og manns henn-
ar Jóns Waage. Þarna kynntist hún
mannsefni sínu, Garðari Waage,
syni þeirra hjóna. Þau fluttu 1946 að
Hraftiseyri og giftu sig 18. sept. 1948.
Á Hrafnseyri bjuggu ungu hjónin
í tvíbýli við Jón og Guðnýju þar til
þau öll hættu búskap og fluttu til
Reykjavíkur árið 1964.
Á þeim árum, sem Jagga bjó á
Hrafnseyri, var á hverju sumri hjá
henni fullt af börnum, bæði skyldum
og vandalausum. Adda systir hennar
var þar með sín börn og hjálpaði
henni með hópinn. Þrjú af okkar
börnum nutu þess að vera þar og
minnast verunnar þar með gleði.
Það var alltaf mikill ævintýraljómi
yfir ferðalaginu þangað. Fyrst var
farið með Esjunni til Bíldudals og
var Adda oftast fararstjóri með stór-
an hóp af börnum. Þegar til Bíldu-
dals kom beið Garðar þar með
trilluna sína og ferjaði yfir Arnar-
fjörð til Hrafnseyrar. Ekki held ég
að Jagga mín hafi orðið rík af þessu,
af öðru en gleðinni yfir að geta gert
öðrum greiða.
Það var mikill gestagangur á
Hrafnseyri á þessum árum, eins og
oft vill verða þegar búið er á sögu-
frægum stað, og var því oft vinnu-
dagurinn langur hjá henni þar.
Jakobína og Garðar eignuðust
einn son, Geir, fæddan á Hrafnseyri
1950.
Hann er nú prestur að Reykholti
í Borgarfirði. Geir hefur reynst móð-
ur sinni einstaklega vel og alla tíð
verið náið samband milli þeirra og
hans elskulegu konu, Dagnýjar Em-
ilsdóttur, og barnanna þeirra fjög-
urra sem nú sakna móður og ömmu
sem alltaf vildi hag þeirra sem
bestan.
Það er sorglegt að henni skyldi
ekki endast aldur til þess að sjá þau
þroskast og vaxa úr grasi, en þau eru
á aldrinum 4-16 ára.
Þegar fjölskyldan flutti til Reykja-
víkur keyptu þau hús í Gufunesi.
Þar hafði Jagga ráðið sig í eldhús
Áburðarverksmiðjunnar og þeir
feðgar í útivinnuna. Þarna varð
starfsvettvangur Jöggu eftir það og
má segja að hún hafi staðið meðan
stætt var og nú síðast af svo mikilli
hörku að undrun sætti.
Jagga tók við ráðskonustarfínu af
fyrri ráðskonu, þegar hún lét af
störfum vegna aldurs, og var ráðs-
kona þegar se íni uppbygging verk-
smiðj unnar yfir með oft yfir 200
manns í m. og varð þá oft að
þrískipta í r alnum og afgreiða
þetta allt á i m klukkutíma.
Ég hef oft gsað um það síðan,
hvemig þetta var hægt. Ég varð
reynslunni ríkari þegar ég vann
þarna í nokkra mánuði undir styrkri
og hávaðalausri stjórn Jöggu. En
með samvöldum hópi kvenna, sem
hún hafði í kringum sig og sem
flestar höfðu unnið þama ámm
saman, tókst þetta. Samstarf þeirra
allra var gott og oft var slegið á létta
strengi í eldhúsinu. Jagga hafði að
eðlisfari mjög létta lund og hló svo
smitandi hlátri að eftir var tekið og
sér í lagi er Stína hló með. Þær gátu
komið öllum f kringum sig til þess að
veltast um af hlátri. Ég efast ekki um
að margur í Gufunesi minnist þess.
Þegar nýtt eldhús með fínum tækj-
um og stórum borðsal var tekið í
notkun, þótti ekki við hæfi annað en
að ráða bryta. Allir rómuðu mátar-
gerð Jöggu enda var hún snilldar-
kokkur.
Eftir að foreldrar Garðars létust
slitu þau hjón samvistum. En þau
höfðu búið að Langholtsvegi 160 um
10 ára skeið. Guðný, tengdamóðir
Jöggu, var búin að vera sjúklingur í
mörg ár áður en hún lést. Jagga
annaðist hana í veikindum hennar
,og var tengdaforeldrum sínum sér-
staklega hjálpsöm og nærgætin alla
tíð. Eftir að Jagga skildi réðst hún í
það að kaupa sér 4 herbergja íbúð
að Ljósheimum 10 og þar hafa þær
haldið heimili saman, hún og systur-
dóttir hennar, Guðbjörg Halla. Hún
hefur verið henni mikil styrkur í hennar
langa víkindastríði. Einnig hefur systir
hennar Adda verið henni mikil hjálpar-
hella í veikindunum, þær hafa alla tíð
verið mjög samrýndar og góðar
vinkonur. Þær höfðu það að fastri
venju að heimsækja móður sína
hvern sunnudag; þá var alltaf kallað
á okkur fjölskylduna í kaffi niður,
en tengdamóðir mín hafði íbúð hjá
okkur í 35 ár, fyrst á Nesvegi og
síðan í Austurgerði. Þessara stunda
er saknað í Austurgerði og margar
góðar minningar tengdar þeim systr-
um og móður þeirra.
Jagga hafði mjög gaman af ferða-
lögum. Þær systur fóru tvisvar til
Amerfku í heimsókn til bræðra sinna
og þeirra fjölskyldna. Ég er þakklát
fyrir þær ferðir sem við fórum
saman, bæði til Noregs, en þangað
fór hún með mér til að heimsækja
sonarbörn mín og fyrrv. tengdadótt-
ur. 1986 fórum við svo 5 vinkonur
með Norrænu. Þá voru hringvegir
Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs
allir afgreiddir í einu ógleymanlegu
ferðalagi og efni í heila bók. Oft
erum við búnar að hlæja að ýmsu
sem fyrir kom í ferðinni. Ekki var
laust við að við vektum hlátur hjá
viðstöddum á öllum lestarstöðvum.
Þar voru sannir íslendingar á ferð
með afarstórar töskur.
Þessar stundir, sem við áttum
saman, geymast í minningunni, en
því miður entist Jöggu ekki líf til
þess að ferðalögin yrðu fleiri.
Elsku tengdamamma, Geir og
fjölskylda. Okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Ykkar missir er mikill
en minningin geymist um góða konu
sem við söknum öll.
Ingunn Erla Stefánsdóttir
Þegar ég tek mér penna í hönd, til
að minnast æskuvinkonu minnar,
Jöggu, eins og hún var köiluð af
ættingjum og vinum, þá eru mér efst
í huga sólskinshliðar lífsins.
Við ólumst upp á Seyðisfirði, með
sínum tignarlegu fjöllum Bjólfinum
og Strandartindi, sem hafa gefið
okkur þetta trausta umhverfi. Við
vorum saman í skóla, þekktum lítið
annað en að láta sér vel lynda það
sem hver dagur bauð upp á. Kröfur
nútímans voru óþekkt fyrirbæri.
Jagga hafði sérlega glaða lund,
hlátur hennar var svo smitandi; var
því gaman að njóta návistar hennar.
Við vorum fermdar saman, en eftir
það skildu leiðir okkar.
Árin líða, en vegamótin eru mörg;
við áttum eftir að mætast aftur.
Síðustu árin hittumst við á „Sólar-
kaffi Seyðfirðinga". Fyrir nokkru
voru liðin 50 ár frá því vorum
fermdar. Þá kom til tals að gaman
væri að koma saman til að minnast
þess, en það varð ekki af því. Jagga
veiktist og varð að lúta því hlutskipti
að leggjast á sjúkrahúsi, en gat þó
farið heim annað slagið.
Ég kom til hennar nokkrum
sinnum. Alltaf var hún glaðleg og
þakklát fyrir komu mína. Þrátt fyrir
mikil veikindi gat hún gefið mér sitt
gleðibros sem ég mun geyma. Aldr-
aðri móður hennar og nánum ætt-
ingjum votta ég mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Jöggu.
Ellen Svava Stefánsdóttir
Styrkir til bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluöum
styrki til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera
ótvíræð.
Umsóknir vegna úthlutunar 1989 fást hjá greiðslu-
deild Tryggingastofnunar ríkisins Laugavegi 114
og hjá umboðsmönnum hennar um land allt.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember.
TÖLVUNOTENDUR
Við í Prentsmiðjunní Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
Launþegar á Vesturlandi
Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður
haldinn í Snorrabúð, Borgamesi, mánudaginn 31. okt. kl. 20.30.
Dagskrá:
Kosning stjórnar launþegaráðsins og fulltrúa á kjördæmisþing.
Sérstakur gestur fundarins verður Guðmundur J. Guðmundsson,
form. Verkamannasambands Islands, sem mun ræða „Tengsl
stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfingarinnar11.
Einnig munu Stefán Guðmundsson, alþm., og Sigurður Geirdal,
frkv.stj. Framsóknarflokksins, ávarpa fundinn.
Allir stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir á fundinn.
Stjórnin
Hafnarfjörður
Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðviku-
daginn 2. nóv. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 13. nóv. og flokksþing hinn
18.-20. nóv.
3. önnur mál. __
Að loknum aðalfundi F.H. kl. 21.30 hefst aðalfundur Fulltrúaráðs
framsóknarfélaganna í Hafnarfirði.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillögur stjórnar um lagabreytingar (tvöföldun fjölda fulltrúa í
fulltrúaráðinu).
Stjórnirnar
Flokksþing 1988
Undirbúningur - samræming
Samband ungra framsóknarmanna boðar til sérstaks fundar ungra
framsóknarmanna til að stilla saman strengi fyrir flokksþing 18.-20.
nóv.
Tími: þriðjudagur 1. nóv. kl. 20.00.
Staður: Nóatúni 21, Reykjavík.
Stjórn SUF
Aðalfundur FUF
Árnessýslu
Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu (framhalds-
aðalfundur) verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, sunnudaginn
30. okt. og hefst kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf. Gissur Pétursson, formaður SUF, og Egill
Heiðar Gíslason, starfsmaður SUF, mæta á fundinn.
Stjórnin
Viðtalstími - Vestur-Skaftafellssýsla
Guðni Ágústsson, alþingismaður, verður til viðtals á eftirtöldum
stöðum:
Föstudaginn 28. okt. nk. í Vík - Víkurskála - kl. 10-12 f.h. Sími
98-71230.
Kirkjubæjarklaustri sama dag í Kirkjuhvoli frá kl. 15-17. Sími
98-74621.
Konur Árnessýslu
Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn að
Eyrarvegi 15, Selfossi mánudagskvöldið 31. okt. kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál.
Fjölmennum
Stjórnin
Aðalfundur FUF Kópavogi
Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5
mánudaginn 31. okt. kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla
Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
verður haldinn mánudaginn 31. október kl. 21.00 í kaffistofu Hróa h.f.
Ólafsvík.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn.
Allt framsóknarfólk velkomið.
Stjórnin