Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. október 1988 Tíminn 5 Vaxtagjöld aukast um 29% hjá ríkissjóði: Hallinn helmingi meiri en gert var ráð fyrir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra óskaði eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um afkomu ríkissjóðs á þessu ári. Við upphaf máls síns lét ráðherrann dreifa til þingmanna skýrslu um afkomu ríkissjóðs á fyrstu nín mánuðum þessa árs. Þar kemur m.a. fram að rekstararaf- koma ríkissjóðs var neikvæð um 5250 m.kr. á tímabilinu jan.-sept. 1988, en það er mun meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir. Helstu ástæður þess eru minni tekjur af veltusköttum en spáð hafði verið. Á gjaldahlið eru frá- vikin minni eða tæpleg^ 500 m. kr. Þyngst vegur hækkun vaxtagjalda af yfirdrætti í Seðlabanka en hún nam um 1900 m. kr. en það er 29% raungildishækkun. Á lánahlið fjár- laga er hallinn á sama tíma 1670 m.kr. samanborið við 290 m.kr áætlun í júlí. Þar vega þyngst frávik í innlendri lánsfjáröflun, sölu spariskírteina og fjáröflun bankakerfisins, en hún var tæpum 1200 m.kr. minni en áætlað var. Þannig felur samanlagður rekstrar- halli og halli á lánahlið í sér að greiðsluafkoma ríkissjóðs var nei- kvæð um 6920 m.kr., eða sem nemur 15% af tekjum. Áætlanir í júní gerðu hins vegar ráð fyrir að hallinn væri tæplega helmingi minm. Sé reynt að leggja mat á afkomu ársins í heild á grundvelli upplýs- inga um afkomu fyrstu níu mánuði ársins verður að hafa í huga að síðustu mánuðir hvers árs skila að jafnaði meiri tekjum en útgjöldum. Þó verður að reikna með þeim fyrirvara að sá samdráttur sem hefur verið í þjóðfélaginu haldi áfram og skerði þannig tekjumögu- leika ríkissjóðs. Niðurstaða Ólafs Ragnars var því sú að halli ríkis- sjóðs gæti verið á bilinu 3-4 milj- arðar og væri það alvarleg þróun sem krefðist þess að gripið yrði til aðgerða sem fyrst. Þetta hefði einnig víðtæk áhrif á undirbúning fjárlaga fycir næsta ár sem lagt verður fram á Alþingi í byrjun næstu viku. ág Sjálfstæðismenn halda því fram að Jón Baldvin hafi haldið leyndum fyrir þeim upplýsingum um stöðu ríkissjóðs Hvort vissi Jón eða vissi ekki? „Mér líður eins og gesti í pólitískri erfídrykkju“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaháðherra meðal annars við utandagskrárumræður á Alþingi í gær. Tilefnið var umræða um afkomu ríkissjóðs á yfirstandandi ári og viðskilnaður Jóns Baldvins Hanni- balssonar fyrrverandi fjármálaráð- herra, en þar kom fram að hallinn í árslok er áætlaður 3-4 milljarðar. Fyrrverandi fjármálaráðherra sætti þar harðri gagnrýni sérstaklega af hendi sjálfstæðismamanna, en þó ekki eingöngu. Trúnaðarbrestur? Ólafur Ragnar skýrði út stöðuna í ríkisfjármálum og minntist sér- staklega á að æskilegt væri að ríkisendurskoðun gerði með reglu- legu millibili endurskoðun á stöðu ríkisfjármála til þess að menn hefðu sem best yfirlit yfir gang mála. Þetta sagði hann í framhaldi af deilum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og Jóns Baldvins Hanni- balssonar fráfarandi fjármálaráð- herra um það hvort að hann hefði haldið vaxandi halla ríkissjóðs leyndum fyrir samráðherrum sín- um eða ekki. Varðandi það sagði Ólafur Ragnar það alveg Ijóst að þingménn og ráðherrar gætu ekki korpið inn á Alþingi og veifað skýrslum héðan og þaðan sér til afsökunar og að þeir hefðu ekki vitað betur. Menn ættu að geta fylgst með stöðu mála á hverjum tíma og meira að segja hann sem ekki hefði setið á Alþingi hefði alltaf séð hvert stefndi. Með þess- um orðum gaf hann í raun og veru í skyn að Jón Baldvin hefði í raun og veru átt að vita betur. ■ Friðrik Sóphusson fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði að í byrjun september hefðu legið fyrir upplýs- ingar um að halli ríkissjóðs væri rúmlega einn milljarður og Matt- hias Á. Matthisen fráfarandi sam- gönguráðherra tók í sama streng. Hann kvaðst þess fullviss að Jón Baldvin hefði gert sér grein fyrir því að staða ríkissjóðs var mun verri en áætlað var strax í septem- ber og þegar menn settu á stofn heila upplýsingadeild til viðbótar þeirri sem fyrir væri ættu menn að vera með býsna gott yfirlit yfir ríkisfjármálin. Átti hann þar við hagdeild fjármálaráðuneytisins sem Jón Baldvin stofnaði á sínum tíma. Jón Baldvin segist ekki hafa haldið neinu leyndu „Ég trúi því ekki fyrr en að ég heyri það upp í opið geðið á mér að menn segi að ég hafi blekkt einn eða neinn“, voru orð Jóns Baldvins um þessar ásakanir. Hann benti jafnframt á að þær tölur sem lægju fyrir hverju sinni væru tveggja mánaða gamlar og að ekki hefði verið ljóst fyrr en svo til á síðustu stundu að úr þenslunni dró svo snögglega. Það væri rangt að hann hefði haldið upplýsingum leyndum og fyrir hefði legið að hallinn í lok september hefði verið rúmar 1900 m.kr. Hann sagðist ekki skorast undan ábyrgð, en hann bæri ábyrgðina ekki einn. Að sumu leyti væri að ræða afleiðingar tveggja gengisfellinga sem koll- varpað hefðu áætlun fjárlaga um halía lausann ríkisbúskap. Og fyrr- verandi fjármálaráðherra miðlaði núverandi fjármálaráðherra af reynslu sinni og sagði: „Við höfum ekki lengur efni á þessum flottræf- ilshætti, við höfum ekki lengur efni á sjálfvirkri löggjöf um landbúnað, ekki efni á þrem til fjórum hátækni- sjúkrahúsum og við höfum ekki efni á einu gjafmildasta og örlát- asta námslánakerfi í heimi.“ Jón Baldvin sagði við Ólaf Ragnar að lokum: „ Vertu harður, miklu haraðri en ég gagnvart þeim sem lifa í draumaveröld og halda að aldrei komi að skuldadögum". Fleiri tóku til máls, þar á meðal Málmfríður Sigurðardóttir og taldi hún það undarlegt að samráðherr- ar í síðustu ríkisstjórn þyrftu að hafa uppi svo alvarlegar ásakanir á hendur hver öðrum. - áe. Ostabúð í Kringluna Osta- og smjörsalan sf. hefur opn- að nýja búð í Kringlunni sem ber nafnið „Ostabúðin". f búðinni verðu boðið upp á svipaða þjónustu og tíðkast hefur undanfarin ár í Osta- t úðunum við Snorrabraut og Bitru- háls. í Ostabúðinni í Kringlunni verður auk ostasölu, hægt að smakka á osti, þar verður upplýsingamiðstöð um nýtingarmöguleika osta og einnig veisluþjónusta. Þá verður einnig hægt að fá matarbakka með tilbún- um smáréttum af ýmsu tagi. Nýlega voru settar á markaðinn þrjár nýjar ostategundir, þ.e. Inn- bakaður Brie, framleiddur af Mjólk- ursamlaginu í Búðardal, ísbúi, fram- leiddur af Mjólkursamlagi KEA Ak- ureyri og Ábóti sem er framleiddur af Osta- og smjörsölunni sf. í Reykjavík. f dag eru framleiddar flestar af meginostategundum heims og árið 1987 voru Islendingar í 4. sæti af þjóðum heims hvað varðar osta- neyslu. Auk þriggja ostabúða í Reykja- vík, eru einnig starfræktar ostabúðir í Búðardal, á Selfossi og í Borgar- nesi. . - ABÓ Frá opnun Ostabúðarinnar í Kringlunni. Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri OSS, Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkúrsamlagsstjóri í Búðardal og Ásta Benný Hjaltadóttir verslunarstjóri Ostabúðanna í Kringlunni og Snorrabraut, með sýnishorn af því sem boðið er uppá í verslununum. . Timamynd Qunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.