Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 28. október 1988
Námskeið í verklegum greinum
Eftirfarandi námskeið eru í boði ef þátttaka leyfir:
MYNDBANDANÁMSKEIÐ
mánud. og miðvikud. kl. 18.00-21.00 kr. 6.000.-
þriðiud. og fimmtud. — —
SAUMANÁMSKEIÐ í Miðbæjarskóla
fimmtudaga kl. 19.25-22.30 kr. 3.000.-
í Gerðubergi
mánudaga kl. 19.25-22.20 kr. 3.000.-
LEÐURSMÍÐI
þriðjudaga kl. 19.25-22.20 kr. 3.000.-
BÓKBAND
mánudaga kl. 18.00-20.50 kr. 3.000,-
Auk þess eru að hefjast byrjendanámskeið í
PORTÚGÖLSKU
fimmtudaga kl. 19.25-20.50
og GRÍSKU
fimmtudaga kl. 21.00-22.20
Námskeiðin hefjast 1. nóv. nk. og standa í 6 vikur.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum en saumanámskeið er
einnig haldið í Gerðubergi.
Innritun fer fram 27., 28. og 29. okt. nk. í símum 12992 og
14106.
Framkvæmdastjóri
heilbrigðiseftirlits
á Austurlandi
Auglýst er eftir framkvæmdastjóra fyrir heilbrigðis-
eftirlitið á Austurlandi.
Starfið felur einnig í sér heilbrigðiseftirlit í Mjóafirði,
Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, á Héraði og í
Borgarfirði eystra.
Gert er ráð fyrir búsetu á Reyðarfirði.
Umsóknarfrestur er til 31. desember 1988.
Upplýsingar gefur Stefán Þórarinsson, héraðs-
læknir, Heilsugæslustöðinni Egilsstöðum. Sími:
97-11400.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Óskum að ráða LÆKNARITARA í fullt starf á
Handlækningadeild sem fyrst.
Upplýsingar veitir Sigurunn Agnarsdóttir, lækna-
fulltrúi.
Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A., Vigni
Sveinssyni, fyrir 5. nóvember n.k.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
s. 96-22100.
Fjórhjól
Óska eftir að kaupa fjórhjól. Upplýsingar í síma 93-51381.
Það fer vel um barn sem
í bamabílstól. Þeir henta
aldrinum 9 mánaða
til u.þ.b. 4 ára.
Guðlau^Sigmundsdóttir
frá Gunnhildargerði Dalbraut 27
lést í Borgarspítalanum 26. október.
IngaM. Langholt Benedikt E. Langholt
Ragnhildur Pétursdóttir Ásmundur Matthíasson
Einar Pétursson Sigríður Karlsdóttir
Margrét Þorvaldsdóttir Þórey Sigurbjörnsdóttir
Rós Pétursdóttir Magnús Jóhannsson
Bryndfs Pétursdóttir örn Eiríksson
Á Siglufirði er nú hafin bygging
húss sem í framfiðinni mun hýsa
bæjarfógetaembættið á staðnum.
Húsið er byggt við Gránugötu.
Það er um 400 fermetrar að stærð. Á
neðri hæð veðrur lögreglustöðin til
húsa en á efri hæð verða skrifstofur
bæjarfógetaembættisins. Áætlað er
að húsið verði fullfrágengið í nóvem-
ber á næsta ári. Verktaki er Bygg-
ingafélagið Berg hf. á Siglufirði.
Að sögn Erlings Oskarssonar
bæjarfógeta á Siglufirði var fyrir
löngu brýn þörf á nýju húsnæði fyrir
embættið. Skrifstofur hins opinbera
hafa undanfarin ár verið í húsnæði
sem leigt er af Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Húsið sem notað hefur verið sem
lögreglustöð mörg undanfarin ár er
hinsvegar bæði gamalt og úr sér
gengið og löngu ónothæft eins og oft
hefur komið fram í fjölmiðlum. Nú
hyllir loks undir úrbætur á þessu
sviðieftiralllangabið. ÖÞFljótum.
Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöf-
undur lést s.l. sumar. Þegar hann féll
frá hafði hann nánast lokið við að
ganga frá handriti að nýrri ljóðabók,
sem nú er komin út á forlagi Máls og
menningar. í bókinni, sem er í
fjórum hlutum, er 21 ljóð, þar af tvö
sem höfundur hafði ekki fullgengið
frá. Bókin er skreytt fjórum mynd-
um eftir Jón Reykdal myndlistar-
mann, sem einnig hefur gert kápu.
Það var sonur höfundar, Ólafur
Jóhann Ólafsson, sem bjó bókina til
prentunar. Að sögn hans hafði faðir
hans ekki gefið bókinni nafn er hann
féll frá, en síðasta hluta hennar hafði
hann þó gefið heitið „Að lokum“.
Varð að ráði að láta það verða nafn
bókarinnar allrar. Einnig hafði hann
ekki fulllokið við tvö ljóðanna í
bókinni, en úr varð að láta þau fylgja
með í útgáfunni eins og þau lágu
fyrir.
Ólafur Jóhann Sigurðsson var sem
kunnugt er fyrst og fremst þekktur
sem sagnaskáld. Hann gaf þó einnig
út nokkrar ljóðabækur, og fyrir tvær
þeirra hlaut hann bókmenntaverð-
laun Norðúrlandaráðs árið 1976,
fyrstur íslenskra skálda.
í kynningu forlagsins á bókinni
segir m.a. um yrkisefni Ólafs Jó-
hanns hér að þau séu sem fyrr
íslensk náttúra og samkenndin með
henni, svo og hlutskipti mannúðar
og mannlegra verðmæta á viðsjár-
verðum tímum. í síðasta hluta bóka-
rinnar yrki hann um forgengileika
mannlegrar tilveru, og þar hvarfli
hugurinn til liðinna daga og þeirra
endaloka sem í vændum eru. -esig
Starfsmannafélag
Hraðfrystihúss Keflavíkur:
Mótmælir
skipasölu
Starfsmannafélag Hraðfrystihúss
Keflavíkur mótmælir áformum um
að selja skip fyrirtækisins, Aðalvík
og Bergvík, jafnframt því að kaupa
í staðinn Drangey og gera að frysti-
togara. Tekið er fram að með þess-
um áformum sé stefnt að atvinnu-
missi um 100 manns, sem er hrein
viðbót við það atvinnuleysi sem fyrir
er á Suðurnesjum.
f ályktun fundar starfsmannafé-
lagsins 25. október sl. er skorað á
stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur hf.
að hætta nú þegar við áform um sölu
skipanna og þess í stað að einbeita
sér að því að leita leiða til að tryggja
áframhaldi rekstur fyrirtækisins. Þá
lýsir fundurinn furðu sinni á því að
Bæjarstjórn Keflavíkur hafi sam-
þykkt þessi áform þar sem það hafi
verið yfirlýst stefna hennar að efla
sjávarútveg í Keflavík og skilyrði
fyrir hlutafjárframlagi Keflavíkur-
bæjar í Hraðfrystihúsi Keflavíkur
hf. hafi m.a. verið að skip fyrirtækis-
ins yrðu áfram gerð út frá Keflavík
og afli þeirra unninn í frystihúsi
félagsins.
Menn og tröll
í Ásgrímssafni
Safn Ásgríms Jónssonar, sem áður
hét Ásgrímssafn, heyrir nú undir
Listasafn íslands. Safnið hefur verið
lokað um nokkurn tíma vegna lag-
færinga, en verður opnað aftur laug-
ardaginn 29. október.
Safnið verður opnað með skóla-
sýningu á myndum eftir Ásgrím úr
níu þjóðsögum og ævintýrum, sem
flestar fjalla um samskipti manna og
trölla.
Safn Ásgríms Jónssonar er að
Bergstaðastræti 74 og sýningin sem
getið var um hér að framan, stendur
til febrúarloka á næsta ári. ssh