Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 20
.1 J J J .* J .1 .< J .1 .* J-.4 J i < ■4 J. J J .*V<t.ÍT< * <■*•» 1, * t « * » ».» * » f r i ' r ff f f i RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Áíjan man. bíndtng STRUMPARNIR SAÍVIVINNUBANKINN Heildsala sími 91-39550 Ttmiim Heitar umræöur á kirkjuþingi um stærsta frumvarpið: MÓTMÆU GEGN FJ EKKUN PRESTA í DREII FBÝLI Miklar og langar umræður urðu um starfsmannafrum- varp kirkjunnar og tillögur um skipan prestakalla Þjóðkirkjunnar, á kirkjuþingi í gær. Hófst þingfundur kl. 10 árdegis, en honum lauk ekki fyrr en seint á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er alls ekki útrætt þar sem það á eftir að sæta annarri umræðu á miðvikudag að lokinni meðferð í Iöggjafarnefnd. Sr. Árni Sigurðsson, þingfulltrúi Norðurlands eystra, var harðorður í garð biskups íslands fyrir að hafa forgöngu um að fækka prestum á landsbyggð- inni og sagði að óvenjulegt væri að nefnd sem skipuð væri prestum að meirihluta kæmi fram með slíkar tillögur. AUs bárust fimm skriflegar fækkun prestakalla, og þar með breytingartillögur og mikill fjöldi munnlegra ábendinga og skriflegra og munnlegra mótmæla héraðs- funda og sóknarnefndarfunda. Nokkur skeyti bárust þinginu einnig, en flest þeirra voru frá Barðaströnd. í frumvarpinu er gert ráð fyrir presta, í dreifbýlli sveitum landsins. Er gert ráð fyrir að með sameiningu og tilfærslum verði fækkað um sex prestaköll á lands- byggðinni. Komu hörðustu mót- mælin fram vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því að prestum verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu nema samkvæmt heimildarákvæð- um ráðherra. Að sögn fyrsta varaforseta kirkjuþings, sr. Jóns Einarssonar í Saurbæ, er búist við því að starf löggjafarnefndar verði fyrst og fremst fólgið í því að ná samstöðu um breytingartillögurnar og koma málinu þannig til síðari umræðu að það sé líklegt til að hljóta af- greiðslu í ár. Takist það mun frumvarpið verða afgreitt sem lög frá kirkjuþingi en þaðan fer það sem frumvarp til laga til Alþingis. Kirkjuráðsmaðurinn Jónas Gíslason, hafði á orði að eðlilegt væri að mótmæli komi fram frá þeim sem teldu sig vera að missa sóknarprest sinn. Benti hann á að samkvæmt tillögunum væri verið að gera 35 prestaköll að prestaköll- um með fjórum sóknum eða meira. AIls er gert ráð fyrir að 13 presta- köll telji fimm sóknir og fimm prestaköll telji sex sóknir. Slík prestaköll hlytu að dreifa mjög starfskröftum viðkomandi sóknar- presta. Ljóst væri að messur yrði strjálar í þessum tilfellum og um- sjónarsvæðið stórt. Þá mótmælti Ottó A. Michelsen, einn af þingfulltrúum Reykjavík- ur, því að Reykjavík yrði skipt upp í þrjú prófastdæmi af skipulagsleg- um og stjórnarfarslegum ástæðum. „Það gengur ekki að gera allt jafnara en jafnt,“ sagði Ottó. Þau prestaköll sem lagt er til að lögð verði niður eru víða um landið. Þau verða sameinuð ná- grannaprestaköllum með ýmsum hætti. Þau eru Ásprestakall í Skaftafellsprófastdæmi, Bergþórs- hvolsprestakall og Kirkjuhvols- prestakall í Rangárprófastdæmi, Söðulsholtsprestakall í Borgar- fjarðarprófastsdæmi, Sauðlauks- dalsprestakall í Barðastrandapróf- astdæmi, Prestbakkaprestakall í Húnavatnsprófastdæmi, Mælifells- prestakall og Hofsstaðaprestakall í Skagafjarðarprófastdæmi og Stað- arfellsprestakall í Þingeyjarpróf- astdæmi. Þessum breytingum fylgja miklar breytingar á öðrum prestaköllum og einnig prófast- dæmum. Tvö ný prestaköll yrðu einnig til í þessum breytingum en það eru Tálknafjarðarprestakall og Þorlákshafnarprestakall. Auk þess er gert ráð fyrir nokkrum hreyfan- legum prestsembættum eða alls um átta farprestum og nokkrum aðstoðarprestum í fjölmennustu köllum landsins. KB Nýtt íslenskt gin og þýskt hvítvín Dagurinn í gær var um margt merkilegur í sögu Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins. Fyrstu flöskurnar af hinu nýja íslenska Dillonsgini voru átappaðar, einnig var mættur tii landsins þýskur vín- sérfræðingur sem heldur námskeið fyrir starfsfólk ÁTVR í dag. Koma sérfræðingsins er nýjung í starfi | ÁTVR og er liður í að auka þjónustu við viðskiptavini. Dr.Franz Werner Michel er sér- fræðingur í þýskum hvítvínum og starfar á vegum Deutsche Weinin- stitut, en stofnun þessi vinnur að því að kynna þýsk vín, jafnframt því að sinna gæðaeftirliti. Þýsk hvítvín eru vinsæl á íslandi og á kynningarfundi sem Dr. Mi- ch$l hélt í gær fyrir fjölmiðla og veitingamenn, kom fram að hver íslendingur drekkur að meðaltali tvö glös af þýsku hvítvíni á ári. Árlega framleiða Þjóðverjar 9 billjónir lítra af hvítvíni, sem er aðeins um 2% af framleiðslunni í Evrópu allri. f dag starfa um 90 þúsund vínræktendur í Þýskalandi, en á fundinum kom fram að Þjóð- verjar hræðast ekki harðnandi samkeppni, vegna ýmissa sérkenna sem þýskt hvítvín býr yfir og fólk virðist kunna að meta. Einkenni þýsks hvítvíns eru helst þau að það hefur yfirhöfuð lægra alkahólinni- hald en sambærileg vín, eða á Dr. Franz Werner Michel, vínsérfræðingur frá Þýskalandi. bilinu 7,5-10%. Einnig eru þau yfirleitt frískari og þurrari en vín frá suðlægari slóðum. Þýsk vínmenning er tvö þúsund ára gömul, og Dr. Michel lagði áherslu á að það væri ekki bara hin efnahagslega hlið framleiðslunnar sem skipti máli, vínið væri ekki síður mikilvægt sem tákn fyrir sögu og menningu þýsku þjöðarinnar. ssh Eldur kviknaði í tankkerru með flugvélabensíni: Eldsprenging á þjóðvegi 1 í gærkvöldi kviknaði í 2500 lítra tankkerru fullri af flugvélabensíni aftan í flutningabfl frá Olís og fékk lögreglan í Borgarnesi tilkynningu um óhappið um kl 19.50. Flutningabíllinn var á leiðinni norður í Mývatnssveit með olíuvör- ur og aftan í bílinn var tengd tank- kerra sem í voru 2500 lítrar af 100 oktana flugvélabensíni og nota átti á flugvélar Mýflugs. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var staddur á móts við bæinn Höfn í Melasveit. Hjóllega brotnaði í öðru hjóli kemmnar og fór hjólið undan. Kerran féll við þetta niður á malbik- aðan veginn og kom við það gat á tankinn og neistaflugið sem myndað- ist við núning járnsins við harðan veginn kveikti eld í bensíninu sem lak út um gatið. Bílstjóri flutningabílsins fann þeg-' ar kerran féll niður og varð strax eldsins var. Hann ók þá út af vegin- um, tókst að aftengja kerruna þarog forða sér og flutningabílnum í ör- ugga fjarlægð frá eldinum. Eldurinn logaði glatt nokkra stund eða þar til kerran og innihald hennar var orðið nægilega heitt og farið að minnka í kerrunni en þá sprakk hún skyndilega. Kerrur þessar eru þannig smíðað- ar að ef sprenging verður þá á að springa upp úr þeim miðjum. Það gekk eftir og við sprenginguna stóð gríðarleg eldsúla upp um sprengigat- ið a.m.k. 30 rriétra í loft upp og ökumaður sem var að koma að norðan varð hennar var þar sem hann var staddur uppi við Svigna- skarð. Engin slys urðu á fólki eða skemmdir á munum og mannvirkj- um í brunanum. - sá Freisting Krists bönnuð innan 16 Kristilegt félag heilbrigðis- stétta er mótfallið því að tekin verði til sýninga kvikmynd Mart- ins Scorsese; Síðasta freisting Krists. „Okkur ber skylda að gæta þess að mynd frelsara okkar sé ekki svívirt. Það er gert í þessari fnynd“, sagði séra Magnús Björn Björnsson starfsmaður félags kristilegra heilbrigðisstétta. Kvikmyndaeftirlitið skoðaði myndina fyrir nokkru og var myndin leyfð til sýninga en bönn- uð innan sextán ára vegna ofbeld- isatriða og krossfestingaratriðis myndarinnar. Biskup íslands og saksóknari hafa báðir séð myndina, en hvor- ugur sá ástæðu til að banna myndina á grundvelli lagaákvæða um guttlast. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.