Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudagur 28. október 1988 Úr leikritinu „Fróði og allir hinir grislingarnir“. Leikfélag Kópavogs: Hvað er að gerast um helgina? Laugardaginn 29. október frumsýnir Leikféíag Kópavogs barnaleikritið „Fróði og allir hinir grislingarnir" eftir Ole Lund Kirkegaard, höfund Gúmmf-Tarsans, Fúsa froskagleypis og fleiri skemmtilegra barnabóka. Anne og Arne Aabenhus unnu leikgerð og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð og samdi hann jafnframt tónlist og söngtexta. Leikritið fjallar um hina litríku íbúa Homhússins, þau Fróða og Simma, Irenu Imbu og ungfrú Lóu og ekki síst fýlupokann Storm sem verður fyrir ásókn hins dularfull* þjófs á hlaupa- hjólinu. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni sem tekur um einn og hálfan tíma í flutningi. Gerla hannaði leikmynd og búninga og Egill örn Árnason annaðist lýsingu. Pét- ur Hjaltested sá um útsetningar og upp- töku tónlistar. Sýningar veiða í Félags- heimili Kópavogs laugardaga og sunnu- daga og hefjast þær kl. 15.00. Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 30. október n.k. að Hótel Lind kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson, formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur fulltrúaráðsins í Kópavogi Stelngrfmur Haukur Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Fundarstjóri: Haukur Ingibergsson. Kaffiveitingar Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 29. þing K.S.F.V. 5. nóvember 1988 Kl. 10.00 Þingsetning: Guðrún Jóhannsdóttir Kjörnir starfsmenn þingsins: a) Þingforsetar b) Ritarar c) Kjörbréfanefnd d) Uppstillinganefnd Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Davíð Aðalsteinsson Umræða og afgreiðsla. Kl. 11.00 Byggðamái: Guðmundur Malmquist Ávörp gesta: Sigurður Geirdal Fulltrúi L.F.K. Gissur Pétursson formaður SUF Kl. 12.15 Hádegisverður Kl. 13.30 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson Alexander Stefánsson Almennar umræður Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.20 Drög að stjórnmálaályktun lögð fram Framhald almennra umræðna Kl. 17.00 Nefndastörf Kl. 17.45 Afgreiðsla mála Kosningar Kl. 19.00 Þingslit 70 ára afmæli Sigurjón Guðmundsson, bóndi á Stóra- Saurbæ í Ölfusi, verður 70 ára á morgun, laugardag. Hann tekur á móti gestum í Félagsheimili ölfusinga eftir kl. 19.00. Kvenfélag Neskirkju verður með kaffisölu og basar í safnaðar- heimili kirkjunnar eftir messu sunnud. 30. okt. þ.m. Kökur á basarinn verða þakksamlega þegnar. Móttaka á sunnudaginn frá kl. 10.00 í safnaðarheimilinu. Verkakvennafélagið Framsókn Basar Verkakvennafélagsin Framsókn- ar, verður haldinn laugardaginn 12. nóv., kl. 14.00, í húsakynnum félagsins Skip- holti 50a. Konur: vinsamlegast komið munum sem fyrst á skrifst. félagsins. Kökur vel þegnar. Ath.: Allur ágóði rennur til jólaglaðn- ings eldri félagskvenna. Nefndin Nessókn Samverustund aldraðra á morgun, laugardag, ferð til Hafnarfjarðar. Farið frá kirkjunni kl. 15.00. Tónlistarveisla í Víðistaðakirkju Efnt verður til langra tónleika í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði, helgina 29.-30. október. Á laugardaginn hefjast tón- leikarnir kl. 13.30, með söng Kórs Öldu- túnsskóla, undir stjórn Egils H. Friðleifs- sonar. Síðan rekur hver stórviðburðurinn annan, fram til kl. 18.00. Á sunnudaginn kl. 14.00: Kór Víðistaðasóknar undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur flytur kafla úr REOUIEM eftir Gabriel Fauré. Einsöngvari með kórnum er Sigurður S. Steingrímsson. Fram til kl. 18.00 koma fram ýmsir fleiri iistamenn. Eftir kvöld- verðarhlé hefjast tónleikarnir aftur kl. 20.00- þá kemur m.a. fram sönghópur ungs fólks. Eins og mörgum er kunnugt hefur Víðistaðakirkja reynst frábært hús til tónleikahalds og hafa tónlistarmenn sóst eftir að flytja list sína þar. Það er því brýn nauðsyn að kirkjan eignist sem fyrst vandaðan konsertflygil, sem hæfir þessu glæsilega húsi. Hópur áhugafólks hefur hafið sókn að þessu marki og er „Tónlist- arvcislan" fyrsta skrefið í þá átt. Aðgang- ur verður ókeypis, en frjáls framlög eru vel þegin. Hægt verður að fá keypt kaffi og rjómavöfflur allan tímann sem veislan stendur og munu konur úr Systrafélagi Víðistaðasóknar sjá um veitingarnar. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta fjölbreyttrar tónlistar í fögru umhverfi og styðja um leið gott málefni. Skaftfellingafélagið Vegna óviðráðanlegra orsaka er vetrar- fagnaði félagsins, sem vera átti laugardag- inn 29. þ.m., aflýst. Ættfræðinámskeið Ættfræðiskólinn mun á næstu vikum hefja ný námskeið í ættfræði. Byrjenda- námskeið munu hefjast í næstu viku. Framhaldsnámskeið munu hefjast eftir áramót fyrir þá sem sótt hafa byrjenda- námskciðin. Kennd verða helstu undir- stöðuatriði ættfræðirannsókna, gerð framætta eða áatala svo og gerð niðjatala. Aðgangur er að einu stærsta heimilda- safni landsins í ættfræði. Nemendur munu rekja sínar eigin ættir og leggja grunn að niðjatali. Innritun í fyrstu námskeiðin er hafin. Leiðbeinandi er Þorsteinn Jónsson. Ferðafélag íslands Sunnudagur 30. okt. - dagsferð: KI. 13.00: Búrfellsgjá - Húsfell - Kaldársel. Gengið frá Hjöllum um Búrfellsgjá, á Búrfell, þaðan á Húsfell og endar göngu- ferðin í Kaldárseli. Verð kr. 500.00. Létt gönguferð við allra hæfi. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,' austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Ferðafélag íslands ÚTVARP/SJÓNVARP © Rás I FM 92,4/93,5 Föstudagur 28. október 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Magnús Bjöm Björnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Ingveldi Ólafsdóttur. Fróttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaöanna aö loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatímlnn. „Hinn rótti Elvis“ eftir Mariu Gripe í þýöingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (21). (Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Kviksjó - Rússlands þúsund ár. Borgþór Kjæmested segirfrá ferð í tengslum við þúsund ára kristnitökuafmæli rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar í ágúst sl. Fyrsti hluti af fimm. (Endurtekinn frá þriðjudegi). 10.00 Fróttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Finn- bogi Hermannsson ræðir við Kristin H. Gunnars- son bæjarfulltrúa í Bolungarvík. (Frá ísafirði) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fróttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Bless Kólumbus“ eftir Philiph Roth. Rúnar Helgi Vignisson les (5). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14 05 Liúflinaslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Fremstar meðal jafningja. Þáttaröð um skáldkonur fyrri tíma. Fjórði þáttur: Jane Austen. Umsjón: Soffía Auöur Birgisdóttir. (Endurtekinn frá kvöldinu áður). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatími. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fróttir. 17.03 Tónlist á síðdegi eftir Pablo Sarasate, Johannes Brahms, Josef Lanner, Johann Strauss yngra, Richard Wagner og Richard Strauss. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Ungir norrænir einleikarar: Tónleikar í Listasafni íslands 27. þ.m. Dan Laurin frá Svíþjóð leikur á blokkflautu verk eftir Jacob van Eyck, Marin Marais, Ryohei Hirose o.fl. Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.00 Kvöldvaka. a. Kvæði frá Holti Úr Ijóðum séra Sigurðar Einarssonar. Gunnar Stefánsson tók saman. Einnig sungin lög við Ijóð skáldsins. b. Lög eftir Ingunni Bjamadóttur raddsett af Hall- grími Helgasyni Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigrún Gestsdóttir, Kór Langholtskirkju og félag- ar úr karlakómum Fóstbræðrum syngja. c. Frá kreppuárum á Bíldudal Finnbogi Hermannsson ræðir við Halldór Jónsson um upphaf verkalýðs- baráttu þar á staðnum og brautryðjandann Ingivald Nikulásson. Umsjón: Gunnar Stefáns- son. 22.00 Fróttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. i& FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 oq 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Ódáinsvallasaga Jóns Amar Marinóssonar kl. 7.45. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar blaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemd- um og ábendingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustendaþjónustu Dægurmálaútvarps- ins og í framhaldi af því gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum heilræði um helgarmatinn. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonar frá Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Magneu Matt- híasdóttur á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00 og aðfaranótt mánudags kl. 2.05). 21.30 Lesnar tölur í bingói styrktarfélags Vogs, meðferðarheimilis SÁÁ. 22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. Endurtekinn þáttur Skúla Helgasonar frá mánudagskvöldi. 03.00 Vökulðgin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi föstudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður- fregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlancfc SJÓNVARPIÐ Föstudagur 28. október 18.00 Sindbað sæfari. (34). Þýskur teiknfmynda- flokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sig- rún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Líf í nýju Ijósi. (13). (II était une fois ... la vie). Franskurteiknimyndaflokkurum mannslík- amann, eftir Albert Barillé. 18.50 Táknmálsfróttir. 19.00 Austurbæingar (Eastenders) Nýr flokkur - Fyrstl þáttur. Breskur myndaflokkur í lóttum dúr. Aðalhlutverk Anna Wing, Wendy Richard, Bill Treacher, Peter Dean og Gillian Taylforth. Þrátt fyrir kröpp kjör og fátæklegt umhverfi er ótrúleg seigla í Austurbæingum. Þeir hafa einstaka hæfileika til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og láta ekki deigan síga þó að á móti blási. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Sagnaþulurinn. (The Storyteller) Sjöunda saga. Myndaflokkur úr leiksmiðju Jim Hensons. Sagnaþulinn leikur John Hurt. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ekkert sem heitir. Þáttur fyrfr unglinga þar sem boðið er upp á tónlist, glens og grín í hæfilegum skömmtum. Umsjón Gísli Snær Erlingsson. 21.00 Kurt Waldheim. Fréttaritari Sjónvarpsins í Vestur-Þýskalandi, Arthur Björgvin Bollason, ræðir við Kurt Waldheim, forseta Austurríkis og , fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna. 21.30 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.30 Falin í ásýnd allra. (Hide in Plain Sight). Bandarísk bíómynd frá 1980. Leikstjóri James Caan. Aöalhlutverk James Caan, Jill Eiken- berry, Robert Viharo og Kenneth McMillan. Myndin byggir á raunverulegum atburðum og lýsir baráttu fráskilins manns til að fá að hitta börnin sín. Þýðandi Þorsteinn Þórhallsson. 24.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 'SroK Föstudagur 28. október 16.10 Lítið ævintýri. Hugljúf mynd um fyrstu ástir táninga á ferð í rómantísku borginni Feneyjum. Aöalhlutverk: Laurence Olivier, Sally Kellerman, Diane Lane og Thelonius Bernard. Leikstjóm: George Roy Hill. Framleiðendur: Yves Rousset- Rouard og Robert L. Crawford. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Orion. Sýningartími 105 mín. 17.55 ( Bangsalandi. The Berenstein Bears. Teiknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Guð- rún Alfreðsdóttir. GuðmundurÓlafsson, Hjálmar Hjálmarsson. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Worldvision. 18.20 Pepsí popp. Islenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl, get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þátturinn er unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð þeirra. Dagskrárgerð: Frost Film hf. Stöð 2. 19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Alfred Hitchcock. Nýir stuttir sakamála- þættir sem gerðir eru í anda þessa meistara hrollvekjunnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningartími 30. mín. Universal 1986. 21.00 Þurrt kvöld Skemmtiþáttur á vegum Stöðvar 2 og Styrktarfélagsins Vogs. I þættinum er spilað bingó með glæsilegum vinningum. Síma- númer bingósins eru 673560 og 82399. Umsjón: Hallgrímur Thorsteinsson og Bryndís Schram. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson. Stöð 2. 21.45 Táldreginn. A Night in Heaven. Faye er kennari sem lifir fremur hefðbundnu lífi með eiginmanni sínum. Dag einn dregur ævintýra- manneskjan, systir hennar, hana með sér á næturklúbbinn Heaven þar sem föngulegir karl- menn fækka fötum og skaka sig við óp og andvörp áhorfendanna, sem flestir eru konur. Faye finnst staðurinn heldur lítilfjörlegur, en kemst ekki hjá því að fylgjast með erótískum dansi fatafellunnar. Aðalhlutverk: Christopher Atkins, Lesley Ann Warren og Robert Logan. Leikstjóri: John G. Avildsen. Framleiðendur: Gene Kirkwood og Howard W. Koch. Jr. 20th Century Fox 1983. Sýningartími 80 mín. 23.05 Þrumufugllnn. Airwolf. Spennumyndaflokk- ur um fullkomnustu og hættuleugstu þyrlu allra tíma og flugmenn hennar. Aðalhlutverk: Jan- Michael Vincent, Emest Borgnine og Alex Cord. Framleiðandi: Don Bellisario. MCA 1984. 23.50 Pixote. Bíómynd sem fjallar um börn í Brasilíu sem hafa sér til viðurværis gerst þjófar og morðingjar og varpað myrkum skugga á samfélag sitt. Hörmungarástand Brasilíu endur- speglast í aðalpersónum myndarinnar og er ekki farið dult með blákaldar staðreynd svo ekki sé meira sagt. Myndin hefur hlotið verðskuldað lof gagnrýnenda, en mörg atriði hennareru ekki við hæfi veikbyggðra sála. Aðalhlutverk: Fem- ando Ramas De Silva, Marilia Pera, Jorge Juliao og Gilbert Moura. Leikstjóri: Hector Babenco. Framleiðandi: Hector Baben'co og Jorge Duran. Columbia 1982. Sýningartími 120 mín. Alls ekki við hæfi bama. 01.50 Sherlock hlnn ungl. Young Sherlock Holmes. Myndin fjallar um fyrstu kynni Sherlock Holmes og vinar hans, Dr. Watson og fyrsta sakamálið af mörgum sem þeir félagar glímdu við. Aðalhlutverk: Nicholas Rowe, Alan Cox, Sophie Ward og Anthony Higgins. Leikstjóri: Barry Levinson. Framleiðandi: Steven Spiel- berg. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. Par- amount 1985. Sýningartími 105 mín. 03.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.