Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 16. nóvember 12 Tíminn . FRÉTTAYFIRLIT Genf - Samningamenn frá- Kúbu, Angóla og Suöur-Afríkuí hafa komist aö samkomulagi,: sem er háð samþykki ríkis- stjórna landanna, varöandi- tímasetningu á brottflutningi kúbverska hermanna frá Ana- óla í skiptum fyrir sjálfstæði, Namibíu. Jerúsalem - Yitzhak Shamir forsætisráðherra (sra- els afneitar stofnun hins pal- estínska ríkis og segir hana einungis vera áróöursbragö “hryðjuverkamanna“ í barátt- unni gegn ísrael. RÓm - Lögreglan hefur lagt hald á einkasafn sem saman- stendur af 45 þúsund fornmun- um sem sumir eru taldir hafa ómetanlegt vísindalegt gildi. Elstu munirnir eru frá því 5000 f.kr. en hiniryngstu frá 200 f.kr. Flestir eru þeir frá Ítalíu en; einnig frá öorum löndum Evr- ópu og Afríku. Eiqandinn seg- ist vera áhugamaöur um forn- leifafræöi og hann hafi safnað. gripunum sjálfur. j Washington - Smásaia í Bandaríkjunum í október varð sú mesta í sjö mánuði. Einnig varð aukning í verksmiðju- framleiðslu og námavinnslu. Washington - Bush hefur snúið aftur úr stuttu leyfi eftir harðan kosningaslag. Næsta verkefni hans verður að taka ákvarðanir varðandi skipanir í embætti. Washington - Reagan og Bush áttu fund með Helmut1 Kohl, kanslara Vestur-Þýska-j lands. Kohl er fyrsti leiðtogij vestrænna ríkja til að ræða við| Bush eftir að hann sigraði íj forsetakosningunum. Toronto - I gær hófst viða-j mikil rannsókn á lyfjaneyslu kanadískra íþróttamanna. Rannsókn þessi fer fyrst og fremst fram vegna lyfjaneyslu Ben Johnson sem varo til þess að hann var sviptur gullverð- launum í 100 metra hlaupi. Sao Paulo - Sveitarstjórn-‘ arkosningar fara nú fram í Brasilíu. Talið er að kosning-' arnar verði mikið áfall fyrir. Miöflokkinn sem er við stjórn,-; því honum er kennt um 700%) verðbólgu í landinu. llllllllllll ÚTLÖND ..................' ' ■ 1 t „T'' .T' .:|li!!!li-.. Palestínumenn lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis I fyrrinótt lýsti þing Þjóðarráðs Palestínumanna í Algeirs- borg yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Yasser Arafat leiðtogi PLO tilkynnti um stofnun ríkisins og að höfuðborg þess væri Jerúsalem, en ísraelar telja þá borg höfuðborg sína. Þjóðarráðið samþykkti einnig ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242 eftir harðvítugar deilur, en þar viðurkennir ráðið tilverurétt Ísraelsríkis, en um þetta atriði urðú miklar deilur á fundinum. Þar samþykkir ráðið einnig að haldin skuli alþjóðleg friðarráðstefna um málefni Mið-Austurlanda. Viðbrögð annarra ríkja við stofn- un ríkis Palestínumanna hafa verið misjöfn. Ríki eins og Alsír, Kuwait, írak og Egyptaland hafa lýst yfir eindregnum stuðningi en stjórnvöld vestrænna þjóða ásamt Sovétríkjun- um hafa sýnt varkárni í yfirlýsingum um samþykktir fundar þjóðarráðs- ins, en líta þó yfirleitt á þær sem skref í átt að friði í Mið-Austurlönd- um. ísraelsmenn hafa hafnað stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis og telja að PLO muni þrátt fyrir það halda sig að hryðjuverkum. Yfirvöld í fsrael afgreiddu á sama hátt samþykkt þjóðarráðsins á ályktun Sameinuðu þjóðanna sem tvískinnung, þar sem PLO muni halda áfram ofbeldi og hryðjuverkum þrátt fyrir viðurkenn- ingu á tilverurétti ísraels og sam- þykktin sé að þessu leyti merkingar- iaus. ísraelsmenn höfðu mikinn við- búnað á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu vegna væntanlegra hátíða- halda í tilefni af stofnun ríkisins, aukið herlið var sent á svæðið og útgöngubanni komið á. ssh Sovétleiðtogi á faraldsfæti í gær fékkst það staðfest bæði í Krernl og Hvíta húsinu að Gorbat- sjov Sovétleiðtogi mun flytja ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna í des- ember einnig mun hann eiga fund með Reagan og Bush. Enn hefur dagsetning ekki verið ákveðin, en ekki verður um formlegan leiðtoga- fund að ræða. Á mánudag tilkynnti Margrét Thatcher að Gorbatsjov hefði þegið boð um að koma í opinbera heim- sókn til Bretlands dagana 12.-14. desember. Þetta mun verða í fimmta skipti sem Gorbatsjov og Thatcher funda. Thatcher mun eiga fund með George Bush í þessari viku þar sem hún mun fræða hann um nýafstaðna Póllandsferð sína. Einnig er búist við að þau muni ræða framvindu í afvopnunarmálum austurs og vesturs. Einn liðurinn í umbótastefnu Gor- batsjov er að styrkja alþjóðatengsl Sovétríkjanna. Um næstu helgi fer Gorbatsjov í heimsókn til Indlands og er hún önnurT röðinni á tveimur árum. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti mun eiga fund með honum í Moskvu 25. nóvember. En bæði Flelmut Kohl, kanslari V- Þýskalands og Ciriaco De Mita, forsætisráðherra Ítalíu áttu fundi með Sovétleiðtoganum í Moskvu í síðasta mánuði. Reuter/ssh Þingkosningar í Pakistan fara fram í dag: Verður Benazir fyrsta konan sem stjórnar nútíma íslömsku ríki? Kosningar fara fram í Pakistan í dag, eftir kosningabaráttu sem ein- kennst hefur af arfleifð fyrrum fors- ætisráðherra, Zulflkar Ali Bhutto sem var tekinn af lífi fyrir níu árum samkvæmt fyrirskipun Zia-ul-Haq. Þetta er einungis í þriðja sinn sem stjórnmálaflokkar hafa háð opin- bera kosningabaráttu í rúmlega fjörutíu ára sögu þjóðarinnar. Fréttaskýrendur telja erfltt að segja til um úrslitin enda engar haldbærar skoðanakannanir verið gerðar með- al þeirra 48 milljóna sem nú eiga kost á að greiða atkvæði. Flestir stjórnmálafræðingar búast þó ekki við miklum mun á milli pakistanska þjóðarflokkins undir stjórn Benazir Bhutto og hins víðfeðma kosning- abandalags sem myndað var í mót- vægi við flokk hennar. Fjöldi þing- manna er 237 en kosið verður beint um 217 sæti, seinna verða konur tilnefndar í 20 þingmannasæti. Pakistanska þjóðarflokknum var hliðrað úr stjórnmálalegri baráttu í tíð herforingjastjórnar Mohammad Zia-ul-Haq. Eftir að hann fórst í flugslysi í ágúst s.l. hefur flokkurinn haslað sér völl á ný undir stjórn Benazir, dóttur Ali Bhutto. Benazir hefur fengið mikinn stuðning og á nú möguleika á að verða fyrsta konan sem stjórnar nútíma múhameðsríki. Sá möguleiki að Þjóðarflokknum takist að ná aftur völdum varð til þess að ráðherrar, hægrisinnaðir trúarhópar og fyrrum fylgismenn Bhutto sem ekki höfðu trú á Benaz- ir, fylktu sér saman og stofnuðu Sovésk geimf laug Fyrsta sovéska geimfíaugin „Buran“ lauk í gær tilraunaflugi sínu. Flaugin fór tvo hringi umhverf- is jörðina og hjá Tass fréttastofunni kom fram að næsta skref verði að koma á loft mannaðri geimflaug. Tilraunaflugið markar tímamót fyrir geimferðaáætlanir Sovétríkj- anna, því hingað til hafa Bandaríkja- menn verið einráðir á sviði geim- flaugá. Challenger slysið í janúar 1986 olli töfum á geimflaugaáætlun þeirra, en fjórir mánuðir eru nú síðan áætluninni var haldið áfram með flugi Discovery geimflaugarinn- ar. Sovétmenn stefna að árlega fari geimflaugar tvær til fjórar ferðir. Reuter/ssh íslamska lýðræðisbandalagið til að auka möguleika sína í baráttunni. Kosningabaráttan einkenndist ekki af gagnstæðum stefnumálum. Báðir hóparnir líta á framþróun þjóðarinnar sem helsta viðfangsefn- ið, en 75% íbúanna eru ólæsir. Baráttan hefur því snúist um persón- ur og arfleifð Ali Bhutto. Benazir Bhutto hefur lýst föður sínunt sem píslarvotti hinna fátæku. Þrátt fyrir að hún hafi fjarlægst sósíalíska hug- myndafræði föðurins hefur hún heit- ið því að halda starfi hans áfram. íslamska lýðræðisbandalagið hef- ur gagnrýnt meðlimi Bhutto fjöl- skyldunnar fyrir að vera ekki nægi- Benazir Bhutto ásamt Zardari. lega trúuð og trygg íslam. - Benazir er gagnrýnd fyrir að vera menntuð á Vesturlöndum, móðir hennar fyrir að hafa dansað við Gerald Ford fyrrum forseta Bandaríkjanna og bróður hennar hefur veríð borið á brýn að hafa átt hlutdeild í flugvéla- ráni 1971. Stjórnareríndrekar í Islamabad hafa lýst yfir vantrú á því að herinn muni leyfa Benazir að taka völdin ef flokkur hennar ber sigur úr býtum í kosningunum. Yfirmaður hersins Mirza Aslam Beg hefur lýst því yfir að herínn muni virða niðurstöður kosninganna.Reuter/ssh Lausn Nelsons Mandela ekki enn í sjonmáli í ræðu sem P.W. Botha hélt á að aldri og hefur setið í fangelsi í svæðisþinginu í Transvaal s.l. 26 ár: mánudag, sagði hann að vestræn í ræðunni sagði Botha m.a.: ríki ættu að hætta þrýstingi varð- „Suður-Afríka getur ekki verið andi breytingar í Suður-Afríku, en þvinguð til að samþykkja óraun- gaf jafnframt ekkert út á það hvort sæjar tilslakanir, við verðum að Nelson Mandela yrði látinn laus. fást við suður-afrískan raunveru- En væntingar höfðu verið í þá átt leika.“ Botha hafnar alfarið er- að Botha myndi lýsa yfir lausn lendri íhlutun varðandi lausn á hans, en Mandela er nú sjötugur vandamálum landsins. Reuter/ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.