Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16!,nóvembér Tíminn 7 24 ára gamall maður stakk fertugan mann með hníf: ÚRSKURÐAÐUR! GÆSLUVARDHALD Gæsluvarðhaldsúrskurður hefur verið kveðinn upp yfir 24 ára göml- um manni sem stakk fertugan mann í kviðinn með hníf á sunnudags- morgun í íbúð í Reykjavík. Maður- inn liggur þungt haldinn á sjúkra- húsi. Árásarmaðurinn var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 14. desember, auk þess sem hann skal sæta geðrannsókn. Mennirnir tveir hittust aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur og bauð sá eldri hinum með sér heim í íbúð sína í vesturbæ Reykjavíkur. Ekki er ennþá ljóst hvað fór á milli þeirra þá um nóttina, en snemma um morguninn kom til ósættis milli þeirra. Sá yngri lagði þá til þess eldra með hníf og stakk hann í kviðarholið vinstra megin, neðan við rifbein. Maðurinn hlut af þessu mikið sár, enda var hnífsblaðið 20 til 25 sm. langt og rúmir 4 sm þar sem það var breiðast. Þegar sá yngri hafði framið verknaðinn hvarf hann á brott, en þeim stungna tókst að tilkynna lög- reglu um atburðinn. Síðdegis á sunnudag hafði lögreglan upp á árásarmanninum og var á mánudag lögð fram krafa um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. desember nk. og gert að sæta geð- rannsókn. - ABÓ Leitað að Karíusi og Baktusi Birgir Sigurðsson Stefán Hörður Grímsson Framlag íslands til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: TENGSL OG DAGUR VONAR Ákveðið hefur verið að verk eftir þá Birgi Sigurðsson og Stefán Hörð Grímsson verði lögð fram af íslands hálfu til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs árið 1989. Bækurnar sem um ræðir eru ljóða- bókin „Tengsl" eftir Stefán Hörð Grímsson og leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Það verður síðan á fundi dóm- nefndar bókmenntaverðlaunanna þann 27. janúar n.k. sem ákvörðun verður tekin um hver hlýtur verð- launin að þessu sinni. Verðlauna- upphæðin er 125.000 danskar krónur. Sjálf verðlaunaafhending- in fer hins vegar ekki fram fyrr en á 37. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 27. feb.-3. mars. Fulltrúar íslands í dómnefndinni eru rithöfundarnir Jóhann Hjálm- arsson og Sveinn Einarsson og er Jóhann formaður nefndarinnar. Ólafur Ragnar fær kaldar kveöjur frá Æskulýðsfylkingunni: w MOTMÆUR SKATTI Á HAPPDRÆTTIN 45% 4ra ára barna með allar tennur heilar Bæta má tannheilsu fjögurra ára barna verulega, með góðum ráðum í munnhirðu og mataræði og með flúorgjöf. Fari sykurneysla barna yfír ákveðin mörk í viku hverri, fjölgar skemmdum tönnum mjög verulega. Þetta eru niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið í Reykjavík. Hægt er að sjá skemmdirnar fyrir Með bakteríurannsókn og spurn- ingalista um mataræði fjögurra ára barna, er hægt að finna út hvaða böm eiga mesta hættu á tann- skemmdum. Eins og áður er getið skiptir sykurneysla miklu máli, en einnig valda bakteríur tannskemmd- um. Núorðið eru til nokkuð áreiðan- legar aðferðir til að rannsaka virkni tannskemmandi baktería, á einfald- an og ódýran hátt, en sumar bakt- eríur eru hættulegri en aðrar. Beðið þar til bomin eru 6 ára? Náist árangur við að draga úr tannskemmdum 4 ára barna, er augljóst að hægt er að hafa veruleg áhrif á ástand fullorðinstanna síðar, en venjulega koma þær um sex ára aldurinn. Skólaskyldan hefst einmitt þá og mörg börn fara þá til tannlækn- is í viðkomandi skóla. Það er hugsanlegt, að foreldrar bíði með að fara með börn sín til tannlæknis, þar til þau eru sex ára og fái fulla endurgreiðslu tannlækna- þjónustunnar og /eða skólatann- lækningar. Stefán Finnbogason, yfirskóla- tannlæknir, segir það langbesta kost- inn að tannlæknakerfið geti byrjað Vísbending um fækkun tannskemmda Rannsakaðar voru tennur 158 fjögurra ára barna í Reykjavík og kom í ljós, að tannheilsa þeirra var betri en búist hafði verið við. Það gæti verið vísbending um, að tann- skemmdum fari fækkandi á íslandi. Að jafnaði höfðu börnin 2,4 skemmdar, tapaðar eða viðgerðar barnatennur og voru 45% þeirra með allar tennur heilar. Það er sambærileg tala og í Svíþjóð og Finnlandi. Þá er athyglisvert að rúmlega fjórðungur barnanna hafði 70% allra skemmdanna og fylling- anna í hópnum og þau börn sem notuðu flúortöflur höfðu að meðal- tali 1,1 skemmda tönn eða viðgerða á móti 2,8 í hinum börnunum. Leiðrétting í frétt Tímans í gær um ákærur í Hafskipsmálinu, misritaðist nafn eins af bankastjórum Útvegsbank- ans. Hann heitir Ólafur Helgason, en ekki Ólafur Magnús Helgason, eins og misritaðist. fyrir 6 ára aldurinn, til þess að fyrirbyggja skemmdir. elk. Á fundi sfnum þann 10. nóvember s.l. samþykkti stjórn Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins ályktun þar sem hugmyndir Olafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra um að leggja 12% skatt á happdrættismiða eru harðlega gagnrýndar. Telur fylk- ingin það forkastanlegt að með þess- um hætti sé veist að tekjustofnum félagasamtaka sem aldrei hafa feng- ið þær fjárveitingar úr ríkissjóði sem lög bjóða. Með þessari skattlagningu sé ráðist að þeim málefnum og því fólki í samfélaginu sem síst skyldi. Segir í lok ályktunarinnar að nær væri að ganga harðar fram gegn gróðabröllurum og öðrum þeim sem notið hafa góðæris undanfarinna ára. Á sama fundi var einnig fordæmd sú afstaða Jóns Baldvins Hannibals- sonar að sitja hjá við atkvæða- greiðslu um vanþóknun á framferði ísraelskra stjórnvalda við Palestínu- þjóðina. Með þessari afstöðu fylki íslendingar sér með Bandaríkja- mönnum og taglhnýtingum þeirra gegn öllum lýðræðiselskandi ríkjum heims og er þess krafist að ríkis- stjórnin breyti tafarlaust afstöðu ís- lands til þessa máls. - ág MÁLMHÚS MÖGULEIKARNIR ERU MARGIR í MÁLMHÚSUM FRÁ MÁLMIÐJUNNI H.F. -V Málmhús eru létt stálgrindarhús boltuö saman á byggingarstað. Allir stálbitar eru sérmótaöirog galvaniseraöir. Upplýsingar hjá söluaðilum og framleiöanda: Málmiöjan hf. sími: 680640 Blikksmiöjan Funi sf. sími 78733 Eigum fyrirliggjandi 1 hús, 12x30 m. 4ra m vegghæð. Mjög gott verð. Málmiðjan hf., Armúla 19, 108 Reykjavík, sími 680640, Telefax 680575

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.