Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. nóvember Tíminn 9 VETTVANGUR iliiiiillillll Sigurður Lárusson: Ennþá vegio að landsbyggðinni f fréttum Ríkisútvarps klukkan 10, 8.11., var sagt frá að samningar stæðu yfir á milli Stöðvar tvö og fyrstudeildarlið- anna í handknattleik um að Stöð tvö fengi einkarétt til að sýna alla leiki í fyrstu deild í vetur og einnig bikarkeppni handknattleiksmanna. Mér hefði því ekki fundist mikið þó hann hefði boðið 2,5 til 3 milljónir fyrir svona mikið og gott sjónvarpsefni. Ég gat ekki stillt mig um að hringja í hann í gær- morgun strax og ég frétti um hugs- anlegan samning við Stöð tvö. Ég benti honum meðal annars á að talsverður hluti landsmanna næði ekki sjónvarpsútsendingum á Stöð 2, og einnig að Sjónvarpið mundi tapa miklu í auglýsingatekjum. Mér fannst hann taka dræmt undir ábendingar mínar. Ég legg áherslu á að fólkið á landsbyggðinni, sem nær ekki Stöð tvö, á að mínu áliti sama rétt til að horfa á þetta myndefni í Sjónvarp- inu og aðrir landsmenn sem geta horft á Stöð tvö. Þessvegna finnst mér Sjónvarpið hafa brugðist þessu fólki og þykir mér það mjög miður. Talið er að 15-20% landsmanna nái ekki Stöð tvö. Auk þess mun vera allmikill fjöldi heimila þar sem Stöð tvö sést, sem ekki hefur myndlykil fyrir þá stöð. Svo má gjarnan.minna á hræsnina sem felst í því hjá Stöð tvö að kaupa einka- rétt að sýningum á þessum leikjum. Þeir höfðu áður manna harðast gagnrýnt ríkisfjölmiðlana fyrir ein- okun. Auðvitað sér hver maður að Þegar heimilað var að leyfa stofnun útvarps- og sjónvarps- stöðva fyrir nokkrum árum hér á landi voru það aðalrökin að ríkis- fjölmiðlarnir hefðu einokun á út- sendingu útvarps- og sjónvarpsefn- i§v Auðvitað vissu menn betur. Þarna voru á ferðinni harðsnúin hagsmunasamtök peningamanna sem teygja anga sína mjög víða inn í þjóðlífið þar sem gróðavon er mest. Nú hafa þessi samtök, sem reka Stöð tvö, kastað grímunni. í frétt- um í dag kom fram að þessi samningur hafi verið undirritaður nú í dag. Upphæðin sem fyrstu- deildarliðin fá eru tvær milljónir króna, og taka auglýsingafyrirtæki einhvern þátt í að greiða það, ef ég hef heyrt rétt. Hinsvegar hefur komið fram að upphaflega bauð Sjónvarpið 1.100.000,- krónur fyr- ir sýningarréttinn en bauð svo í gærkvöldi að ganga að upphafleg- um kröfum liðanna, en því var hafnað. Þetta upphaflega tilboð Sjónvarpsins var svo lágt að það var Sjónvarpinu til stórskammar. Mér finnst útvarpsstjóri hefði átt að skammast sín fyrirþað. Ef hann hefði náð samningum við forsvars- menn liðanna hefðu auglýsinga- tekjur Sjónvarpsins stórhækkað. þetta sjónarspil er fyrst og fremst sett á svið til þess að efla Stöð tvö en ekki til að styrkja fyrstudeildar- liðin. En það breytir engu um ræfildóm æðstu. manna Ríkisút- varpsins að glutra úr höndum sér samningnum við áður nefnda aðila. Ríkisútvarpið auglýsir stíft að það sé útvarp allra landsmanna og auðvitað er það hárrétt. Þess vegna verður það líka að axla þá ábyrgð sem því fylgir. En við sem búum fjarri Reykjavík sættum okkur alls ekki við svona vinnubrögð. Sjón- varp frá knattleikjum mun vera eitt vinsælasta sjónvarpsefnið, að fréttum frátöldum, sem Sjónvarpið sýnir. Þar sem þetta er ríkisstofnun eigum við, sem búum fjær Reykja- vík, sama rétt til að horfa á Sjón- varpið og þeir. Annað sættum við okkur ekki við. Ríkisútvarpið leggur stórfé í kvikmyndagerð og fleira því líkt, eftir því sem ég best veit, og sumt af því finnst mér nauðaómerkilegt. Þá er ekki horft í tvær eða þrjár milljónir. Væri ekki nær að sýna myndir frá handknattleikjum eða öðrum íþróttum, heldur en sumar glæpamyndirnar sem svo oft eru á skjánum og eru í rauninni ekkert annað en kennslustundir í glæpum? Eða klámmyndir? Ríkisútvarpið hefur mjög margt gert vel og skal það síst vanþakkað og til dæmis finnst mér að rás tvö hafi staðið sig mjög vel varöandi íþróttalýsingar og eins finnst mér Stefán Jón Hafstein hafa hleypt nýju lífi í hana, enda er hann að mínu mati mjög fær fréttamaður. Mér er vel ljóst að Ríkisútvarpið hefur við fjárhagserfiðleika að glíma, einkum síðan það var svift stórum tekjustofni, það er að segja í sambandi við innflutning á sjón- varpstækjum. En það finnst mér þó enganveginn réttlæta þennan klaufaskap sem ég hef gert að umtalsefni hér. Ég álít að einmitt í þessu tilfelli hafi útvarpsstjóri mis- reiknað sig herfilega. Ég hygg að þetta klaufastrik verði til þess að efla Stöð tvö stórlega og auka verulega áhorfendafjölda þar en minnka að sama skapi áhorfenda- fjölda hjá Sjónvarpinu. En það þýðir auðvitað minni auglýsinga- tekjur hjá Sjónvarpinu og versn- andi samkeppnisaðstöðu. Þetta held ég að útvarpsstjóri hafi ekki séð fyrir, eða að minnstakosti ekki tekið tillit til. Ég skil ekki svona hagfræði. Það þýðir ekkert annað en horfast í augu við staðreyndim- ar. Og jafnvel þó að ykkur ráða- mönnum Sjónvarpsins hafi fundist Stöð tvö bjóða hátt í sýningarrétt- inn í þessu tilfelli, þá er það eins og einn af virtustu fréttamönnum þessarar stofnunar sagði við mig þegar ég talaði við hann í síma í gær: „Það er ekkert nema ræfil- dómur af Sjónvarpinu að glutra þessu tækifæri úr höndunum á sér.“ Loks vil ég beina nokkrum orð- um til handknattleiksmannanna sem öll þjóðin hefur stutt dyggi- lega við bakið á. Ég tel að þið hafið vissar skyldur við alla þjóðina. Við, sem nú höfum verið lokaðir úti frá að sjá fyrstudeildarleikina í vetur, munum kannski hugsa okk- ur tvisvar um áður en við förum að kaupa happdrættismiða hand- knattleikssambandsins, sem við mjög margir höfum keypt tvisvar á ári síðustu árin. Ég hygg að sala þeirra hafi geng'ið síst verr miðað við höfðatölu á landsbyggðinni en á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ég er þó ekki að saka handknattleiks- sambandið um þessi mál, en þó tel ég hættu á að þessi samningur dragi úr -sölu þessara happdrættis- miða. Gilsá, 9.11.1988 Sigurður Lárusson Af helgispjöllum og rangfærslum Svar til Ingvars Agnarssonar Á sjötugsafmæli friðardagsins, 11. nóvember síðastliðinn, birtist í dagblaðinu Tímanum smágrein eftir Ingvar Agnarsson, forstjóra, um helgispjöll í kirkjugörðum. Þar ganga yfir mig og mína kollega átölur, sem því miður eru illa grundaðar. f grein sinni vekur Ingvar máls á starfi fornleifafræð- inga, - að kanna fortíðina með því að leita vitna hjá minjum genginna kynslóða. Síðan talar hann um spellvirki sem fornleifafræðingar vinni og kallar þá grafarræningja. ■ Ekki veit ég hvað ýtir manni sem vandur er að virðingu sinni að nota slík gífuryrði. Hann sakar mig og mína samstarfsmenn um að ráðast til starfa við minjar í kirkjugörðum með það eitt fyrir augum að eyði- leggja þær og líkamsleifarnar sem þar er að finna. Ég held að Ingvari hefði verið hollara að ræða við fólk sem nær honum stendur áður en hann lét texta sinn út ganga til að forða honum frá missögnum og rógburði af þessu tagi. Visslega er það rétt að fornleifa- uppgröftur felur í sér skemmdir á þeim minjum sem verið er að rannsaka. Þess vegna er mikilvægt að afla upplýsinga af sem allra mestri nákvæmni áður en minjarn- ar eru eyðilagðar, sem oftar er að frumkvæði annarra! Hvar hafa fornleifa- fræðingar unnið helgispjöll? Ingvar rekur dæmi um eyðilegg- ingu forleifafræðinga á nokkrum kirkjustöðum hérlendis. Þar er flest missagt og rangfært. Hann nefnir Skálholt. Þar var unninn fornleifagröftur árin 1954 til 1958, ekki síst vegna þess að til stóð að reisa nýja kirkju þar á hólnum. Slík mannvirkjagerð hlaut að fela í sér eyðileggingu á garðinum og því skynsamlegra að rannsaka þær minjar sem þar voru fremur en láta vinnuvélar og byggingamenn eyði- leggja þær óbættar. Árangur rann- sóknanna getur Ingvar séð í nýlega birtri bók (Skálholt, Fornleifa- rannsóknir 1954-1958. Rvík 1988). Ef hann læsi þá bók sæi hann jafnframt hvaða upplýsingar bein- leifarnar geta veitt. Ég bendi hon- um líka á fjölmörg skrif Jóns Steffensens prófessors um uppruna íslendinga og fleira, sem byggð eru á beinarannsóknum. Ingvar nefnir kirkjugarðinn á Þingvelli. Betur væri að hann liti í bók Björns Th. Björnssonar, Þingvellir, staðir og leiðir (Rvík 1984), bls. 119. Þar segir að kirkju- garðinum á Þingvöllum hafi verið mikið raskað og síðast árið 1944, þegar hann var hækkaður og leiðin jöfnuð. Matthías Þórðarson, fyrr- verandi þjóðminjavörður, segir það sama í bók sinni um Þingvöll (Rvík 1945), og bætir við að breyt- ingarnar hafi verið gerðar fyrir Lýðveldishátíðina árið 1944. Hins vegar er mér ekki kunnugt um fornleifarannsóknir þar á garðin- um. Ég er alveg sammála Ingvari um að í jöfnun garða geti falist skemmd- ir en fagna því að á Þingvelli var garðurinn hækkaður svo að graf- irnar eru óskemmdar fyrir seinni tíma rannsóknir. Ingvar nefnir einnig breytingar á kirkjugarðinum í Viðey. Þær voru tvíþættar. Annars vegar snyrting og jöfnun, sem var gerð innan þess garðs sem sést hefur á þessari öld. Þar var fylgt lögum um kirkjugarða og var þetta ekki gert að ráði eða með aðstoð fornleifafræðinga. Hins vegar fór fram rannsókn á gröfum sem teknar voru á fyrri öldum og voru utan þess garðs sem nú sést. Það var gert vegna bygg- ingaframkvæmda við endurreisn Viðeyjarstofu. Ef fræðingarnir hefðu ekki verið við höndina þar hefði margar grafir horfið í kjafta vinnuvéla. í staðinn er nú búið að safna mikilvægum upplýsingum um heilsu og beinagerð forfeðra okkar sem reynast munu mikilvægar. Af þessu má sjá að í öllum dæmum Ingvars var farið rangt með staðreyndir mála og eru því svívirðingar hans væntanlega ætl- aðar öðrum en fornleifafræðing- um. Oftar en einu sinni hafa garðar verið jafnaðir og jafnvel stór- skemmdir af vinnuvélum án rann- sókna. Þannigvart.d. þegargarður fannst á Eiðinu í Vestmannaeyjum á áttunda áratugnum og er nú horfinn undir mörg tonn af jarðefn- um og steypu. Annar þegar grafið var fyrir húsi Miðbæjarmarkaðar- ins í Reykjavík og farið inn í gamlan reykvískan kirkjugarð, sem reyndar er nú varðveittur að hluta, en án rannsókna. Sem dæmi um hið andstæða má nefna er fjarlægja átti gamla garð- inn á Kirkjubóli við Skutulsfjörð. Þar átti að gera jarðefnagryfjur. Sem betur fer var Þjóðminjasafnið vakandi þá og fékk fsfírðinga til að láta rannsaka hvað þar var að finna áður en garðurinn hvarf í vinnuvéla- kjafta í gryfjunum. Hafi báðir aðilar heiður fyrir. Fyrir litlar sakir féllu stór orð Mér hefur ávallt fundist það illt þegar menn ausa úr skálum reiði sinnar án ígrundunar, en skil vel að menn vilji bera umhyggju fyrir líkamsleifum forfeðranna. En það er óafsakanlegt að fullorðinn, virt- ur maður skuli standa fyrir svona upphlaupi. Hann kallar fræðimenn sem reyna að vinna verk sitt af eins mikilli samviskusemi og alúð og hægt er ótrúlegustu ónöfnum. Þeir eru tilfinningalausir, vanhugsandi og grafarræningjar svo nokkur dæmi séu tekin. Mér er nær að halda að svona megi kalla meið- yrði. Ef Ingvar Agnarsson er sá maður sem mér er sagt hann sé, hlýtur að koma opinber afsökun frá honum innan fárra daga. Magnús Þorkelsson fornleifafræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.