Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 20
* 1 1 1 'S’.’.’.r.T.r,r,T,r,T 7,r Átján mán. binding '0jfelL AS>Ö T' § 7,5% ▼ ▼ RÍKISSKIP ÞROSTIIR NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 685060 SAMVINNUBANKINN VANIR MENN Ný reglugerð sjávarútvegsráðuneytis um aflakvóta gerir ráð fyrir samdrætti í veiðum á þorski, karfa og grálúðu: n </> Irátti jrinn me iri en í forse ndun n þjóðhai jsspár Sjávarútvegsráðuneytið birti í gær reglugerð um afla- kvóta fyrir fimm helstu botnfísktegundir sem veiddar verða við landið á næsta ári. Þar er kveðið á um 10% samdrátt í þorski og karfa og og óbreytt viðmiðunarmörk í öðrum botnfísktegundum nema hvað hámark verður sett á sókn sóknarmarksskipa í grálúðustofninn. í forsendum þjóð- hagsspár sem lögð var fram í byrjun mánaðarins er gert ráð fyrir að heildarafli á föstu verðlagi muni minnka um 4,5%. A þessu ári voru veiðiheimildir þrengdar og þorskkvóti lækkaður. Viðmiðunaraflinn var ákveðinn 315 þúsund lestir og stefnt var að því að heildar þorskaflinn yrði um 350 þúsund lestir en nú stefnir í að hann verði 355-360 þúsund lestir. Hafrannsóknarstofnun telur að til að þorskstofninn rýrni ekki frá því sem nú er verði enn að draga úr þorskveiðum og megi afli ekki fara fram úr 300 þúsund lestum næstu tvö árin. Til að ná því marki verði þegar á næsta ári að draga úr þorskafla um 20%. Ráðuneytið telur þó að ástand efnahagsmála sé þannig að ill- mögulegt sé að draga svo mikið úr afla og leggur til að samdráttur milli áranna 1988 og 1989 verði rúm 10% Viðmiðunarmörkin í nýju reglu- gerðinni hafa verið ákveðin 285 þúsund lestir en vegna sveigjan- leika kerfisins gæti heildaraflinn árið 1989 orðið 325 þúsund lestir, en dregið verður enn frekar úr veiðum árið 1990. í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir 10% minni afla á karfa og miðast veiðiheimildir við 77 þús- und lesta heildarafla en áætlað er að aflamagn á ýsu, ufsa og grálúðu verði óbreytt frá því sem nú er. Ráðuneytið telur þó óhjákvæmi- legt að stemma stigu við ásókn sóknarmarksskipa í grálúðustofn- inn með því að setja sérstakt hámark í grálúðuveiðum þessara skipa. Hagfræðingar sem Tíminn ræddi við í gær sögðu að erfitt væri að segja til um áhrif aflasamdráttarins á þjóðartekjur og afkomu lands- manna. Þessi samdráttur væri þó heldur meiri en gert hafði verið ráð fyrir í þjóðhagsáætlun Þjóðhags- stofnunar, en þar er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti í heildarafla milli ára og að landsframleiðsla dragist saman um 1,5%. Hvaða áhrif þessi mikli sam- dráttur í sjávarafla mun hafa sögðu hinir hagfróðu erfitt að meta. Ym- islegar aðstæður hefðu þar áhrif, svo sem atvinnuástand og efna- hagslegt umhverfi og hvort aflan- um á næsta ári yrði ef til vill beint í verðmeiri framleiðslu en áður. Fiskvinnslan hefði t.d. oft haldið því fram að hún gæti ekki fengið nauðsynlegan mannafla til að vinna úr aflanum og minnkandi afli hlyti að þýða að úr þeim vanda drægi og hugsanlega nýttist hráefnið því bet- ur en áður, þannig að afleiðingarn- ar þyrftu ekki endilega að verða að öllu leyti slæmar. -sá ...... . ..........^.. y . , Hér má sjá að dælan er gjörónýt. Slík atvik sem þetta sjást oft í grínmyndum en sem betur fer sjaldnar í raunveruleikanum. Tímamynd Pjetur. Óvenjulegt óhapp átti sér stað á Bíldshöfða í gær: Ók burt með dælu! Sá óvenjulegi atburður átti sér stað á bensínstöð Esso við Bílds- höfða í Reykjavík síðdegis í gær að bílstjóri sendiferðabíls ók af stað með bensíndælu í eftirdragi. Tildrög málsins voru reyndar þau að bílstjórinn hafði verið að kaupa bensín á bílinn, rétt eins og gengur og gerist. Þegar hann hafði greitt fyrir bensínið ók hann af stað með þeim afleiðingum að bensíndælan rifnaði upp af festingum sínum og er ónýt á eftir. Slanga dælunnar hafði semsé ekki verið fjarlægð úr bensín- tanki bílsins og því fór sem fór. Að sögn starfsmanns bensínstöðv- arinnar er þetta í annað skipti sem slíkt atvik á sér stað á þessari tilteknu bensínafgreiðslu. Ekki mun hafa skapast eldhætta við óhappið. og ný dæla er væntanlega komin á staðinn. -áma Ólympíuskákmótið í Grikklandi: Unnum Brasilíu í þriðju umferð fslensku sveitinni á ólympíuskák- mótinu í Þessalóníku í Gríkklandi hefur vegnað ágætlega til þessa. Sveitin hefur nú hlotið átta vinninga í þremur fyrstu umferðunum og níundi vinningurinn er í augsýn, þar sem Karl Þorsteins á unna biðskák gegn Brasilíumanni. Hefur Karl biskup yfir og gjörunnið tafl. í þriðju umferð, sem tefld var í gær sigraði íslenska sveitin þá brasil- ísku með 2,5 vinningum gegn 1,5. Þá gefur Tíminn sér að Karl vinni biðskákina og þarf ekki að efast um það. Margeir Pétursson vann biðskák sína gegn Kanada í gærmorgun og innbyrti þar með einn vinning fyrir íslensku sveitina. Jóhann Hjartarson tapaði á fyrsta borði. Helgi Ólafsson gerði jafntefli en Jón L. rúllaði sínum andstæðingi upp á eftirminnilegan hátt, að sögn Þráins Guðmundssonar fararstjóra sveitarinnar. Ekki var ljóst í gær við hverja íslendingar tefla í dag en líklegast var talið að við mættum Dönum, Hollendingum eða Kúbverjum. Þráinn Guðmundsson sagði það vera von íslendinganna að við mættum Rússum sem fyrst. Hvort það verður, ræðst af gengi sveitanna í næstu umferðum. Efstir á mótinu eru nú Rúmenar með 10,5 vinninga. Líkast til ná Sovétmenn þeim að vinningafjölda, þar sem Karpov á unna biðskák. Annars eru Sovétmenn með 9,5 vinninga. Búlgarar eru með 9,5 vinn- inga og ísland ásamt nokkrum öðr- um þjóðum fylgir fast á eftir með 9 vinninga. Þráinn segir, eftir að hafa fylgst með gengi einstakra sveita á mótinu að ekki sé hægt að bóka vinning gegn nokkurri sveit nema helst Afr- íkuþjóðum. Nefndi hann sem dæmi Kínverja sem komið hafa verulega á óvart og verið vanmetnir á þessu móti. Önnur úrslit í gær voru: Sovétrík- in-Argentína 3-0 og ein biðskák, Kína-Júgóslavía 3-1, Þýskaland- Danmörk 2-2, BNA-Kanada 1-0 og þrjár tvísýnar biðskákir, Bretland- Israel 3-1 og Rúmenía-Perú 3-1. Alls verða telfdar fjórtán umferðir á mótinu. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.