Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 16. nóvember Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af framtíð hennar: Verður aðeins eitt varðskip á miðunum? Ef svo fer sem horfír verður aðeins eitt varðskip á miðunum í kringum ísland, þriðju hverja viku. Gísli Ólafsson formaður Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar sagði í gær að sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar væri ekki gert ráð fyrir því að v/s Óðinn yrði gerður út á árinu 1989 sem aftur myndi leiða til fyrrgreindra aðstæðna þar sem áhafnir þeirra tveggja skipa sem eftir yrðu þyrftu viku inniveru á hálfsmán- aðar fresti’. Gísli segir að sé ætlunin að spara ríkissjóði útgjöldin sé mun skynsam- legra að gera v/s Óðin út en Árvakur þar sem Óðinn sé í góðu standi en Árvakur vægast sagt í niðurníðslu. Það hlýtur að teljast varhugavert, ef öryggi sjómanna er haft í huga, að hafa aðeins eitt varðskip á miðunum því töluverðan tíma tekur að sigla stranda á milli þurfi til dæmis á varðskipi að halda við björgunar- störf. Þá benda starfsmenn Gæsl- unnar á að það hljóti að skjóta skökku við að á meðan íslendingar geri kröfu um stærri efnahagslög- sögu og aukið öryggi sjófarenda, sem og annarra landsmanna, þá sé það stefna stjórnmálamanna að skera Landhelgisgæsluna niður í hlutfalli við aukið hlutverk. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa sent frá sér ályktun þar sem m.a. er skorað á dómsmálaráðherra að sjá um að nefnd sú sem sett var á laggirnar 2. apríl 1981 til að kanna hvemig nauðsynlegt væri að efla Landhelgisgæsluna, skili niðurstöð- um áður en teknar verði svo örlaga- rfkar ákvarðanir sem raun ber vitni. Gísli var spurður um störf þessarar nefndar: „Hún hefur ekki gert neitt. Þessi nefnd hefur starfað f tæp átta ár og hefur að okkar áliti verið þröskuldur í vegi framkvæmda, vegna þess að þær ályktanir og tillögur sem við höfum sent frá okkur til úrbóta hafa verið settar í þessa nefnd og frá henni hefur ekkert komið.“ Aðspurður sagði Gísli einnig að það væri engin launung að þyrla Gæslunnar, TF-SIF hefði reynst full lítil til þeirra björgunarverkefna sem henni hefðu verið ætluð, við hin erfiðu veðurskilyrði sem vissulega væru hér við iand. Að mati starfs- manna þarf að fá nýja og öflugri þyrlu til björgunarstarfa og það fyrr en seinna. Þessi nýja þyrla þyrfti að vera búin tækjum til afísingar en það er SIF ekki. Þessi tækni hefði verið að ryðja sér til rúms á þeim tíma sem SIF var keypt og nú væri full ástæða til endurnýjunar. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í gær að hann tæki í öllum aðalatriðum undir þær ályktanir sem starfsmannafélag- ið hefur látið frá sér fara. Það væri vissulega ámælisvert að yfirvöld skyldu ætla að draga úr starfsemi Gæslunnar f stað þess að auka hana eins og þó vissulega væri ástæða til. Gunnar vildi benda á að þó nefnd sú sem minnst er á hér að framan hafi kannski ekki endanlega lokið þeim störfum sem til var ætlast í upphafi, hafi hún látið eitt og annað gott af sér leiða og megi meðal annars benda á að kaupin á TF-SIF hafi verið borin undir hana á sínum tíma og þau samþykkt. Þá hefði sá kostur talist mjög vænlegur þó að í dag mættieftilvillbætaumbetur. -áma Þröstur Sigtryggsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hafa þeir að- eins eitt skip til umráða þriðju hverju viku í sumar? Sovétmenn sendu síldarútvegsnefnd skeyti í gær varðandi viðbótarkaup á saltsíld: Tókst ekki að afla gjaldeyrisheimilda Skeyti barst síldarútvegsnefnd ■' gær frá Sovrybflot, þar sem greint er frá því að ekki hafi tekist að afla gjaldeyrisheimilda til kaupa á frek- ara magni af saltaðri síld frá íslandi. I samningi sem undirritaður var 31. október síðastliðinn, og tekur til sölu á 150.000 tunnum af hausskor- inni og slógdreginni síld til Sovét- ríkjanna, var ákvæði um að eigi síðar en 15. nóvember skyldi svar berast um frekari kaup Sovrybflot á saltsíld. Frekari kaup Sovétmanna eru grundvölluð á viðskiptasam- komulagi milli landanna en þar segir að Sovétmenn skuli árlega kaupa af íslendingum 200 til 220.000 tunnur af saltaðri síld. Alls vantar 50.000 tunnur upp á samninga í ár að ákvæði viðskiptasamkomulagsins sé uppfyllt. Einar Benediktsson aðstoðar- framkvæmdastjóri síldarútvegs- nefndar sagði í samtali við Tímann í gær að nefndin myndi áfram vinna að því veittar yrðu gjaldeyrisheim- ildir til frekari kaupa á saltsíld. Hvað næst myndi gerast í málinu vildi Einar ekki tjá sig um frekar og vildi ekki segja til um hvort fulltrúar síldarútvegsnefndar hygðu á ferð til Rússland til að knýja enn frekar á um viðbótarkaup Sovétmanna á salt- síld frá íslandi. Rétt er að geta þess að í fyrra náðust að lokum samningar um sölu á 200.000 tunnum til Sovétríkjanna. Síðustu 30.000 tunnurnar var endan- lega samið um á aðfangadag og saltað upp í þann samning síðastlið- inn janúar. Það er því aldrei að vita nema Sovétmenn lumi á annarri „jólagjöf" í ár. -ES Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Samvinnutrygginga: Rétt að tryggingafélög leiti eftir sameiningu Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Samvinnutrygginga g.t., segir að eðlilegt sé að tryggingafélög leiti eftir sameiningarmöguleikum, en ekki hafí neinar viðræður farið fram af hálfu stjórnar Samvinnutrygginga við stjórn Brunabóta eða annarra félaga, enn sem komið er. Segir hann að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli stjórna Sam- vinnutrygginga og Brunabótafélags íslands, en þetta séu þau trygginga- félög sem séu hvað skyldust að rekstrarformi og markaðssamsetn- ingu. „Ég hygg að hægt sé að hagræða talsvert mikið á trygginga- markaðinum með því að trygginga- félögin verði færri og stærr' og verði þar með öflugri rekstrareiningar heldur en þau hafa verið,“ sagði Valur. „Það myndi leiða til sparnað- ar í rekstri og til þess að iðgjöld gætu verið hagstæðari þegar á heildina er litið.“ Sagði Valur að það blasti við að tvö félög væru á markaðinum sem væru gagnkvæm tryggingafélög og í eigu þeirra sem tryggja þar á hverj- um tíma. Þetta væru Samvinnutrygg- ingar og Brunabótafélag íslands og væru þau því náskyld hvað rekstrar- form þeirra varðar. Þau störfuðu auk þess að svipuðum trygginga- greinum. „Þess vegna er það ekki að ófyrirsynju að við höfum fengið þær spurningar hvort þessi tvö trygginga- félög muni hugsanlega sameinast. Viðræður hafa ekki farið fram og eru ekki í gangi milli stjórnanna, þannig að framtfðin verður að leiða það í ljós hvort einhverþróun verður í þessa átt,“ sagði Valur Arnþórs- son, stjórnarformaður Samvinnu- trygginga. KB Afturhvarfið á tónlistarsviðinu heldur áfram: Tremeloes til íslands Þeir sem voru upp á sitt besta á sjöunda áratugnum og reyndar hin- ir líka ættu að kannast við Brian Poole og hljómsveit hans Treme- loes. Þekkt lög með þeim eru meðal annars: „Someone, someone" og „Sil- ence is golden". Eftir nokkurra ára hlé kemur Poole nú fram á ný ásamt hljómsveit sinni og mun meðal annars koma til Islands. Helgina 18. og 19. nóvember gefst íslenskum aðdáendum tækifæri til að sjá og heyra þessi átrúnaðargoð sín á Hótel íslandi og mun forsala aðgöngumiða vera í síma 687111. -áma Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning íslands. Lindu spáð góðu gengi Tíminn aflaði sér upplýsinga um stöðu Lindu Pétursdóttur, fegurðar- drottningar íslands í veðbanka í London í gær. Að sögn starfsmanns veðbankans er Linda nú í þriðja sæti, fylgir fast á hæla fulltrúa Breta en í efsta sætinu trónir nú fegurðar- drottning Venezuela. Viðmælandi Tímans sagði stöð- una lítið hafa breyst síðustu sólar- hringana en það myndi ekki koma sér á óvart þó Linda kæmi til með að verða í einu af efstu sætunum. Á eftir Lindu koma svo fulltrúar Finna og Svía þannig að allt stefnir í mikla viðurkenningu á norrænni fegurð í þessari keppni. -áma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.