Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagúr 16 j nóverrrbér Hópurinn ásamt fóstrunum við prentvél Blaðaprents. Tímamynd g.e. Selásborg kemur í heimsókn á Tímann Krakkarnir á skóladagheimilinu Sel- ásborg í Árbæ komu við á Tímanum í gær til þess að sjá hvernig dagblað Að aflokinni skoðunarferð er gott að fá smá hressingu. Tímamynd G.E. verður til. Krakkarnir eru búnir að fara í nokkur önnur fyrirtæki þar sem annaðhvort pabbi eða mamma einhvers krakkans vinnur. Fóstrurnar fóru fram á það við foreldra barnanna að fá að koma í heimsókn á vinnustaði þeirra til þess að leyfa börnunum að kynnast því hvað foreldrarnir eru að gera á meðan þau eru í skólanum eða á skóladagheimilinu. Hefur þetta mælst vel fyrir hjá bömunum og hlakka þau til hverrar ferðar, mest þó auðvitað þegar farið er í fyrirtæk- ið hjá pabba eða mömmu. Á Selásborg eru 17 börn á aldrin- um 6-9 ára og vom þau klædd í furðuföt í gær í tilefni þess að Selásborg varð 3 ára í gær. Börnin sögðu verulega skemmtilegt að vera á Selásborg þar væri alltaf eitthvað áhugavert að gerast. Alfreð Þorsteinsson spyr borgarstjóra um viðbrögð við samdrætti í þjóðfélaginu. Ráðhúsbyggingin nú 190 milljónir fram úr áætlun: Hægir borgin á ráðhúsinu? „Eru uppi sérstök áform um sparnað og hagræðingu í rekstri hjá Reykjavíkurborg? Hyggjast borgaryfirvöld hægja á stórframkvæmdum við ráðhús og útsýnishús á Öskjuhlíð?“ Þetta er fyrirspurn sem Alfrcð Þorsteinsson flutti í borgarráði í gær í Ijósi þess að Reykjavíkurborg mun ekki fara varhluta af þeim samdrætti sem nú á sér stað í þjóðfélaginu. Á fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar voru til ráðhússins ætlaðar 160 milljónir kr. á þessu ári. Ýmsar breytingar á hönnun hússins urðu til að kostnaður hækkaði verulega svo að á þessu ári hafa verið lagðar um 350 milljónir króna - farið hefur verið við bygginguna 190 milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Alfreð sagði við blaðið í gær að hann teldi ekki óeðlilegt að borgar- stjóri svaraði því hvernig borgin ætlaði að bregðast við yfirvofandi tekjutapi vegna samdráttar í þjóð- félaginu. Hvort borgin hygðist hægja á þessum tveim dýru framkvæmdum eða hvort skorið yrði niður á öðrum sviðum hjá borginni. Einkenni samdráttarins væru þeg- ar orðin ljós í nýframkvæmdum í byggingaiðnaði, sem hafa dregist saman síðustu vikur. Þá fjölgar stöðugt gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga og spáð er rýrnandi kaupmætti og benti Alfreð á að allt þetta hefði áhrif á fjárhag Reykja- víkurborgar. Alfreð sagði að svars væri að vænta frá borgarstjóra á næsta borg- arráðsfundi. -sá ASÍ um reglulegar siglingar að og frá landinu: íslendingar á öll skip Á fundi miðstjórnar ASÍ fyrir lendra skipa, sem mönnuð eru skömmu var samþykkt samhljóða erlendum sjómönnum og ætluð ályktun þar sem segir m.a.: eru til reglubundinna siglinga að „Miðstjórn ASÍ ítrekar fyrri og frá fslandi. samþykkt sína frá því í janúar sl. Jafnframt beinir miðstjórn ASÍ og skorar á viðskiptaráðherra að því til aðildarfélaga sinna að huga stöðva nú þegar öll leyfi til gjald- að aðgerðum gegn þessum eyrisyfirfærslu vegna leigutöku er- skipum.“ Bændaskólinn á Hvanneyri veröur 100 ára áriö 1989: Leit hafin að Hvanneyringum Nú er haflnn undirbúningur 100 ára afmælis Bændaskólans á Hvann- eyri. Af því tílefni er nú reynt að hafa uppi á öllum fyrrverandi nem- endum, kennurum og öðru starfs- fólki skólans. Það var fyrir tæpri öld eða árið 1889 sem skólastarf við Bændaskól- ann á Hvanneyri hófst. Óhætt er að fullyrða að starfsemi skólans hefur haft mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag, því auk bænda hefur fjöldi fólks á öðrum starfsvettvangi hlotið þar skólanám sitt að hluta eða öllu leyti. Alls munu um 3.000 nemendur hafa útskrifast á þessu tímabili og um 2.000 þeirra eru enn á lífi hérlendis en um 60 búa erlendis. Hópur sem starfar að undirbún- ingi afmælishátíðar skólans, sem ætl- unin mun vera að halda 24. júní 1989, leitar nú logandi Ijósi að eftirtöldum hópum: 1. Fyrrverandi starfsmenn og kennarar. 2. Aldraðir nemendur sem hafa haft búferlaskipti nýlega. 3. Nemendur sem búa erlendis. Þessi undirbúningshópur biður þá að bregðast skjótt við sem geta bent á fyrrverandi Hvanneyringa í þess- um hópum. Þeir sem taka við ábend- ingum þessum eru þeir Gunnar Guð- bjartsson og Gísli Karlsson hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins í síma: 91-28288. -áma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.