Tíminn - 16.11.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 16. nóvember
llllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP Illlllllllilllllllllllllllllllll
Lögfræðiaðstoð ORATORS
Laganemar veita ókeypis lögfræðiað-
stoð fyrir almenning yfir vetrarmánuðina,
eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Aðstoðin fer þannig fram, að eitt kvöld í
viku veita laganemar, á síðasta hluta
námsins, lögfræðilega ráðgjöf í gegnum
síma.
Markmið þessarar þjónustu er að al-
menningur eigi þess kost að geta, á
skjótan og ódýran hátt, fengið upplýsing-
ar um réttarstöðu sína ef eitthvað kemur
upp á, s.s. andlát, skilnaður, fjársvik
o.s.frv. Fólk fær einnig upplýsingar um
hvert það getur snúið sér til að fá úrlausn
mála sinna, en laganemar hafa ekki leyfi
til málflutnings og geta því ekki fylgt
málum eftir í dómskerfinu.
Lögfræðiaðstoðin er opin eitt kvöld í
viku, á fimmtudagskvöldum Id. 19:30-
22:00 og símanúmerið er 11012. Aðstoðin
er einungis veitt í formi símaráðgjafar.
Málþing um fram-
leiðslu kvikmynda á litlum
markaðssvæðum
Laugardaginn 19. og sunnudaginn 20.
nóvember mun verða haldið MÁLÞING
um framleiðslu kvikmynda á litlum mark-
aðssvæðum. Málþingið er haldið í Nor-
ræna húsinu á vegum Kvikmyndasjóðs
íslands og Endurmenntunarnefndar Há-
skóla íslands.
Málþingið hefst kl. 10:00 á laugardag,
er Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri, for-
maður stjórnar Kvikmyndasjóðs, setur
þingið. Flutt verða erindi um kvikmynda-
framleiðslu og umræður verða á eftir. Á
sunnudag hefst málþingið kl. 13:00 og eru
áætluð þinglok um kl. 17:00.
Fundarstjóri verður Guðbrandur
Gíslason, framkvæmdastjóri Kvikmynda-
sjóðs íslands. Málþingið er opið öllum
áhugamönnum um kvikmyndagerð. Að-
gangur er ókeypis.
Ferðaskrifstofan Atlantik:
Klúbbur 60
Klúbbur 60 var stofnaður í febrúar
1988 á vegum Ferðaskrifstofunnar Atl-
antik. Markmið klúbbsins er að bjóða
eldri borgurum um land allt að ferðast á.
ódýran og þægilegan máta og annast
þjónustu og ráðgjöf varðandi ferðalög
innanlands og utan. Stofnun þessa klúbbs
er í tengslum við 10 ára afmæli skrifstof-
unnar og einn Iiður í að bæta ferðaþjón-
ustu. Áhersla er einnig Iögð á upplýsingar
um fræðslu og menningarmál í tengslum
við ferðirnar.
Á þriðja hundrað manns hafa ferðast
til Mallorka á vegum klúbbsins frá stofn-
un hans og hafa hjúkrunarfræðingur og
auka fararstjórar verið með í öllum
ferðum. Hefur m.a. verið boðið upp á
margs konar skoðunar- og verslunarferð-
ir, skemmtikvöld tískusýningar, bingó og
spilakvöld og njóta þessar ferðir vaxandi
vinsælda.
Nú ætlar klúbburinn að efna til
sketnmtifundar, þar sem rifjaðar verða
upp minningar úr ferðunum og hugað að
næstu ferðum. Fundurinn verður laugar-
daginn 19. nóv. Id. 16:00 í Félagsmiðstöð-
inni Bólstaðarhlíð 43.
Kvenfélag
Óháða safnaðarins
Kvenfélag Óháða safnaðarins verður
i með félagsvist í safnaðarheimilinu Kir-
kjubæ fimmtudaginn 17. nóv. kl. 20:30.
Góð spilaverðlaun og kaffiveitingar.
Illlllllllllllllllllllilll: R/FKIIR 111»
Stóru
stundirnar
Ný íslensk handbók um
siði og venjur á merkum
tímamótum
er meðal útgáfubóka
Hörpuútgáfunnar á þessu hausti.
í bókinni er að finna upplýsingar
um ýmislegt sem máli skiptir hjá
fólki varðandi fæðingu, skírn,
fermingu, trúlofun, giftingu,
áfangapróf, gestaboð, afmæli og
útfarir. Auk þess er sérstakur kafli
með ámennum siðareglum. Fjöldi
stórra litmynda prýðir bókina.
Höfundur texta er Hermann
Ragnar Stefánsson og hefur hann
haft samvinnu við fjölda sérfróðra
aðila um hina ýmsu efnisþætti
bókarinnar. Myndimetr tók
Jóhannes Long ljósmyndari. Ljóst
er að þessi bók mun bæta úr
brýnni þörf og verða kærkomin
heimihshandbók.
Smurstöðin á Klðpp er flutt
-áSuðurlandsbraut 16
Smurstöðinf sem var á Klöpp við
Skúlagötu, hefur flutt í ný og fullkomin
húsakynni að Suðurlandsbraut 16 á mót-
um Vegmúla, þar sem Veltir hf. var áður
með verkstæði.
Smurstöðin Klöpp við Vegmúla er
undir stjórn Gunnars Gíslasonar, en
hann hefur í rúm 40 ár starfað við
smurstöðvar, þar af í 25 ár hjá Olís að
Klöpp. Rekur Gunnar smurstöðina í
umboði Olís hf. Með honum starfa þrír
starfsmenn á stöðinni.
Auk þess að bjóða upp á smurningu á
öllum gerðum bíla, annast Smurstöðin í
Vegmúla einnig margs konar eftirlit með
bílunum, t.d. með kælivatni, olíu- og
loftsíum o. fl. Ennfremur sjá starfsmenn
um að skipta um ljósaperur, þurrkublöð
og kerti. Nú er tíminn til að huga að
frostlegi á bílunum og vera viðbúnir vetri.
Smurstöðin Klöpp við Vegmúla er opin
kl. 08:00-18:00 alla virka daga.
Kristján Davíðsson listmálari við eitt verka sinna.
Kristján Davíðsson sýnir
í Gallerí Borg
Kristján Davíðsson opnar sýningu á
verkum sínum í Gallerí Borg, Pósthús-
stræti 9, fimmtudaginn 17. nóvember kl.
17:00.
Kristján Davíðsson er fæddur í Reykja-
vík 1917. Hann hefur haldið fjölda einka-
sýninga hér á landi og erlendis. 1981 var
yfirlitssýning á verkum Kristjáns í Lista-
safni íslands og 1984 var haldin sýning á
verkum hans í Alvar Alto húsinu í
Feneyjum.
Kristján hefur tekið þátt í samsýning-
um á öllum Norðurlöndunum, Englandi,
meginlandi Evrópu og Norður- og Suður-
Ameríku, með innlendum og erlendum
listamönnum.
Á sýningu Kristjáns nú eru nýjar
olíumyndir sem allar eru til sölu.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00.
Sýningunni lýkur þriðjudaginn 29. nóv-
ember.
Revían „Erum við svona?“
í Keflavík
Föstud. 18. nóv. kl. 21:00 frumsýnir
Leikfélag Keflavíkur revíuna „Erum við
svona?“ á Glóðinni ( Keflavfk. Höfundur
og leikstjóri er Hulda Ólafsdóttir leik-
húsfræðingur. Leikendur eru 17 auk
fjögurra manna hljómsveitar. Alls tóku
um 30 manns þátt í uppsetningu þessari,
en æfingar hófust í byrjun október sl.
Uppselt er á frumsýninguna, en aðrar
sýningar eru áætlaðar 19., 20., 25., 26. og
27. nóvember kl. 21:00 á Glóðinni.
Stjóm Leikfélags Keflavíkur
26. þing SlBS
14.-16. okt. sl. var26. þing SlBS haldið
á Hótel Sögu og Reykjalundi. Forseti
lslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom
á hátíðarsamkomu í tilefni þess að 50 ár
eru nú liðin frá stofnun SlBS. Heilbrigðis-
ráðherra og fleiri gestir voru einnig við-
staddir. Að lokinni hátfðarsamkomu var
fræðsludagskrá þar sem flutt voru merk
fræðsluerindi.
Laugardaginn 15. okt. var þingi fram-
haldið á Reykjalundi og rædd þar fé-
lagsmál.
Rás I
FM 92,4/93,5
Miðvikudagur
16. nóvember
6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Rúnar Þór Egilsson
flytur.
7.00 Fréttir.
7.00 í morgunsárið meö Má Magnússyni. Frétta-
yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum
dagblaöanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir. '
9.03 Litli barnatíminn. „Fúfú og fjallakrílin“ eftir
löunni Steinsdóttur. Höfundur les (14). (Einnig
útvarpað um kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimí. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar
mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við
hlustendur og samstarfsnefnd um þessa
söfnun. Sigrún Bjömsdóttir sér um þáttinn.
9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón:
Haraldur Bjamason.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir
efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra,
bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekiö er við
óskum hlustendaá miðvikudögum milli kl. 17.00
og 18.00.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Steinunn Harðar-
dóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Örlög í Síberíu“ eftir
Rachel og Israel Rachlin. Jón Gunnlaugsson
þýddi. Elísabet Brekkan les (3).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteins-
son.(Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi).
14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Inga
María Eyjólfsdóttir, EiðurÁ. Gunnarsson, Elísa-
bet Erlingsdóttir og Liljukórinn syngja.
15.00 Fréttir.
15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Jón Gunnar
Grjetarsson. (Endurtekinn þátturfrá mánudags-
kvöldi).
15.45 Þingfréttir
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Sigurlaug Jónas-
dóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi - Schumann og Franck.
a. „Skógarmyndir“, níu þættirop. 82 eftir Robert
Schumann.Wilhelm Kempff leikur á píanó. b.
Fiðlusónata í A-dúr eftir Cesar Franck. Shlomo
Mintz leikur á fiðlu og Yefim Bronfman á píanó.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Tónskáldaþingið í París 1988. Sigurður
Einarsson kynnir verk samtímatónskálda, verk
eftir Pelle Gudmundsen-Holmgreen frá Dan-
mörku og Simeon Pironkoff frá Búlgaríu.
21.00 Að tafli. Jón Þ. Þór sér um skákþátt.
21.30 Börn og foreldrar. Þáttur um samskipti
foreldra og bama og vikið að vexti, þroska og
uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K. Sigurðar-
dóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sálfræðingarnir
Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm Norðfjörð svara
spumingum hlustenda. Símsvari opinn allan
sólarhringinn, 91-693566. (Endurtekinn frá sl.
miðvikudegi).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Samantekt um eyðingu regnskóganna.
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Einnig útvarpað
daginn eftir kl. 15.03).
23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. (Einnig
útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05).
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fróttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíöinda víða um
land, tala við fólk i fréttum og fjalla um
málefnilíðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og
leiðarar dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og
Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfróttir
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laustfyrirkl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlust-
endur um grænmeti og blómagróður.
14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum
á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir
19.33 íþróttarásin. Umsjón: íþróttafréttamenn og
Georg Magnússon.
22.07 Á rólinu með önnu Björk Birgisdóttur.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá liðnum vetri annar þáttur
syrpunnar „Gullár á Gufunni“ í umsjá Guð-
mundar Inga Kristjánssonar. Að loknum fréttum
kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðviku-
dagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir
af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og
6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og
4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,14.00,15.00,
16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur
16. nóvember
16.30 Fræðsluvarp. (14). 1. Framleiðniátak (25
mín.) Þáttur um framleiðniverkefni og atvinnu-
þróunarsögu unninn á vegum Iðntæknistofnun-
ar. 2. Umræðan: Tengsl atvinnulífs og skóla
(30 mín.) Stjórnandi Sigrún Stefánsdóttir. 3.
Umferðafræðsla. Þáttur á vegum Fararheillar
87. (5 mín.). Kynnir Fræðsluvarps er Elísabet
Siemsen.
18.00 Töfragluggi mýslu í Glaumbæ. Umsjón
Árný Jóhannsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 Föðurleifð Franks. (4). (Frank’s Place).
Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor-
steinn Þórhallsson.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Á tali hjá Hemma Gunn. Bein útsending úr
sjónvarpssal þar sem Hermann Gunnarsson
tekur á móti gestum, og hefur hann fengið til liðs
við sig Magnús Kjartansson og hljómsveit hans.
Stjórn upptöku Bjöm Emilsson.
21.35 Með allt á hreinu. íslensk bíómynd frá 1982.
Leikstjóri Ágúst Guðmundsson. Aðalhlutverk
Egill Ölafsson, Ragnhildur Gísladóttir, Jakob
Magnússon, Anna Björnsdóttir og Eggert Þor-
leifsson. Tvær hljómsveitir Stuðmenn og Gærur
halda í hljómleikaferð út á land og er allra
bragða neytt í harðri samkeppni um áhorfendur.
Áður á dagskrá 1. des. 1986.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
16. nóvember
16.10 Krydd í tilveruna. A Guide for the Married
Woman. Ungri húsmóður leiðast tilbreytingar-
snauð heimilisstörf og grípur því til sinna ráða.
Aðalhlutverk: Cybyll Shepherd, Charles Frank
og Barbara Feldon. Leikstjóri: Hy Averbak.
Þýðandi: Jónína Ásbjörnsdóttir. 20th Century
Fox 1978. Sýningartími 95 mín. Lokasýning.
17.45 Litli folinn og félagar. My Little Pony and
Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik-
raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson
og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías-
dóttir. Sunbow Productions.
18.10 Dægradvöl. ABC’s World Sportsman.
Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga-
mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC.________
18.40 Spænski fótboltinn. Sýnt frá leikjum
spænsku 1. deildarinnar.
19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og
listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum
pakka.
20.45 Heil og sæl. Áfeng lífsnautn. Áfengismál eru
umfjöllunarefni þessa þáttar og verður í honum
leitast við að svara spurningum varðandi áfeng-
isvandann. Eigum við að ráðleggja unglingun-
um hóf eða bindindi? Eru sterkir eða veikir
drykkir æskilegri fyrir þá sem nota áfengi?
Hvemig er ástandið í forvamarmálum og hvaða
líkur eru á að maður sem fer í meðferð haldi sig
frá drykkju? Umsjón: Salvör Nordal. Handrit:
Jón Öttar Ragnarsson. Dagskrárgerð: Sveinn
Sveinsson. Framleiðandi: Plúsfilm. Stöð 2.
21.20 Pulaskl. Lokaþáttur. Aðalhlutverk: David
Andrews og Caroline Langrishe. Leikstjóm:
Christopher King. BBC 1988.__________________
22.20 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A
Television History. 850-1500 Mongólar. I kvöld
verður rakin saga Genghis Khan sem fór með
heri sína yfir Asíu og byggði upp eitt stærsta
heimsveldi sögunnar. Þulur: Júlíus Brjánsson.
Framleiðandi: Taylor Downing. Þýðandi: Páll B.
Baldvinsson. Goldcrest.
22.50 Herskyldan Nam, Tour of Duty. Spennu-
þáttaröð sem segir frá nokkrum ungum piltum í
herþjónustu í Víetnam. Aðalhlutverk: Terence
Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og
Ramon Franco. Leikstjóri: Bill L. Norton. Fram-
leiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug
Bragadóttir. Zev Braun 1987.
23.40 Tíska. Tískufréttir af haust- og vetrartískunni
ásamt viðtali við hönnuðinn Norma Kamali.
Þýðandi og þulur: Anna Kristín Bjamadóttir.
Videofashion 1988.
00.10 Sjálfskaparvítið. Dante’s Inferno. Sígilda
sagan um örlög fégráðugs manns er hér sögð
með stórstjömum í aðalhlutverkum og mögnuð-
um myndum úr víti. Aðalhlutverk: Spencer
Tracey, Claire Trevor o^Henry B. Walthall og
Rita Háyworth. Leikstjóri: Harry Lachmann.
Framleiðandi: Sol M. Wurtzel. Þýðandi: Páll
Heiðar Jónsson. 20th Century Fox 1935. Sýn-
ingartími 85 mín. s/h. Ekki við hæfi bama.
01.40 Dagskrárlok.
Hafirðu
Rma.kkfl/1 vín
- láttu þér þa ALDREI
dettaíhug
að keyra! fcrTJ®)