Tíminn - 25.11.1988, Qupperneq 10

Tíminn - 25.11.1988, Qupperneq 10
10 Tíminn ÍM irnv/ i m in Föstudagur 25. nóvember 1988 Föstudagur 25. nóvember 1988 irnu ■ ■ in Tíminn 11 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Handknattleikur: Get-raunir!!! Á Akureyri, Akranesi og Siglufírði voru þeir 3 seðlar keyptir sem fram komu með 12 réttum í síöustu viku. Handhaf- ar þessara seðla hlutu hver um sig 329.755 kr. Að auki komu 42 seðlar fram með 11 réttum og gefur hver röð 10.094 kr. Hópleikur getrauna fór vel af stað og alls voru 37% sölunn- ar í síðustu viku í hópleiknum. Það var Sléttbakur sem náði 12 réttum að þessu sinni, en í þeim hóp eru skipverjar af samnefndu skipi. Framarar voru sem fyrr sölu- hæsta félagið, en Fylkir var í öðru sæti og KR í því þriðja. Þjóðviljinn kom skemmti- lega á óvart í fjölmiðlakeppn- inni í síðustu viku og var með 8 rétta. Bylgjan náði 7 réttum, en Tfminn, Stöð 2 og DV fylgdu fast á eftir með 6 rétta. DV hefur nú forystu samanlagt með 18 rétta, Tíminn er ekki langt undan með 16 rétta ásamt Þjóðviljanum og Ríkisútvarp- inu. Morgunblaðið hefur 15 rétta, Bylgjan og Stöð 2 hafa 14, en Dagur og Stjarnan reka lestina með 12 rétta. En leikir helgarinnar eru næstir á dagskrá: Charlton-Nottingham Forest: 2 Hróarnir fara létt með and- stæðinga sína sem eru án Bobby Charlton. Coventry-Aston Villa: X Óumdeilanlegt jafntefli virðist vera í uppsiglingu í þessum leik, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Derby-Arsenal: X Þetta verður hörkuleikur tveggja góðra liða. í miklum markaleik nær hvorugt liðið að knýja fram sigur. Middlesbrough-Sheffield Wed: 1 Leikmenn Boro er sterkir á heimavelli og taka Sheffield- inga í 90 mín. kennslustund með 15 mín. frímínútum. Norwich-Luton: 1 Norwich sleppir ekki hendinni af forystunni í deildinni svo glatt. Heimasigur. Southampton-Millwall: 2 Heimavöllurinn hefur engin áhrif í þessum leik. Millwall er komið á hóp toppliðanna, ekki spurning. Tottenham-QPR: 1 Nærvera Guðna Bergssonar virkar vel á drengina á White Hart Lane. Langþráður sigur í sjónmáli. West Ham-Everton: X Jafnaðarmenn í leik og starfi, því hlýtur þessum leik að Ijúka með jafntefli. Blackburn-Portsmouth: 1 Þessum leik toppliða 2. deildar lýkur með sigri Blackburn, Agga Friðriks til mikillar gleði. Leeds-Stoke: 1 Gamla góða Leeds-liðið rífur sig upp úr svaðinu og leggur Stoke. Leicester-Bradford: 1 Hér verður einnig um heima- sigur að ræða þrátt fyrir að leikmenn Bradford reyni að koma í veg fyrir það í hvívetna. WBA-Crystal Palace: 1 WBA er í einu af efstu sætum 2. deildarinnar og því ekki ástæða til að spá liðinu öðru en því besta að svo stöddu. skúli lúðvíks. Landsliðsdúettinn skaut spræka Víkinga á bólakaf FJÖLMIÐLASPÁ "7 LEIKIFt 26. NÓV. ’88 J m 5 > Q Z Z s 'F z z 3 > s 2 cc Q O < Q | RÍKISÚTVARPIÐ z < -i U -1 >- m 2GQ1S | | STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Charlton - Nott. For. 1 2 2 2 2 2 2 2 1 2 0 7 Coventry - Aston Villa X 1 X 1 X 1 1 1 2 5 3 1 Derby - Arsenal 2 2 X 2 2 2 2 1 X 1 2 6 Middlesbro — Sheff. Wed. 1 X 1 X 1 1 1 X 2 5 3 1 Norwich — Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Southampton - Millwall 1 1 2 1 1 X 1 1 1 7 1 1 Tottenham — Q.P.R. 1 1 1 X 1 1 1 1 1 8 1 0 West Ham - Everton 1 2 X 2 X 1 X X X 2 5 2 Blackburn - Portsmouth 1 2 1 1 1 1 1 1 1 8 0 1 Leeds - Stoke 1 1 1 1 1 1 2 1 1 8 0 1 Leicester - Bradford 1 1 1 X 2 X 1 1 X 5 3 1 W.B.A. - Crystal Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 — 0 KR-ingar geta þakkað þeim Alfreð Gíslasyni og Páli Ólafssyni sigurinn gegn Víkingum í gærkvöldi. Þeir félagarnir skoruðu saman 19 af 31 marki KR-inga og voru hreint óstöðv- andi. Reyndar má segja það sama um Árna Friðleifsson hjá Víkingum en hann skoraði 11 mörk í leiknum. Það var greinilegt strax í upphafi leiksins að Víkingar ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum. Þeir Árni og Siggeir Magnússon fóru á kostum í upphafi leiksins og skoruðu fyrstu sjö mörk Víkingsliðsins. KR-ingar, eða þeir Páll og Alfreð, svöruðu jafnharðan og var leikurinn að mestu í jafnvægi fram í miðjan fyrri hálfleik. KR-ingar komust yfir þegar líða fór á hálfleikinn og náðu þriggja marka for- ystu, 15-12. Víkingar náðu að minnka muninn á síðustu mínútunum í eitt mark. Skoraði ungur og efnilegur leikmaður Staðan í 1. deildinni í handknattleik Víkinga, Eiríkur Benónýsson, tvö síð- ustu mörkin fyrir hlé, bæði á glæsilegan hátt inn úr vinstra horninu. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 16-15 fyrir KR. Höfðu þeir Páll og Alfreð þá skorað 13 af sextán mörkum KR. KR hófu seinni hálfleikinn mun betur en Víkingar og juku forskotið í fjögur mörk. Liðin skiptust svo á að skora og og hélst forskot KR fram í miðjan hálfleik. En þá kom góður kafli hjá Leifi Dagfinns- syni markverði KR og þeir náðu að auka Staðan í Flugleiða- deildinni muninn í fimm mörk. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fór loks Bjarki Sigurðsson í gang. Hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Víking og minnkaði muninn í tvö mörk, 25-23. En þá var eins og allt púður væri úr Víking- um og juku KR-ingar muninn strax að nýju í fimm mörk og sá munur hélst til leiksloka. KR-ingar fóru því enn með sigur af hólmi 31-26. Hjá KR-ingum voru þeir langbestir Alfreð Gíslason og Páll Ólafsson. Þeir voru allt í öllu, bæði í sókn og vörn. Einnig var Leifur góður í markinu undir lokin er hann varði vel þegar Víkingar virtust ætla að ná að jafna. Hjá Víkingum ber fyrstan að telja Árna Friðleifsson sem var potturinn og pannan í sóknarleik Víkinga og einnig var hann góður í vörn. Einnig var Siggeir góður í fyrri hálfleik og gladdi hann áhorfendur með dúndurskotum utan af velli. Sigurður Jensson, markmaður,, var einnig seigur í seinni hálfleik. Dómarar voru: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson. Voru þeir virki- lega slakir og virtust stundum allt að því hræddir við að dæma gegn einstaka leikmönnum. Mörk KR: Alfreð 10/1, Páll 9, Stefán 4/2, Jóhannes 2, Guðm.A. 1, Konráð 1 og Sigurður 1. Mörk Víkings: Árni 11/3, Siggeir 6, Karl 3, Bjarki 3, Eiríkur 1 og Sigurður 1. FH. Körfuknattleikur: ÍBK......... 14 12 2 1223- 983 24 KR ......... 14 10 4 1122-1039 20 ÍR.......... 14 7 7 1051-1062 14 Haukar .... 13 6 7 1162-1083 12 Tindastóll .13 3 11 1140-1260 6 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Amerískur fótbolti: Valur .. KR .... FH .... Stjarnan Víkingur KA .... Grótta . UBK . . . ÍBV . . . Fram , 158- 110 12 159- 129 12 157-139 8 128-126 165-160 134-142 128-141 126-153 102-121 104-132 UMFN .... 13 13 0 Valur....14 9 5 UMFG .... 14 7 7 ÍS ......14 1 13 1163- 927 26 1201-1043 18 1118-1047 14 877-1343 2 6 6 4 4 2 2 2 Þór 14 1 13 1043-1334 2 JJ Fjall konai Valrún“ ríð lurá Vi aðið Glasnost Bowl!!! Það er víðar en á íslandi sem landnám ameríska fótboltans er í algleymingi. Austur í Moskvu eru menn nú farnir að undirbúa Dynanto leikvanginn fyrir fótboltaleik að hætti Ameríkana. Háskólaliðin USC og University of Illinois munu fara í heimsókn austur og skemmta Mosvubúum með leik sínum, en að sögn kunnugra mun áhugi á þessari íþrótt fara vaxandi jafnt austan sem vestan jámtjalds. Mosvubúar hafa þegar gefíð leiknum nafnið “Glasnost Bowl“. BL - Fyrsta félagiö stofnað hérlendis. Tvö önnur í deiglunni Áhugi landans á amerískum fót- bolta er vaxandi og nú er svo komið að í það minnsta 3 hópar áhugam- anna eru í startholunum að hleypa af stokkunum fótboltaliðum sem sér- hæfa sig í fótbolta að vesturheimsk- um sið. Nokkrir léttlyndir nemar úr Menntaskólanum í Kópavogi hafa þegar stofnað félag sem hefur áður- nefnda íþrótt á stefnuskrá sinni. „Félagið var stofnað þann 13. nóvember s.l. og við erum hvergi smeykir þrátt fyrir það, enda ekki hjátrúarfullir,“ sagði Páll Magnús- son annar stjórnarmanna félagsins í samtali við Tímann í gær. „Við erum búnir að semja lög félagsins, láta hanna merki og erum þegar farnir að gera samninga við leikmenn. Við stundum æfingar einu sinni í viku sem stendur og fara þær fram á Smárahvammsvelli í Kópavogi," sagði Páll. Knattspyrna: „Eg er ekki á förum frá KR“ „Það er alltaf verið að bendla mig við hin og þessi lið, en málið er að ég er ekki á förum frá KR. Ég ætla að spila með KR þangað til ég hætti i fótbolta,“ sagði Pétur Pétursson knattspyrnumaður, vegna fréttar blaðsins í gær að hann væri á förum frá Vesturbæj- arliðinu til Fram eða Vals. „Ég veit ekki hvernig svona sögur komast af stað, en þetta er algjör vitleysa. Hvorki Valsmenn né Framarar hafa haft samband við mig,“ sagði Pétur. BL Lög knattspyrnufélagsins Valrún- ar: 1. Almenn ákvæði. 1.1. Félagið heitir Fjallkonan Valrún. 1.2. Félagið skal starfa að eilífu. 2. Markmið félagsins. 2.1. Að stunda svokallaðan amer- ískan fótbolta af kappi. 2.2. Að efla áhuga manna á þessari íþróttagrein. 3. Stjórn félagsins. 3.1. Stjórn félagsins skipa tveir karlmenn. 3.2. Stjórnarmenn sitji ævilangt og skulu þeir láta geta þess í erfðaskrám sínum hverjir eftir- menn þeirra verða. 3.3. Stjórn félagsins túlkar lög þessi og breytir þeim eða semur ný ef þörf krefur. 3.4. StjórninaskipaPállMagnússon og Ragnar Már Sveinsson. 4. Gildistaka laganna. 4.1. Lögin taka þegar gildi. Samningur við leikmenn: Þennan samning gerir undirritað- ur við knattspyrnufélagið F. Val- rúnu. Samningurinn gildir í eitt ár. Undirritaður fær engin laun fyrir íþróttaiðkun sína með félaginu. Undirritaður sækir þó að sjálfsögðu allar æfingar félagsins að bestu getu. Undirritaður starfar eftir lögum og reglum félagsins. Af þessu má ráða að nú verður ekki aftur snúið. Amerískur fótbolti er kominn til íslands og aðeins er tímaspursmál hvenær fyrsta íslands- mótið í greininni verður haldið. „Við höfum heyrt að verið sé að stofna tvö önnur lið, annað á Akur- eyri og hitt í Hafnarfirði, Hafnfirð- ingarnir hafa þegar haft samband við okkur og beðið um leik. Við ætlum að fara hægt af stað, en með vorinu þá munum við æfa oftar og vonandi leika einhverja leiki. Það munu vera nemendur Verk- menntaskólans á Akureyri sem standa að norðanliðinu, en í Hafnar- firði eru það Flensborgarar og iðn- skólanemar sem standa að liðinu þar. „En eru klappstýrur ekki nauð- synlegar í kringum svona lið? „Það verður ekkert vandamál, það er fullt af stelpum í Kópavogi sem viljavera klappstýrur hjá okkur,“ sagði Páll Magnússon að lokum og bætti við að hann hefði ekki misst af neinum þætti um ameríska fótbolt- ann á Stöð 2, ennþá. BL 4 Suðurnesjalið í Flugleiðadeildinni næsta vetur Allt bendir nú til þess að 4 lið af Suðurnesjum leiki í Flugleiðadeild- inni í körfuknattleik næsta vetur. Lið Reynis úr Sandgerði hefur nú forystu í 1. deildinni og fátt bendir til þess að þeir Reynismenn láti þá forystu af hendi. Úm síðustu helgi unnu Reynis- menn öruggan sigur á Skallagríms- mönnum, 80-45. Þá unnu Laugdælir nauman sigur á Breiðabliksmönn- um, 67-62. Þorkell Ingi Þorkelsson var atkvæðamestur Laugdæla og skoraði 20 stig. Kristinn Albertsson hitti mjög vel hjá Blikunum og skoraði 27 stig. Ólafur Adolfsson gerði 19 stig. Önnur úrslit í 1. deildinni að undan- förnu: UBK-UMFS....................62-70 Reynir-Léttir ..............62-40 UÍA-Snæfell.................77-70 Snæfell-Léttir..............78-66 Staðan í 1. deildinni er nú þessi: Reynir .7 6 1 467-347 +120 12 UBK ... 7 4 3 500-477 + 23 8 UÍA .... 6 4 2 411-356 + 55 8 UMFS ... 7 4 3 447-459 - 12 8 UMFL ... 6 3 3 341-349 - 8 6 Snæfell .5 2 3 352-372 - 20 4 Léttir ... 7 2 5 411-496 - 85 4 Víkverji .5 0 5 278-351 - 73 0 1 1. deild kvenna hafa úrslit að undanförnu orðið þessi: UMFN-ÍR....................36-42 UMFG-ÍS ...................43-46 UMFN-KR ...................31-40 ÍBK-Haukar................. 2-0 UMFG-ÍR....................28-60 Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: ÍBK........ 6 6 0 310-211 +99 12 KR ..... 6 5 1 292-256 +36 10 ÍS ..... 6 4 2 302-283 +19 8 ÍR......... 7 4 3 380-363 +17 8 Haukar ... 7 2 5 260-306 -46 4 UMFN ... 7 2 5 249-284 -35 4 UMFG ... 7 0 7 287-377 -90 0 Karate: Fjórða Islands- meistaramótið í karate í Höll- inni á morgun Á morgun, laugardag, verður fjórða íslandsmeistaramótið í kar- ate haldið í Laugardalshöllinni. Keppendur á mótinu verða 25 talsins frá 6 félögum. Keppni á mótinu hefst kl. 14.00 en úrslit hefjast ld. 15.20. Keppt verður í Kata karla og kvenna, en það er einstaklingssýning. Þá verð- ur keppt í 5 flokkum í frjálsri viðureign karla og 1 flokki kvenna. Aðaldómari verður Edvard Lang- sted frá Danmörku, en auk hans verða Karl Gauti Hjaltason, for- maður KAI, Ævar Þorsteinsson, Árni Einarsson, Stefán Alfreðs- son, Atli Erlendsson og Jónína Olsen meðal dómara á mótinu. Reiknað er með harðri keppni um íslandsmeistaratitilinn en með- al keppenda eru Konráð Stefáns- son, Halldór Svavarsson, Finnbogi Karlsson, Sigurjón Gunnsteinsson, Sölvi Rafnsson, Hildur Svavars- dóttir, Áslaug Jónasdóttir, Ómar ívarsson, Jóhann Ingvason, Magn- ús Blöndal, Ingibjörg Júlíusdóttir, Helgi Jóhannesson og Oddbjörg Jónsdóttir. Eins og áður segir er þetta fjórða íslandsmeistaramótið í karate, en fyrsta mótið var haldið 1985, þegar Karatesambandið var stofnað. BL ívar Webster átti mjög góðan leik fyrir KR í gær, en það dugði ekki til sigurs því Ragnar Torfason og félagar í ÍR fognuðu sigri ■ lokin. Tímamynd: Gunnar Körfuknattleikur: Eins stigs sigur ÍR á slökum KR-ingum ÍR-ingar unnu nauman sigur Á KR-ingum 59-58 í Flugleiðadeild íslandsmótsins í körfuknattleik í gærkvöld. KR-ingar komust yfir á fyrstu mín. 5-0, en ÍR-ingar svöruðu með 13 stigum í röð og þeir höfðu eftir það yfirhöndina allan leikinn. Mest- ur munur í fyrri hálfleik var 11 stig, 29-18, eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnar Guðmundssonar. í hálfleik var staðan 36-30 ÍR í vil. í síðari hálfleik tóku ÍR-ingar Ólaf Guðmundsson úr umferð í liði KR, en KR-ingar léku svæðisvörn allan leikinn. ÍR-ingum hefurhingað til gengið frekar illa gegn þeirri vörn, en að þessu sinni var hittnin í lagi. Mestur munur í síðari hálfleik var 11 stig, 51-40, en undir lokin tóku KR-ingar að leika pressuvörn og náðu að minnka muninn. ÍR-ing- ar brenndu af vítaskotum og fengu dæmda á sig ásetningsvillu og KR- ingar náðu að minnka muninn í 1 stig 59-58. Síðustu 45 sek. héldu ÍR-ingar knettinum, tóku innköst eftir brot KR-inga og tryggðu sér sigur. Björn Steffensen og Sturla Örlygs- son áttu stórleik hjá ÍR í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tóku þeir Jóhannes Sveinsson og Bragi Reyn- isson við. Karl Guðlaugsson stóð sig einnig vel ásamt Jóni Erni Guð- mundssyni, en Sturla var manna sterkastur í heildina. KR-ingar urðu fyrir áfalli strax í upphafi leiksins er Birgir Mikaelsson meiddist og varð að fara af leikvelli. Birgir gat ekki komið aftur inná og varð það skarð fyrir skildi. ívar Webster var yfirburðamaður í KR- liðinu, sem náði sér ekki á strik gegn ákveðnum leikmönnum ÍR. Sérstak- lega var Jóhannes Kristbjörnsson langt frá sínu besta. Með þessum sigri eygja ÍR-ingar enn möguleika á að komast í úrslita- keppnina, en mikil breyting hefur orðið á liðinu í vetur eftir að Sturla Örlygsson tók við því. Liðið hefur aðeins tapað einum leik með meira en 10 stiga mun og 3 leiki hefur liðið unnið með 1 stigi, en áður fyrr var það sérgrein ÍR að tapa leikjum á sfðustu mínútunni. Góðir dómarar þessa leiks voru þeir Leifur Garðarsson og Gunnar Valgeirsson. BL Leikur: KR-ÍR 58-59 Lið: KR Ntfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Ólafur 9-3 1-1 - 1 3 1 1 12 Jóhannes 13-4 - 3 2 2 2 2 11 LánuV. 3-1 - - _ 2 - 1 4 Gauti 2-0 2-1 3 LárusÁ. 4-1 2-1 - 1 2 1 1 5 Matthias 7-0 - - - - - 1 0 Birgir Böðvar ívar 21-11 3 19 - 3 1 23 Leikur KR-ÍR 58-59 Uð:ÍR NMn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Björn S. 17-6 - 4 3 - - 1 13 Karl 7-0 4-1 - 2 1 3 3 Sturla 8-7 4-0 2 11 - 1 1 16 Ragnar 7-2 - 2 2 - - _ 4 Jóhannes 6-2 - 1 1 3 - 1 7 Gunnar 1-0 0 Bragi 4-3 - - 1 2 - - 6 Jón örn 5-2 5-2 1 1 1 1 1 10 Körfuknattleikur: Stórsigur Keflvíkinga Keflvíkingar unnu stóran sigur á Tindastól er liðin mætt- ust í Keflavík I gærkvöld. Lokatölur urðu 99-64 eftir að jafnræði hafði verið með liðun- um í fyrri hálfleik, en staðan í leikhJéinu var 49-44 fyrir ÍBK. Jón Kr. Gíslason skoraði 23 stig og Guðjón Skúlson 22 hjá -ÍBK, en Valur Ingimundarson gcrði 29 stig fyrir norðanmenn og Eyjólfur Sverrisson 15. BL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.