Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 15
l'I.V'íV I' Nr Tímiriri 15 Föslúððgur '25í nóverriber >1988 til Sauðárkróks. Hann var fluttur heim til mágs síns og hlúð vel að honum. Féll hann í væran svefn en vaknaði ekki aftur. Um kvöldið bað Monika Jóhannes á Silfrastöðum að spyrja eftir honum og fékk hann það svar að hann væri látinn. Daginn áður kom Finnbogi bróðir hans í Merkigil. Vildi hann nú taka Bjarna til sín á Akureyri og varð það úr þótt ekki væri það Moniku sárs- aukalaust. Magnús í Héraðsdal kom og var hjá systur sinni í nokkra daga. Hann var með henni í ráðum og reyndi að veita henni styrk. Frá - fjölmörgum varð hún aðnjótandi greiðasemi, velvildar og samúðar. Jarðarför Jóhannesar fór fram frá Silfrastöðum 15. maí. Daginn áður fór fjölskyldan þangað. Reiddi Hrólfur Þorsteinsson ungbarnið, nærgætinn eins og besta móðir. Á Silfrastöðum var þeim hlýlega tekið og um kvöldið háttaði Monika með þrjú yngstu börnin í herbergi Jó- hannesar Steingrímssonar. Yfir rúminu hékk mynd af Jóhönnu, sem þá var látin fyrir nær tuttugu árum. Hugsaði Monika um, hve gott hefði nú verið að geta talað við hana. Litla stúlkan átti að heita í höfuð föður síns, en Monika hafði ekki fundið nafn, sem henni líkaði. Sofnaði hún. Hún sá dyrnar opnast og Jóhanna kom og gekk að rúminu til Moniku, sælleg og broshýr og sagði: „Ég kem nú héma til að skoða hana Jódísi litlu.“ Eftir jarðarförina sátu þau ein saman, Magnús og Monika, sem þá var svo örmagna að henni fannst hún ekki geta farið heim í Merkigil og ekki hafa nein úrræði. Magnús sýndi henni framá að barnanna vegna mætti hún til að vera þar þangað til hún fengi einhvem annan samastað fyrir sig og þau. „Manstu þegar við óðum vötnin saman, systir. Þú hafðir svo sem staðið ein af þér strauminn og krapið.“ Við þessi orð tók Mon- ika skjóta ákvörðun eins og henni var lagið. Sagðist fara heim og verða þar meðan bömin þörfnuðust og vildu. Smám saman komst Merkigils- heimilið í fastar skorður. Nú bættist á Moniku að sjá um allar fjárreiður, sem Jóhannes hafði ætíð annast. Hún áttaði sig þó fljótt á þeim málum. Mér finnst að Monika muni hafa kólnað nokkuð í geði við þau miklu átök, er hún hafði lent í við öfl og atburði, sem enginn fær við ráðið. Víst er að eftir þetta setti hún sig oft í einhverskonar varnarstöðu og gætti stundum hjá henni óþarfa tortryggni til annarra. Fyrsta sumar- ið fékk hún sjálfboðna hjálp við slátt og e.t.v. fleira, en síðan sáu hún og dæturnar algjörlega um búskapinn. Þó var gamall vinur hennar, Björn Egilsson, henni oft hjálplegur, eink- um við jarðabætur. Forsjá við fjár- hirðingu hvíldi mest á Elínu. Hún var ákaflega glögg á skepnur, natin við þær og gefin fyrir að sinna þeim. En allar systurnar unnu að jöfnu eftir þörfum og þau yngri jafnóðum og þau uxu upp. Öll voru þau samhent og afburða dugleg. Hesta- eign var mikil á Merkigili; hestana tömdu systurnar sjálfar, bæði brúk- unarhross og gæðinga. Var Elín sérstaklega lagin við það, tók stund- um hesta til tamninga og þótti takast vel. Haustið 1949 var öllu fé í Akrahreppi lógað vegna mæðiveiki, ósýktu sem sjúku. Síðan skyldi vera fjárlaust í eitt ár. Búið var að kaupa sláttuvél og allar heyvinnuvélar, dráttarvél fengu þau sér síðar. Ákváðu þær mæðgur nú að nota þetta ár til að byggja steinsteypt íbúðarhús, því að gamli bærinn var að hruni kominn. Snemma um vorið ’49 fór Monika til Reykjavíkur, fékk byggingarleyfi, lán og teikningu að húsi. Aldraður bóndi og góður smiður, Guðmundur Stefánsson, góðvinur Moniku, tók að sér að standa fyrir byggingunni. Með sér hafði hann laghentan mann, vanan smíðum, Jón Þorfinnsson. Strax eftir sauðburð var hafist handa við að flytja heim allt, sem til þurfti úr kaupstað, sem var náttúrlega ekki smáræði. Þá var orðið bílfært fram að Gilinu að nafninu til, en í bleytu- tíð ekki lengra en að Stekkjarflöt- um. Þaðan er tveggja tíma lestarferð heim að Merkigili, en klukkutíma- ferð frá ytri gilbarminum. Alla þessa flutninga tóku þær systur að sér. Sementið var flutt á tíu hestum, voru við það þrjár af systrunum. Þær bundu pokana í klyfjar, létu til klakks og fylgdu svo lestinni. Gæta þurfi þess vel að baggarnir rækjust ekki í klettanefin í gilinu. Timbur- drögurnar voru fluttar á fimm hest- um í einu óg urðu fjórar að fylgja hestunum. Aldrei voru farnar nema tvær ferðir á dag frá Stekkjarflötum og ekki nema tvær til þrjár er aðeins þurfti út fyrir gilið. Að þessu unnu þær Elín, Margrét, Jóhanna og Guðrún. Birna var dugleg til hjálpar eftir sinni getu. Baðkerið var erfitt viðfangs, enda af stærstu gerð. Um það brugðu þær böndum og báru það fjórar yfir gilið. Miðstöðvarelda- vélin, stór og þung, var flutt á sleða, sem hestur dró. Þá var steyputunn- an, sem stóð á þar til gerðum palli, ekki árennileg. Og satt að segja vafðist nokkuð fyrir þeim að sjá hvernig hægt væri að koma henni heim í hlað. En ráð eru við öllu nema ráðaleysi. Með varfærni veltu þær henni niður gilið að norðan, höfðu á henni bönd til þess að stjórna hraðanum. Þegar þurfti að víkja henni til í beygjum, settu þær steina við hana til að stöðva hana. Þegar niður var komið settu þær undir hana sterka kjálka, beittu hesti fyrir og drógu hana upp sneið- ingana að sunnan. Teymdi ein hest- inn en þrjár ýttu á eftir til að létta undir með honum. Svo var fleira, smálegt í samanburði við stærstu stykkin, eins og þakjárn, steypu- styrktarjárn, hurðir, gluggar, gólf- dúkar, málning o.fl. Um þrettándu sumarhelgi komu smiðirnir. Möl var hægt að fá sunnan og neðan við túnið en sand til pússningar þurfti að snapa saman þó nokkuð langt fram á Jökulsáreyrunum. Er ekki að orðlengja það að byggingarvinnan gekk fljótt og vel og var flutt í húsið fyrir jól. Reyndist það hlýtt, er vel einangrað með korki. Ýmislegt var þó eftir og var Jón Þorfinnsson hjá Moniku sumar- ið 1950 og oft síðan. Kom hann upp steyptu fjósi og hlöðu með aðstoð systranna og Skarphéðins, þegar hann var tólf ára, tápmikill og dug- legur drengur. Var nú orðið myndar- legt að sjá heim að Merkigili. Húsið er ein hæð með risi, níutíu og sex fermetrar að flatarmáli. Dyr eru á vesturhlið. Komið er inn í forstofu með stiga upp á loftið. Þar innaf rúmgott anddyri og austur úr því baðherbergið. Að sunnan eru tvær rúmgóðar stofur en að norðan mjög stórt eldhús, sem vel hæfði rausn Moniku. Þar var eldavélin stóra, sem hitar allt húsið upp. Inn af eldhúsinu er þvottahús. Þar var skilvindan og strokkurinn. Undir þvottahúsinu kjallarahola, góð geymsla fyrir slátur, kjöt, kartöflur o.fl. Uppi eru tvö stór svefnherbergi til endanna og lítil kvistherbergi móti austri og vestri. Svefnherbergi Mon- iku var í norðurendanum. Húsið er rúmgott og þægilegt. Haustið 1950 fengu Akrahrepps- búar fé að nýju, lömb af þingeyskum stofni, og aftur haustið 1951, þá af vestfirskum stofni. Þetta fé reyndist vel þótt margir söknuðu sinna gömlu kinda. Merkigilsbúið komst fljótlega upp í sömu stærð og verið hafði, um tvöhundruð fjár. Margt gerðist á Merkigili á þessum árum fleira en að vinna afrek á verklegu sviði. Hinn 17. júní 1953 var hringt til Moniku frá Silfrastöðum og lesið fyrir hana svohljóðandi skeyti: Forseti íslands gjörir kúnnugt: Ég hefi í dag sæmt Moniku Helga- dóttur, húsfreyju á Merkigili, ridd- arakrossi hinnar íslensku Fálka- orðu. Gjört í Reykjavík, 17. júní 1953. Ásgeir Ásgeirsson. Síðar um sumarið kom svo for- sætisráðherra, Steingrímur Stein- þórsson, í Skagafjörð. Bað hann Moniku að koma á fund, sem hald- inn var í samkomuhúsinu í Tungu- sveit. f fundarlok, kallaði hann Moniku til sín og kvað sér hafa verið falið að afhenda henni það heiðurs- merki, sem hún hefði verið sæmd þann 17. júní. Bað hann um leyfi til að festa það á brjóst henni. Kvað hann Moniku verðuga þess heiðurs sem forseti íslands veitti henni, og mættu Skagfirðingar vera hreyknir af því að sú kona skyldi vera skagfirsk, sem fyrst allra húsfreyja í sveit, hefði verið sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar. Ekki má gleyma að geta þess hve vel Monika hugsaði um kirkjuna á Ábæ. Hrólfur hafði staðið mjög mikið fyrir byggingu hennar, en eftir að Ábær fór í eyði, tók Monika hana mest að sér. Þá voru aðeins tveir bæir í Ábæjarsókn, Merkigil og Skatastaðir. Nú lengi hefur verið sá siður að messa á Ábæ einu sinni á sumri. Kemur þá oft margt fólk til kirkju og var það metnaðarmál Moniku að fá sem flesta í messu- kaffi. Á tímabili voru það lög að ríkissjóður kostaði vegi heim að kirkjum. Monika lét þá ryðja veg frá Jökulsárbrúnni fram að Ábæjará en yfir hana var komin göngubrú. Mun hún hafa kostað þá framkvæmd til að byrja með, en hvort hún hefur fengið það endurgreitt, er mér ekki kunnugt unt. Þessi vegur er fær, a.m.k. fyrir jeppa og fjallabíla. Monika var einlæg trúkona. Hún leitaði til Guðs í bæn þegar veikindi og vanmáttur þjökuðu hana og fékk styrk við bænina. Trúin var henni hjartans mál, sem hún talaði aldrei gáleysislega um. Þó að Monika nyti ekki mikillar kennslu, hvorki í saumum né handa- vinnu, þá kunni hún talsvert fyrir sér. Börnin voru ævinlega vel klædd og allar dæturnar lét hún sauma út eitthvert eigulegt stykki að hafa með sér úr heimahúsum. Og á sextugs- aldrinum lagði hún í það stórvirki að sauma stóra veggmynd af Ólafi Liljurós. Hún fékk Júlíönu Jónsdótt- ur, mikla listamanneskju og kennara í fínni handavinnu til sín sumartíma að kenna sér og leiðbeina. Ekki var hún þó lengi hjá Moniku. Myndin er ákaflega falleg, saumuð með silki- garni, held ég, með kunst bróderíi og öðrum fínum saum. Mig minnir að Monika væri ekki mjög lengi að sauma hana, þó er mikið verk á henni, því að hún er nokkuð stór. Einnig prjónaði Monika ntikið, fyrst og fremst til heimilisnota. Við Jóhann komum hingað í Silfrastaði til þess að eiga hér heima 1951. Áður hafði ég verið hér tvö sumur og kynntist þá Moniku nokkuð. Þá var Norðuráin óbrúuð og algengt að fólkið framan við ána geymdi hestana hér og tæki bíl á Krókinn. Alltaf fylgdi þeim á Merki- gili hressandi blær. Þær komu á góðum hestum og voru glaðar í bragði. Mest tók ég eftir augunum hennar Moniku, óvenju skýrum og nokkuð hvössum. Hún var hávaxin og hvatleg í hreyfingum, hafði verið dökk á brún og brá en var þá farin að hærast. Milli Merkigils og Silfra- staða hafði alltaf verið vinfengi og það breyttist ekki. Ég átti eftir að koma oft í Merkigil, í fyrsta skipti á fimmtugsafmæli Moniku. Þá varþar ágæt veisla og vel veitt í mat og drykk og fóru gestirnir ekki heim fyrr en í birtingu. Öll börnin voru þá heima en dæturnar fóru upp úr því að tínast að heiman. Það hafði lengi verið draumur Moniku að Merkigilið yrði brúað. Það mál var svo sem til umræðu en talið ógerlegt. En 1961 var Jökulsáin brúuð, nokkru fyrir framan Merki- gil. Þá var orðið bflfært heim í Merkigil og var fljótlega keyptur jeppi. Þá var Skarphéðinn heima og bjó þar með móður sinni og þeim af systrunum sem heima voru en þær voru þá flestar farnar. Skarphéðinn fór reyndar fljótlega, alltaf var þó einhver heima til að hugsa um bú- skapinn með Moniku. En árið 1974 kom í Merkigil Helgi Jónsson frá Herrfðarhóli í Rangárvallasýslu. Keypti hann jörð og bú af Moniku árið 1976 og hefur búið þar síðan. En Monika var þar kyrr og sá um öll innanhúss störf, eftir því sem hún var fær um. Hún tók á móti gestum og það var alveg eins og áður að koma til hennar, nema nú var ellin farin að sækja að henni og heilsan síður en svo góð þannig að hún þurfti hjálp við húsverkin. Einhverju sinni þegar ég kom til hennar, spurði ég hana hvort hún ætti ekki erfitt með að biðja Helga að sækja fyrir sig í kjallarann, saga kjöt og fleira, sem ég vissi að hún gat ekki. „Ég skal segja þér að ég á ekki eins auðvelt með að biðja neinn eins og hann,“ svaraði hún. Helgi mat hana mikils og lét sér annt um hana. Hann tók tillit til hennar og var henni nærgæt- inn og góður. Það hefur þá einnig verið styrkur fyrir hann að leita ráða hjá Moniku, þegar hann kom norður, öllu og öllum ókunnugur. Börn Moniku komu oft heim og fylgdust vel með henni. Þrjár dætr- anna voru búsettar í nágrenni við hana. Elín var gift Jónasi Haralds- syni á Völlum og áttu þau þrjár dætur, en Elín lést í nóvember 1981. Sorgin eftir missi hennar fylgdi Mon- iku eins og skuggi eftir það. Birna reisti nýbýli á Korná með manni sínum Hjálmari Guðmundssyni. Börn þeirra eru fjögur. Jódís býr í Miðdal, gift Axel Gíslasyni og eiga þau tvö börn. Þessar tvær dætur hugsuðu mjög vel um móður sína og veittu henni margvíslega hjálp. Veikindi Moniku ágerðust, óvið- ráðanlegur skjálfti og óstyrkur sótti á hana, í raun og veru var hún ekki fær til neins og þó gerði hún ótrúlega mikið. í fyrrahaust var hún gjörsam- lega þrotin að kröftum. Sótti Ólafur Sveinsson, yfirlæknir hana þá sjálfur frameftir og var hún uppfrá því á sjúkrahúsinu. Um hvítasunnuhelg- ina fékk hún að vera heima og voru þær þá hjá henni Jódís og Margrét og Monika Baldursdóttir, sem ólst að nokkru leyti upp á Merkigili. Þótti Moniku afar vænt um þá ferð, því að alltaf þráði hún heim. Á sjúkrahúsinu undi hún þó furðu vel, var þakklát fyrir allt, sem fyrir hana var gert og var mjög hlýtt til læknanna og hjúkrunarfólksins. Hún var ætíð glaðleg og oft með spaugsyrði. Að eðlisfari var hún kát og gamansöm, eins og allir vissu, sem þekktu hana vel. Nú var einsog öllum áhyggjum væri af henni létt og hún sætti sig við orðinn hlut og bar með hugprýði sárar þjáningar. And- legum kröftum og minni hélt hún óskertu, fylgdist með því sem gerðist í kringum hana og hjá börnunum fjær og nær. Mér fannst yndislegt að fá að kynnast henni þannig. Öll beiskja var horfin úr huga hennar. Nú kom hennar innsta eðli best í Ijós. Æðrulaus beið hún endaloka lífsins hér á jörð. Yfir henni var svipur stórbrotinnar persónu, sem ég dáðist að. Hún lést að kvöldi dags hinn tíunda júní. Jódís var hjá henni og hana kvaddi Monika með ástúð- legu brosi. Útför Moniku var gerð 22. júní. Þá komu öll börnin hennar. Jóhanna var gift Helga Eggertssyni, sem nú er látinn. Þau áttu heima í Reykjavík og eru börn þeirra sex. Guðrún er gift Einari Kristmundssyni, þau búa í Rauðbarðaholti og eiga sex börn. Margrét býr nú í Reykjavík, ógift en á eina dóttur, áðurnefnda Moniku Baldursdóttur. Sigurbjörg var gift Páli Sigurðssyni, sent nú er látinn. Þau eiga tvær dætur. Þau bjuggu á Kröggólfsstöðum og býr Sigurbjörg nú þar með Halldóri Guðmunds- syni. Skarphéðinn bjó með Sigríði Hrólfsdóttur og eiga þau tvær dætur. Öll barnabörn Moniku voru við jarðarförina og ntörg langömmu- börn. Afkomendur Moniku og Jó- hannesar eru nú sextíu og þrír. Heima á Merkigili var húskveðja og var þar fjöldi vina og nágranna auk fjölskyldunnar. Var þar borin fram hádegisverður af mikilli rausn. Síðan hófst kveðjuathöfnin með því að ágætur karlakór söng tvo sálma. Við kistuna, sem stóð í suðurstof- unni fluttu tveir prestar kveðjuorð, sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli og sr. Bjartmar Kristjánsson, sem lengi var á Mælifelli. Á eftir söng kórinn sálma og ættjarðarlög. Kistan var borin út á hlaðið af nánum vinum hinnar látnu. Veðrið var hlýtt en rigningarúði. Stundin var mjög hátíðleg. Mér fannst þama vera endalok einhvers, næstum eins og lokakafli í sögu, sem nú heyrði fortíðinni. Systkinin komu nú með ljúffengt vín á bökkum. Enginn lyfti glasi en allir drukku brottfararskál konunnar í dalnum, eða konunnar ungu, sem forlög létu koma hingað ríðandi seint á haustkvöldi með Gísla á Víðivöllum fyrir sextíu og fjórum árum. Síðan var lagt af stað og ekið hægt að Reykjum, þar sem kistan var borin í kirkju. Sr. Ólafur hélt mjög góða útfararræðu og sr. Hjálm- ar Jónsson mælti fáein orð eftir ósk Moniku sjálfrar. Að gröfinni báru nánir vandamenn og vinir kistuna. Að athöfn lokinni var boðið í kaffi í Árgarði. Liðið var að kvöldi þegar haldið var heim. Helga Kristjánsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.