Tíminn - 07.12.1988, Page 2
2 iTíminn
> > r‘ ,i vf11'.'öi1.1'
"Ivliövikucrágúr 7. desember 1988
Enn er allt á huldu varðandi framtíð Arnarflugs:
Samvinna Flugleiða og
Arnarflugs á döfinni?
Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs sagði í gær að
nú væri verið að skoða alla fleti á samstarfí flugfélaganna
með tilliti til minnkandi kostnaðar. Með öðrum orðum
með hvaða hætti félögin geta starfað saman og nýtt þannig
betur ýmsa hluti.
- Er þá verið að tala um að
sameina einstakar deildir?
„Nei, það er ekki verið að ræða
sameiningu heldur t.d. hvort borgi
sig að láta vinna viðhald sameigin-
lega fyrir félögin og fleira í þá veru.
Það á ekki að santeina neitt, bein-
línis, heldur aðeins að kanna hvort
borgi sig að bjóða sameiginlega út
einstaka verkþætti."
Kristinn sagðist vera tiltölulega
■ bjartsýnn á framhaidið, ef það
tækist að ieysa þann hnút sem
fclagið væri nú í. I'aö hkfi fyrirfram
verið Ijóst að þær aðgerðir sem átt
hafa sér stað á þessu ári á vegunt
félagsins, yrðu erfiðar, en þar ætti
hann við tvöföldun á afkastagetu
og það lægi í augum uppi að slíkt
kallaði óhjákvæmilega á nokkurn
kostnað. Kristinn taldi að ekki
hefði skipt sköpum hvenær ráðist
hefði verið í slíkt en hinu væri ekki
að leyna að þær aðstæður sem
skapast hefðu nú kæmu í kjölfarið
á þeim vaxtaskelli sem flestir hefðu
fengið að undanförnu. I>ar lægi
hundurinn grafinn.
Að lokum var Kristinn spurður
að því hvcr afstaða hans væri til
þeirra orða Ólafs Ragnars að ekki
væri sjálfgefið að ríkissjóður hlypi
undirbagga með Arnarflugi. Krist-
inn sagðist ekki sjá annað en slíkt
svar væri ntjög eðlilegt. Pað gæti
vart talist sjálfsagt mál að ríkið
rétti félaginu hjálparhönd.
- áma
Útflutningur á karfatil Japans stöðvaðurfram á næsta ár:
Arsbirgðir af
karfa í Japan
Verðhrun á frystum karfa á Jap-
ansmarkaði verður til þess að hætta
verður útflutningi á karfa eitthvað
fram á næsta ár. Sem stendur eru til
ársbirgðir af karfa á Japansmarkaöi.
Verðhrunið má rekja til þess að
framboð á karfa hefur tvöfaldast á
þessu ári, en auk okkar eru það
einkum austantjaldslöndin og
Bandaríkin sem flytja karfa á Jap-
ansmarkað. Allt stefnir í að á þessu
ári verði flutt um 60.000 tonn til
Japans, en ársneyslan er áætluð um
30.000 tonn, þannig að þeir eiga
ársbirgðir nú um áramót. Helgi
Þórhallsson hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna er nýkominn frá
Japan, þar sem hann kynnti sér
ástand mála og sagði hann ástandið
vægast sagt svart. Hann sagði í
samtali við Tímann að stöðva þyrfti
útflutning á Japan í a.m.k. nokkra
mánuði. „I'að verður að koma þessu
í flök, en það á eftir að koma í ljós
hvaða markaður getur tekið við
miklu magni af flökum. Það liggur
beinast við að Evrópa geti tekið við
karfanum á þessu augnabliki," sagði
Helgi.
Karfinn sem fluttur er til Japans
er allur heilfrystur og hauslaus og er
áætlað að í Iok ársins hafi ísland flutt
út um 10.000 tonn á Japansmarkað,
af þessum 60.000 tonnum.
Helgi sagði að verðið fyrir karfa
hafi verið einstaklega gott í vor, sem
hafi hvatt til svo mikillar framleiðslu.
Síðan fór verðið að lækka þegar leið
á sumarið og nú er algerlega lokað
fyrir markaðinn. „Það er það mikið
til og menn vita að verðið fari frekar
lækkandi heldur en hitt, þannig að
þeir kaupa eingöngu frá degi til
dags,“ sagði Helgi.
Þá má einnig rekja þetta verðfall
til þess að gífurleg aukning hefur
orðið á framboði af góðum ferskum
fiski, þannig að Japanar þurfa ekki
að neyta eins mikils af frystum fiski
á meðan. Líðan Japanskeisara hefur
einnig veruleg áhrif í þá átt að neysla
minnkar. Minna er um veisluhöld,
og þar sem rauði liturinn er tákn
hátíðar, þá er ekki talið viðeigandi
að borða karfa á meðan heilsu
keisarans hrakar. Svo hefur heildar-
innflutningur á fiski aukist á þessum
markaði, væntanlega vegna sterkrar
stöður yensins.
Ásamt karfa flytjum við til Japans
síld, loðnu, langlúru, grálúðu og
rækju. Að sögn Helga lítur þokka-
lega út með eftirspurn eftir loðnu á
næstu vertíð, en ekki vitað með
loðnuhrogn ennþá. Hvað grálúðu
varðar þá er engin eftirspurn eftir
henni eins og stendur, en búast má
við að eftirspurnin verði betri þegar
grálúðuvertíðin byrjar aftur, sama
má segja um langlúruna. Hins vegar
hefur fengist mjög gott verð fyrir
stóra rækju að undanförnu.
„Þegar við byrjum aftur á karfa
fyrir Japan, þá verða væntanlega
mun harðari gæðakröfur heldur en
voru á þessu ári. Það er þá helst
liturinn. Við höfum komist upp með
að flytja mikið af „orange“-karfa út
í ár, en það er alveg útilokað að við
getum flutt mikið af honum allt
næsta ár, auk þess sem við þurfum
að einblína meira á stærri pakkning-
ar,“ sagði Helgi.
Gísli Jón Hermannsson fram-
kvæmdastjóri Ögurvíkur, sem gerir
út samnefndan frystitogara, sagði í
samtali við Tímann að það væri
alltaf erfitt fyrir land og þjóð þegar
verð félli á fiski, fyrir þá líka. „Það
er verðfall á Japan og það var mikið
verðfall á Ameríku í fyrra. Við
sátum með sárt ennið þá, ég held að
þetta verðfall sé minna en þá og ekki
eins alvarlegt,“ sagði Gísli Jón.
„Þetta er alltaf að ske. Fiskur á
frjálsum markaði fellurog stígur. Ég
er ekkert uggandi, því við getum
flakað karfann ef við viljum um borð
og selt hann hingað og þangað,“
sagði Gísli Jón.
- ABÓ
Norsk skip komin
Mjöggóð loðnuveiði hefur verið hvalamergðar á miðunum, einkunt sagði hann það vera matsatriði.
hjá íslensku skipunum undanfarna hefur hnúfubakur verið til vand- „Ef þeir sigla til Skotlands þá fá
daga á loðnumiðunum norðaustur ræða og fékk einn báturinn fjóra þeir um 5000 til 6000 krónur fyrir
af Langanesi og tilkynntu 15 bátar hvali í nótina í fyrrinótt og Hilmir tonnið, en eru 7 til 8 daga í túrnum,
samtals utn 10.080 tonn frá mið- II þurfti að leita hafnar þar sem sem af hlýst aukaiegur kostnaður,"
nætti í gíBT. Þá hefur Norðmönnunt tveir hvalir höfðu stórskemmt nót- sagði Þórður. Hann sagði að nú
verið leyft að veiða 54 þúsund tonn ina hjá þeim. Á miðnætti í fyrra- vantaði um 10.000 tonn upp á það
af loðnu í fslensku lögsögunni og kvöld hafði vcrið tilkynnt um sant- sem þeir helst rnundu vilja til að
voru fimm skip þegar komin á tals 234.880 tonn það sem af er hafa verksmiðjurnar sæmilcga
miðin í fyrradag, að sögn Land- vcrtfðar, en á sama tíma í fyrra birgar.
helgisgæslunnar. Veiðin hjá þeini búið að veiða um 217 þúsund tonn. Þeir bátar sem tilkynntu um afla
var heldur dræm og höfðu skipin Að viðbættum þeint 10.080 tonn- ( gær voru: Björg Jónsdóttir 540
fimmaðeinsveitt380tonnsamtals. um scm tilkynnt var um í gær er nú tonn, Jón Kjartansson 1120 tonn,
Þctta er í fyrsta skipti sem norsk búið að veiða tæp 245 þúsund Guðrún Þorkelsdóttir 720 tonn,
skip fá að veiða loðnu í ísiensku tonn. Háberg 630 tonn, Hilmir II 590
lögsögunni í descmber, en þau Að sögn Þórðar Jónssonar hjá tonn, Albert 730 tonn, Örn 750
hafa fengið að veiða loðnu hér við Síldarverksmiðjum ríkisins er tonn, Börkur 1000 tonn, Víkur-
land f janúar á sl. þrem vertíðum. verðið fyrir tonnið af loðnunni frá berg560tonn, Víkingur 1350 tonn,
Mjög gott veður hefur verið á um 3500 til 4000 krónur, eftir þvf Valaberg 250 tonn, Fífill 600 tonn,
loðnumiðunum að undanförnu en hversu langt verksmiðjurnar eru Guðmundur Ólafur 590 tonn,
í gærkvöldi var farið að bræla. Þá frá miðunum. Aðspurður hvort Gullberg 350 tonn og Bergur 300
hafa skapast mikil vandræði vegna ekki féngist betra verð eriendis, tonn. - ABÓ
Krakkar úr skátafélaginu Vogabúum í Grafarvogi, öðru nafni „hakkarar og
útilegumenn“ sjást hér með afrakstur söfnunarinnar.
100.000
áldósir!
Skátahreyfingin á íslandi vill
koma í veg fyrir slæm áhrif á um-
hverfið af völdum áldósa, með því
að safna þeim saman og koma í
endurvinnslu, eða eyða á viðeigandi
hátt, og mun á næstunni kynna
hugmyndir sfnar um það, en um 50
milljón dósir falla til árlega á íslandi.
Undanfarið hafa skátar farið um
landið þvert og endilangt,og safnað
hvorki meira né minna en 100.000
tómum einnota gosumbúðum. Þeir
vilja með þessu leggja áherslu á, hve
vel þeir eru í stakk búnir til að takast
á við þetta viðfangsefni, einkum þar
sem þeir hafa útivist og umhverf-
ismál að leiðarljósi og starfa víðs
vegar um landið.
Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi
íslands, sagði að skátarnir gætu ekki
búist við því að fá allt upp í hendurn-
ar fyrirvaralaust, - þeir þyrftu að
hafa fyrir hlutunum sjálfir og það
lærðu þeir m.a. þegar þeir byrjuðu í
hreyfingunni, 9 ára að aldri.
Fréttamönnum var boðið að sjá
hvernig umbúðirnar eru pressaðar í
þar til gerðri vél, hjá Sindra-Stál og
virðist ekki vafi á hagkvæmninni
sem endurvinnslan hefur í för með
sér; bæði hvað snertir óþrifnað og
mengun.
Tillögum um hugsanlegt fyrir-
komulag hefur verið komið á fram-
færi við stjórnvöld, og í fréttatil-
kynningu frá skátahreyfingunni segir
m.a. að hér sé um aðkallandi vanda
að ræða og brýnt að tekin verði
ákvörðun í þessu máli hið fyrsta.
elk.