Tíminn - 07.12.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 07.12.1988, Qupperneq 15
Miðvikudagur 7. desember 1Ó88 Tíminn 15 ar í Evrópu, þetta var þjóðarein- kenni og er e.t.v. enn í einhverjum mæli. Það var þessi „árátta", sem stuðlaði að því að landsmenn voru málfarslega og menningarlega ein þjóð, sem var ekki og er ekki einkenni þjóða Evrópu né Englands. í bréfinu kemur fram misræmið milli einstaklinga sem fá einkunnina, „skemmtilegur og aðlaðandi“ og efnislegra aðstæðna, sem valda því að: „Jafnvel morgunkaffið megnar ekki að hressa hugann, og fáfræðin og sóðaskapurinn í þessu kotbænda- landi eykur á leiðindin með hverjum deginum sem líður“. Á þeim stað sem bréfritari lýsir var tuttugu árum áður ort af íslensku þjóðskáldi, um það „volaða land“. í lok bréfsins skrifar höfundur: „Ég er feginn að þessu verki mínu skuli nú senn lokið. Ef þú vissir hversu allt þetta góða fólk er glatt og undrandi yfir árangrinum, þá mund- ir þú skynja eins og ég, að allt þetta erfiði er engan veginn unnið fyrir gýg“- Kvöldið áður voru þeir félagar gestir Árna Thorsteinssonar. „Við fengum ágæta vindla og ljúffengt kryddvín og ræddum saman á báðum tungumálunum, þetta var ánægju- legt kvöld, enda fannst mér nærri því sem ég væri kominn heim“. Bréf Collingwoods eru menning- arsöguleg heimild, hann ræðir vafn- ingalaust um neikvæð einkenni, sem hann sér glöggt með augum sem mótast af því umhverfi sem hann er sjálfur sprottinn upp úr, en hann er jafn vafningalaus í áliti sínu á því sem betur fer, það er því fráleitt að tala um einsýni hans í þessu sam- bandi. Hann veit hvar skórinn kreppir, sem er eins og hann segir, fáfræðin, hirðuleysi og óhrjáleiki, sem stafa af fátækt. Á þeim heimil- um, þar sem fátækt og fáfræði sleppti, var líkast „sem hann væri kominn heim“. Haraldur Hannesson hefur unnið þarft starf með því að afla þessara bréfa og koma þeim á vandað og fagurt mál, þýðing hans á þeim á íslensku er unnin af trúmennsku við frumtextann. Hann hefur auk þess aflað fjölbreytilegra upplýsinga um Collingwood og skýringa við bréfin sem snerta bæði höfund þeirra og „menningarsögulega og sagnfræði- lega þætti, sem bréfin varða“. Hann er frumkvöðullinn að því að kynna Islendingum Collingwood og verk hans. í kafla þessa rits „Erlend- ir ferðamenn og myndir Colling- woods,, segir hann sögu söfnunar mynda Collingwoods. Koma þar margir ágætir menn við sögu en þarfastur í því starfi hefur hann verið ásamt Mark Watson. Haraldur skrifar um þátt Watsons í söfnun mynda Collingwoods og kynnir starf hans að verndun menningarsögu- legra verðmæta hér á landi. Watson var meðal frumkvöðlanna að stofn- un byggðasafnsins í Glaumbæ í Skagafirði. Hann ferðaðist hér á landi á árunum 1937 og 1938, fyrri ferðin ári eftir ferð W.H. Audens • hér. Watson „kynnti sér einnig nátt- úru landsins og dýralíf" og því varð það að hann tók að rannsaka ís- lenska hundakynið og hófst hana um að hreinrækta það á búgörðum sín- um í Kalifomíu í Bandaríkjunum og Hampshire á Englandi. Það mátti ekki seinna vera. Hann skrifaði bók um íslenska hundinn „The Icelandic Dog, 874-1956“, sem kom út 1956. Watson kom hingað „nærri árlega síðustu tvo áratugina sem hann lifði“ (lést 1979). Hann safnaði myndum og bókum um íslensk efni og þar með myndum Collingwoods og með aðstoð dótturdóttur Collingwoods, Janet B. Gnosspelius varð honum mikið ágengt í söfnun myndanna. Kynni Haraldar Hannessonar og Marks Watson hófust eftir lok síðari heimsstyrjaldar og þau kynni urðu til þess að myndirnar höfnuðu að lokum í Þjóðminjasafni íslands 1964, sem gjöf Watsons. Haraldur Hannesson hefur um langt árabil unnið að söfnun heim- ilda um víðfrægasta rithöfund ís- lendinga, sem er Jón Sveinsson (Nonni), en hann vann á sínum fima ósleitilega að kynningu landsins í flestum heimsálfum, flutti t.d. 4.500 fyrirlestra í Evrópu um bækur sínar og ísland (Heimild: Bréf frá J.Sv. til Brynleifs Tobíassonar, dags. París 2. jan. 1939). Söfnun Haraldar um Nonna leiddi til þess að hann fann hátt á fjórða tug mynda sem Nonni hafði eignast eftir Collingwood í aðalstöðvum ÞINGVELLIR á Þórsnesi, fjórð- ungsþingstaðuraðfornu. Þareru tóftir margar en menn greinir á um hvar dómhringurinn hafi verið. Myndin er máluð uppi á Þingvalla- borg og hafa sumir talið dóm- hringinn þar, aðrir að hann hafi verið þar sem Þing vallabærinn er, t.h. á myndinni. Þar fram undan er Lambatangi (líka nefndur Húsnes) og var um hríð talið að dómhringurinn hefði verið þar. Yfir Lambatanga sést í Litlatanga. Þar áleit Coilingwood að þingið hefði verið. Þórssteinn er upp af tanganum og virðast menn standa hjá honum. Þegar landið umhverfis var brotið til ræktunar 1960 kom í Ijós hringmynduð grjóthleðsla. Herders forlagsins (forlag J. Sv.) í Freiburg im Breisgau, skömmu eftir síðustu styrjöld. Meðal gagna sem Hermann Á. Krose, reglubróðir Jóns Sveinssonar, jesúíti, hafði sent þangað, voru þessar myndir. Það er því að þakka áhuga Harald- ar Hannessonar og Marks Watsons og margra annarra að myndir Coll- ingwoods frá Islandi eru nú varð- veittar hér á landi. íslenska ríkið hafði þó haft tækifæri til þess að eignast þessar myndir fyrir alllöngu. Collingwood hafði boðist til þess að selja íslenska ríkinu þær myndir frá íslandi sem hann hafði undir höndum, með bréfum dr. Jóns Stef- ánssonar til íslenskra ráðamanna á árunum 1931-32. Þeim tilboðum var hafnað. Þar kom fram sú afstaða, sem allt of oft virðist einkenna allt of marga íslenska pólitíkusa, að vera sneyddir skilningi á gildi minja og listaverka og annarra menningar- verðmæta. Haraldur Hannesson ritar formála fyrir verkinu, hann samdi einnig ævisögu Collingwoods og ritaði eftir- mála, ritgerð um íslandsferðina 1897, auk þess sem þegar er getið. Allar þessar ritgerðir eru einstaklega vandlega unnar og bera vott um ágæta fræðimennsku og ræktarsemi. Janet B. Collingwood Gnosspelius ritar inngang um störf afa síns, en hún átti mikinn hlut að varðveislu bréfanna ásamt Teresu dóttur Rob- ins G. Collingwoods, sem var og er alkunnur heimspekingur og sagn- fræðingur, en Collingwood skrifaði honum frá íslandi. Robin var þá barn að aldri. Björn Th. Björnsson listfræðingur ritar um myndirnar: „Með augum pílagríms", þar segir um listamann- inn: „Með heiðum huga og hreinni elsku skynjar hann tímann sem hefur breitt grænan feld sinn yfir tóftimar, yfir gamlar traðir, og hjúpað bústaði manna og dýra í sína þungu og mjúku voð. En hafið, fjöll og ár eru söm; þau eru leiksviðið mikla sem enn stendur uppi, þótt leikararnir sjálfir séu komnir af klæðum til annarra verka“. Björn útlistar nánar tækni listamannsins og snilli hans sem vatnslitamálara. Collingwood hefur hrifist af tær- leikanum, sem skerpir allar litaand- stæður, fjöll og jöklar sjást skýrt um óravegu, fjarlægðin dofnar ekki út í mósku eða móðu, það sér út í hafsauga. Litirnir eru skýrt afmark- aðir og fjölbreytileiki landsins verð- ur öllum sem sjá undrunarefni. MyntíirCollingwoods votta þessa sýn. Einar H. Kvaran átti viðtal við Collingwood í ísafold 18. ágúst 1897: „Hann hafði gert sér far um að sýna litskrúð lofts og fjalla sem dýrlegast er í hinni íslensku náttúrufegurð, og voru því einkum sólarlagsmyndirnar aðdáanlega fagrar...“ Samkvæmt þessu viðtali virðist Collingwood hafa þótt fegurst í Fljótshlíðinni, Gilsfirði, útsýninu frá Stóm-Borg í Húnavatnssýslu og Vatnsdalnum, og þó framar öllu öðru ýmsum stöðum umdir Snæfellsjökli. „En annars svo að segja hvarvetna að einhverju leyti einkennilega fallegt". Colling- wood talar um í þessu viðtali, að menn séu orðnir þreyttir á Sviss og Noregi og „svo sjá menn hvergi slíka sjón sem hér“. Þessi skoðun er samhljóma skoðun Hardys, en hann skrifar einhversstaðar um þetta leyti að sandar, jöklar og hraun íslands verði eftirsóttari sjón ferðamönnum en firðir Noregs og fjalladalir Sviss. Ásgeir B. Björnsson hafði umsjón með útgáfunni, kannaði allt mynd- efni og samdi texta með listaverkum Collingwoods. Ásgeir fylgdi því þeim leiðum sem Collingwood fór og „vitjaði flestra þeirra staða sem hann hafði málað, kannaði aðstæður og hafði tal af staðkunnugum“ í þeim tilgangi að sjá landið næst því sem listamaðurinn sá það á sínum tíma. Textinn var valinn með hlið- sjón af fornsögum og þeim hughrif- um sem myndirnar endurspegla. Val þessara texta krefst mikillar nær- fæmi og smekks og ber valið vitni þess hvorttveggja. Sigurþór Jakobs- son sá um uppsetningu og útlit, sem hefur tekist mæta vel. Þessa glæsilegu bók má þakka smekk og skilningi íslenskra og er- lendra áhugamanna á menningar- sögulegum verðmætum og bókina eins og hún er útgefin áhuga og samskonar smekk útgefandans Ör- lygs Hálfdanarsonar og allra þeirra sem þar hafa unnið að. ■- LvarxoöiHnr Jólakort - Jólakort! Höfum til sölu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindi, blómavasa og glösin vinsælu með flokksmerkinu. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24480 Jólafundur framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldin í Norðurljósasalnum, Þórscafé fimmtudaginn 8. desember og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Húsið opnar kl. 18.30. Dagskrá: Ávarp ................................Sigrún Sturludóttur form. Jólasaga.............................. Steinunn Finnbogadóttir Jólaljóð............................... Steinunn Þórhallsdóttir Jólasöngur .......................................Rósa Kristín Undirleikari Kristín Waage. Gestir fundarins eru Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, Stefanía María Pétursdóttir formaður Kvenfélagasambands ís- lands og Kristín Guðmundsdóttir formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Allt framsóknarfólk er velkomið, en tilkynna þarf þátttöku til Þórunnar [ síma 24480 fyrir kl. 17.00 á miðvikudag. Munið eftir jólapökkunum. Stjórn F.F.K. Áhugakonur um pólitík Jóla-Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir þriðja matarspjalls- fundinum fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 19.00 í veitingahúsinu Torfunni. Dagskrá: Þrjár konur úr Landssambandinu kynna ferð til Svíþjóðar, þar sem formlega var stofnað Samstarf miðflokkskvenna á Norðurlöndum. Kynnt verður bókin „Nú er kominn tími til“, handbók kvenna í pólitískum fræðum. Höfundur kynnir. Allar áhugakonur um pólitík velkomnar. Framkvæmdastjórn L.F.K. Framsóknarvist Hafnfirðingar og nágrannar, munið lokaumferðina fimmtudaginn 8. desember kl. 8.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Glæsileg heildarverðlaun. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 24. desember. Vinsamlegast greiðið heimsenda miða. Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.