Tíminn - 07.12.1988, Page 20
| Átján mán. bindinq ^4 O 1 ‘ f Ö _
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, © 28822 § 7,5% ÞRttSTUR 685060
SAMVINNUBANKINNI |f«M|D lUICiyKl w#%fnilBTL IwlCiBwíw
Tíniinn
Frá og með 1. mars n.k. verður áfengt öl selt í öllum
verslunum ÁTVR og verður þar falt í 33 cl neyslueiningum;
þó þannig að a.m.k. sex einingar verða seldar saman.
Leyfð verður sala á öli sem inniheldur vínanda á bilinu
2,26%-5,6%. Áætlað er að verð á kassa af íslensku öli,
sem er 5% að áfengisstyrkleika, verði 2500-2700 krónur,
eða um 115 krónur hver dós.
Þessar upplýsingar komu fram í
gær á fundi sem fjármálaráðherra
hélt til kynningar á þeim reglum
sem settar hafa verið varðandi
bjórsöluna. Enn sem komið er
gefur þó orðaiag þessara reglna til
kynna að til staðar sé viss sveigjan-
leiki vegna reynsluleysis íslendinga
af löglegri bjórsölu. En þess má
geta að í fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar er gert ráð fyrir að
sala á bjór verði sjö milljónir lítra
á ári sem gefi af sér um einn
milljarð króna í ríkiskassann.
5tegundir-
þar af 2 íslenskar
ÁTVR mun hafa a.m.k. fimm
tegundir öls á boðstólum í öllum
vínbúðum, þar af verða a.m.k.
tvær tegundir sem bruggaðar verða
hér á landi. Sérstök bjórverslun
verður rekin í birgðastöð ÁTVR
við Stuðlaháls í Reykjavík og þar
verður fjölbreyttara úrval en í
öðrum verslunum. Ef sérstakar
óskir koma fram um öl, sem ekki
verður fáanlegt hjá ÁTVR, mun
það verða sérpantað með svipuð-
um hætti og nú tíðkast um annað
áfengi.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, sagði á fyrrnefndum fundi
að nauðsynlegt væri að takmarka
fjölda tegunda vegna þess að
ÁTVR er ekki undir það búin að
selja bjór, en tilkoma bjórsins
þrefaldar það magn sem fyrirtækið
hefur í dreifingu árlega, auk þess
er bjór plássfrek vara.
Nokkur verðmunur verður á ís-
lensku öli, þ.e. því sem bruggað
verður alfarið hér og því sem flutt
verður til landsins til átöppunar
eða í neysluumbúðum. Eru þessar
ráðstafanir til að vernda íslenskan
iðnað. Á kostnaðarverð öls sem
flutt verður inn í gámum og átapp-
að hér á landi verður lagt sérstakt
álag er leiða mun til þess að verð á
slíku öli til neytenda verður um
12,5% hærra en á íslenska ölinu.
Með sama hætti verður gjald lagt á
innflutt öl í neytendaumbúðum
eða bartunnum og verður það öl
um 25% hærra í verði en íslenska
öliö.
Tilboða leitað
Á næstu mánuðum verður leitað
eftir tilboðum í ölsölu tii ÁTVR en
þeim framleiðendum verðurgefinn
kostur á að setja fram tilboð er
hafa bjór sem ætla má að sé
sæmilega þekktur á íslandi. Við
val á þeim fimm tegundum, sem til
sölu verða í vínbúðum um alit
land, verður þess gætt að tvær
þeirra a.m.k. séu bruggaðar á fs-
landi og að ekki verði nema ein
tegund frá sama útlandinu.
Hjá Höskuldi Jónssyni kom fram
að við val á tegundum verði reynt
að bjóða sem ólíkastar tegundir,
einnig skipti verðið máli. Hann
sagði jafnframt að líklegt væri að
góðir samningar næðust vegna þess
hve fáar tegundir verða til sölu.
Til að tryggja samkeppnisað-
stöðu öls sem bruggað verður hér
á landi mun ÁTVR tryggja kaup á
a.m.k. tveimur milljónum lítra af
slíku öli á árinu 1989 og 1990.
Skilagjald
Til að takmarka umhverfismeng-
un af völdum umbúða verður reynd
sú leið, að borga fyrir skil á öldós- .
um eða flöskum. Vegna þessa má
búast við því að sérstakt skilagjald,
5-10 krónur verði lagt á hverja dós
til viðbótar fyrrnefndu útsöluverði.
f sama tilgangi mun stefnt að því
að koma á endurvinnslu áldósa, en
ÁTVR mun eingöngu hafa á boð-
stólum öl á áldósum og þá með
föstum flipa.
Ölgerðimar
Fulltrúar ölgerðanna tveggja,
Sanitas og Egils Skallagrímssonar,
áttu auðvitað mikið undir því
hvernig reglur yrðu settar um ;
bjórsöluna. Sem dæmi má nefna
að Sanitas hefur lagt í fjárfestingar
vegna stækkunar verksmiðjunnar
á Akureyri upp á tæpar 200 millj-
ónir króna vegna komu bjórsins og
framleiðslugeta fyrirtækisins er um
sjö milljónir lítra á ári. Sanitas
hefur framleiðsluumboð fyrir Lö-
wenbrau, sem samkvæmt reglun-
um telst til íslenskra tegunda því
hann verður framleiddur hér.
„Það er margt gott í þessu en í
fyrsta lagi þá finnst mér verðið allt
of hátt,“ sagði Ragnar Birgisson
forstjóri Sanitas er hann var spurð-
ur um álit á bjórsölureglunum.
„Verð á íslensku öli hefði mátt
vera um 80 krónur. Þetta verð er
alltof nálægt smyglverðinu sem er
um 145 krónur dósin og ekkert
skilagjald. í öðru lagi finnst mér
verðverndin of lág, mér hefði fund-
ist að hún hefði átt að vera 25% ef
ölið er átappað hér og 50% ef það
er flutt hingað í neysluumbúðum.
í þriðja lagi finnst mér sérstaklega
slæmt ef takmarka á íslenskar •
bruggverksmiðjur við tvær tegund- •
ir. Það er forsenda þess að hægt sé
að byggja upp íslenskan iðnað að
menn geti stundað einhverja vöru-
þróun, fundið út hvaða tegundir'
íslendingar vilja, því bjórmenning
er ekki til hér á landi. ÁTVR hefur
ábyggilega pláss fyrir fleiri en fimm
tegundir."
Aðspurður um hvort það væri
ekki bjartsýni að gera ráð fyrir að
framleiða sjö milljónir lítra á ári,
en það samsvarar því að vera
heildameyslan miðað við áætlanir
stjórnvalda. „Ég geri nú ráð fyrir
að neyslan verði frekar um 12-15
milljónir."
„Þetta plagg sem lagt var fram í
gær er ekki reglugerð, þetta er
bara fréttatilkynning, þetta eru
bara hugmyndir og engan veginn
endanlegt. Það verða örugglega
lagfæringar á þessu,“ sagði Ragnar
Birgisson að lokum.
Fulltrúar Egils Skallagrímssonar
höfðu ekki kynnt sér reglurnar í
gær og vildu því ekki tjá sig um
málið.
SSH
VSÍ segir að milljarð muni
skorta í húsnæðiskerfið
Hagdeild VSÍ hefur gert athugun
á iðgjaldatekjum 12 stærstu lífeyris-
sjóða landsins og á grundvelli þess
lagt mat á ráðstöfunarfé sjóðanna í
ár og á næsta ári.
í áætlun fjármálaráðuneytisins um
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er
miðað við það að ráðstöfunarféð
verði 12.700 milljónir í ár og um
33% meira á næsta ári. Þessar áætl-
anir munu hafa komið lífeyrissjóða-
mönnum á óvart, einkum þar sem
gert er ráð fyrir nálega 46% aukn-
ingu iðgjaldatekna frá fyrra ári og
nær 33% á næsta ári.
Niðurstöður könnunar VSÍ eru
þær að iðgjaldatekjur þessara sjóða
hafi á síðasta ári verið 3.624 milljónir
og stefni íað verða4.622. Aukningin
milli ára er því 27,5% og vantar þá
mikið á þá 46% aukningu sem
ráðuneytið byggir áætlanir sínar á.
Lauslegt mat, byggt á framan-
greindri könnun og öðrum tiltækum
gögnum, gefur tilefni til að ætla að
iðgjaldatekjur lífeyriskerfisins í
heild vaxi um liðlega þriðjung. Á
móti kemur að iðgjaldatekjur ársins
1987 eru að líkindum vanmetnar.
Að teknu tilliti til þess má ætla að
ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna í
ár séu ofmetnar um a.m.k. 500
milljónir króna.
Spáin fyrir næsta ár þykir enn
vafasamari því forsendur fjárlaga-
frumvarpsins miða almennt við um
7% aukningu tekna milli ára, en
iðgjaldatekjur sjóðanna eiga á sama
tíma að aukast um liðlega 32%.
Hluta þeirrar tekjuaukningar má
skýra með auknum greiðslum af
yfirvinnu en þær þykja fráleitt geta
skýrt meira en 6-7% aukningu. Sé
miðað við forsendur frumvarpsins
um launaþróun og hliðsjón höfð af
framanrituðu er óraunsætt að miða
við meira en 15% aukningu iðgjalds-
tekna milli ára. Að öllu þessu virtu
má því gera ráð fyrir að iðgjaldatekj-
ur sjóðanna séu ofáætlaðar um 2000
milljónir á næsta ári.
Ofmat á ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna leiðir jafnframt til ofmats
á útlánsgetu Húsnæðisstofnunar
ríkisins. í áætlunum er gert ráð fyrir
að hún fái um 55% tekna sjóðanna
sem þýðir að ofmatið mun nema um
1.100 milljónum króna, nema til
komi sérstök lánsfjáröflun til að náð
verði markmiðum fjárlagafrum-
varps. Það lánsfé fæst ekki innan-
lands miðað við þekktar forsendur
dagsins í dag, segir að lokum í
samantekt hagdeildar VSÍ. -áma